Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Emir Dokara rifbeinsbrotinn SNÆF: Emir Dokara varnarmaður Víkings Ó. er óleikfær þessa stundina sökum rifbeins- brots. Óvíst er um hvenær hann snýr aftur á völlinn eins og staðan er núna. Leikmanna- hópur Víkings er þunnur þessa stundina en auk Emirs er Farid Zato einnig meiddur og þeir Gísli Eyjólfsson og Þórhallur Kári Knúts- son hafa báðir verið kallaðir til baka úr láni af liðum sínum. Ejub sagði í samtali við fot- bolti.net að hann ætlaði sér að reyna ná í þrjá til fjóra leikmenn í félagsskiptagluggan- um. -bþb Kári tapaði tveimur leikjum AKRANES: Kári spilaði tvo leiki í þriðju deild karla í knattspyrnu í liðinni viku við liðin í efstu tveimur sætunum. Fyrri leikurinn var á heima- velli gegn Víði frá Garði og lauk leiknum með 2-1 sigri Víðismanna en mark Kára skoraði Bakir Anwar Nassar. Síðari leikurinn fór fram á Sauðárkróksvelli gegn liði Tindastóls. Sá leikur endaði 1-0 fyrir Tindastól. Lið Kára er nú komið niður í sjöunda sæti deildarinnar en næsti leik- ur liðsins er á laugardaginn næstkomandi, 23. júlí, á Helgafellsvelli í Vestmannaeyjum gegn liði KFS. -bþb Skallagrímur sigraði Örninn BORGARNES: Skallagrímur er á miklu skriði í C-riðli fjórðu deildar karla í knattspyrnu. Þeir unnu sinn þriðja leik í röð þegar liðið mætti Erninum á Skallagrímsvelli á föstudaginn í lið- inni viku. Sigurinn var nokkuð auðveldur fyr- ir Skallagrím en leikurinn fór 5-2. Viktor Ingi Jakobsson skoraði þrennu í leiknum en hin tvö mörkin skoruðu þeir Sölvi G. Gylfason og Enok Ingþórsson. Skallagrímur er nú í þriðja sæti riðilsins og næsti leikur þeirra er útileik- ur gegn KB mánudaginn 25. júlí. -bþb Víkingur sigraði og tapaði í vikunni SNÆF: Víkingur Ó. lék tvo leiki í A-riðli fyrstu deildar kvenna í knattspyrnu í lið- inni viku. Miðvikudaginn 13. júlí tók lið- ið á móti Fram og sunnudaginn 17. júlí fór liðið í Breiðholtið og lék gegn ÍR. Í leiknum gegn Fram dró til tíðinda á 25. mínútu þeg- ar heimakonur fengu vítaspyrnu. Samira Su- leman fór á punktinn sendi boltann í netið framhjá markverði Fram. Var það hennar átt- unda mark í jafn mörgum leikjum í deildinni í sumar. Fehima Líf Purisevic innsiglaði síð- an 2-0 sigur Víkings á lokamínútu leiksins. Ekki fór eins vel þegar liðið mætti toppliði ÍR; lokatölur í þeim leik urðu 2-0 fyrir Breiðhylt- ingum. Víkingur situr enn í þriðja sæti eftir leikina tvo með 18 stig, fjórum stigum frá ÍR sem tróna á toppnum. Næsti leikur Víkings er í kvöld klukkan 20:00 gegn liði Hvíta Riddar- ans og leikið verður í Mosfellsbæ. -bþb Kári fær liðstyrk AKRANES: Nú er félagaskiptaglugginn hér- lendis opinn. Kári hefur fengið tvo leikmenn til liðs við sig til þess að styrkja liðið fyrir síðari hluta tímabilsins í þriðju deildinni. Leikmenn- irnir eru þeir Atli Albertsson og Ragnar Már Lárusson. Báðir geta þeir spilað frammi og úti á vængjunum. Atli er Skagamaður sem hefur síðustu tvær leiktíðir spilað með Aftureldingu í 2. deildinni. Atli spilaði síðast með Kára tíma- bilið 2014 og skoraði þá ellefu mörk í níu leikj- um í fjórðu deildinni. Ragnar Már er einnig Skagamaður en hefur verið hjá Fylki í sumar. Hann kom heim úr atvinnumennsku frá Brig- hton í Englandi í vor. -bþb Síðastliðið sunnudagskvöld fór fram leikur Skagamanna og Vals á Akranesvelli í elleftu umferð Pepsi deildar karla. Skagamenn hafa verið á miklu skriði í deildinni og héldu sigurgöngu sinni áfram með 2-1 sigri á Valsmönnum og unnu þar með sinn fjórða leik í röð. Skaga- menn lyftu sér upp fyrir Valsmenn með sigrinum og eru nú í sjötta sæti með sextán stig en Valsmenn í því sjöunda með fjórtán stig. Það vakti mikla athygli þegar Skagamenn spiluðu gegn Stjörn- unni í lok júní að Ármann Smári hafði aflitað hárið en þar með stóð hann við loforð sitt um að aflita á sér hárið ef Skaginn ynni KR í um- ferðinni á undan. Áður höfðu Hall- ur Flosason og Árni Snær Ólafsson aflitað hár sitt. Það kætti marga stuðningsmenn Skagans í gær þeg- ar liðin gengu inn á völlinn að þeir Arnór Snær Guðmundsson og Darren Lough höfðu bæst í hóp þeirra aflituðu og öll varnarlínan því orðin aflituð. Leikurinn var eign Valsmanna fyrsta hálftímann og sóttu þeir þungt að marki Skagamanna á meðan heimamenn sköpuðu sér ekki færi. Mark frá Valsmönnum lá í loftinu. Það voru þó Skagamenn sem skoruðu fyrsta markið. Þeir fengu innkast á 33. mínútu sem Jón Vilhelm tók; hann kastaði bolt- anum langt inn í teig beint á höf- uðið á Ármanni Smára Björnssyni sem stangaði boltann í netið. Stað- an 1-0 fyrir Skagamenn og markið eins og blaut tuska framan í Vals- menn sem höfðu stjórnað leikn- um. Fimm mínútum síðar braut varn- armaður Vals á Garðari Gunn- laugssyni rétt fyrir utan vítateig Valsmanna. Aukaspyrnan var á stórhættulegum stað. Garðar hef- ur ekki tekið margar aukaspyrnur fyrir Skagamenn í gegnum tíðina en hann tók þessa og skoraði með laglegu skoti yfir varnarvegg Vals- manna. Garðar virðist geta skorað að vild þessa dagana en markið var tíunda mark hans í ellefu leikjum. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 2-0 fyrir Skagamenn sem voru betri aðili leiksins síðasta kort- er hálfleiksins. Síðari hálfleikurinn var eins og bróðurpartur fyrri hálf- leiks; Valsmenn voru meira með boltann og stjórnuðu leiknum. Á 64. mínútu fékk Andri Adolphsson boltann við vítateig Skagamanna vinstra megin, fór inn á völlinn á hægri löppina og skaut boltanum; boltinn fór í boga yfir alla þá sem voru inn í vítateignum áður en hann endaði í stönginni og inn í netinu. Gríðarlega fallegt mark hjá Andra gegn sínum gömlu félögum. Nær komust Valsmenn ekki og lokatölur því 2-1 fyrir Skaga- menn. Skagamenn eru heitasta liðið í deildinni þessa stundina og mæta þeir ÍBV á heimavelli næstkomandi sunnudag, 24. júlí. bþb/ Ljósm. gbh. Sigurganga Skagamanna heldur áfram Hér syngur boltinn í netinu eftir aukaspyrnu Garðars Gunnlaugssonar. Ármann Smári brosmildur eftir markið og Valsmenn fremur vonsviknir. Víkingar tóku á móti Stjörnunni í Pepsi deild karla í knattspyrnu í gær. Stjarnan hafði sigur með þremur mörkum gegn tveimur. Var það fyrsta tap Víkinga á Ólafsvíkurvelli síðan í ágúst 2014. Leikurinn fór fremur rólega af stað en færðist heldur bet- ur fjör í hann þegar korter var liðið frá upphafsflautinu. Þá áttu gestirnir skot að marki sem Christian Liberato varði glæsilega í horn. Eftir horn- spyrnuna kom einmitt fyrsta mark leiksins. Boltinn sveif inn í teiginn þar sem Baldur Sigurðsson fékk óáreittur að hefja sig á loft og stangaði hann boltann í netið. 1-0 fyrir Stjörnuna. En heimamenn voru ekki lengi að svara. Aðeins tveimur mínútum síðar fengu Víkingar aukaspyrnu rétt utan teigs eftir að boltinn fór í hönd varn- armanns. Hrvoje Tokic tók spyrnuna og smellti boltanum upp í samskeyt- in. Glæsilegt mark. Skömmu síðar vildu heimamenn fá vítaspyrnu þegar þeim fannst Tokic vera togaður nið- ur en dómari leiksins var á öðru máli. Næst fengu gestirnir dauðafæri þegar þeir komust inn fyrir vörnina en bolt- inn fór yfir markið. Á 29. mínútu komust Stjörnu- menn yfir á nýjan leik og aftur eft- ir hornspyrnu. Boltinn sveif alla leið á fjærstöng þar sem Grétar Sig- finnur Sigurðarson kom og stýrði honum í netið af stuttu færi. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálf- leik. Stuttu fyrir leikhlé var Hrvoje Tokic hins vegar vikið af velli. Hann féll í jörðina eftir skallaeinvígi við Baldur Sigurðsson. Eitthvað fór það í skapið á honum því þar sem hann lá í jörðinni sparkaði hann í Baldur með báða fætur á undan sér og fékk umsvifalaust að líta rauða spjaldið. Síðari hálfleikur fór heldur ró- lega af stað og fátt markvert gerð- ist þar til á 65. mínútu. Þá jafnaði Þorsteinn Már Ragnarsson fyrir Víking. Hann fékk boltann skammt utan vítateigs, komst af miklu harð- fylgi einn í gegnum vörnina og klár- aði færið vel. En staðan var ekki jöfn lengi. Stjörnumenn skoruðu síðasta mark leiksins strax í næstu sókn. Stjörnumenn komust upp að enda- mörkum innan vítateigs, boltinn var sendur út í teiginn þar sem Arn- ar Már Björgvinsson kom á ferðinni og skoraði. Reyndist það vera loka- mark leiksins og Stjarnan því fyrsta liðið til að leggja Víking á heima- velli í tvö ár. Víkingur er eftir leikinn í 5. sæti deildarinnar með 18 stig eft- ir 11 leiki. Næst mæta þeir Breiða- bliki, sunnudaginn 24. júlí, einnig á heimavelli. kgk/ Ljósm. af. Fyrsta tap Víkings á heimavelli í tvö ár Christian Liberato kýlir boltann frá marki sýnu í leiknum. Alfreð Már Hjaltalín var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Víkings. Þeir Svavar og Max færðu Alfreð viðurkenninguna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.