Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 20162 Síðastliðinn sunnudag bættist nýr bátur í útgerðina í Rifi þegar Rifs- hólmi ehf. fékk bátinn Kára III SH-9 til heimahafnar. Báturinn er af gerðinni Sómi 990 og var smíð- aður árið 2013. Vélin er níu lítra Volvo Penta sem skilar allt að 500 hestöflum. Bógskrúfa var sett á bát- inn áður honum var siglt til heima- hafnar. Fyrir á Rifshólmi annan Sómabát sem heitir Kári II SH. Að sögn Lúðvíks Smárasonar skipstjóra og eins af eigendunum er gamli Kárinn orðinn 22 ára gamall og við auknar kröfur um bætta meðferð afla og kælingu á fiski var ákveðið að fara út í þessa fjárfestingu í nýrri og öflugri báti. „Auk þess að vera með gott dekkpláss, meðal annars fyrir kör, tekur nýi báturinn níu kör í lest,“ sagði Lúðvík og bætti við að útgerðin gerði aðeins út á handfæri og væri 110 tonna kvóti á bátnum. Nú strax eftir hrygningarstoppið 21. apríl fara þeir til veiða. af Frá og með föstudeginum 15. apríl næst- komandi má samkvæmt lögum ekki aka bíl- um á nagladekkjum. Verði bílstjórar uppvísir að slíku má lögregla beita sektum. Sé færð með þeim hætti að nagladekkja sé þörf mega þau þó vera undir lengur. Hins vegar bendir flest til þess að nú sé allavega orðið tímabært að skoða ástand sumardekkjanna. Það verður norðlæg átt á morgun, fimmtu- dag. 5-10 m/s og léttskýjað en skýjað með austurströndinni. Frystir norðaustanlands en hiti allt að 8 stigum yfir daginn sunnan heiða. Breytileg átt 3-8 m/s á föstudag. Þurrt og bjart með köflum víðast hvar á land- inu en þykknar upp vestan til seinni part dags. Hiti 0-7 stig, kaldast á Norðausturlandi. Sunnan- og suðvestan 5-10 m/s um helgina. Skýjað með dálítilli vætu af og til, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 1-7 stig. Vestlæg átt á mánudag, skúrir eða slydduél og heldur svalt í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvenær vaknar þú á frídögum?“ Flest- ir, 26,49%, vakna „milli 8 og 9“ en næst- flestir, 22,19%, „milli 9 og 10“. 20,83% vakna „milli 10 og 11“ og 19,11% „milli 11 og 12“. 10,45% eru árrisulir og vakna „fyrir 8“ en að- eins 0,93% segjast vakna „eftir hádegi.“ Í næstu viku er spurt: „Hvað ertu búin(n) að grilla oft í vor?“ Körfuknattleiksfólk af Vesturlandi gerði það gott í vikunni sem leið. Snæfellskonur tryggðu sér sæti í úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn, Skallagrímskonur tryggðu sér sæti í deild þeirra bestu í fyrsta skipti og Skallagrímskarlar geta gert slíkt hið sama eftir ótrúlegan viðsnúning í und- anúrslitunum gegn Val. Þetta hæfileikaríka og spræka íþróttafólk er Vestlendingar vik- unnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Tvö banaslys í umferðinni Alls urðu tíu umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vest- urlandi í liðinni viku, þar af tvö banaslys laugardaginn 9. apríl. Hið fyrra varð á Holtvörðu- heiði en að kvöldi sama dags varð annað í Stykkishólmi. Tildrög slyssins á Holtavörðu- heiði voru þau að bíll á norð- urleið valt og fór nokkrar velt- ur. Farþegi í aftursæti var ekki spenntur í bílbelti og kastaðist út úr bifreiðinni. Hann var fluttur á Landspítalann þar sem hann var nokkru síðar úr- skurðaður látinn. Ökumaður og annar farþegi sem í bílnum voru sluppu með minnihátt- ar meiðsli. Pilturinn sem lést var á átjánda aldursári. Um klukkan 21:30 að kvöldi laug- ardagsins fór bifreið í höfn- ina í Stykkishólmi. Einn mað- ur var í bílnum og var hann látinn þegar björgunaraðil- ar náðu á vettvang. Maðurinn var fjölskyldumaður, búsett- ur í Stykkishólmi. Lögregl- an á Vesturlandi rannsakar til- drög og orsakir þessara slysa. Síðdegis í gær var ekki búið að birta nöfn hinna látnu. -mm/ Ljósm. sá. Lionsmenn gáfu tæki á HVE AKRANES: Lionsmenn á Akranesi færðu lyflækninga- deild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi gjafir síðastliðinn þriðjudag. Færðu þeir deildinni hjartalínurits- tæki af nýjustu tegund, búið þeim eiginleikum að geta flutt upplýsingar beint yfir í rafræna sjúkraskrá sjúklings. Upplýsingar eru því aðgengi- legar til úrlestrar fyrir sér- fræðing hvort heldur hann er staðsettur innan sjúkrahúss- ins eða á Landspítalanum. Auk hjartalínuritstækisins gaf Lionsklúbburinn svokallaðan Holter hjartasírita. Tækið er notað við rannsóknir á taktt- ruflunum í hjarta og tekur upp hjartalínurit í heilan sólar- hring eða lengur eftir ástæð- um. Verðmæti gjafanna er um 1,5 milljón króna. -mm Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Skrautfjöðrum íslenska fiskisipa- flotans; Venusi og Víkingi, frá Akra- nesi var í síðustu viku siglt frá Akra- nesi til Reykjavíkur. Svona stór skip þóttu ekki henta í leikmynd vegna töku á Fast-8 kvikmyndinni, en tökur á myndinni hefjast í nágrenni Akraneshafnar í þessari viku. Skip- unum verður nú siglt á kolmunna- miðin við Færeyjar en HB Grandi á eftir að veiða 26.150 tonn af 32.424 tonna kvóta fyrirtækisins. mm Halda til veiða á kolmunna Eins og Skessuhorn greindi frá í blaði sem kom út 23. mars síðastlið- inn er verið að stækka Hótel Hamar í Borgarnesi. Um miðjan marsmán- uð var verið að skipta um jarðveg undir væntanlegri stækkun og var verið að steypa plötuna um það leyti sem blaðið kom út. Blaðamaður átti leið um hlaðið á Hamri síðastliðinn fimmtudag og varð þess var að fram- kvæmdir bæði ganga hratt og örugg- lega fyrir sig. Starfsmenn Loftorku í Borgarnesi og frá Eiríki J Ingólfssyni ehf. voru þá búnir að reisa sökkla og meðal næstu verka verður að fylla upp, þjappa í grunninn, járnabinda og svo í kjölfar þess að raða eining- unum upp. Stækkun hótelsins nemur tíu herbergjum, þar af tveimur 35 fer- metra svítum í enda viðbygging- arinnar. Framkvæmdum á að vera fullu lokið fyrir 20. júní næstkom- andi. Verða þá samtals 54 herbergi á Hótel Hamri. kgk Hlutirnir gerast hratt á Hótel Hamri Stækkun Hótels Hamars gengur hratt og örugglega fyrir sig. Kári III bætist í flotann í Rifi Nýi Kári III SH-9 siglir fánum prýddur í heimahöfn í Rifi. Hluti af fjölskyldunni sem gerir út Kára.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.