Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 20168 Votlendi aukið á ný ÁLFTANES: Með athöfn á Bessastöðum síðastliðinn föstudag var með táknrænum hætti hafist handa við fyrsta verkefnið við endurheimt vot- lendis sem sett er af stað und- ir sóknaráætlun ríkisstjórnar- innar í loftslagsmálum. Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Sig- rún Magnúsdóttir, umhverf- is- og auðlindaráðherra og Árni Bragason landgræðslu- stjóri undirrituðu samning um verkefnið og hófu það með því að setja fyrstu skóflufyllirn- ar af mold ofan í skurð í landi Bessastaða. -mm Fá lista- bókstafinn P LANDIÐ: Píratar hafa fengið lista- bókstafinn P samþykktan fyrir fram- boð sitt til næstu alþingiskosn- inga. Í síðustu þingkosningum notaði flokkurinn bókstafinn Þ, enda var P-ið ekki á lausu þar sem það hafði verið not- að sem listabókstafur annars flokks í kosningunum á und- an. „Píratar fagna því að P-ið sé nú okkar og hlökkum til að sjá sem flesta merkja X við P í komandi alþingiskosningum. Við ítrekum það við stjórn- völd að fastsetja dagsetningu kosninga sem allra fyrst,“ seg- ir í tilkynningu frá Pírötum. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 9. júlí – 15. júlí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 3 bátar. Heildarlöndun: 16.816 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 15.805 kg. í tveimur lönd- unum. Arnarstapi 7 bátar. Heildarlöndun: 8.867 kg. Mestur afli: Bárður SH: 2.803 kg. í þremur löndun- um. Grundarfjörður 10 bátar. Heildarlöndun: 10.278 kg. Mestur afli: Petra ST: 1.649 kg. í tveimur löndunum. Ólafsvík 42 bátar. Heildarlöndun: 122.245 kg. Mestur afli: Egill SH: 25.361 kg. í þremur löndunum. Rif 22 bátar. Heildarlöndun: 25.519 kg. Mestur afli: Sigurborg II HF: 3.088 kg. í tveimur löndunum. Stykkishólmur 19 bátar. Heildarlöndun: 49.249 kg. Mestur afli: Blíða SH: 8.085 kg. í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Guðmundur Jensson SH – ÓLA: 13.389 kg. 12. júlí. 2. Guðmundur Jensson SH – ÓLA: 11.232 kg. 13. júlí. 3. Egill SH – ÓLA: 9.206 kg. 13. júlí. 4. Ebbi AK – AKR: 8.976 kg. 14. júlí. 5. Egill SH – ÓLA: 8.334 kg. 12. júlí. Verslun í júnímánuði var ekki ósnortin af Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fór í Frakk- landi og lauk 11. júlí. Finna má merki um neyslubreytingar í tengslum við keppnina í svokallaðri Smásöluvísi- tölu mánaðarins. Íslendingar gerðu vel við sig í mat og drykk í júní en dagvöruverslun var 8,3% meiri en í sama mánuði í fyrra og fjöldi seldra lítra í vínbúðunum var 14% meiri en fyrir ári síðan, en veltuaukning vínbúðanna var 26,2%. Aukning í sölu sjónvarpstækja var 30% í mán- uðinum. Þá jókst húsgagnasala um 40% og virðist sem fólk hafi vilj- að sitja í góðum húsgögnin fram- an við viðtækin. Stóraukning var í sölu skyndibita á við pizzunnar en lambakjötssala reyndist einnig stór- aukast á grillið. Menn hafa því gert vel við sig í mat og drykk og þæg- indum við sjónvarpsáhorf. Neikvæð áhrif má þó finna af EM mótinu. Tjaldsvæði landsins voru fremur fásetin íslenskum ferðamönnum í júní. Í Húsafelli voru talsvert færri Íslendingar á svæðinu í ár, þrátt fyr- ir að veður væri betra í júní nú en í sama mánuði í fyrra. Í júnímán- uði er alla jafnan mikið um Íslend- inga á tjaldsvæðinu. Talsvert var þó um erlenda ferðamenn á svæð- inu líkt og fyrri ár. Nú undanfarna daga, eða eftir að móti lauk, er hægt að merkja töluverða aukningu ís- lenskra ferðamanna um eigið land, þar á meðal í Húsafelli. mm EM hafði töluverð áhrif á verslun og þjónustu Samningur um styrk frá Minja- stofnun Íslands var lagður fram á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar 7. júlí síðastliðinn. Styrkurinn er sjö milljónir króna og skal hann renna óskiptur til endurbyggingar og framkvæmda við Grímshúsið í Brák- arey. Samningurinn var undirritað- ur 1. júní síðastliðinn og er byrjað að framkvæma út á styrkupphæðina. Húsið var byggt árið 1942 af út- gerðarfélaginu Grími ehf. og átti að hýsa veiðarfæri og skrifstofur síldar- útgerðar í Borgarnesi. Skömmu síð- ar hvarf síldin af miðunum og halla tók undan fæti í rekstrinum. Til stóð fyrir nokkrum árum að rífa húsið enda var það illa farið, en þau tíð- indi féllu mörgum eldri Borgnesing- um illa. Snorri Þorsteinsson fyrrum fræðslustjóri ritaði þá grein í Skessu- horn þar sem hann hvatti samfélagið til að varðveita húsið. Í kjölfar þess var Grímshúsfélagið stofnað árið 2011. Hafa félagsmenn allar götur síðan beitt sér fyrir endurbyggingu hússins. Samkvæmt framkvæmdaáætlun félagsins fyrir árið 2016 stendur ým- islegt til. Nú er byrjað að klæða suð- urhlið hússins, söguð gluggaop á þá hlið og sett hurð. Þá verður einn- ig unnið við anddyri hússins. Loks á að vinna við gólf, einangrun, hita- lögn, steypu og holræsi. Raflögn á að leggja í loft hússins, einangra þak- ið og klæða loftið. Að sögn Sigvalda Arasonar stjórnarmanns í Gríms- hússfélaginu munar mikið um að fá þennan styrk frá Minjastofnun. kgk Sjö milljónir til endurbyggingar Grímshúss Grímshús í Brákarey í Borgarnesi. Ljósm. mm. Búið er að saga glugga- og hurðarop á suðurhlið Grímshússins. Hér stendur Ólafur Axelsson húsasmiður við gaflinn. Bílaleigur hér á landi hafa fengið nýja og endurbætta útgáfu stýrisspjalda þar sem ökumenn eru upplýst- ir með myndrænni hætti en áður hvað helst ber að var- ast í umferðinni á Íslandi og hvað séríslensku umferðar- skiltin þýða. Nýju spjöld- in eru hengd á stýri bíla- leigubílanna og eiga því ekki að fara framhjá nokkr- um ökumanni. Texti þeirra er á ensku, en ökumenn munu einnig hafa val um að fá upplýsingabæklinga á nokkrum öðrum tungumálum þ.m.t. þýsku, frönsku, spænsku og kín- versku. Á spjöldunum er undirstrikað með myndrænum hætti að ávallt eigi að hafa kveikt á framljósum, spenna beltin, virða hámarkshraða, fara eftir umferðarskiltum og gæta varúðar við akstur á malarvegum. „Samtök ferðaþjónustunnar hafa undanfarin ár staðið fyrir útgáfu stýr- isspjalda fyrir bílaleigubíla í sam- starfi við viðbragðsaðila og stofnan- ir. Þannig er dregið úr hættu á að ökumenn fái misvísandi upplýsingar,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefna- stjóri hjá SAF. Stýrisspjöldin eru gefin út í tveimur flokk- um, annarsvegar fyrir fólks- bíla og hins vegar jeppa. Fólksbílaspjöldin sýna m.a. að óheimilt er að aka slíkum bílum á miðhálendinu þar sem þeir eru ekki búnir fyrir slíkar aðstæður. Aftan á stýr- isspjaldinu eru útskýringar á nokkrum séríslenskum um- ferðarskiltum, þar á meðal malbik endar, blindhæð, malarvegur og allur akstur bannaður. Þar er einn- ig bent á að akstur utan vega er bann- aður og að sektir liggi við slíku, líkt og öðrum umferðalagabrotum. mm Bílaleigur bæta upplýsingamiðlun til erlendra ferðamanna Zack Fry frá Ohio í Bandaríkjunum skoðar nýja stýrisspjaldið áður en hann leggur í langferðina. Hinn árlegi styrkur Hrossaræktar ehf. til góðgerðarmála var afhentur formlega á landsmóti hestamanna á Hólum sem lauk 3. júlí síðastliðinn. Söfnunin hófst að venju á Stóðhesta- veislunni í apríl þegar miðasala í ár- legt stóðhestahappdrætti fór af stað. Þar barst að auki góður liðsstyrkur frá velgjörðarsjóðnum Aurora sem lagði til rausnarlegt framlag í minn- ingu Einars Öders Magnússonar hestamanns. Aurora sjóðurinn hét því einnig að tvöfalda hvert framlag sem bærist í gegnum miðasöluna og þegar miðasala og styrktarframlag Aurora var gert upp reyndist styrkur- inn vera upp á kr. 7.032.000. Viðtakendur styrksins að þessu sinni voru Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna og Kraftur, stuðn- ingsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Skiptist upp- hæðin jafnt á milli félaganna. Hulda G. Geirsdóttir fjölmiðlafulltrúi Hrossaræktar sagði við afhendinguna að vel væri við hæfi að afhenda styrk í minningu Einars Öders á landsmóti, enda minning hans tengd landsmóti og hestamennskunni órjúfanleg- um böndum. Þá sögðu móttakendur styrksins stuðninginn ómetanlegan og þökkuðu hestamönnum innilega fyrir. Þær mæðgur Svanhvít Krist- jánsdóttir og Dagmar Öder Einars- dóttir afhentu svo fulltrúum Krafts og Neistans styrkinn formlega. „Hrossarækt ehf. vill þakka stóð- hestseigendum sem gáfu tolla í happ- drættið, listakonunni Helmu sem gaf málverk, hestamönnum sem keyptu miða og síðast en ekki síst Aurora vel- gjörðarsjóði fyrir að koma svo veg- lega að verkefninu.“ mm Neistinn og Kraftur fengu rúmar sjö milljónir í styrk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.