Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 201614 „Undirbúningur hefur gengið mjög vel,“ segir Eva Hlín Alfreðsdótt- ir verkefnastjóri unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður í Borg- arnesi um verslunarmannahelg- ina. „Það er margra manna átak að halda svona mót og það hefur margt gott fólk komið að undirbúningn- um,“ segir Eva Hlín. Mótið er ætl- að krökkum á aldrinum 11-18 ára og þurfa keppendur ekki að mæta sem hluti af liði eða undir formerkjum íþróttafélaga. „Hver keppandi get- ur mætt sem einstaklingur, viðkom- andi þarf ekki einu sinni að hafa æft íþróttir. Keppt verður í 14 greinum og getur hver keppandi skráð sig í eins margar greinar og hann vill, einungis er greitt eitt skráningar- gjald, 7.000 krónur og enn er hægt að skrá sig á heimasíðu UMFÍ,“ seg- ir Eva Hlín. Vímulaus skemmtun fyrir fjölskylduna Þetta er í nítjánda sinn sem ung- lingalandsmót UMFÍ er haldið en viðburðurinn gengur ekki eingöngu út á mótið sjálft. „Mottó mótsins er lýðheilsa og vímulaus samvera fjöl- skyldunnar á heilbrigðum forsend- um. Það verður margt skemmti- legt um að vera fyrir alla aldurs- hópa alla helgina. Tjaldbúðir móts- ins verða að Kárastöðum, þar tjalda fjölskyldur keppenda frítt en ein- göngu er greitt fyrir rafmagn. Má því segja að unglingalandsmót sé mjög hagkvæm fjölskylduhátíð,“ segir Eva Hlín. „Fjölbreytt afþrey- ingardagskrá verður í boði víðsveg- ar um Borgarnes; t.d. hoppukastalar, frisbígolf, sýning og kennsla í götu- fótbolta hjá dönskum heimsmeistur- um, fjölskyldujóga og margt fleira. Þá verða kvöldvökur á Kárastaðat- úni öll kvöldin og eru Vestlendingar sérstaklega hvattir til að mæta. Þar munu Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur, Amabadama og Dikta spila ásamt fjölda annarra.“ Margvíslegur ávinningur af mótinu Búist er við að mikill fjöldi gesta sæki Borgarnes heim þessa helgi og því er mikilvægt að bæjarbúar og fyr- irtæki í bænum séu undir það búin. „Við boðuðum til íbúafundar vegna mótsins og fórum yfir þær ráðstafan- ir sem hafa verið gerðar til að taka á móti þessum gestum. Einnig höfum við fengið margar ábendingar og til- lögur frá íbúum og reynum við eftir bestu getu að koma á móts við alla. Það mun þurfa að loka tveimur göt- um og það á eftir að verða margt um manninn og fólk þarf að sýna þolin- mæði. Við leggjum til að fólk sé sem minnst að fara um á einkabílum, sér- staklega á milli tjaldstæðis og keppn- issvæðis, en það verða rútur sem fara á milli,“ segir Eva Hlín og bætir því við að landsmótið komi sér einstak- lega vel fyrir bæinn. „Það er alltaf já- kvætt að fá gesti í bæinn okkar. Að auki fylgir peningur svona móti og lagt er upp með að ávinningurinn fari í varanlegar framkvæmdir hér í Borgarnesi, eitthvað sem skilur eft- ir sig, líka að móti loknu,“ segir Eva Hlín, en íþróttasvæðið í Borgarnesi hefur fengið mikla yfirhalningu. Til dæmis hefur hlaupabrautin verið þvegin og er alveg eins og ný, sund- laugin hefur fengið mikla upplyft- ingu og fleira hefur verið gert. „Við leggjum upp með að breiða út ungmennafélagsandann og gil- di góðrar lýðheilsu.Við viljum að krakkarnir upplifi hversu skemmti- legt það er að taka þátt í svona móti, hvort sem þeir keppa einir eða sem hluti af liði. Við viljum að þau uppli- fi öll að þátttakan sé það sem skip- tir mestu máli og að þeim líði vel, bæði andlega og líkamlega, hvernig sem árangurinn verður. Ég hef líka lofað góðu veðri og ef allir eru jákvæðir með sól í hjarta þá skiptir veðrið minna máli,“ segir Eva Hlín og hlær. arg Nú styttist í unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi Eva Hlín Alfreðsdóttir verkefnastjóri fyrir unglingalandsmót sem haldið verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmót UMFÍ var síðast haldið í Borgarnesi fyrir fjórum árum síðan. Hér er svipmynd frá setningarathöfn mótsins. Eins og margir vita eru bílastæði oft fremur þröng, í það minnsta fyrir fullvaxna bíla, og því erfitt að leggja í þau sum án þess að ganga á hlut næsta bíls við hliðina. Þessa skemmtilegu mynd tók Sverr- ir Karlsson í Grundarfirði. Ford bíll frá Snæfellsnes excursion fyr- irtækinu er eðil málsins samkvæmt of stór fyrir venjulegt bílastæði, en þegar Citroen bíl af bragga- gerð er lagt við hliðina kemur það ekki að sök og samanlagt taka þeir tvö stæði. Eigandi Citroensins er norskur ferðamaður sem er á ferð um Snæfellsnes. mm Skynsamlega lagt í stæði Þau eru mörg og ólík farartæk- in sem fólk notar til ferðalaga um hraðbrautir Ísland. Á meðfylgjandi myndum má sjá tvo hús-bíla sem áttu viðkomu m.a. á Akranesi í vikunni. Annars vegar er þrjátíu ára Trabant sem fjögurra manna svissnesk fjöl- skylda ekur um og hefur að sögn ferðast víða um heiminn. Hins veg- ar er Lada Sport, einnig með tjaldi á toppnum, en í þeim bíl var einungis ein rússnesk blómarós á ferð. Með- fylgjandi myndir tók Hilmar Sig- valdason vitavörður á Akranesi, sem segir aðspurður að svona skemmti- leg ökutæki bjargi hreinlega degin- um fyrir sér. „Sama hversu illa úrill- ur maður vaknar á morgnana, ég kemst alltaf í gott skap þegar ég sé svona frumleg og skemmtileg öku- tæki og húsbíla. mm Ólíkir fararskjótar ferðafólks

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.