Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2016 25 árið 1801. Heitir það þá ekki Bakki heldur Fagriflötur. Árið 1813 kem- ur Bakkanafnið til sögunnar, og heitir svo síðan. Fagraflatarnafn- ið var réttnefni. Þarna var ákaflega fagurt, sérstaklega áður en sjórinn hafði brotið niður landið á Grenj- unum og þarna voru flatir þar sem íþróttakeppnir fóru fram og ýmsar aðrar uppákomur. Bjarni var dugn- aðarmaður og vel stæður og sótti sjó af miklum krafti. Hann var sá eini sem átti skip og bát á Skaganum um aldamótin 1800. Hann drukknaði á leið frá Reykjavík 21. apríl 1816 við sjöunda mann, sem flestir voru for- menn af Skaga en tveir komust lífs af. Hér á Bakka bjó fyrsti heiðurs- borgari Akraness, Einar Ingjalds- son frá 1890 til dd. Hann var lengi formaður, dugnaðarmaður, hygg- inn og hreinskiptinn. Í Deild bjó Ólafur Ólafsson véla- maður frá 1902 til dd. Hann var um mörg ár eini vélsmiðurinn á Akra- nesi. Hann setti upp fyrsta véla- verkstæðið og rak það í mörg ár og kenndi nokkrum nemendum, m.a. Þorgeiri Jósefssyni, en hann stofn- aði ásamt bróður sínum fyrirtæk- ið Þorgeir og Ellert árið 1928 og Dráttarbraut Akraness 1938. Þau fyrirtæki voru alla tíð staðsett á Grenjunum fyrir neðan Bakka. Auk þess að vera forstjóri þessara fyr- irtækja, sat Þorgeir í hreppsnefnd og bæjarstjórn Akraness og einnig fjölda nefnda á vegum bæjarfélags- ins. Þorgeir var kjörinn heiðurs- borgari Akraness 1982. Einar Vest- mann og synir hans voru einnig um tíma með sína vélsmiðju, Loga, þarna á svæðinu. Athafnasvæði Við Lambhúsasund var því upphafið að fjölbreyttum atvinnurekstri, auk verslunarinnar, sem áður sagði. Út- gerð var stunduð héðan, fyrst á ára- bátum og síðar á vélbátum. Bjarni Ólafsson, Sigurður Hallbjörnsson og eigendur Fiskivers auk fleiri út- gerðarmanna höfðu sína aðstöðu hér. Skipasmíðar voru stundaðar um árabil við Sundið, auk þess sem fyrstu vélsmiðjurnar tóku til starfa, fyrst hjá Ólafi í Deild og síðar hjá Þorgeiri og Ellert. Framleiðsla á matvælum hefur lengi verið stund- uð hér við Lambhúsasund, m.a. niðursuða Ritchie á bolfiski og svo mætti lengi telja. Báran, aðal sam- komuhús Akurnesinga frá 1906 til 1951, var skammt undan. Í Hoff- mannshúsi var hótel og veitinga- rekstur um tíma og Bíóhöllin, sem rekin hefur verið af krafti allt frá árinu 1942. Hótel Akraness var um árabil rekið við Bárugötuna og auk þess matsölustaðir, aðallega ætlaðir sjómönnum. Stríð og friður Á stríðsárunum voru hermenn bandamanna með aðstöðu sína á Grenjunum. Þar æfðu þeir vopna- burð við litla hrifningu mæðra á svæðinu, enda voru þarna í ná- grenninu vinsælustu leiksvæði krakkanna á Neðri-Skaganum. Þetta voru fjörurnar við Lamb- húsasund og Krókalón; Slipp- urinn, Grenjarnar og Flösin að ógleymdum túnunum, þar sem boltaleikir voru iðkaðir af krafti. Túnin fjögur; Grundartún, Böðv- arstún, Deildartún og Bakkat- ún voru ein af mörgum útungun- arstöðvum Gullaldarliðsins í fót- bolta. Þar æfðu þeir sig bræðurn- ir fjórir frá Reynistað með Rikka í broddi fylkingar. Donni (Hall- dór Sigurbjörnsson) átti heima við Deildartún, en hann heillaði unga fólkið með leikni sinni með bolt- ann. Dagbjartur, Pétur Georgs og Venni í Nýlendu voru ekki langt undan og fleiri mætti hér upp telja. Kartöflugarðarnir voru einn- ig nýttir til leikja eftir að búið var að taka upp á haustin. Á veturna var ýmislegt sér til gamans gert. Til dæmis voru útbú- in tómstundaherbergi í kjöllurum stærri húsanna. Þar voru stofnað- ir klúbbar um allt milli himins og jarðar. Stelpurnar stunduðu helst handavinnu og strákarnir smíðuðu flugvélamódel og flugdreka og allt upp í kajaka, sem síðan var siglt á um Lambhúsasundið. Vonandi er að unga fólkið í dag taki nú til við að rifja upp alla þá leiki sem þarna fóru fram: Það mundi lífga upp á mannlífið á Skaganum. Upplýsingar og heimildir úr ýmsum áttum, m.a. ritum Ólafs B. Björnssonar. Myndir frá Ljós- myndasafni Akraness. Ásmundur Ólafsson tók saman. Þessi mynd er tekin fyrir 50 árum. Á myndinni eru 10 krakkar í fjörunni fyrir neðan Bakkatún. Á Lambhúsasundinu synda 10 svanir börnunum til heiðurs. F.v. Sigurjón Runólfsson (f. 1961), Krókatúni 9, Guðjón Valdimarsson (f. 1960), Krókatúni 16, stúlka (óþekkt), Margrét Sólveig Sigurðardóttir (f. 1959), Deildartúni 2, Ásgerður Hlinadóttir (f. 1957), Vesturgötu 21, Guðrún Jónsdóttir (f. 1955), Krókatúni 15, Rósa Jónsdóttir (f. 1962) Krókatúni 15, Rósa Sigurðardóttir (f. 1955) Deildartúni 10, Margrét Pétursdóttir (f. 1957) Grundartúni 1 og Sigríður Lárusdóttir (f. 1960) Deildartúni 10. Húsin eru frá vinstri: Bíóhöllin, síðan Vesturgata 25 (hús Magnúsar Gunnlaugssonar), Vesturgata 25B (Staðarbakki), Bárugata 23 (Sigurhæð) og Vesturgata 23 (Hofteigur); milli Hofteigs og Sigurhæðar sést aðeins í þakið á húsinu nr. 21 við Vestur- götu (Indriðastaði). Þá kemur Vesturgata 19 (Skafta-hús), Vesturgata 17 (Sigurðar Hallbjörnssonar-hús) og Vesturgata 10 (Níelsarhús). Fyrir neðan Bíóhöllina við klettana er Ásbjarnarskúr, beitingaraðstaða HB & Co. Þar var v.b. Bjarni Jóhannesson einnig með aðstöðu. Lengst til hægri á myndinni eru ýmis fiskverkunarhús, m.a. Fiskivershúsin og aðstaða Sigurðar Hallbjörnssonar. Þar voru m.a. húsin „Fróðá“ (nú í Byggðasafninu í Görðum) og Hængshús, kennd við Hæng h.f. Fjaran þarna var kölluð „fjaran fyrir neðan Hængshús“. Fyrir neðan Vesturgötu 19 var lón kallað „Skaftalón“ (nú autt svæði). Mörg húsanna eru nú horfin á braut: Vesturgata 25 og 25B. Hofteigur var fluttur og stendur nú við Krókatún. Indriðastaðir brunnu 26. mars 1979; einnig brann Halldórshús (næsta hús fyrir ofan Bíóhöllina) þann 12. jan. 1963. Þá er Sigurhæð við Bárugötu á braut. Fyrir neðan Bíóhöllina eru Nýjubæjarklettar og norður af þeim Nýjabæjarsandur og Nýjabæjarvör. Þaðan ýttu skipin úr vör sem fórust í Hoffmannsveðrinu 1884. Þar sem krakkk- arnir standa var Bakkasandur, en þaðan var lengi útræði. Gatan fyrir ofan er Bakkatúnið. Mynd: Ólafur Fr. Sigurðsson. Erlendir hermenn og strákar af Skaganum á Bakkatúni á stríðsárunum. Hermenn- irnir eru óþekktir, en strákarnir eru f.v. Einar Lövdahl (f. 1929) sonur Sigmund Lövdahl sem starfrækti Lövdahlsbakarí á Akranesi 1937-1947. Einar átti heima á Deildartúni 4 og varð síðar barnalæknir, strákurinn í miðið er óþekktur en til hægri er Eggert B. Sigurðsson, Deildartúni 6 (1929-2006), síðar matsveinn. Húsið í baksýn er Deildartún 7. Óþekktur ljósmyndari. Skipasmiðir hjá Þorgeiri og Ellert gefa sér tíma til myndatöku um miðja síðustu öld. F.v. Sigurður Guðmundsson í Deildartungu, Guðni Jóhannsson, Arnfinnur Björnsson á Miðfelli, Jón Mýrdal Sigurðsson, Tómas Jónsson í Sandvík, Jóhann Stefánsson í Skipanesi, Jóhannes Jónsson í Sandvík, Magnús Magnússon á Söndum og Sigurður Magnússon á Söndum. Óþekktur ljósmyndari.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.