Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 201616 Heldur tengingu við Skagann Jónína heldur enn fínum tengslum við Akranes. „Ég kem nokkuð reglulega á Akranes. Í gegnum árin hef ég gleymt einhverjum and- litum en fólk kannast oft við mig. Ástæðan fyrir því er aðallega sú að mamma opnaði vefnaðarvöru- verslun á Akranesi árið 1953 sem hét Huld. Verslunin var þar sem nú er kaffihúsið Skökkin. Margir muna eftir versluninni og mömmu og þekkja því oft til mín. Ég flutti 17 ára frá Akranesi og fór í Hand- íða- og myndlistarskólann. Það er því orðið býsna langt síðan ég fór. Það var alveg stórkostlegt þegar ég opnaði sýninguna. Þá mættu marg- ir sem ég þekkti meðan ég bjó á Akranesi en ég hafði ekki séð lengi; suma í marga áratugi. Mér þótti alveg afskaplega vænt um það að gamli barnaskólakennarinn minn hann Þorgils mætti. Ég hafði ekki séð hann í mjög langan tíma og það urðu fagnaðarfundir,“ segir Jónína. Himneskt bað Verkið í Akranesvita er ekki fyrsta stóra listaverkið sem Jónína sýnir á Akranesi. „Árið 2000 var haldin listsýning þar sem markmiðið var að flytja listina út á land. Á Akra- nesi var komið upp u.þ.b. tíu verk- um það árið. Þau eru ekki mörg eft- ir, að ég held bara um tvö, annað þeirra er verk eftir mig og stendur við Leyni og er pýramídi úr fjöru- grjóti og ofan á því er baðkar. Það verk heitir Himnaríki og þar leita ég einnig í bernskuminningar mín- ar frá Akranesi. Sagan af því verki er að þegar ég var að alast upp bjuggu tvær eldri konur sem lifðu eins og á 19. öld í sjálfsþurftarbúskap. Önn- ur konan dó og þá var hin send á elliheimili í kjölfarið. Þar var hún, fjörgömul konan, sett í bað og það var í fyrsta skiptið sem hún fór í bað á ævinni. Þegar konan var búin í baði á hún að hafa sagt: „Ég vissi að það væri dýrðlegt í himnaríki, en að það væri svona unaðslegt datt mér aldrei í hug.“ Jónína er ekki sátt með hversu illa merkt listaverkið er. „Ég er frekar svekkt hversu illa merkt það er. Það er platti fyrir framan verk- ið þar sem áður var saga verksins og hver gerði það en nú stendur platt- inn auður með engum upplýsing- um. Ég væri til í að skora á bæjaryf- irvöld að merkja verkið upp á nýtt, í það minnsta að það komi fram hver höfundur þess er,“ segir Jónína. Hringrás lífsins við sjávarsíðuna Listaverkið Breið sem nú er sýnt er eins og áður segir 35 metra inn- setning í Akranesvita. „Verkið sam- anstendur af 200 einingum. Það byrjar á sjónum og lífríkinu þar og eftir því sem ofar dregur fjallar það um fjöruna, sjófugla, farfugla og hverfur loks til himins. Leikur minn í verkefninu er ekki byggð- ur á líffræðilegri úttekt heldur mati mínu á uppbyggingu verksins og á fantasíu minni um hluta sjávardýra og fugla sem myndar vissa hringrás lífsins við sjávarsíðuna. Ég hef unn- ið að þessu verki í rúmt ár og það er aðgengilegt öllum í Akranes- vita. Það er ekki öllum fært að geta gengið upp tröppurnar í vitanum og því er myndband sem rúllar á jarð- hæðinni svo allir geta skoðað verk- ið. Einnig getur fólk séð skyggnu- myndasýningu frá vinnuferlinu en á tveggja vikna fresti í átta til níu mánuði voru teknar myndir af ferl- inu. Það er hægt að skoða þetta allt í vitanum,“ segir Jónína að end- ingu. bþb Um næstu helgi, dagana 22.-24. júlí, fer Reykholtshátíðin fram í tuttug- asta skipti. Það er stórt ár í Reyk- holti í ár en ásamt því að Reyk- holtshátíðin fagnar stórafmæli þá heldur Reykholtskirkja einnig upp á tuttugu ára vígsluafmæli. Saga Reykholts er samofinn sögu kristn- innar á Ísland. Allt frá því Íslend- ingar tóku upp kristni hafa stað- ið kirkjur í Reykholti. Breiðabóls- staðargoðar byggðu þar fyrst kirkju og fimm þeirra voru þar prest- ar. Sóknin var seld Snorra Sturlu- syni árið 1206. Sagan er vel varð- veitt í Reykholti og hófst uppbygg- ing nýrrar kirkju ásamt Snorrastofu árið 1988 og lauk með vígslu árið 1996 á degi heilags Ólafs Noregs- konungs. Ítarlega var sagt frá bygg- ingunni og vígslu kirkjunnar í síð- asta Skessuhorni. Augnablikin og minningarn- ar sem tónleikagestir og listamenn hafa skapað á Reykholtshátíðinni í gegnum tíðina eru orðin ótalmörg og allt í því frábæra tónleikahúsi sem Reykholtskirkja er. Tónleik- arnir eru orðnir 91 talsins og flytj- endurnir 73 frá fjölmörgum lönd- um. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum. Má þar nefna heildar- flutning á Árstíðunum eftir Vivaldi þar sem Ari Þór Vilhjálmsson fer með einleikshlutverkið og söng- tónleika Elmars Gilbertssonar ten- órs og Helgu Bryndísar Magnús- dóttur píanóleikara. Heimamenn verða nokkuð áberandi á hátíðinni að þessu sinni; opnunartónleika- rnir hefjast á söng Reykholtskórs- ins undir stjórn Viðars Guðmunds- sonar og einnig mun Margrét Egg- ertsdóttir verða með fyrirlestur sem ber yfirskriftina „Það mikið elsk- aða skáld Hallgrímur Pétursson“ í Snorrastofu. Það verður því mikið um að vera í Reykholti um helgina en nánar er hægt að lesa um há- tíðina á reykholtshatid.is og hér í blaðinu. bþb Reykholtshátíðin fagnar 20 ára afmæli um helgina Líkt og Reykholtshátíðin heldur Reykholtskirkja upp á tuttugu ára vígsluafmæli á árinu. Í Akranesvita á Breið stendur nú yfir listasýning Jónínu Guðnadótt- ur. Sýningin hófst á írskum dögum, 1. júlí, og lýkur um miðjan ágúst. Um er að ræða 35 metra innsetn- ingu og ber listaverkið nafnið Breið. Jónína bjó á Akranesi til fjölda ára og segir að verkið sé bernskuminn- ingar. „Ég myndi segja að ég væri að stærstum hluta Skagamaður, þar á eftir Hafnfirðingur þar sem ég hef búið í Hafnarfirði lengst af ævinni en ég er einnig að hluta til Vest- mannaeyingur. Ástæðan fyrir því að ég réðist í gerð þessa listaverks er sú að árið 2014 hittumst við ferm- ingarsystkinin uppi á Skaga eins og við höfum gert reglulega í gegn- um tíðina. Við ákváðum þetta árið að fara og skoða vitann á Breið. Ég hafði ekki komið inn í vitann frá því ég var í barnaskóla á Akranesi. Þetta var fallegur og sólbjartur dag- ur og þegar ég stóð í miðjum stiga á milli hæða kom yfir mig tilfinning um að hér yrði ég að sýna, í þessu hráa umhverfi sem er sérlega fallegt og birtan svo stórkostlega. Verkið er innblásið af bernskuminningum mínum hér á Akranesi,“ segir Jón- ína. Eyddi miklum tíma í fjörunni Jónína flutti á Akranes árið 1947, þá á fjórða ári. „Faðir minn hafði lært til bakara í Kaupmannahöfn og hann stefndi að því að opna bakarí. Í þá daga var ekki geng- ið að því sem vísu að mönnum væri úthlutað bakaríi. Pabbi fékk tvo valkosti; annars vegar á Kárs- nesinu og hins vegar á Akranesi. Kársnesið var ekki spennandi val- kostur á þeim tíma og lítil byggð þar í kring svo Akranes varð fyrir valinu. Hann byggði hús við Suð- urgötu 57 þar sem við fjölskyldan bjuggum á efri hæðinni en á jarð- hæðinni rak hann framúrstefnu- legt bakarí á þeim tíma og nefndi það Nýja bakaríið. Ég naut mín á Akranesi og minn helsti leikvang- ur var fjaran. Í fjörunni lékum við vinirnir og einnig skoðuðum við mikið og rannsökuðum hvern ein- asta hlut sem við sáum. Það fór misvel í foreldra okkar þegar við komum heim með alls konar hluti úr fjörunni. Við tókum ýmislegt með okkur heim og stundum voru fyrirbærin lifandi verur. Það var á Langasandi sem ég kynntist leir í fyrsta skiptið. Ég og faðir minn fórum saman niður í fjöru og hann sýndi mér jarðlögin í jaðarsbakk- anum, hann benti mér á leirinn og sagði að úr honum væri hægt að móta hluti. Ég man enn eftir þessu og þetta hefur líklega kveikt á áhuga mínum fyrir sköpun sem síðar varð að ævistarfi mínu,“ seg- ir Jónína. Sýnir listaverk í Akranesvita sem innblásið er af bernskuminningum Jónína Guðnadóttir hefur komið víða við á sínum ferli. Hér stendur hún við sitt nýjasta verk; „Breið“ sem sýnt er í Akranesvita. Brot úr listaverkinu; hér sjást farfuglarnir en þeir eru efsti hluti verksins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.