Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2016 17 UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ Í BORGARNESI 28 - 31. JÚLÍ Sunnudaginn 31. júlí verða 50 ár lið- in frá því Grundarfjarðarkirkja var vígð. Í tilefni þess verður haldið upp á daginn með sýningu í Fjölbrauta- skóla Snæfellinga. Blaðamaður kíkti í kirkjuna og spjallaði við Ragnheiði Þórarinsdóttur formann afmælis- nefndar, Guðrúnu Margréti Hjalta- dóttur formann Setbergsprestakalls og Aðalstein Þorvaldsson sóknar- prest. Kirkja byggð af samfélaginu Grundarfjarðarkirkja var vígð 31. júlí 1966 við hátíðlega athöfn en hún hafði verið um sex ár í smíð- um. Kirkjan var byggð í tveimur áföngum og komu margir að smíð- inni, bæði fólk innan Setbergspresta- kalls og utan þess. Kvenfélagið spil- aði stórt hlutverk og sá til að mynda um að afla hluta þess fjár sem þurfti í verkið. Þá var séra Magnús Guð- mundsson, þáverandi sóknarprestur, fremstur meðal jafningja og hvatti íbúa og aðra til að leggja hönd á plóg. „Það unnu margar hendur að smíðinni og sem dæmi komu hing- að erlendir sjálfboðaliðar á vegum al- kirkjuráðs og aðstoðuðu,“ segir Að- alsteinn og bætir því við að heilu áhafnirnar, jafnvel frá öðrum byggð- arlögum, hafi komið og aðstoðað við smíðavinnuna. „Það var í raun aðeins framtaks- semi íbúa sem varð til þess að kirkjan var byggð og flestir innanstokksmun- ir voru gjafir eða keyptir fyrir fé sem safnaðist með fjáröflunum. Kven- félagið hefur til að mynda oft hald- ið fjáraflanir fyrir kirkjuna, af mikilli hógværð,“ segir Aðalsteinn. „Kirkj- an hefur líka alltaf þjónað mikilvægu hlutverki í þessu samfélagi, ekki ein- ungis trúarlegs eðlis. Hér hefur verið ýmis starfsemi í gegnum árin; kóræf- ingar, æskulýðsstarf, mömmumorgn- ar og margt fleira. Við reynum að nýta húsnæðið sem best og hér er mikið líf,“ segir Aðalsteinn. Kirkjan er opin öllum og ef dæma má gesta- bókina er hún vinsæl meðal ferða- manna en þar skrifar fólk gjarnan um þá ró sem það finnur í kirkjunni. Stofnuðu afmælisnefnd „Aðalsteinn lagði til fyrir þremur árum að við myndum gera eitthvað í tilefni afmælisins og var því ákveðið að stofna afmælisnefnd og sú nefnd tók til starfa 2014. Í kjölfarið var stofnað Listvinafélag kirkjunnar og er það félag komið til að vera,“ segir Ragnheiður. „Við vorum strax sam- mála um að hafa ekki einn sérstakan afmælisdag með mikilli dagskrá. Við vildum heldur hafa fleiri minni við- burði með reglulegu millibili yfir allt afmælisárið. Fyrsti viðburðurinn var í febrúar en þá gerðu öll börnin í leik- skólanum sólarmyndir sem svo voru settar upp til sýnis í kirkjunni. Dag- inn sem sýningin var opnuð var einn- ig boðið upp á sólarmessu og sólar- súpu og sýningin sjálf var uppi í 2-3 vikur,“ bætir Ragnheiður við. Sýndu skírnarkjóla Á Pálmasunnudegi var önnur sýn- ing opnuð í kirkjunni en þá voru skírnarkjólar sýndir. „Það gátu all- ir Grundfirðingar komið með skírn- arkjólana sína á sýninguna og sum- um þeirra fylgdi jafnvel saga eða listi yfir þau börn sem höfðu verið skírð í kjólnum. Þetta heppnaðist svo vel að við gátum ekki sýnt alla kjólana sem fólk kom með. Börnin sem voru hér í æskulýðsstarfi höfðu einstak- lega gaman að því að benda öllum á þann kjól sem þau voru skírð í,“ seg- ir Aðalsteinn og brosir. Á þriðju sýn- ingunni voru verk eftir nemendur úr grunnskólanum til sýnis. „Þá höfðu nemendur unnið með gluggalista- verk úr gleri þar sem unnið var með verndarvætti,“ segir Guðrún. Á sýningunni „Listamaður kirkj- unnar“ sem haldin verður í Fjöl- brautaskóla Snæfellinga laugardag- inn 23. júlí og sunnudagana 24. og 31. júlí verður vakin athygli á þeim listamönnum sem hafa unnið lista- verk fyrir kirkjuna. Þá verða verk- in annað hvort til sýnis á staðnum eða varpað upp með skjávarpa. Við þetta bætast listaverk barnanna frá því í vetur. „Einnig viljum við vekja athygli á verkum eftir séra Jón Þor- steinsson, fyrrum sóknarprest, en hann vann einnig verk fyrir kirkj- una auk annarra verka sem verða á sýningunni. Við ætlum aðeins að hafa sýninguna opna þessa þrjá daga en hér verða auk þess haldnir tón- leikar reglulega út afmælisárið,“ seg- ir Ragnheiður að lokum. arg Grundarfjarðarkirkja fimmtíu ára Grundarfjarðarkirkja. Gluggi á framstafni kirkjunnar, málaður af Eiríki Smith listamanni. Verk sem leikskólabörnin unnu fyrir sýningu í Grundarfjarðarkirkju síðasta vetur. Ljósm. Aðalsteinn Þorvaldsson. Guðrún Margrét Hjaltadóttir, Aðalsteinn Þorvaldsson og Guðrún Þórarinsdóttir í Grundarfjarðarkirkju.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.