Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 201622 Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum fór fram í Borgarnesi dagana 14. – 17. júlí. Veðrið á mótinu var prýðisgott og mót- ið heppnaðist almennt vel. Vestlendingar stóðu sig vel á mótinu og ber þar hæst árangur Mána Hilmarssonar sem varð Íslands- meistari í ungmennaflokki í fimmgangi á hestinum Presti frá Borgarnesi með heildareinkunnina 6,83. Í sama flokki lenti Kon- ráð Axel Gylfason og Fengur frá Reykjarhóli í þriðja sæti með heildareinkunnina 6,67. Konráð varð einnig í fimmta sæti í ung- mennaflokki í gæðingaskeiði á hestinum Atlas frá Efri-Hrepp; Konráð fékk meðaleinkunina 6,75. Í 100 metra skeiði, eða flug- skeiði eins og það er kallað, lenti Þorgeir Ólafsson og Ögrun frá Leirulæk í fjórða sæti á tímanum 7,96 sekúndur. Í ungmenna- flokki í fjórgangi varð Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Reyk- ur frá Brennistöðum í fimmta sæti með heildareinkunnina 6,77. Við lok mótsins voru veitt verðlaun fyrir samanlagðan árang- ur í hverjum flokki. Í barnaflokki var Védís Huld Sigurðardóttir með besta samanlagðan árangur og Kristófer Darri Sigurðsson í unglingaflokki. Í ungmennaflokki voru það Gústaf Ásgeir Hin- riksson og hesturinn Skorri sem sigruðu með besta samanlagð- an árangur í fjórgangsgreinum en í fimmgangsgreinum voru það Konráð Valur Sveinsson og hesturinn Kjarkur. Önnur helstu úrslit urðu eftirfarandi: Tölt T3. A úrslit Ungmennaflokkur. Anna-Bryndís Zingsheim / Dagur frá Hjarðartúni 7,50 Fríða Hansen / Hekla frá Leirubakka 7,44 H Dagmar Öder Einarsdóttir / Glóey frá Halakoti 7,44 H Tölt T3. A úrslit Unglingaflokkur Hákon Dan Ólafsson / Gormur frá Garðakoti 7,56 Rúna Tómasdóttir / Sleipnir frá Árnanesi 7,44 Kristófer Darri Sigurðsson / Lilja frá Ytra-Skörðugili 7,00 Tölt T3. A úrslit Barnaflokkur. Védís Huld Sigurðardóttir / Baldvin frá Stangarholti 7,06 Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Gjafar frá Hæl 6,61 Guðný Dís Jónsdóttir / Roði frá Margrétarhofi 6,56 Tölt T2. A úrslit Unglingaflokkur Arnar Máni Sigurjónsson / Hlekkur frá Bjarnarnesi 7,25 Karítas Aradóttir / Björk frá Lækjamóti 6,67 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Sandra frá Dufþaksholti 6,58 H Kristófer Darri Sigurðsson / Gnýr frá Árgerði 6,58 H Tölt T2. A úrslit Ungmennaflokkur Gústaf Ásgeir Hinriksson / Skorri frá Skriðulandi 8,33 Jóhanna Margrét Snorradóttir / Sólbrún frá Skagaströnd 7,67 Þórdís Inga Pálsdóttir / Straumur frá Sörlatungu 7,25 Fríða Hansen / Nös frá Leirubakka 7,25 Fimmgangur F2. A úrslit Unglingaflokkur Hafþór Hreiðar Birgisson / Eskill frá Lindarbæ 6,55 Katrín Eva Grétarsdóttir / Gyllir frá Skúfslæk 6,43 H Annabella R Sigurðardóttir / Styrkur frá Skagaströnd 6,43 H Fimmgangur F2. A úrslit Ungmennaflokkur Máni Hilmarsson / Prestur frá Borgarnesi 6,83 Gústaf Ásgeir Hinriksson / Díva frá Steinnesi 6,79 Konráð Axel Gylfason / Fengur frá Reykjarhóli 6,67 Fjórgangur V2. A úrslit Unglingaflokkur Katla Sif Snorradóttir / Gustur Stykkishólmi 7,13 Þóra Birna Ingvarsdóttir / Hróður frá Laugabóli 6,97 Hafþór Hreiðar Birgisson / Villimey frá Hafnarfirði 6,83 Fjórgangur V2. A úrslit Ungmennaflokkur. Dagmar Öder Einarsdóttir / Glóey frá Halakoti 7,27 Gústaf Ásgeir Hinriksson / Bragi frá Litlu-Tungu 2 7,07 Anna-Bryndís Zingsheim / Dagur frá Hjarðartúni 7,03 Fjórgangur V2. A úrslit Barnaflokkur Júlía Kristín Pálsdóttir / Kjarval frá Blönduósi 6,93 Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Gjafar frá Hæl 6,70 Signý Sól Snorradóttir / Glói frá Varmalæk 1 6,47 Skeið 100m (flugskeið). Konráð Valur Sveinsson / Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 7,73 sekúndur Gústaf Ásgeir Hinriksson / Andri frá Lynghaga 7,86 sekúndur Finnur Jóhannesson / Tinna Svört frá Glæsibæ 7,87 sekúndur Gæðingaskeið Ungmennaflokkur. Konráð Valur Sveinsson, Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 8,88 Finnur Jóhannesson, Tinna Svört frá Glæsibæ 7,63 Gústaf Ásgeir Hinriksson, Mánadís frá Akureyri 7,17 Gæðingaskeið Unglingaflokkur Benjamín Sandur Ingólfsson, Messa frá Káragerði 7,50 Sunna Lind Ingibergsdóttir, Flótti frá Meiri-Tungu 1 7,38 Rúna Tómasdóttir, Gríður frá Kirkjubæ 7,25 bþb/ Ljósm. iss og mótsstjórn ULM. Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum fór fram í Borgarnesi Hópurinn sem keppti í úrslitum í tölti í ungmennaflokki. Júlía Kristín Pálsdóttir sigraði fjórgang í barnaflokki. Ljósm. iss. Hafþór Hreiðar Birgisson og Eskill frá Lindarbæ, Íslandsmeistarar í fimmgangi unglinga. Ljósm. iss. Máni Hilmarsson og Prestur frá Borgarnesi urðu Íslandsmeistarar í fimmgangi ungmenna. Ljósm. iss. Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu sigruðu 100 m skeið, gæðingaskeið og voru samanlagðir fimmgangssigur- vegarar. Ljósm. iss. Verðlaunahafar í unglingaflokki í tölti. Verðlaunahafar í barnaflokki í tölti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.