Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 201610 Á þriðjudaginn síðastliðinn voru 36 einstaklingar frá franska bæn- um Paimpol staddir í Grundar- firði. Paimpol er vinabær Grund- arfjarðar og afhenti hópurinn gjöf til íslensku vina sinna og fór afhendingin fram í Sögumiðstöð- inni. Gjöfin var upplýsingaskilti til þess að setja við keltneska minningarkrossinn í Grund- arfirði sem Paimpol gaf árið 2006. Krossinn er til minningar um franska sjómenn sem stund- uðu veiðar við Íslandsstrendur. Á staðnum sem krossinn stendur byggði útgerðarmaðurinn Sylva- in Allenou frá Paimpol þurrkhús árið 1858. Eftir afhendingu tók Björg Ágústsdóttir til máls og hélt kynn- ingu um sögu Frakka í Grund- arfirði auk þess sem hún fjallaði um samskipti vinabæjanna frá því þeir hófu að hafa samskipti 2004. Á vef Grundarfjarðarbæjar kem- ur fram að mikil ánægja hafi ver- ið með þessa skemmtilegu heim- sókn og gestirnir haldið sína leið glaðir í bragði. bþb/ Ljósm. Grundarfjordur.is Vinabær færir Grundarfirði gjöf Skessuhorn greindi í ágúst í fyrra frá fyrirhugaðri uppbyggingu í Ólafs- al. Undirritað var samkomulag rík- issjóðs við Minjavernd um viðtöku eigna og lands í Ólafsdal í Gils- firði. Minjavernd var falið að end- urreisa byggingar og hafa umsjón með menningarlandslagi á svæð- inu. Minjavernd tók enn fremur að sér að endurbyggja gamla skólahús- ið og önnur hús sem enn standa í Ólafsdal, auk þess að endurgera þau hús sem þar stóðu áður og tengjast skólastarfi þar. „Alls munu endur- byggðar 8-9 byggingar sem voru í Ólafsdal. Þar var fastmælum bund- ið að sögu staðarins og menning- arminjum verði áfram gerð góð og aukin skil og mun Ólafsdalsfélagið gegna þar lykilhlutverki. Jafnframt verður frjálst aðgengi almennings tryggt, enda var Ólafsdalsskólinn þjóðskóli í þeim skilningi að þang- að komu nemendur hvaðanæva að af landinu og áhrif hans voru mik- il á landsvísu. Þær hugsjónir og trú á land og lýð sem endurspegluðust í allri starfsemi Ólafsdalsskólans eiga nú mikið erindi við íslensku þjóðina. Er stefnt að því að endurreisn Ólafs- dals verði lokið fyrir 140 ára afmæli Ólafsdalsskólans árið 2020. Áætl- aður kostnaður er um 400 milljónir króna,“ segir í tilkynningu frá Ólafs- dalsfélaginu. Um þessar mundir vinnur Land- vernd ehf. að deiliskipulagi fyrir Minjavernd vegna þeirrar uppbygg- ingar sem framundan er. Skrán- ing fornleifa á fyrirhuguðu fram- kvæmdasvæði er einnig hafin í um- sjón Birnu Lárusdóttur, fornleifa- fræðingi hjá Fornleifastofnun Ís- lands. „Munu framkvæmdir fara í fullan gang á næsta ári,“ segir í til- kynningunni. Enn fremur er væntanleg skýrsla um ræktunarminjar í Ólafsdal, unn- in af prófessor Bjarna Guðmunds- syni og Ragnhildi Sigurðardóttur umhverfisfræðingi. Þá er nú hald- ið áfram með vinnu við fræðslustíg og kortlagningu gönguleiða út frá Ólafsdal o.fl. „Til að tryggja heils- ársstarfsemi í Ólafsdal og nýta þær fjárfestingar sem lagðar verða í stað- inn er síðan mikilvægt að bæta veg- inn inn Ólafsdalshlíðina samhliða uppbyggingunni, um 6 km vega- lengd,“ segir í tilkynningu. Í Ólafsdalsfélaginu eru á fjórða hundrað félagar. Þeir sem vilja kynna sér félagið eða staðinn er bent á heimasíðu félagsins, www. olafsdalur.is. Þeim sem áhuga hafa á að ganga í Ólafsdalsfélagið er bent á að hafa samband við Rögnvald Guð- mundsson formann, rognvaldur@ rrf.is eða í síma 693-2915. kgk Allt á fullt í Ólafsdal á næsta ári Skólahúsið í Ólafsdal, byggt 1896. Frá undirritun samkomulagsins síðasta haust. Í liðinni viku kom út tímaritið Nátt- úrufræðingurinn sem Hið íslenska náttúrufræðifélag gefur út. Í ritinu birtust niðurstöður tilraunar um áhrif sláttar og eitrunar á lúpínu- breiður og gróðurfar sem Stykkis- hólmsbær og Náttúrustofa Vestur- lands hafa unnið að síðustu fimm árin. Höfundar greinarinnar eru Kristín Svavarsdóttir, Menja von Schmalensee, Ásta L. Aradóttir, Anne Bau og Róbert A. Stefánsson. Ástæða þess að hafist var handa við tilraunina er sú að árið 2007 leit- uðu íbúar Stykkishólms til bæjar- stjórnar vegna áhyggja af vaxandi útbreiðslu lúpínunar innan bæjar- markanna. Bæjarstjórnin sneri sér í kjölfarið til Náttúrustofu Vestur- lands sem gerði sumarið 2008 út- tekt á á útbreiðslu lúpínu og ann- arra ágengra tegunda eða mögu- legra ágengra plantna í landi sveit- arfélagsins. Í úttektinni kom í ljós að lúpínu var að finna á 148 stöð- um í sveitarfélaginu og þakti tíu hektara eða um 1% af heildarflatar- máli sveitarfélagsins. Náttúrustofan lagði til að Stykkishólmsbær myndi reyna að uppræta lúpínuna með skipulögðum hætti. Stykkishólms- bær fór í markvissar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu plönt- unnar en samhliða því var ákveðið að kanna árangur tveggja mismun- andi aðferða. Annars vegar með að eyða lúpínu með slætti eða eitrun en ásamt því var svæði þar sem lúp- ínan var látin óáreitt til þess að sjá muninn. Sláttur skilar betri árangri Eins og áður segir stóð tilraunin í fimm ár eða frá 2010 til 2015. Nið- urstöður rannsóknarinnar sýndu að bæði væri hægt að slá og eitra fyr- ir lúpínunni með góðum árangri. Niðurstaðan var samt sú að slátt- urinn sé árangursríkari leið til þess að eyða lúpínunni fremur en eitr- unin. Í niðurstöðunum kemur fram að einnig þarf að hafa í huga að lúpínan breytir gróðurfari og í ein- hverju tilfellum þurfi að fara í frek- ar aðgerðir til þess að endurheimta ákveðna gerð vistkerfis. Í lok greinarinnar kemur fram að Stykkishólmsbær hafi með að- gerðum sínum sýnt mikilvægt for- dæmi í aðgerðum gegn ágengum plöntum. bþb Betri árangur af slætti á lúpínu en að eitra fyrir henni Alaskalúpína kom sennilega fyrst til Íslands árið 1895 en var flutt inn til landgræðslu um miðja síðustu öld. Nú þykir mörgum mikilvægt að hemja útbreiðslu plöntunnar. Myndin sýnir lúpínuslátt í Stykkishólmi. Ljósm. nsv.is Í seinustu viku voru eingöngu kon- ur á sjúkravaktinni í Búðardal og hefur það aldrei gerst áður; kven- læknir með tveimur kvensjúkra- flutningamönnum. „Þegar ég byrj- aði sem sjúkraflutningamaður í september 2014 var ég fyrsti kven- sjúkraflutningamaðurinn í sögu Búðardals svo það er skemmti- legt að tveimur árum síðar náðum við að manna heila vakt með kon- um. Ég er eina sem er fastráðin í þessum hópi, þær Íris sjúkraflutn- ingamaður og Hanna læknir eru að leysa af í sumar,“ segir Ásdís Mel- sted sjúkraflutningamaður í Búðar- dal í samtali við Skessuhorn. Ásdís segir að stemningin á vakt- inni hafi verið öðruvísi en vanalega. „Já, það var rætt um aðra hluti. Það var bara „trúnó“ á leiðinni heim og allar saman á klósettið í Borg- arnesi. Þetta var svolítið annað en að þurfa að hlusta á veiðisögurnar hans Skjaldar allan liðlangan dag- inn,“ segir Ásdís og hlær. bþb Kvennavakt á sjúkrabílnum Þær Íris, Ásdís og Hanna mönnuðu fyrstu sjúkravaktina í Búðardal sem einungis var skipuð konum. Ljósm. Steina Matt.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.