Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2016, Qupperneq 23

Skessuhorn - 29.06.2016, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016 23 gjöfum til starfsins. En sumarbúða- starfið nýtur engra opinberra styrkja. Það sem útaf stendur er 1,3 milljón króna og er nú verið að reyna hóp- fjármögnun í gegnum Karolinafund söfnunarsíðuna. Leiðslan sem lögð hefur verið er 160 metrar en grafa þurfti nokk- uð djúpan skurð, þar sem samhliða var lögð ný hitaveituleiðsla. Þá var keypt dæla, vatnið tengt inn á kerfið, fyllt upp í skurðin og sáð í sárin sem mynduðust. Hver meter af fullbúinni leiðslu niðurgrafinni og tilbúinni til notkunar kostar rúmar 8.000 krónur. 10 sm af leiðslunni tilbúinni til notk- unar kosta því 800 krónur og er fólk að styrkja starfið með því að kaupa 15 sm og upp í tvo metra. Starfið í Ölveri byggir á sjálfboða- vinnu. Á þriðja þúsund vinnustund- ir eru gefnar á ári hverju til að halda starfinu gangandi. Allt utanumhald við sumarbúðirnar er unnið í sjálf- boðavinnu, en stjórn Ölvers vinnur allt sitt án þess að þiggja krónu fyrir. Þess fyrir utan er góður hópur fólks sem heldur utan um verklega þætti, endurnýjun og viðhald og enn aðrir sem sjá um kaffisölu, þrif á veturna, kynningu og stefnumótun. mm Ný skógræktarstofnun SKÓGRÆKTIN tekur 1. júlí við hlutverki og skyldum Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefnanna í skógrækt, þ.e. Héraðs- og Austurlandsskóga, Suðurlandsskóga, Vesturlandsskóga, Skjólskóga á Vestfjörðum og Norðurlandsskóga. Stofnunin þjónar öllum skógræktendum, fagfólki í skógrækt og áhugafólki um allt land. Á þessum tímamótum er efnt til skógargöngu í öllum landshlutum á fimmtudag og föstudag. Göngurnar verða sem hér segir: Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá: Starfsfólk stöðvarinnar tekur á móti gestum í skóginum við stöðina föstudag 1. júlí kl. 14-16. Suðurland: Galtalækur í Biskupstungum Bláskógabyggð (ekki Galtalækjarskógur í Rangárþingi ytra) – Bændur á Galtalæk ásamt starfsfólki Skógræktarinnar taka á móti gestum og ganga til skógar föstudag 1. júlí kl. 14-16. Vesturland: Oddsstaðir í Lundarreykjadal Borgarfirði – Heimafólk og starfsfólk Skógræktarinnar tekur á móti gestum í skóginum föstudag 1. júlí kl. 14-17. Vestfirðir: Innri-Hjarðardalur í Önundarfirði – Skógarbændurnir Sólveig Bessa Magnúsdóttir og Björgvin Sveinsson taka á móti gestum í skóginum ásamt starfsfólki Skógræktarinnar föstudag 1. júlí kl. 16-18. Norðurland: Silfrastaðir í Akrahreppi Skagafirði. Skógarbændurnir Johan Holst og Hrefna Jóhannesdóttir taka á móti gestum ásamt Félagi skógarbænda á Norðurlandi og starfsfólki Skógræktarinnar fimmtudag 30. júní kl. 19. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur þátt í göngunni og flytur stutt ávarp. Austurland: Strönd á Völlum Fljótsdalshéraði, afleggjari að Ásholti (Strandarási). Heimamenn og starfsfólk Skógræktarinnar taka á móti gestum í skóginum föstudag 1. júlí kl. 14-16. Rjúkandi ketilkaffi að hætti skógarmanna og kleinur eða annað góðgæti með. Klæðum landið skógi og byggjum upp skógarauðlind! SKÓGRÆKTIN ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Þeir Ragnar Jakob Kristinsson og Sigurður Karlsson tóku við rekstri á Munaðarnes Restaurant í fyrrasum- ar. Þar hafa þeir komið með ýmsar nýjungar, t.d. að bjóða upp á nám- skeiðsaðstöðu í sal veitingahúss- ins en hann er einstaklega heppi- legur fyrir slíkt. Nú stendur til að opna hostel í húsi fyrir aftan veit- ingastaðinn, þar sem áður var bar. „Það fylgir því mikill auka kostn- aður að hafa áfram bar í húsinu því það þyrfti alltaf að hafa allavega einn auka starfsmann hér úti. Því vildum við nýta húsnæðið í eitthvað annað,“ segir Sigurður í samtali við Skessu- horn. Hann segir að þeir hafi fund- ið fyrir eftirspurn eftir gistiaðstöðu í Munaðarnesi enda séu margir sem komi þar við, t.d. vegna námskeiða, og vilja stoppa lengur. „Þetta hús er mjög heppilegt fyrir hostel og þurfti litlu að breyta. Það voru tvö kló- sett hér fyrir og við tókum annað þeirra og settum upp sturtuaðstöðu. Einnig settum við upp neyðarút- gang en annað þurfti ekki að gera. Við ákváðum að setja ekki upp eld- unaraðstöðu, ekkert sem eldhætta er af. Hér er samt örbylgjuofn og kaffi- vél og svo kemur til greina að setja grill á pallinn. Veitingastaðurinn er opinn frá apríl/maí og fram í októ- ber og þá gætu hostel gestirnir keypt mat þar.“ Til að byrja með verður aðstaða fyrir fimm manns í gistingu en það stendur til að fjölga rúmum um helming. Í Munaðarnesi er margt skemmti- legt fyrir gesti að skoða og mætti þar nefna sýningu tengda goðafræðinni. Sýningin, sem var áður í Borgar- nesi, er byggð á listaverki eftir Hauk Halldórsson listamann. Um er að ræða líkan af hinum níu heimum goðafræðinnar og geta gestir skoð- að líkanið með hljóðleiðsögn. Sig- urður er einnig menntaður nuddari og hefur sett upp mjög notalega að- stöðu í kjallara veitingahússins þar sem öllum er velkomið að bóka tíma í nuddi. „Hvað er betra en að kom- ast í smá nudd og leggjast svo í pott- inn í náttúrudýrðinni hér í Munað- arnesi,“ segir Sigurður. arg Hostel brátt opnað í Munaðarnesi Nýtt hostel opnar í Munaðarnesi. Ragnar Jakob Kristinsson og Sigurður Karlsson opna hostel í Munaðarnesi. Ljósm. Ragnar Karlsson. Ölver, sumarbúð- ir KFUM og KFUK, eru mörgum að góðu kunnar en þær hafa verið starfræktar í 76 ár. Í Ölveri er unnið mikið kristið mann- ræktarstarf sem þús- undir barna hafa notið góðs af. Undanfarin ár hefur vatnslind sumar- búðanna reynst stopul og var sett á laggirnar vatnsöflunarnefnd sem starfaði í sjálfboða- vinnu og tók ákvörðun í samráði við sérfræð- inga að reyna að bora eftir vatni. Það bless- aðist vel og kom bor- inn niður á góða vatns- lind innan svæðis sum- arbúðanna. Nýja lindin gefur gott vatn og ann- ar vel vatnsþörf sum- arbúðanna. Kostnað- ur við borunina og lagningu nýrrar vatns- leiðslu er í kringum þrjár milljónir króna, en stjórn sumarbúð- anna hefur þegar út- vegað fjármagn fyr- ir um 1,7 milljónum meðal annars með ár- legri kaffisölu og fleiri Ölver leitar til velunnara að hópfjár- magna leiðslu frá nýrri vatnslind

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.