Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 20162 „Við erum tveir sem stöndum að þessu en með mér er Márus Líndal Hjartarson og einnig vinnur Finn- ur Þórðarson að þessu verkefni með okkur. Okkur fannst vanta verslun sem væri að sinna iðnaðarmönnum á svæðinu og byði upp á vottaða og góða vöru sem hægt væri að treysta. Aðalbirgjar okkar eru þrír, Reykjafell, Tengi og Slippfélagið en það eru allt rótgróin félög sem bjóða upp á vand- aða og þekkta vöru. Í samtölum okk- ar við iðnaðarmenn, þegar við vorum að kanna markaðinn, heyrðum við að þeir tóku mjög vel í hugmyndir okk- ar. Við ákváðum því að fara í það að stofna verslunina og ætlum við að leggja áherslu á að þjónusta Skaga- menn, Borgfirðinga og aðra Vest- lendinga,“ segir Karvel. Verslunin mun bera nafnið Bresa- búð. „Nafnið er vísun í írskan menn- ingararf okkar Skagamanna en einnig fannst okkur orðið „búð“ hafa sterka og rótgróna tilvísun í verslun og minna á gamla tíma. Við hér á Akra- nesi þekkjum t.d. verslanir eins og Axelsbúð og Einarsbúð. Við stefnum að því að opna Bresabúð í ágúst en getum ekki alveg staðfest hvenær ná- kvæmlega það verður. Við vonumst bara eftir góðum viðtökum þegar við förum af stað og hlökkum til að þjón- usta Skagamenn og aðra Vestlend- inga,“ segir Karvel að endingu. bþb Mikið verður um að vera á Vesturlandi um helgina. Í Reykholti fer fram Reykholtshá- tíð í tuttugasta sinn en auk þess eru tutt- ugu ár frá vígslu kirkjunnar. Í Reykhólasveit verða Reykhóladagar haldnir og í Grund- arfirði fer fram bæjarhátíðin Á góðri stund. Þetta er brot af fjölbreyttri menningu um næstu helgi. Á morgun verður norðlæg átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestan til. Skýjað og víða dá- lítil væta. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast suðvestan- lands. Á föstudag og laugardag verður hæg austlæg eða breytileg átt, skýjað og dálítil væta. Hiti 10 til 18 stig. Á sunnudag; austlæg eða breytileg átt 3-8 m/sek. Skýjað og stöku skúrir, hiti breytist lítið. Á mánudag má bú- ast við suðaustlægri eða breytilegri átt, áfram lítils háttar væta og milt í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns „Hvernig burstarðu tennurnar?“ Kom í ljós að flestir Vestlendingar tannbursta sig ekki markvisst því 26% svöruðu „Algjör ringul- reið“, 24% virtust vera með þetta aðeins meira á hreinu og kusu „Frá vinstri til hægri.“ 13% kusu „Frá hægri til vinstri, 13% „Byrja alltaf á miðjunni“, 10% „Allir jaxlar fyrst, 9% „Bursta aldrei“ og loks 5% „Ofan á og svo til hliðar.“ Í næstu viku er spurt: Hefur þú séð lifandi ísbjörn? Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum fór fram í Borgarnesi í liðinni viku. Máni Hilm- arsson varð Íslandsmeistari í ungmenna- flokki í fimmgangi á hestinum Presti frá Borgarnesi með heildareinkunnina 6,83. Félagarnir Máni og Prestur eru því Vestlend- ingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Útgáfur á næstunni SKESSUHORN: Skessu- horn kemur venju samkvæmt út næsta miðvikudag, 27. júlí. Eft- ir það fer starfsfólk í viku frí og kemur Skessuhorn næst út mið- vikudaginn 10. ágúst. Starfsfólk kemur að nýju til vinnu mið- vikudaginn 3. ágúst. -mm Rúta lenti á fólksbíl BORGARFJ: Alls urðu 12 um- ferðaróhöpp í umdæmi Lög- reglunnar á Vesturlandi í lið- inni viku, flest minniháttar og án meiðsla, að sögn Theódórs Þórðarsonar varðstjóra. Rúta lenti aftan á fólksbíl við afleggj- aran að bænum Munaðarnesi á mánudaginn. Fimm ára barn sem var farþegi í fólksbílnum fótbrotnaði og var flutt á sjúkra- hús. Allir í fólksbílnum voru í öryggisbeltum og barnabílstól- um en um harðan árekstur var að ræða. Engin meiðsla urðu á fólki í rútunni sem var full af er- lendum ferðamönnum. Tildrög óhappsins voru þau að ökumað- ur fólksbílsins hægði ferðina og ætlaði að beygja til vinstri við afleggjarann en ökumaður rút- unnar taldi að hann ætlaði að hleypa sér framúr. -mm Töldu sig mega veiða í öllum ám og vötnum DALIR: Veiðimenn voru í óleyfi í Haukadalsá í Dölum í vikunni. „Þarna höfðu erlendir ferðamenn fengið rangar upp- lýsingar og misskilningur átt sér stað milli söluaðila veiðikorts og ferðamannanna. Þeim hafði verið sagt að þeir mættu veiða í öllum ám og vötnum á Íslandi. Misskilningurinn var snar- lega leiðréttur og veiðivörður í Haukadalsá sagðist ekki ætla að gera neitt frekar í málinu og því þar með lokið á vettvangi,“ seg- ir í dagbók lögreglunnar á Vest- urlandi. -mm Ólöglegur á ýmsa vegu VESTURLAND: Ökumað- ur sem aldrei hefur öðlast rétt- indi til að aka bíl, talinn vera undir áhrifum áfengis og veru- lega undir áhrifum margs konar lyfja, stal í vikunni bíl á bílasölu í Reykjavík og ók upp í Borgar- fjörð. Þar reyndi hann að stela olíu á sveitabæ. Að sögn lög- reglu var maðurinn mældur á miklum hraða við eftirför og var loks handtekinn í Grundarfirði. Var maðurinn færður í fanga- klefa og síðan til yfirheyrslu þegar af honum var runnið. -mm Föstudaginn 15. júlí var ár liðið frá opnun Hótel Húsafells. Rekst- urinn hefur gengið vel þennan tíma og oft verið fullbókað á hót- elinu. Á afmælisdaginn voru vask- ir iðnaðarmenn að leggja loka- hönd á 12 herbergja stækkun við hótelið. „Þeir hafa unnið enn eitt kraftaverkið og lokið góðu verki,“ segir Bergþór Kristleifsson fram- kvæmdastjóri í samtali við Skessu- horn. „Vinna við stækkunina hófst eftir páska og hefur gengið hratt og vel fyrir sig. Veðrið lék við okkur á byggingartímanum, en til gamans má geta þess að þann tíma sem fyrri áfanginn var í smíð- um, komu 27 sinnum slæm veður sem sum hver töfðu vinnuna. Ég vil færa þeim mínar bestur þakkir og segi einfaldlega takk til þessara rösku iðnaðarmanna sem hér hafa lokið verki: Eiríkur, Kiddi og allir ykkar menn, Arnar rafvirki, Dóri pípari, Finnbogi málari, Sindri garðyrkjumeistari, Meistaramúr, Unnsteinn hleðslumaður, Steini og Palli Guðmunds og allir hinir. Takk fyrir fullskapað Hótel Húsa- fell,“ segir Bergþór. mm/ Ljósm. þk. Lokið við stækkun Hótel Húsafells Drónamynd tekin yfir hótelið og nærliggjandi svæði. Lengst til hægri á myndinni er nýja viðbygging hótelsins en þar var tekið á móti fyrstu gestunum í gær, þriðjudag. Vaskur hópur iðnaðarmanna sem var staddur á svæðinu á árs afmælisdegi hót- elsins þegar unnið var við lokafrágang á viðbyggingunni. Þar sem áður voru seld húsgögn í versluninni Bjarg að Kalmansvöllum 1a er nú unnið við að setja upp hillur og búnað í húsnæðið svo ný verslun geti opnað. „Við erum að fara opna verslun sem er hugsuð fyrir almenn- ing en þó að miklu leyti fyrir iðnað- armenn. Við munum selja raflagna- efni, pípulagnaefni, hreinlætistæki, málningu og málningavörur,“ seg- ir Karvel Karvelsson annar eigenda verslunarinnar. Ný verslun verður opnuð á Akranesi í ágúst Þeir Finnur Þórðarson, Márus Líndal Hjartarson og Karvel Karvelsson standa að versluninni Bresabúð sem opnuð verður í ágúst. Það má með sanni segja að veðr- ið hafi leikið við landsmenn upp á síðkastið, þá ekki síst í uppsveit- um Borgarfjarðar. Bændur hafa þar á bæjum verið duglegir við að nýta blíðviðrið í heyannir fyrir veturinn. Þá eru stórvirku rúllu- og pökkun- arvélarnar dregnar fram og látn- ar leika listir sínar við túnin á met- hraða. En við og við má sjá leift- ur frá liðinni öld, bændur sem gera hlutina á öðrum takti. Á meðfylgj- andi mynd, sem tekin var á fimmtu- daginn, má sjá Árna Guðmundsson framkvæmdastjóra Beigalda Hold- ing brúka New Holland heybagga- vél á þessum forláta Ford 3000 trak- tor. afe Baggað í Borgarfirði Árni Guðmundsson í fullum skrúða.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.