Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 201618 Tvöföld uppskrift (má ekki minna vera í 25 cm form) Botn: 1 bolli heslinhetur 1 bolli sólblómafræ 1 bolli kókoskjöt 1/8 tsk. salt 20 döðlur Allt sett saman í blandara og pressað í mót Fylling: 3 bollar kasjú (lagt í bleyti) 3 bolla kókoskjöt (hægt að nota mjöl) 2/3 bolli kókosvatn ½ bolli pálmasykur ½ bolli agavesýróp 2 bollar ananas Hnetur, kókos og sykur sett saman í blandara. Olía brædd í vatnsbaði og bætt í, blandað þar til fyllingin er orðin silkimjúk. Skipt í tvennt og helmingur settur í blandara og ananas bætt út í. Lögin sett til skiptis til að ná mynstri. Skreytt með kókos og ananas. Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line Iceland hefur samið við Slysavarna- félagið Landsbjörgu um að styrkja Safetravel verkefnið um samtals fimm milljónir króna á næstu fimm árum. Markmið Safetravel er að halda úti slysavörnum fyrir inn- lenda sem erlenda ferðamenn og er samvinnuverkefni Landsbjarg- ar, ferðaþjónustunnar, ýmissa fyrir- tækja og stofnana og hins opinbera. Með stuðningi sínum er Gray Line orðið einn af helstu stuðningsaðil- um verkefnisins. Meðal aðgerða til að auka öryggi ferðamanna heldur Safetravel úti vefnum hálendisvakt björgunarsveita, www.safetravel.is. Enn fremur eru upplýsingar fyr- ir ferðamenn um færð og veður að finna á um 70 skjám víða um land. mm Gray Line Iceland styrkir slysavarnir Á myndinni eru þeir Þórir Garðarsson og Sigurdór Sigurðsson að handsala samn- inginn við Jón Svanberg Hjartarson frá Landsbjörgu. Ólafur Ragnar Grímsson for- seti Íslands afhenti Íslensku safn- averðlaunin 2016 síðastliðinn mið- vikudag. Þau hlaut að þessu sinni Byggðasafn Skagfirðinga. Í greina- gerð valnefndar segir að starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga sé fjöl- þætt og metnaðarfull. Þar er fag- mannlega að verki staðið og hver þáttur faglegs safnastarfs unninn í samræmi við staðfesta stefnu og starfsáætlanir. Í safninu er ríku- legur safnkostur sem safnast hef- ur allt frá stofnun þess árið 1952 og um þessar mundir beita starfs- menn aðferðum við söfnun, skrán- ingu, rannsóknir og miðlun sem mæta kröfum samtímans um safn- störf. Byggðasafnið leggur áherslu á að rækta samstarf við stofnanir og fyrirtæki heima og heiman. Sú sam- vinna og samþætting skipar safninu í flokk með fremstu safna á Íslandi í dag. mm Byggðasafn Skagfirðinga hlaut Íslensku safnaverðlaunin Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá opnaði Karen Jónsdótt- ir kaffihús á Akranesi fyrr í sum- ar og gaf því nafnið Café Kaja. Er það eina lífræna kaffihús landsins, þar sem allir drykkir og meðlæti er unnið úr lífrænu hráefni. Kaffihús- ið vakti athygli matgæðingsins Al- berts Eiríkssonar, sem undanfar- in fimm ár hefur haldið úti matar- blogginu vinsæla Alberteldar.com. Leit hann því við á Café Kaju síðast- liðinn mánudag ásamt góðum gest- um. Í framhaldinu mun hann síð- an fjalla um kaffihúsið á bloggsíðu sinni. „Þetta er win-win markaðs- setning. Hann fær efni á heimasíð- una og ég fæ umfjöllun hjá honum,“ segir Karen og bætir því við að þau hafi áður átt slíkt samstarf. „Hann hefur stundum fjallað um súkkulaði á blogginu sínu. Þá hef ég látið hann fá súkkulaði sem ég er að flytja inn og hann vísar þá á mig í sinni um- fjöllun,“ segir hún. Með Albert í för var eiginmaður hans Bergþór Pálsson og söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða Diddú. Voru þau á leið norður í land ásamt Kjartani Valdemarssyni píanóleikara til að halda tónleika. Hanna Ingi- björg Arnarsdóttir, eiginkona Kjart- ans var einnig með í för. „Ég ákvað að nýta ferðina á leiðinni norður á Dalvík og koma við á þessu yndis- lega kaffihúsi hjá Karen og safna efni fyrir mína umfjöllun,“ segir Al- bert. Söngvararnir fara síðan aust- ur á firði og enda á Fáskrúðsfirði, heimabæ Alberts, um helgina þar sem Franskir dagar eru haldnir. „Hrikalega gott“ En áður hópurinn gat haldið lengra var komið að hressingunni. Borin var á borð hrákaka og kaffi hellt í mán- aðarbollana. „Guð minn góður hvað þetta er gott,“ sagði Albert inntur eftir viðbrögðum eftir fyrsta köku- bitanum. Hann kveðst almennt vera hrifinn af hráfæði. „Við ákváðum að prófa hráfæði fyrir nokkrum árum, ég og Bergþór. Höfðum heyrt alls konar góðar sögur en höfðum smá fordóma fyrir þessu og trúðum ekki endilega því sem var sagt. Þess vegna ákváðum við að prófa að borða ekk- ert annað en hráfæði í tíu daga,“ segir hann „og urðum svona líka hrifnir,“ bætir hann við. Síðan þá segir Albert að þeir hafi reynt að taka hráfæði í meira mæli inn í mataræði sitt. „Það er alveg satt sem sagt er, manni líð- ur einhvern veginn betur og er orku- meiri ef maður borðar frekar hráfæði en annað,“ segir hann en viðurkenn- ir að þeir séu alls ekki feimnir að gera vel við sig í öðru fæði, enda miklir matgæðingar báðir tveir. „Hráfæði er auðvitað jafn misgott og allur ann- ar matur. Fer allt eftir því hver rétt- urinn er og hvernig tekst til hverju sinni. En það sem við höfum smakk- að hér í dag er alveg hrikalega gott,“ sagði Albert í þann mund sem hann lauk við sína hressingu. Kakan sem borin var á borð í Café Kaju var Pina Colada hrákaka og uppskriftina er að finna hér að neð- an. kgk Þekktur matarbloggari heimsækir Café Kaja Á Café Kaju á mánudaginn var. Karen Jónsdóttir og Albert Eiríksson standa. Fyrir framan sitja Kjartan Valdemarsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson. Kræsingarnar bornar á borð. Misjöfn eru viðfangsefni ljósmyndaranna. Albert stillir hrákökunni upp til að smella af mynd til að nota í umfjöllun sinni. Freisting vikunnar Pina Colada hrákaka Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.