Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 201612 Fyrirmyndardagurinn var hald- inn á vegum Vinnumálastofnunar í þriðja skipti 8. apríl síðastliðinn. Markmið dagsins er að bjóða at- vinnuleitendum með skerta starfs- getu tækifæri til að vera gestastarfs- menn í fyrirtækjum og stofnunum í einn dag eða hluta úr degi og kynn- ast þannig hinum ýmsu störfum. Um leið fá forsvarsmenn fyrirtækja tækifæri til að kynnast einstakling- um með skerta starfsgetu. Í Stykkishólmi tóku þrjú fyrir- tæki þátt í Fyrirmyndardeginum í samstarfi við Ásbyrgi, dagþjón- ustu fyrir fullorðna fatlaða einstak- linga. St.Franciskusspítalinn tók á móti þremur gestastarfsmönnum og kynnti þá fyrir starfsemi spítal- ans. Starfsmennirnir létu til sín taka í eldhúsinu, hjálpuðu meðal annars til við að undirbúa hádegismatinn og baka brauð. Sæferðir fengu til sín tvo gestastarfsmenn sem tóku til hendinni við bryggjustörf, los- uðu ruslatunnur og tóku á móti Særúnu þegar hún kom í land svo fátt eitt sé nefnt. Heimagistingin Hólmur-inn tók einnig þátt í Fyrir- myndardeginum og fékk til sín einn gestastarfsmann sem fékk kynningu á starfseminni og skemmtilega inn- sýn í ferðamannabransann. Í lok dags hittust allir í Ásbyrgi, fengu sér kaffi og köku og skiptust á reynslusögum eftir vel heppnaðan dag. Hanna Jónsdóttir, þroskaþjálfi í Ásbyrgi, segir daginn ekki bara mikilvægan til að kynna fólk fyr- ir vinnumarkaðinum heldur einnig svo fyrirtæki átti sig á þeim mögu- leika að taka fólk með skerta starfs- getu á vinnusamning og kynnist því hvernig það gengur fyrir sig. Þann- ig stuðlar Fyrirmyndardagurinn að fjölbreyttu samfélagi og atvinnu- þátttöku sem flestra. jse Fyrirmyndardagurinn í Stykkishólmi Hanna, Davíð Einar, Kristín og Ólafía í eldhúsi St.Franciskusspítala. Starfsmenn Ásbyrgis gæða sér á köku og kruðeríi eftir vel heppnaðan dag. Einar Marteinn kynnti sér ferða- mannaþjónustu. Kristján, Helgi Jóhann og Snæbjört bjóða Særúnu velkomna í land. Undirbúningur fyrir kvikmyndatök- ur á amerísku stórmyndinni Fast-8 hófst í þessari viku á Sementsreitn- um og við Akraneshöfn. Íbúar á Akranesi hafa verið beðnir um að aðstoða við tökur á myndinni, en tökur hafa undanfarnar vikur far- ið fram norður í Mývatnssveit. Það er íslenska fyrirtækið True North ehf. sem stendur fyrir tökunum og hefur íbúum Akraneskaupstaðar í nágrenni við Sementsreitinn verið sent bréf þar sem óvenjuleg beiðni um aðstoð kemur fram. Þar eru ná- grannar beðnir að kveikja á sem flestum inni- og útiljósum heima hjá sér yfir daginn, á þeirri hlið húsa þeirra sem snúa að Sements- reitnum. Að sögn starfsmanna True North hljómar þetta kannski undar- lega en mun þó hjálpa til við gerð myndarinnar. Er fólk beðið um að hafa ljósin kveikt frá 11. til 20. apríl. Að flestu öðru leyti ríkir mikil leynd yfir verkefninu. Fram hefur komið að Venusi NS og Víkingi AK, upp- sjávarveiðiskipum HB Granda, var siglt frá Akranesi til hafnar í Reykja- vík í síðustu viku en skipin þóttu of stór til að vera hluti af leikmynd- inni í Akraneshöfn. Tökur eiga að hefjast á hafnarsvæðinu á morgun, fimmtudaginn 14. apríl og eigi að taka tvo daga. Þá eru tveir tökudagar ráðgerðir í Hvalfirði þar sem sam- kvæmt heimildum Skessuhorns á að fara fram æsilegur kappakstur. Ákveðin hætta á ferð Í dreifibréfinu sem sent var til ná- granna Sementsreitsins á Akranesi boðar True North líf og fjör í bæn- um næstu daga. „Nú hefjast tökur í þessari viku og þá verður mikið líf og fjör á Akranesi.“ Fyrstu sýni- legu áhrif var þyrluflug yfir svæð- ið á mánudaginn, en umfangið á eftir að aukast gríðarlega. Umferð áhugasamra í kringum svæðið hef- ur aukist verulega og eru marg- ir vegfarendur á ferli, í von um að sjá eitthvað spennandi. Áður hef- ur verið varað við því að umferð muni aukast á Jaðarsbraut á meðan á tökum stendur þar sem flutninga- bílum verði lagt í sandgryfjunni og verður hliðið við Jaðarsbraut notað vegna stærðar bílanna. Þá er áætl- að að loka þurfi tímabundið fyr- ir umferð á Faxabraut meðfram Sementsreitnum á meðan á tökum stendur þó að engar dagsetningar hafi enn verið gefnar upp. „Þetta er bara iðnaður og það er ákveð- in hætta sem er á ferð. Hér eru alls konar vinnuvélar að keyra fram og til baka og við tókum eftir mikilli umferð á mánudaginn en slíkt get- ur skapað hættu,“ segir talsmaður True North í samtali við Skessu- horn. Hann ítrekar við íbúa á Akra- nesi að vera ekki á ferð í kringum tökusvæðið. Að öðru leyti vill fyr- irtækið sem minnst gefa uppi um væntanlega kvikmyndatöku enda þarf ákveðin leynd að hvíla yfir verkefninu eins og gengur og ger- ist með stórmyndir af þessum toga sem byggja afkomu sína á að fólk mæti í kvikmyndahús. grþ Boða líf og fjör á Akranesi næstu daga Hrímaður rússneskur beltasnjóbíll bíður átaka næstu daga. Snjórinn á bílnum er manngerður enda er myndin tekin á mikilli vorblíðu á Akranesi í gær. Félagar í Björgunarfélagi Akraness standa vaktina allan sólarhringinn þar sem þeir sjá um gæslu á tökustað. Verkefnið er umfangsmikið og mannfrekt og hafa fjölmargir félagar í sveitinni komið að verkinu. Einnig hefur verið leitað til eldri meðlima sem einnig hafa komið til aðstoðar. Hópur fólks sem var á göngu- ferð umhverfis Skorradalsvatn um páskana sendi Skessuhorni myndir af vinnuvélum í misjöfnu ásigkomu- lagi sem urðu á vegi þess í friðlandi Vatnshorns, sunnan við vatnið. „Það var engu líkara en einhver verktak- inn hafi farið af stað og ætlað að laga vegslóðann inn með vatninu en lent í einhverju brasi við þá framkvæmd,“ sagði einn úr hópnum sem ákvað að vekja athygli á málinu. Samkvæmt upplýsingum Skessuhorns mun vélin hafa fests í vatninu í október í haust og verið þar síðan, eða í hálft ár. Eigandi vinnuvélanna er verk- taki í Reykjavík sem á sumarbústað í Skorradal. Sveitarstjórn Skorra- dalshrepps fól verktakanum í fyrra að framkvæma bætur á vegslóðan- um sunnan við Skorradalsvatn fyr- ir fjárveitingu sem fékkst úr styrk- vegasjóði sem Vegagerðin ráðstafar úr. Árni Hjörleifsson oddviti Skorra- dalshrepps staðfesti það í samtali við Skessuhorn að umræddur verktaki hafi verið fenginn til að taka að sér verkið en orðið frá að hverfa í fyrra- haust vegna vætutíðar. Í kjölfar fréttar á vef Skessuhorns í síðustu viku fyr- irskipaði oddvitinn að vélin yrði tek- in úr vatninu og var það gert á laug- ardaginn. mm Búkolla í Skorradalsvatni Í síðustu viku endurnýjuðu starfs- menn Rarik á Vesturlandi spenni við athafnasvæði Skipavíkur í Stykk- ishólmi. Að sögn Björns Sverris- sonar deildarstjóra Rarik á Vest- urlandi er um eðlilegt viðhald að ræða. Spennar af þessu tagi tærast með tímanum einkum þegar þeir eru nálægt sjó. Þessi var kominn á síðasta snúning, að sögn Björns. Nú var settur upp nýr spennir með galvanvörn sem þolir seltuna mun betur en þeir gömlu. mm/ Ljósm. sá. Endurnýjuðu spenni við Skipavík

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.