Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2016 21 Laugardaginn 6. ágúst næstkomandi verður Ólafsdalshátíð haldin níunda sinni í Ólafsdal í Gilsfirði. Er það í annað skiptið sem hátíðin er hald- in á laugardegi. „Tókst mjög vel til með það í fyrra. Er það von Ólafs- dalsfélagsins að með því fjölgi þeim gestum á hátíðinni sem kjósa að verja helginni í Dölum, Reykhólasveit eða nágrenni,“ segir í tilkynningu frá Ólafsdalsfélaginu. Aðaldagskrá mun standa yfir frá kl. 13 til 17 og er dagskráin um það bil að verða fullmótuð. Lína Langsokk- ur mun mæta á svæðið og skemmta börnum á öllum aldri, Drengjakór ís- lenska lýðveldisins mun mæta með nýtt prógramm og Guðrún Tryggva- dóttir mun kynna sýninguna „Dala- blóð“. Lífrænt vottað Ólafsdalsgræn- meti verður til sölu, glæsilegt Ólafs- dalshappdrætti og vandaður hand- verks- og matarmarkaður auk þess sem boðið verður upp á veitingar. Að vanda verður aðgangur að hátíðinni ókeypis og allir velkomnir. Dagskráin verður nánar kynnt á www.olafsdalur. is og www.facebook.com/Olafsdalur. Ýmislegt við að vera Í Ólafsdal er tekið á móti gestum og gangandi alla daga milli kl. 12 og 17 og er kaffi, vöfflur og Erpsstaða- ís í boði ásamt fleiru. Staðarhaldar- ar þetta sumarið eru þeir sömu og í fyrra, hjónin Elfa Stefánsdóttir og Haraldur Baldursson. Hafa má sam- band við þau um hvaðeina sem teng- ist Ólafsdal í síma 821-9931 eða með tölvupósti, elfa@htb.is. Ýmislegt er á döfinni í Ólafsdal í sumar utan komandi Ólafsdalshátíð- ar. Eins og greint var frá í Skessu- horni í síðustu viku verður mál- verkasýning Guðrúnar Tryggvadótt- ur, Dalablóð, opnuð 23. júlí kl. 14 í Ólafsdal. Viðfangsefni sýningarinn- ar eru formæður listakonunnar sem fæddust og bjuggu í Dölum. Still- ir hún formæðrum sínum upp með sér og dóttur sinni í sex herbergjum skólahússins í Ólafsdal. Fjögur ár eru liðin frá því Ólafs- dalsgrænmetið fékk lífræna vottun frá vottunarstofunni Túni. „Í vor fór vaskur hópur um 20 karla, kvenna og barna í Ólafsdal og setti niður í garðinn. Sprettur þar sem aldrei fyrr vegna góðviðris undanfarinna vikna. Nú er sumt af grænmetinu tilbúið og annað verður það fljótlega. Þar er meðal annars ræktað grænkál, blóm- kál, hnúðkál, rauðkál, brokkólí, róf- ur og hnúðkál,“ segir í tilkynningu. Grænmetið verður sem fyrr segir til sölu á hátíðinni. kgk Steinunn Matthíasdóttir ljós- myndari í Búðardal setti upp ljós- myndasýningu í Búðardal um liðna helgi. Sýningin er hluti af verkefni fransks listamanns sem kallar sig JR en hann hlaut Ted Prize verð- launin fyrir verkefnið og gerði það honum kleift að virkja það víða um heim. Verkefnið ber nafnið Inside Out Project og gengur það út á að ljósmyndari velur sér málstað og vekur athygli á honum með hjálp portrett ljósmynda. „Inside Out hefur flakkað víða um heim og síðastliðið haust var teymið farið að horfa til Íslands. Frönsk kvik- myndagerðarkona og Íslandsvin- ur fékk það hlutverk að leita að einstaklingi á Íslandi til að vinna verkefni innan Inside Out og hafði samband við mig. Fyrir mér var þetta ekki nokkur spurning að taka þessari áskorun,“ segir Steinunn. Vilja leggja áherslu á virðingu og gleði Umfjöllunarefni ljósmyndasýning- arinnar er liður í samstarfi Stein- unnar og Helgu Möller söng- konu. „Ég var farin að undirbúa verkefnið í vetur þegar leiðir okk- ar Helgu Möller lágu saman í vor. Tókum við ákvörðun um að fara í samstarf með verkefnin okkar tvö, lagið hennar Tegami-bréfið, sem kemur frá Japan og fjallar um eldri borgara, og ljósmyndaverk- efnið mitt,“ segir Steinunn. Sam- eiginlega hafa þær verið að vinna sérstaklega með hugtakið virðing. Þær vilja vekja athygli á lífsgæð- um eldra fólks og mikilvægi þess að finna gleðina, sama hvernig líf- ið leikur okkur. „Við viljum vekja fólk til umhugsunar um hvern- ig við getum öll átt þátt í að veita gleði. Í ljósmyndaþættinum var strax ákveðið að reyna að fanga glaðleg augnablik í andlitum eldri borgara,“ segir Steinunn. Gefandi verkefni Ljósmyndirnar eru teknar á fjór- um dvalarheimilum, Silfurtúni í Búðardal, Barmahlíð á Reykjól- um, Hrafnistu í Reykjavík og Lög- mannshlíð á Akureyri. „Ég fékk leyfi til að koma og mynda fyrir verkefnið en einnig komu nokkrir eldri borgarar í heimsókn á dvalar- heimilin til að taka þátt. Ég lagði mikla áherslu á að myndatökurn- ar yrðu í opnu rými þannig að úr yrði samverustund þar sem fólk gat fylgst með og spjallað saman. Mín tilfinning var sú að í öllum til- fellum hafi þessi uppákoma verið ánægjuleg, bæði fyrir eldri borg- arana og mig sjálfa. Það var því hamingjusamur ljósmyndari sem kvaddi heimilin eftir góða stund með skemmtilegu fólki. Kannski svolítið þreyttur eftir góða ljós- myndatörn, því ljósmyndun er jú vinna, en virkilega endurnærð á sálinni,“ segir Steinunn og brosir. Upplifir mikla jákvæðni fyrir sýningunni Inside Out verkefnið var sett upp í Búðardal en Steinunn er einn- ig með hliðarverkefni á Akureyri. „Ég er með útisýningu í kirkju- tröppunum á Akureyrarkirkju þar sem 14 myndir úr Inside Out serí- unni verða til sýnis sem hluti af listasumri sem stendur út ágúst. Sú sýning ber titilinn „Gleðin sem gjöf“ og var hún sérstaklega sett upp sem hluti af samstarfi okkar Helgu Möller og í tilefni af flutn- ingi hennar á Tegami-bréfinu 19. júní í Akureyrarkirkju,“ segir Steinunn „Yfirskrift Inside Out út- færslunnar í Búðardal er „Respect elderly“ en ég notast við erlendan titil þar sem verkefninu er miðlað um heiminn. Þær myndir hafa ver- ið límdar beint á veggi eða glugga hjá Rauða krossinum, Björgunar- sveitinni Ósk og KM þjónustunni og eru því vel sýnilegar allri Vest- fjarðarumferðinni,“ segir Steinunn og bætir því við að hún hafi upplif- að mikla jákvæðni fyrir verkefninu. „Eftir að ég var búin að mynda alla eldri borgarana hef ég feng- ið marga góða sjálfboðaliða inn í verkefnið með mér, t.d. að smíða festingar og setja upp sýningarn- ar, og er ég afar þakklát fyrir það. Ég vil einnig hvetja alla á sýning- unum mínum, bæði í Búðardal og á Akureyri, til að taka sjálfsmynd- ir af sér með myndunum og deila á samskiptamiðlum eins og Fa- cebook og Instagram með ákveðn- um hasthag merkingum. Á Akur- eyri nota ég #respectelderly #ak- ureyri #listasumar, í Búðardal nota ég #respectelderly #insideoutproj- ect #búðardalur. “ segir Steinunn að endingu. arg Ljósmyndasýning Steinunnar Matthíasdóttur í Búðardal Ólafsdalshátíð verður haldin 6. ágúst Svipmynd frá markaðnum á síðustu Ólafsdalshátíð. Vaskir sjálfboðaliðar fóru í vor og settu niður í matjurtagarðinn í Ólafsdal. Dagana 20.-24. júlí verður bæjarhá- tíðin Á góðri stund haldin hátíðleg 18. árið í röð í Grundarfirði, en í ár er sjötta árið þar sem Hátíðarfélag- ið sér um hana. Aldís Ásgeirsdótt- ir er framkvæmdastjóri hátíðarinn- ar í ár og segir hún að undirbún- ingur gangi vel. „Það gengur mjög vel og allt að verða klárt,“ segir Al- dís í samtali við Skessuhorn. Hátíð- in hefur verið þekkt fyrir mikla lita- dýrð. „Litirnir og skreytingarnar skapa alltaf mikla stemningu á há- tíðinni. Hverfunum er skipt upp í fjögur svæði; gult, rautt, grænt og blátt. Bæjarbúar taka virkan þátt í að skapa stemninguna og skreyta margir vel. Hápunktur hátíðarinn- ar fyrir marga eru síðan skrúðgöng- urnar á laugardeginum þar sem hverfin marsera niður í bæ og mæt- ast þar. Í bænum tekur við dagskrá og síðan halda þeir sem vilja niður á bryggju á stórt og skemmtilegt ball. Dagskráin er fjölbreytt í ár og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og öllum er velkomið að koma,“ segir Aldís. Aldís er aðeins 19 ára gömul og því að öllum líkindum yngsti skipu- leggjandi bæjarhátíðar á Íslandi. „Fyrst þegar ég var spurð út í það hvort ég vildi taka þetta að mér var ég óviss en stökk síðan á tæki- færið. Þetta er vissulega mikil vinna en einnig er þetta dýrmæt reynsla. Mér finnst gaman að vera hent út í djúpu laugina og þurfa að fara út fyrir þægindarammann. Það eru öllum hollt,“ segir Aldís að end- ingu. bþb Bæjarhátíðin Á góðri stund fer fram um helgina Frá skrúðgöngu rauða hverfisins á hátíðinni í fyrra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.