Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2016 13 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Ert þú leiðtogi? Capacent — leiðir til árangurs Akraneskaupstaður er vaxandi sveitarfélag með sjö þúsund íbúa. Bærinn er sérstaklega barnvænn með góðu framboði af íþrótta-, tómstunda- og menningarstarfi. Í árlegum könnunum Capacent fær Akranes jafnan hæstu einkunnir í viðhorfi íbúa til grunn- og leikskóla. Öflug og góð samvinna er á milli fagaðila sem vinna með börn og unglinga á Akranesi. Upplýsingar og umsókn capacent.is/s/���� Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði, menntun á framhaldsstigi er æskileg. Stjórnunar- og rekstrarreynsla er skilyrði. Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samskiptahæfni er skilyrði. Reynsla af breytingastjórnun og stefnumótunarvinnu er skilyrði. Víðtæk þekking og reynsla á málefnum leik- og grunnskóla ásamt frístundastarfi er æskileg. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur. � � � � � � � � � � Umsóknarfrestur ��. ágúst Helstu verkefni Dagleg stjórnun og rekstur sviðsins, þ.m.t. umsjón og eftirlit með starfsemi og rekstri stofnana sem heyra undir skóla-og frístundasvið . Undirbúningur mála fyrir skóla-og frístundaráð ásamt ábyrgð og eftirfylgni með ákvörðunum ráðsins. Gerð og framkvæmd fjárhagsáætlunar í skóla- frístunda- og íþróttamálum. Undirbúningur að stefnumótun í málaflokkum sem heyra undir sviðið. Akraneskaupstaður leitar að öflugum leiðtoga til að stýra skóla- og frístundasviði. Hlutverk sviðsins er að veita börnum og ungmennum bestu mögulegu tækifæri til leiks, menntunar og frístundastarfs í samvinnu við fjölskyldur og nærsamfélagið og að vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi. Á verksviði skóla-og frístundasviðs heyrir rekstur grunnskóla, tónlistarskóla, leikskóla, íþróttamannvirkja og frístundamiðastöðvar. Sviðsstjóri ber ábyrgð á áætlanagerð og undirbúningi stefnumótunar í málaflokknum og öðrum verkefnum sem heyra undir sviðið. Sviðsstjóri er ráðinn af bæjarstjórn og heyrir undir bæjarstjóra í skipuriti. Í byrjun júlímánaðar var humar- skipið Fróði á veiðum 20 sjómíl- um suðaustur af Snæfellsjökli þeg- ar skipverjar urðu varir við kvik- myndafilmur í trollinu. Filmunum var komið til Kvikmyndasafns Ís- lands þar sem menn töldu í fyrstu að um væri að ræða kvikmynd frá stríðsárunum þegar mikil skipaum- ferð var um Faxaflóa. Töldu menn jafnvel að filmurnar gætu verið úr bandaríska herskipinu Alexander Hamilton sem sökkt var af þýskum kafbáti árið 1942. Erlendur Sveinsson, forstöðu- maður Kvikmyndasafns Íslands, hefur unnið að því að undanfarið að komast að því hvað sé á filmunum. Þrátt fyrir langa veru á botni Faxa- flóa þá náði Erlendur fram römm- um sem hann tók ljósmyndir af og birti á facebook síðu safnsins. Það var Mikhail Timofeev sem fæddur er í Sovétríkjunum, en er nú bú- settur á Íslandi, sem kom auga á ljósmyndir Kvikmyndasafnsins og leysti gátuna en hann mundi eft- ir að hafa séð myndina sem barn. Myndin er sovésk barna- og ung- lingamynd frá árinu 1968 og heit- ir „Derevenskij detekviv“ á frum- málinu en á íslensku myndi það þýðast sem „Sveitalöggan.“ Það er því nokkuð ljóst að hún kemur síð- ari heimsstyrjöldinni ekkert við en hún er framleidd á Kaldastríðsár- unum. Það er þó algjörlega óvit- að hvernig hún endaði á hafsbotni í Faxaflóa. bþb Derevenskij detekviv er barna- og unglingamynd. Sveitalöggan slædd upp af botni Faxaflóa „Hér eru allir bara vinnumenn, jafningjar. Ég er einn af þeim sem heldur þessu gangandi og ég stýri þessu með konunni minni, Selmu Rut Þorkelsdóttir,“ segir Guð- brandur Gunnar Garðarsson, vinnumaður og kokkur á Bjarg- arsteini í Grundarfirði, í samtali við Skessuhorn. Nú er að fyrsta ár Bjargarsteins að líða undir lok en staðurinn var opnaður um verslun- armannahelgina 2015. „Það hefur gengið rosalega vel og í raun kom það á óvart, sérstaklega hvað vet- urinn var góður. Það er ekki allt- af fullt hús en fólk er duglegt að koma. Heimamenn hafa líka ver- ið að koma nokkuð mikið en þetta eru þó eðlilega mest ferðamenn,“ segir Gunnar. „Við höfðum ekki áhyggjur af þessum stað þó stað- setningin sé ekki í alfaraleið. Við viljum líka ekki þennan „McDo- nalds fíling“ þar sem fólk er að detta inn í leit að skyndibita. Þeir sem vilja fínan mat leita uppi slíka staði og staðsetning skiptir þá ekki miklu,“ bætir hann við. Leggja áherslu á nánd við gesti Á Bjargarsteini er fyrst og fremst lagt upp með að þjónustan sé góð og að upplifun gesta sé sem best. Innandyra er heimilislegur andi þar sem gamaldags stíll hússins fær að njóta sín. „Við viljum hafa þetta lítið og heimilislegt þar sem áherslan er á nándina við gesti. Ég vil ekki endilega hafa alltaf troð- ið hús heldur frekar hafa tækifæri til að kynnast gestunum og spjalla við þá. Staðurinn er eiginlega orð- inn stærri en við lögðum upp með í byrjun, svoleiðis er það alltaf,“ segir Gunnar og hlær. Aðspurður hvernig matur sé í boði segir Gunnar fiskréttina vera í aðalhlutverki. „Við erum með lít- inn matseðli sem við skiptum út reglulega. Venjulega eru þrír til fjórir fiskréttir og einn eða tveir kjötréttir, ekki neinn skyndibita- réttur,“ segir Gunnar og bætir því við að hráefni sé að mestu keypt úr héraði. „Við viljum leggja áherslu á að kaupa beint frá bónda og eru flest okkar hráefni héðan af Snæ- fellsnesi.“ arg Bjargarsteinn Mathús búið að vera opið í ár Guðbrandur Gunnar Garðarsson og Jóhanna Karen Guðbrandsdóttir á pallinum við Bjargarstein. Ekki amalegt útsýni fyrir gesti að njóta. Bjargarsteinn. Ljósm. kgk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.