Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skallagrímur tryggði sér á föstudags- kvöldið í fyrsta skipti í sögunni sæti í Dominos deild kvenna með sigri á KR í Reykjavík. Sigra þurfti tvo leiki til að tryggja sæti í deildinni. Gest- irnir úr Borgarnesi komu ákveðnari til leiks á föstudaginn og náðu fjótt átta stiga forystu. KR var ekki á þeim buxunum að gefa Skallagrími auð- veldan leik og héldu muninum í 3-6 stigum út fjórðunginn en staðan að honum loknum var 16-22 Skalla- grími í vil. Í öðrum leikhluta tóku Skallagrímskonur völdin sóknarlega og léku við hvern sinn fingur. Stað- an þegar haldið var til hálfleiks 29-41 fyrir Skallagrími. Gestirnir héldu áfram að leiða en KR voru alltaf í skugganum á þeim og var munurinn um 10 stig allan þriðja leikhlutann. Þegar fjórði fjórðungur hófst var staðan 41-56 fyrir gestina og þurfti nokkuð til að KR gæti snúið leiknum við. Þær fóru þó allnærri því í síðasta fjórðungi þegar gestirnir áttu dapr- an leik um tíma. Þegar munurinn var kominn niður í eitt stig tóku gestirn- ir þó á sig rögg og kláruðu leikinn. Lokastaðan 56-67 fyrir Skallagrím og seturéttur í Dominos deildinni staðreynd. Hjá Skallagrími var Erikka Banks stigahæst með 17 stig, 23 fráköst og var frábær í leiknum. Einnig var Kristrún Sigurjónsdóttir mikil- væg en auk þess að setja 17 stig vóg reynsla hennar og yfirvegun þungt í lok leiksins þegar nærri lá að KR- ingar næðu að vinna niður forskotið. Það gerðist þó ekki. Baráttan og viljinn var bersýnilega sterkari hjá Skallagrími sem vann flest nágvígi í leiknum á föstudag- inn. Voru Borgnesingar einbeittari heilt yfir og var spilamennska þeirra frábær í leiknum ekki síst sóknarlega þar sem liðið var frumlegt í að finna lausnir og var boltahreyfingin með ágætum. Metnaður Skallagríms fyrir kvennakörfunni er mikill í ár og var markmiðið ekkert annað en að kom- ast upp á meðal þeirra bestu. Það hefur nú tekist. Vel var tekið á móti Skallagríms- konum við komuna í Borgarnes á föstudagskvöldið. Hópur fólks mætti við Olís og flugeldum var skotið á loft. mm Kvennalið Skallagríms komið í úrvalsdeild í körfunni Síðastliðinn fimmtudag tók ÍA á móti Fjölni í fjórða leik liðanna í úrslita- keppni 1. deildar karla. Fyrir leik- inn leiddi Fjölnir með tveimur sigr- um gegn einum. Þeir gátu því tryggt sér sigur í viðureigninni og það gerðu þeir, eftir spennuþrungnar lokamín- útur. Leikurinn fór hægt af stað og liðin skiptust á að skora. En um miðj- an upphafsleikhlutann tók Fjöln- ir góðan sprett á meðan Skagamenn hittu illa. Heimamenn skoruðu að- eins ellefu stig í fyrsta leikhluta en Fjölnir sjö stigum betur. Leikmenn ÍA voru þó hvergi af baki dottnir. Þeir bættu leik sinn umtalsvert en áfram leiddu gestirnir. Með mikilli baráttu og þrautseigju náðu Skagamenn að jafna fyrir leikhléið, 38-38. Síðari hálfleikur var jafn og spenn- andi framan af og leikurinn í járn- um þar til Fjölnir náði góðum kafla og átta stiga forskoti í lok þriðja leik- hluta. Skagamenn börðust áfram í upphafi lokafjórðungsins, minnk- uðu muninn í tvö stig og stemningin orðin rafmögnuð í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Áhorfendur voru marg- ir hverjir risnir úr sætum og fylgd- ust spenntir með. Skagamenn reyndu hvað þeir gátu að jafna leika en alltaf vantaði herslumuninn. Fjölnir hafði að lokum fimm stiga sigur, 77-72. Sean Tate var atkvæðamestur Skagamanna með 28 stig og sex frá- köst. Næstur honum kom Jón Orri Kristjánsson með ellefu af bæði stig- um og fráköstum en aðrir höfðu minna. Skagamenn hafa lokið þátttöku sinni í Íslandsmótinu í körfuknattleik þennan veturinn og ljóst að liðið mun leika áfram í 1. deild að ári. kgk Skagamenn hafa lokið keppni í Íslandsmótinu Jón Orri Kristjánsson og félagar hans í ÍA höfðu ekki erindi sem erfiði í viðureigninni gegn Fjölni. Skagamenn leika því aftur í 1. deild að ári. Ljósm. jho. Eftir að hafa lent 2-0 und- ir í undanúrslitaviðureign- inni gegn Val sigraði kar- lalið Skallagríms næstu tvo leiki og jafnaði. Því þurfti að grípa til oddaleiks til að knýja fram úrslit í rimmunni. Var hann leikinn í Valsheim- ilinu á sunnudagskvöld- ið. Þar gerðu Skallagríms- menn sér lítið fyrir og unnu og tryggðu þeir sér þar með sæti í úrslitaviðureigninni gegn Fjölni. Borgnesing- ar sýndu því alveg ótrúleg- an karakter og engu líkara en orðið hafi viðhorfsbreyting eftir að hafa lent 2-0 undir í viðureigninni. Bæði lið mættu ákveðin til leiks á sunnudaginn, beittu hápressu og leikurinn var hraður og jafn. Um miðjan annan leikhluta náðu Skalla- grímsmenn góðum kafla og höfðu níu stiga forystu í hálfleik, 48-39. Valsmenn náðu örlítið að koma til baka í upphafi síðari hálfleiks en nokkurs óöryggis gætti í sóknarleik beggja liða. Valur minnkaði mun- inn í fimm stig áður en Skallagríms- menn tóku við sér að nýju og náðu tólf stiga forskoti fyrir lokafjórð- unginn. Valsmenn reyndu hvað þeir gátu að komast inn í leikinn að nýju í upphafi fjórða leik- hluta en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þeir hittu illa og virtist farið að draga örlítið af þeim. Þeir náðu þó að minnka muninn í þrjú stig á lokamín- útunni en það var um seinan. Skallagrímsmenn voru yfir- vegaðir á lokasekúndunm og sigldu sigrinum heim, 82-85. J.R. Cadot fór mikinn í leiknum og daðraði við þrenn- una. Hann skoraði 27 stig, tók 23 fráköst og gaf sjö stoðsend- ingar. Næstur honum kom Sigtryggur Arnar Björns- son með 23 stig. Hafþór Ingi Gunnarsson og Hamid Dicko gerðu níu stig hvor. Sigur Skallagríms tryggði þeim sæti í úrslitaviðureign- inni gegn Fjölni. Þar er leik- ið um laust sæti í úrvals- deild og þarf þrjá sigra til að vinna. Fyrsti leikur þeirrar viðureignar fer fram á morg- un, fimmtudaginn 14. apríl í Grafarvogi, áður en lið- in mætast öðru sinni í Borgarnesi á sunnudaginn. kgk J.R. Cadot var afar drjúgur í undanúrslitaviðureigninni gegn Val. Ljósm. Skallagrímur/Ómar Örn. Skallagrímsmenn komnir í úrslitaviðureignina Snæfell tryggði sér á þriðjudags- kvöldið í liðinni viku sæti í úrslita- viðureigninni um Íslandsmeistara- titilinn í körfuknattleik eftir 78-71 sigur á Val í tvíframlengdum leik. Valskonur byrjuðu leikinn mjög vel og gerðu heimaliðinu erfitt fyrir með sterkri vörn og góðu boltaflæði í sókninni. Snæfellskonur tóku við sér um miðjan upphafsfjórðunginn, voru yfirvegaðri í sínum aðgerðum á báðum endum vallarins og náðu forystunni undir lok leikhlutans. Við upphaf annars fjórðungs var sem Snæfell ætlaði að kafsigla gest- ina en Valskonur voru ekki tilbúnar að láta slíkt yfir sig ganga. Þær svöruðu með þriggja stiga körfum og héldu leiknum spennandi áfram. Snæfellskonur luku fyrri hálfleikn- um með góðum kafla og leiddu með átta stigum í hléinu, 39-31. Varnarleikur var í fyrirrúmi í leik beggja liða framan af þriðja leik- hluta. Þegar hann var hálfnaður höfðu liðin aðeins skorað sex stig til samans. Undir lok leikhlutans tók við skotsýning frá þriggja stiga lín- unni þar sem Valur náði að minnka muninn í þrjú stig fyrir lokafjórð- unginn. Snæfell jók muninn með fyrstu körfu fjórðungsins og skellti svo í lás í vörninni næstu mínúturn- ar. Um miðjan leikhlutann minnk- uðu Valskonur muninn og upp- hófust æsispennandi lokamínútur þar sem liðin fylgdust að hvert fót- mál. Þegar þrjár sekúndur voru eft- ir jafnaði Valur leikinn með þriggja stiga körfu og ljóst að leika þyrfti til þrautar. Þreytumerki voru á báðum lið- um í framlengingunni og áttu þau erfitt með að sækja af fullum krafti. Stigin hlóðust því ekki beint upp og lítið var skorað í framlengingunni. Þegar henni lauk var staðan enn jöfn, 69-69 og enn þurfti að bæta við leikinn. Mikil spenna var í síðari hluta framlengingarinnar og áhorf- endur í Stykkishólmi risnir úr sæt- um. Snæfell skoraði þriggja stiga körfu á síðustu mínútu leiksins og veittu Val þar með náðarhöggið. Snæfell bætti nokkrum stigum við á lokasekúndunum og vann að lok- um sjö stiga sigur, 78-71 í ótrúleg- um leik í Stykkishólmi. Bryndís Guðmundsdóttir skor- aði 22 stig og tók 14 fráköst í leikn- um og Haiden Palmer daðraði við þrennuna. Hún skoraði 20 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsending- ar. Alda Leif Jónsdóttir var með 15 stig og níu fráköst og Berglind Gunnarsdóttir ellefu stig, átta frá- köst og fimm stoðsendingar. Snæfellskonur eru með komnar í úrslit þriðja árið í röð þar sem þær eiga Íslandsmeistaratitil að verja. Það verða Haukar sem keppa við Snæfell og fer fyrsti leikurinn fram laugardaginn 16. apríl í Valsheim- ilinu. Fyrsti heimaleikurinn verður mánudaginn 18. apríl. kgk Snæfellskonur í úrslit þriðja árið í röð Berglind Gunnarsdóttir skilaði sínu þegar Snæfellskonur tryggðu sér sæti í úr- slitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn eftir tvíframlengdan leik gegn Val. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.