Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 29. tbl. 19. árg. 20. júlí 2016 - kr. 750 í lausasölu Við viljum hafa pláss fyrir allt Þegar þörf er á brúar Arion bílafjármögnun bilið í bílakaupunum. Kynntu þér kjörin og ólíkar leiðir á arionbanki.is Fæst án lyfseðils LYFIS Ú T S A L A 1Kalmansvöllum Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson skoraði sitt tíunda mark í úrvalsdeild karla í sumar beint úr aukaspyrnu í leik ÍA og Vals sem fram fór á Akranesvelli á sunnudag. Varð Garðar þar með fyrsti leikmaðurinn í 18 ár til að skora tíu mörk í fyrri umferð efstu deildar karla í knattspyrnu. Síðastur til að skora tíu mörk eða fleiri í fyrri umferð var Steingrímur Jóhannesson, sem skoraði ellefu fyrir ÍBV árið 1998 og varð markakóngur með 16 mörk. Þar á undan var það Skagamaðurinn Matthías Hallgrímsson sem skoraði 10 mörk fyrir ÍA í fyrri umferð efstu deildar árið 1978. Hann bætti aftur á móti aðeins einu marki við á síðari hluta mótsins. Ástæðan er sú að fram á sjónarsviðið steig ungur og efnilegur leikmaður, Pétur Pétursson, sem blómstraði á síðari hluta tímabilsins. Tók hann við kefli markaskorara Skagamanna það árið. Eftir sex mörk í fyrri umferðinni skoraði Pétur hvorki fleiri né færri en 13 í þeirri seinni og varð markakóngur með 19 mörk. Það met stendur enn. Deilir Pétur því með Guðmundi Torfasyni sem skoraði 19 mörk fyrir Fram árið 1986, Þórði Guðjónssyni sem gerði slíkt hið sama fyrir ÍA árið 1993 og Tryggva Guðmundssyni, ÍBV 1997. Enginn methafanna fjögurra hafði skorað tíu mörk þegar mótið var hálfnað líkt og Garðar hefur gert nú. Þess skal þó getið að methafarnir fjórir kepptu í tíu liða deild og skoruðu mörkin 19 því í 18 leikjum. Nú eru 12 lið í efstu deild karla og hafa leikmenn því 22 leiki til að bæta metið. kgk/ Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Íslandsmót yngri flokka í hestaí- þróttum fór fram í Borgarnesi frá fimmtudegi og til sunnudags. Veðr- ið á mótinu var prýðisgott og mót- ið heppnaðist vel. Á sjötta hundrað skráningar voru á mótið og glæsi- legar sýningar. Meðfylgjandi er mynd af þremur efstu í fimi ung- menna, en helstu úrslit mótsins má finna á bls. 22-23. Ljósm. iss. Keppt í hestaíþróttum Það þykir tíðindum sæta í golfinu þegar kylfingur fer holu í höggi. Skyldi engan undra, enda líkurnar á holu í höggi metnar u.þ.b. 12.500 á móti einum hjá hinum almenna kylfingi og 2.500 á móti einum hjá atvinnukylfingum. Því má kalla það ótrúlegt að það sem af er júlímánuði hafi þrír kylf- ingar farið holu í höggi á Garða- velli á Akranesi. Ellert Ingvarsson úr Golfklúbbnum Leyni varð fyrst- ur þegar hann fékk ás á þriðju holu 2. júlí síðastliðinn. Þá fóru tveir kylfingar holu í höggi á sömu braut á Íslandsmóti eldri kylfinga um liðna helgi. Það voru þeir Ásbjörn Þ. Björgvinsson og Lárus Sigvalda- son, báðir úr Golfklúbbi Mosfells- bæjar. Þar að auki greindi Skaga- maðurinn Vilhjálmur Birgisson frá því fyrr í sumar að hann hefði leik- ið holu í höggi á Garðavelli en tók skýrt fram að hann hefði verið einn á ferð og hefði því engan til vitnis um afrekið. kgk Þrjár holur í höggi í júlí Ásbjörn Þ. Björg- vinsson úr GM, einn þriggja sem hafa staðfest farið holu í höggi á þriðju holu Garðavallar á Akranesi í júlímánuði. Ljósm. GL. Garðar á skotskónum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.