Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 201620 Laxveiðin hefur verið fremur skrít- in síðustu daga. Fiskurinn sem var kominn í árnar á Vesturlandi og víðar um landið er fremur tregur að taka hjá veiðimönnum. Og eins árs laxinn er lítið að koma í árn- ar þessa dagana. En það er reynd- ar stækkandi straumur og eitthvað gæti þetta breyst um helgina. Eða eins eins og einn leigutakinn sagði; „það verður eitthvað að ske.“ Samt ættu menn ekki að örvænta því í mörgum ánum er besti tíminn eftir. Líklega hefur lax gengið í aprílbyrj- un í Hvítá í Borgarfirði og sá fisk- ur sem er nú í ánum er ekki beint í tökustuði eftir að hafa séð ýmislegt hjá veiðimönnunum vikum saman. En það er stækkandi straumur eins og áður segir og smálaxinn kemur vonandi sem fyrst. Stórlaxinn kom eins og flestir höfðu spáð en það var spurningarmerki með eins árs fisk- inn. ,,Við vorum að koma úr Flóka- dalsá í Borgarfirði og fiskurinn fékkst ekki til að taka neitt, feng- um fáa og litla fiska. Fiskurinn hafi bara engan áhuga á að taka flugurn- ar hjá okkur, engan áhuga,“ sagði veiðimaður sem var í Flóku. Í sama streng tók veiðimaður sem var í Laxá í Leirársveit. „Miðfellsfljót- ið er fullt að fiski en honum dett- ur ekki í hug að taka neitt,“ sagði veiðimaður þar. Í Langá á Mýrum hefur veið- in gengið treglega, fiskurinn er áhugalaus með öllu. Það þarf nýja fiska og rigningar strax til að hleypa lífi í veiðiskapinn. Það er heila málið. Fjör í Haukadalsá Það er töluverður hasar við Hauka- dalsá í Dölum þessa dagana og mik- ið hellist inn af laxi á hverju flóði. Þrátt fyrir mikinn hita og brak- andi sólskin gerði hollið sem lauk veiðum í hádeginu 17. júlí frábæra veiði þegar það landaði 89 löxum á stangirnar fimm á aðeins tveim- ur dögum. Það gerir tæplega níu laxa pr. stöng á dag. Lax er á öllum svæðum og hann er á heilu hæð- unum á mörgum stöðum. Blóti, Neðri Brúarstrengur, Hornið, Efri Svörtuloft, Berghylur, Systraset- ur, Bjarnarlögn og Símastrengur eru aðeins nokkur dæmi um hyli þar sem varla er þverfótað fyrir laxi. Helst er laxinn að gæða sér á agnarsmáum flugum í stærðum 14-18 og minnstu týpum af gárut- úpum. Dæmi um flugur sem hafa gefið vel síðustu daga eru Nagli, Collie Dog, Haugur, Green But og Green Brahan. Mikið stuð og spennandi að sjá framhaldið, sér- staklega fyrir þá sem eiga veiðileyfi þar seinna í sumar. gb Fiskurinn mætti verða ákveðnari að taka en þessi tók, tuttugu pundari úr Laxá í Hrútafirði og veiðimaðurinn ungur að árum barðist við hann alllengi, en hafði lokasigur að endingu. Hann mældist 102 cm. Laxinn er fremur tregur að taka Bjarni Júlíusson og veiðifélagar hans brugðu sér síðastliðið fimmtu- dagskvöld í Selvallavatn á Snæfells- nesi. „Það var kominn tími á að taka nokkra urriða eftir alla bleikjuveið- ina í Hraunsfirði. Þegar við gengum niður að vatninu rákum við upp stór- ar breiður af birkifeta. Þegar þann- ig háttar til, þá er bara ein fluga sem dugar, það er Beyglan. Mig grun- ar að Gylfi heitinn Kristjánsson hafi einmitt haft birkifetann í huga þegar hann hannaði þessa mögnuðu flugu. Það er skemmst frá því að segja að það var alger mokveiði. Flestir reynd- ar smáir en þrír tveggja punda fisk- ar glöddu mann og það söng í veiði- hjólinu á fjarkanum þegar þeir tóku rokurnar út,“ sagði Bjarni. Sólarlagið var alveg einstaklega fallegt og topp- aði góða veiðiferð. gb Fallegt sólarlag við Selvallavatn Sólarlagið var fallegt á Snæfellsnesinu. Við veiðar í Selvallavatni. Byggðahátíðin Reykhóladagar verð- ur haldin hátíðleg dagana 21.-24. júlí næstkomandi. Á dagskrá eru fjöldi viðburða víðs vegar um Reykhóla- sveit. Sú breyting verður frá fyrri árum að ekki verður formleg keppni um best skreytta húsið í Reykhóla- sveit. Íbúar eru þess í stað hvattir til að skreyta hús sín ánægjunnar vegna og njóta þess að gera fínt í hverfinu sínu í félagsskap góðra granna. Reykhóladagar hefjast með Báta- bíói á Báta og hlunnindasýningunni á fimmtudag. Um kvöldið verður síð- an bátasprell í Bjarkarlundi og brenna áður en Bjartmar Guðlaugsson held- ur tónleika á Hótel Bjarkalundi. Íbúar bjóða heim í súpu, sundlaug- arfjör verður í Grettislaug og hverf- akeppnin verður á sínum stað, en þar keppa sveitungar sín í millum í hinum ýmsu þrautum. Þaraboltinn er svo sér keppnisgrein, en það er knattspyrnu- leikur við sérlega sleipar aðstæður. Þá verður hægt að spreyta sig í fótbolta- golfi. Haldin spurningakeppni með Pub Quiz fyrirkomulagi og dansleik- ur með dúóinu Þórunni og Halla. Laugardagurinn hefst á Reykhóla- dagahlaupinu þar sem hlauparar geta keppt í fjórum vegalengdum. Eftir hádegi hefst svo hin víðfræga drátt- arvélaleikni á Reykhólum, þar sem keppt er í akstursleikni á dráttarvél- um fornum. Kaffihlaðborð verður í á Báta- og hlunnindasýningunni frá há- degi þar til síðdegis. Uppboð verð- ur á Seljanesi til styrktar langveikum börnum, en mikil leynd hvílir yfir því hvers konar munir verða upp boðn- ir. Síðdegis hefst karnival fyrir börn- in í Hvanngarðabrekku með skott- sölu og markaðsstemningu, síðan grillveislu og kvöldvöku. Sniglaband- ið heldur barnaball að kvöldvöku lok- inni í íþróttahúsinu áður en meðal- aldur gesta hækkar á stórdansleik sem stendur fram eftir nóttu. Að sunnudeginum verður léttmessa í Reykhólakirkju áður en Reykhóla- dögum lýkur formlega með kassabíl- arallýi í Króksfjarðarnesi, venju sam- kvæmt. Nánar um dagskrá, tímasetn- ingar og annað, á reykholar.is. kgk/ Myndir úr safni. Reykhóladagar hefjast á morgun Rallýáhugafólk leggur land undir fót um næstu helgi en þriðja um- ferð Íslandsmótsins í rallý fer fram í Skagafirði 22. og 23. júlí næstkom- andi. Það er Bílaklúbbur Skaga- fjarðar sem stendur fyrir keppn- inni en hún er með svipuðum hætti og hefur verið undanfarin ár. Góð þátttaka er í keppnina en hátt í tutt- ugu áhafnir eru skráðar til leiks. Má meðal keppenda sjá bæði nýliða sem og þrautreynda keppendur. Vestlendingarnir Aðalsteinn Sím- onarson úr Borgarnesi og Þorkell Símonarson, Keli Vert, eru skráð- ir til leiks ásamt félögum sínum, þeim Sigurði Braga Guðmundssyni og Þórarni K. Þórssyni. Þeir Aðal- steinn og Sigurður aka á Mitsubishi Lancer Evo en Keli og Þórarinn á Toyota Hilux. Keppnin hefst á föstudagskvöld- ið með akstri á tveimur sérleiðum áður en tekið verður viðgerðar- og næturhlé. Laugardagurinn er síð- an langur dagur, bæði krefjandi og langar sérleiðir sem reyna verulega á einbeitingu áhafna sem og ástand bifreiðanna. Lýkur keppni síðan klukkan 16:00 með tilkynningu úr- slita. gjg Rallað um Skagafjörð um helgina Keli Vert og Þórarinn á fullri ferð á Toyota Hilux. Sigurður Bragi og Aðalsteinn aka á Mitsubishi Lancer Evo.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.