Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 201612 Fyrirtækið Loftorka í Borgarnesi var stofnað árið 1962 og hefur alla tíð verið áberandi í byggingageir- anum, ekki síst á Vesturlandi. Loft- orka er afgerandi stærsti framleið- andi landsins í forsteyptum bygg- ingaeiningum og eini steinröra- framleiðandi á Íslandi. Hjá fyrir- tækinu starfa rúmlega eitt hundr- að manns þegar allt er talið. Þar af er drjúgur hluti starfsfólks háskóla- menntaður, verk- og tæknifræð- ingar þar fjölmennastir. „Við erum með stærstu vinnustöðum á Vestur- landi á eftir stóriðjufyrirtækjunum og stærstu opinberu stofnunun- um,“ segir Bergþór Ólason fram- kvæmdastjóri og upplýsir að fyrir hrun hafi fjöldi starfsmanna verið í um 300 þegar mest lét. Þá hafði fyrirtækið einnig starfsemi á Akur- eyri og Kjalarnesi. „En okkur finnst þetta vera í góðu jafnvægi núna og við verðum kannski 20-30% fjöl- mennari en nú er þegar allt verður komið á fulla ferð. Við erum ekki að keppast við að fjölga starfsfólki fram úr hófi og þenja fyrirtækið út,“ segir Bergþór. Gengur vel „Sem betur fer er búið að ganga al- veg prýðilega undanfarið. Verkefna- staðan er allt önnur og betri en fyr- ir ekki lengri tíma en einu og hálfu ári síðan og mikið af verkefnum framundan,“ segir Bergþór. Hann segir að almennt sé hið sama uppi á teningnum hjá öðrum fyrirtækj- um í byggingaiðnaðinum. Það sé til marks um að efnahagur landsins sé að komast á réttan kjöl. Starfsmenn Loftorku eru vel að merkja með fyrstu mönnum sem fara að sjá vís- bendingar þess efnis þegar svo ber undir. „Þar sem við erum eini stein- röraframleiðandi landsins þá erum við mjög framarlega í hagsveiflunni, hvað þá framleiðslu varðar. Farið er að leggja nýjar götur, við framleið- um rörin í lagnirnar og finnum að nú er allt að fara á fullt í þeim efn- um,“ segir hann. „Það sem mað- ur óttast helst er hvað gerist þeg- ar menn sjá að afkastageta bygg- ingageirans í heild sinni kemur ekki til með að hafa undan. Flestir sem starfa í okkar umhverfi virðast um það bil að verða fullsettir mið- að við þá afkastagetu sem til staðar er. Það skapar ákveðna pressu sem getur verið ögrun að takast á við,“ bætir hann við. Íbúðir fyrir venjulegt fólk Á iðnaðarsvæði Loftorku má sjá þess merki að efnahagur landsins er að rísa. Þar standa einingar í hús í röðum sem bíða þess að fara í reis- ingu. Einnig er fjöldi röra á lager. „Rörin eru það eina sem við fram- leiðum á lager. Það er drjúgur lag- er af þeim núna en sem betur fer þá fer úr stabbanum jafn óðum og það er fyllt á hann,“ segir Bergþór. Að sögn framkvæmdastjór- ans hefur Loftorka undanfarin ár reist mikið af byggingum tengdum ferðaþjónustunni, þar sem mikill uppgangur hefur verið, í bland við íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. „Bygging íbúðarhúsnæðis er að taka við sér núna. Verkefni tengd íbúðarhúsnæði hafa á síðustu árum helst verið á svokölluðum þétting- arreitum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fermetraverð er um og yfir 500 þúsund krónur,“ segir Bergþór. „Loksins núna um þessar mundir er farið að byggja aftur íbúðir fyr- ir venjulegt fólk, sem er bæði nauð- synlegt og tímabært,“ segir hann. Slík verkefni verði áberandi í nán- ustu framtíð. Einnig segir Bergþór að hjá Loftorku fylgist menn náið með gangi mála á stærsta iðnaðar- svæði landsins. „Það verður spenn- andi fyrir okkur ef Silicor kem- ur á Grundartanga. Það felast tví- mælalaust tækifæri í því og þá mik- ið framundan hjá byggingaverk- tökum heilt yfir,“ segir hann. „Síð- an erum við náttúrulega alltaf að snurfusa og reyna að fegra lóðina hjá okkur og hafa fínt í kringum okkur, það er eilífðarverkefni,“ seg- ir hann, enda lóðin stór og mikil. Iðnaðarsvæði Loftorku er nefnilega töluvert stærra en það lætur yfir sér, séð frá þjóðveginum. „Já, einn vinur minn hafði það á orði þegar hann kom hér í fyrsta sinn að þetta væri eins og samkomuhúsið í kvik- myndinni Með allt á hreinu. Lítið að utan en rosalega stórt að innan,“ segir Bergþór og brosir. Erfitt eftir hrunið Eftir efnahagshrunið haustið 2008 voru erfiðir tímar hjá fyrirtækinu. „Það er reyndar áður en ég byrj- aði, ég kom hingað 2009,“ segir Bergþór. „Loftorka er náttúrulega nær eingöngu í nýbyggingum og slíkt stöðvaðist nær algjörlega fyrst eftir hrunið. Staðan var að mörgu leyti einfaldari hjá þeim fyrirtækj- um sem gátu sinnt viðhaldsverk- efnum,“ bætir hann við. Rekstur- inn fór því ansi djúpt niður og á tímabili var útlit fyrir að fyrirtækið myndi hverfa algjörlega. „Félagið fór í þrot eftir hrun og um tíma var alls ekkert víst að hér yrði einhver rekstur áfram,“ segir Bergþór. „Ég lagði fram tryggingu til að leigja reksturinn á meðan skiptastjóri var með fyrirtækið í söluferli. Ég mat það svo að ef reksturinn stöðvaðist þá væri alls ekki sjálfgefið, og í raun ólíklegt, að hann færi af stað aftur yfirhöfuð. Það var án efa ótryggasti samningur sem ég hef gert, enda gat ég bara setið uppi með mögu- legt tjón, en búið fékk það sem hugsanlega yrði í plús,“ segir Berg- þór og hlær við. Rekstri fyrirtækisins var þann- ig bjargað fyrir horn. Skiptastjóri seldi fyrirtækið til hóps sem sam- anstóð af átta aðilum sem lögðu fram fjármuni í að endurreista fé- lagið og þá kom Bergþór til starfa hjá félaginu, undir framkvæmda- stjórn Óla Jóns Gunnarssonar, föð- ur síns. Fyrir fjórum árum keyptu svo feðgarnir hina meðfjárfestana út úr eigendahópnum og hafa átt það til helminga síðan. Bergþór tók svo við framkvæmdastjórastöðunni í upphafi árs 2015. „Í stuttu máli var þetta mjög erfitt um tíma fyrst eftir hrunið en er að braggast ágæt- lega núna. Fyrirtækið er komið á réttan kjöl,“ segir Bergþór. Orðspor lausnarinnar mikilvægt Þess var áður getið að Loftorka væri stærsti framleiðandi for- steyptra eininga á Íslandi, en fyrir- tækið var jafnframt brautryðjandi á því sviði á sínum tíma. Bergþór segir stöðugt fleiri hús reist úr for- steyptum einingum. „Einingahús- um hefur fjölgað verulega á síð- ustu árum. Eftirspurn eftir okk- ar einingalausnum er mikil og sérstaklega eftir hrun, enda eru standandi auglýsingar um allt í vel byggðum og góðum húsum,“ segir hann. Bergþór segir að alltaf hafi verið lögð mikil áhersla á gæða- mál og fagnar því að flestir aðr- ir framleiðendur forsteyptra ein- inga hafi einnig vandað til verka. „Við erum ekkert endilega í sam- keppni við aðra einingaframleið- endur. Við erum fyrst og fremst í samkeppni við aðrar byggingarað- ferðir, svo sem staðsteypu, timbur- hús og stálgrindarhús, svo dæmi séu tekin.“ segir Bergþór. „Það eru hagsmunir okkar að aðrir fram- leiðendur standi sig líka sem best. Þá fær þessi byggingaraðferð, að byggja úr einingum, gott orðspor og viðheldur því.” kgk Bergþór Ólason, framkvæmdastjóri Loftorku í Borgarnesi: „Loksins farið að byggja aftur íbúðir fyrir venjulegt fólk“ Bergþór Ólason. Unnið við eina af fjölmörgum forsteyptu einingum sem steyptar eru hjá Loftorku í Borgarnesi. Næst í mynd er verið að ganga frá gluggamótum og í baksýn má sjá starfsmenn slípa steypuna til. Nær allar flotbryggjur landsins sem framleiddar hafa verið á undanförnum árum eru steyptar af Loftorku og prófaðar í þessari kví áður en þær eru afhentar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.