Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Vesturland í ljósvakanum Á undanförnum vikum hefur mér fundist eins og Vesturland hafi tölu- vert komist á kortið í ljósvakamiðlunum. Meira en mörg undanfarin ár og er ég þakklátur því fyrir hönd okkar sem hér búum. Í mínum huga er nauðsynlegt að öllum hlutum landsins sé reglulega gerð skil á þessum vettvangi því annars er hættan sú að myndin sem landsmenn draga upp af þeim sem búa utan höfuðborgarinnar verði röng. Ég er því afskaplega þakklátur því starfi sem t.d. litla sjónvarpsstöðin N4 er að gera með þátt- um sem kallaður er Að vestan. Þeir voru sýndir í vetur og fram á vor og halda áfram í haust. Þar er Hlédís Sveinsdóttir framan við myndavélina en Heiðar Mar Björnsson aftan við hana. Þarna er á ferð ódýr dagskrár- gerð en að mörgu leyti sú skemmtilegasta. Farið er til tveggja eða þriggja viðmælenda í hverjum hálftíma þætti. Raunar er þessi þáttagerð svipuð eðlis og við á Skessuhorni reyndum í upphafi síðasta árs og sýndir voru á ÍNN. Þættirnir urðu reyndar fáir, en nógu margir til að við sáum að án styrkja væri slík þáttagerð dýrari en þær tekjur sem hægt væri að fá með sölu auglýsinga. Eftir að hafa kynnst þessari grein miðlunar ber ég virð- ingu fyrir þeim sem halda úti slíku hugsjónastarfi. Að sama skapi hefur Magnús Hlynur Hreiðarsson átt fína spretti á Stöð2 í þáttum sem hann framleiðir með syni sínum og kallast Feðgar á ferð. Hafa þeir m.a. átt við- komu á Vesturlandi og tekið upp og sýnt bráðskemmtilega þætti. Síðastliðið sunnudagskvöld var sýndur þriðji þátturinn af níu í þáttaröð sem Ríkissjónvarpið sýnir í sumar þar sem rifjuð eru upp myndbrot og fréttir allt frá upphafi sjónvarps hér á landi. Gísli Einarsson og Guðrún Gunnarsdóttir stýra þáttunum og gera það prýðilega. Þátturinn á sunnu- daginn var um Vesturland og var víða komið við. Að vísu var nafngift þáttarins eilítið villandi því einhverjir héldu að einungis yrðu sýnd mynd- brot frá Akranesi. Því ber að halda til haga að þegar þættirnir voru kynnt- ir á RUV í vor var tekið fram að leitað yrði einnig fanga utan þess stað- ar sem þátturinn yrði nefndur eftir hverju sinni. Mér fannst þessi Vest- urlandsþáttur góður og fróðlegur og þakka þeim Gísla og Guðrúnu fyr- ir gott starf. Í þessum þáttum sýnir RUV ákveðið forskot á litlu, fjár- vana miðlana. Sýnir að Ríkissjónvarpsstöðin hefur yfir meiri fjárráðum að búa en aðrar stöðvar. Engu að síður verðum við íbúar á landsbyggð- inni að halda vel á spöðunum til að líf okkar og starf fái stærri hlutdeild í íslenskri þáttagerð bæði í útvarpi og sjónvarpi. Á landsbyggðinni býr um 40% af íbúum landsins og því sjálfsögð krafa að uppundir það hlutfall sé efni frá okkar landshlutum, allavega á Ríkissjónvarpsstöðinni. Á einka- reknu stöðvarnar getum við minni kröfu gert. Það er öllum landsmönnum nauðsynlegt að hafa aðgang að fjölmiðlum, hvort sem það eru svæðisbundnir miðlar eða landsþekjandi. Rödd okkar þarf að heyrast sem víðast okkur og öðrum til gagns og gamans. Fleiri sjónvarpsstöðvum en ég hef nefnt hér að framan er haldið úti. Hringbraut er ein þeirra en þar er frumflutt nýtt efni, innlend dagskrárgerð, á hverju kvöldi. Einn hængur er á útsendingu Hringbrautar, en sá er að bylgjur hennar eru ekki aðgengilegar öllum á landsbyggðinni. Heyrst hefur að ekki séu lausar nógu margar rásir í dreifikerfinu til að hægt sé að koma því við. Of margar „Hustler“ rásir teppa útsendingarsviðið. Slæmt ef rétt er, en ég hvet bæði þá sem stýra tæknimálunum og aðstandendur Hring- brautar til að leysa þau mál til að fólk geti, ef það vill, fylgst með því sem þar fer fram. Engu að síður er það svo að í fámennu landi eins og okkar eru takmörk fyrir hversu margir geta framleitt og sent út innlent dagskrárefni þannig að gagn sé af. Ekki má það verða svo að þessar litlu sjónvarpsstöðvar verði að fara á höfuðið reglulega og opnaðar með nýrri kennitölu. Okkur ber að hlúa að og hvetja sem mest til innlendrar dagskrárgerðar. Það er efnið sem fólk þarf og vill sjá. Hrós dagsins fá því þær stöðvar sem augljóslega eru að bæta sig í þessum efnum og svei mér þá, ef það eru ekki þær allar. Magnús Magnússon. Leiðari „Þessi fugl heitir glitbrúsi og var að sjást í fyrsta sinn hér á landi fyrir um viku síðan eða á sama tíma og ég hóf sumarfríið mitt,“ segir Sig- urjón Einarsson náttúrulífsljós- myndari á Hvanneyri. „Það var því bara um einn stað að velja hvar ég byrjaði mitt frí,“ bætir hann við. Glitbrúsi er af brúsaætt og því skyldur himbrimanum og lóminum og er mitt á milli þeirra í stærð. Að Danmörku og Íslandi undanskyld- um verpir hann á Norðurlöndun- um og austur um Rússland og sjálf- sagt víðar. mm/ Ljósm. Sigurjón Einarsson. Glitbrúsi nemur land Um síðustu áramót sendi undir- búningsfélag um stofnun SAGA jarðvangs inn formlega umsókn til UNESCO Geoparks um aðild jarð- vangsins að þessum alþjóðlega viður- kenndu samtökum. Umsókninni var vel tekið og er von á úttektaraðilum á vegum UNESCO til landsins í ágúst, en þeir munu leggja endanlegt mat á hæfi svæðisins til að fá aðgang að sam- tökunum. Til þess að standast kröfur UNESCO þarf svæðið að uppfylla ýmis skilyrði svo sem að hægt sé að færa rök fyrir því að svæðið sé ein- stakt út frá jarðfræði- og sagnfræði- legu sjónarhorni, að búið sé að móta framtíðarsýn um hvernig unnið verði með þessi sérkenni í atvinnuupp- byggingu og móttöku ferðamanna, að íbúar og stjórnvöld á svæðinu taki virkan þátt í starfi jarðvangsins og að rekstur hans sé tryggður til fjögurra ára hið minnsta. Takist ætlunarverkið og stand- ist SAGA jarðvangur úttekt og verði samþykktur af hálfu UNESCO Geoparks verður SAGA jarðvang- ur tekinn inn í alþjóðlegt net jarð- vanga með tilheyrandi markaðssetn- ingu fyrir svæðið í heild sinni auk þess sem ýmis tækifæri til samstarfs við innlenda og erlenda aðila opnast svo eitthvað sé nefnt. Hvatt til stofnaðildar Áður en matsaðilarnir heimsækja svæðið þarf að vera búið að ganga frá stofnun jarðvangsins. Að höfðu samráði við lögfræðinga hefur verið ákveðið að stofna sjálfseignarstofn- un í atvinnurekstri sem mun starfa samkvæmt formlegri skipulagsskrá í samræmi við lög nr. 33/1999. Form- leg beiðni um stofnun SAGA jarð- vangs ses verður lögð inn til Rík- isskattstjóra strax eftir verslunar- mannahelgi. „Allir sem láta sig vöxt og viðvang svæðisins varða eru hvattir til að gerast aðilar að SAGA jarðvangi ses. Hjálagt er eintak af skipulagsskrá SAGA jarðvangs ses og yfirlit yfir þjónustuflokka og þjónustugjöld. Hverjum og einum er í sjálfsvald sett að ákveða hvaða þjónustuflokki hann vill tilheyra. Þeir sem vilja vera skráðir stofn- félagar verða að greiða þjónustu- gjald í síðasta lagi 1. ágúst nk.“ Upplýsingar um banka og reikn- ingsnúmer: Undirbúningsfélag um stofnun Sögu jarðvangs. Kt: 410313-0140 Reikningsnúmer: 0111-26-1051 Skýring: STOFNAÐILD. „Mikil grasrótarvinna liggur að baki þessu verkefni og er það von okkar, sem nú standa í brúnni að ætl- unarverkið takist og að allir þeir sem hafa hag af móttöku ferðamanna og/ eða vilja sjá Borgarfjarðarhérað vaxa og dafna taki höndum saman og ger- ist stofnaðilar að SAGA jarðvangi ses. Brettum upp ermar og hjálpumst að við að safna stofnaðilum jarðvangsins fyrir 1. ágúst n.k. Um nánari upplýs- ingar má leita til; Önnu Margrétar Guðjónsdóttur, Eddu Arinbjarnar eða Þórunnar Reykdal.“ mm Formleg stofnun SAGA jarðvangs í uppsveitum Borgarfjarðar Merki Saga Jarðvangs. Í nýrri stjórn Saga Jarðvangs eru Kristján Guðmundsson, Páll S Brynjarsson, Martha Eiríksdóttir, Bergur Þorgeirsson, Anna Margrét Guðjónsdóttir, Edda Arinbjarnar, Vilhjálmur Egilsson, Þórunn Reykdal formaður stjórnar og Björn Þorsteinsson. Á myndina vantar stjórnarfólkið Gunnlaug A. Júlíusson og Hulda Hrönn Sigurðardóttur auk þess Guðrúnu Björg Aðalsteinsdót- tur verkefnastjóri. Á fundi í Geocenter Brúarási við undirbúning. F.v. Anna Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Reykdal og Edda Arinbjarnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.