Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 201630 Hvað fékkstu þér í morgunmat? Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Edda Magnúsdóttir Graut úr chiafræjum, bláberj- um, möndlumjólk, bönunum og kakónibbum. Kristjana Jónsdóttir Hafragraut. Páll Sigurðsson Ristað brauð, kaffi og hjóna- bandssælu í eftirrétt. Þórey Bragadóttir Hafragraut. Gunnar Ringsted Jógúrt og ab-mjólk með chiaf- ræjum, hveitikími, bláberjum, granatepli, kakónibbum, þurrk- uðum goji berjum og örlitlu kornflexi. ÍA tók á móti sterku liði Breiða- bliks í áttundu umferð Pepsi deildar kvenna í knattspyrnu á fimmtudag. Liðin hafa háð sína baráttu í sum- ar á sitt hvorum enda deildarinnar, ÍA var fyrir leikinn á botninum en Breiðablik á toppnum. Því var ljóst að Skagakonur ættu erfiðan leik fyr- ir höndum og máttu þær að lokum sætta sig við tap, 0-3. Blikastúlkur byrjuðu af krafti og virtust staðráðnar í að skora snemma leiks en Skagakonur lágu til baka og beittu skyndisóknum. Eftir 20 mín- útna leik munaði litlu að Hallbera Gísladóttir skoraði gegn sínu gamla félagi. Hún tók hornspyrnu og bolt- inn sveigði vel inn að markinu og virtist ætla að svífa alla leið í netið en Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir varði boltann í stöngina. Gestirnir réðu ferðinni í leiknum eftir þetta og fengu nokkur ágæt færi en tókst ekki að koma boltanum framhjá Ástu Vigdísi í marki ÍA. Staðan í hálfleik var því markalaus. Í síðari hálfleik tók við meira af því sama, Breiðablik sótti en ÍA varðist. Eitthvað varð undan að láta og Málfríður Erna Sigurðardótt- ir kom gestunum yfir eftir smá klafs í teignum. Skagakonur færðu sig framar á völlinn og freistuðu þess að jafna metin. Þær náðu ágætum kafla og tveimur marktilraunum en mark- vörður gestanna stóð sína plikt og varði. Næst áttu Blikastúlkur góða sókn og Svava Rós Guðmundsdótt- ir komst í dauðafæri en skaut bolt- anum yfir. Á 82. mínútu var síð- an dæmd vítaspyrna eftir að boltinn fór í hönd varnarmanns ÍA. Fanndís Friðriksdóttir fór á punktinn, sendi boltann í netið og róðurinn orð- inn þungur fyrir Skagakonur. Fimm mínútum síðar skoruðu gestirnir þriðja og síðasta mark leiksins. Þar var á ferðinni Guðrún Arnardóttir sem potaði boltanum í netið eftir smá atgang í vítateig ÍA. Lokatölur á Akranesvelli 0-3, Breiðabliki í vil. Skagakonur eru því enn í tíunda og neðsta sæti deildarinnar með eitt stig eftir átta leiki. Í gærkvöldi mættu þær KR sem voru þá í 9. sæti deildarinnar. Sá leikur var ekki haf- inn þegar Skessuhorn fór í prent- un en greint er frá honum á skessu- horn.is. kgk/ Ljósm. gbh. Skagakonur töpuðu fyrir toppliði Blika Skagakonan Hallbera Gísladóttir, leikmaður Breiðabliks, fer framhjá Grétu Stefánsdóttur og Bergdísi Fanneyju Einarsdóttur í leiknum í gær. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum ÍA. Skammt er stórra högga á milli í tíðindum af kvennakörf- unni í Borgarnesi. Fyrr í sumar samdi kvennalið Skallagríms við landsliðskonuna Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur en nú hafa tvær landsliðskonur til viðbótar bæst í hópinn og stefnir allt í að Skalla- grímur ætli sér að gera stóra hluti í efstu deild næsta vetur. Landsliðs- konurnar sem nú hafa skrifað und- ir hjá Skallagrími eru þær Auður Íris Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir sem báðar koma frá Haukum. Auður Íris er bakvörður fædd 1992 en Jóhanna Björk fram- herji og fædd árið 1989. Miðherj- inn Ragnheiður Benónýsdótt- ir samdi einnig við Skallagrím en hún spilaði síðast með Valskonum. Hanna Þráinsdóttir sem spilaði á venslasamningi með Skallagrími í fyrra frá Haukum hefur einn- ig skrifað undir eins árs samning við Skallagrím. Þá hafa þær Sól- rún Sæmundsdóttir, Guðrún Ósk Ámundadóttir, Sigurbjörg Sigurð- ardóttir, Arna Hrönn Ámunda- dóttir, Kristrún Sigurjónsdótt- ir og Gunnfríður Ólafsdóttir all- ar skrifað undir nýjan samning við Skallagrím. Það verður áhugavert að fylgj- ast með liði Skallagríms í úrvals- deild í vetur en þær hefja leik þann 5. október í Vesturlandsslag gegn Snæfelli. bþb Tvær landsliðskonur til viðbótar til Skallagríms Meistaraflokkur Skallagríms. Á myndina vantar Jóhönnu Björk, Sólrúnu Sæmundsdóttur og Þórkötlu Þórarinsdóttur. Ljósm. Karfan.is Skagakonur hafa styrkt hópinn fyrir komandi átök í Pepsi deild kvenna. Cat- hrine Dyngvold er 27 ára norskur sóknarleikmaður sem hefur gengið til liðs við ÍA. Hún lék síðast með liði Kopparbergs/Göteborg í sænsku úrvalsdeildinni. Skagakonur sitja á botni Pepsi deildar kvenna með aðeins eitt stig og eitt mark í sumar. Það hefur því vant- að upp á mörkin og Dyng- vold fengin til að reyna að breyta því. bþb Sóknarmaður til ÍA Þórhallur Kári Knútsson hefur verið á lánssamningi hjá Víkingi Ólafsvík frá Stjörnunni í sumar. Hann hefur nú verið kallaður til baka í Stjörnuna. Þórhallur Kári hefur leikið ágætlega með Víkingi í sumar og komið við sögu í öll- um leikjum liðsins það sem af er sumri. Brotthvarfið verður því viss blóðtaka fyrir Víkinga. Í samtali við mbl.is sagði Brynj- ar Björn, aðstoðarþjálfari Stjörn- unnar, ástæðu þess að Þórhallur hafi verið kallaður til baka sé sú að hópurinn hafi þynnst undanfarið og Þórhallur muni koma til með að auka breiddina. bþb Þórhallur Kári kallaður úr láni Þórhallur Kári mun ekki leika meira með Víkingum í sumar. Hér er hann ásamt Jónasi Gesti formanni Víkings þegar lánið var handsalað.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.