Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2016 19 Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði á Reykholtshátíð Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Laugardagur 23. júlí 2016 kl. 20:30, í Bókhlöðu Snorrastofu „Það mikið elskaða skáld Hallgrímur Pétursson“ Margrét Eggertsdóttir rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar Umræður Allir velkomnir Sagt verður frá fræðilegri heildar útgáfu á verkum Hall gríms, fjallað um trúarlegan og verald- legan kveðskap hans, af stöðu hans til áheyrenda eða lesenda og viðhorf til hefðar og söguefnis. kaffihús í Borgarnesi Opið daglega kl. 13:00 -18:00 Það er opið extra lengi hjá okkur um verslunarmannahelgina frá fimmtudeginum 28. júlí til sunnudagins 31. júlí Þessa daga verður dagskráin svona: √ Morgunverðarhlaðborð frá kl. 7:30-9:30 √ Léttir og gómsætir réttir í hádeginu frá kl. 11:00-13:00 √ Kökur og brauðmeti - Með kaffinu frá kl. 13:00 √ Gamli góði kaffitíminn e.h - Tilboðsdiskur fjórar sortir og uppáhellt kr. 850,- √ Opið á útipallinum til kl. 18:00 √ Kaffihúsið opið til kl. 21:00 á kvöldin þessa daga. Kaffi, öl, kaldir drykkir, brauð og samlokur. Verið velkomin Café Brák Café Brák • Brákarbraut 11 • Borgarnesi • Sími 860-6655 NÝTT SK ES SU H O R N 2 01 6 Sveitamarkaðurinn Ljómalind í Borgarnesi var fyrst opnaður fyr- ir rúmum þremur árum. Síðan þá hefur verslunin stækkað jafnt og þétt og m.a. flutt einu sinni. Nú er svo komið að markaðurinn er op- inn alla daga vikunnar frá 10-18. Skessuhorn var á ferðinni í Borg- arnesi fyrir helgi og lék forvitni á að vita um gang mála það sem af er sumri. „Reksturinn gengur vel. Verslun er alltaf að aukast og vöru- úrvalið einnig,“ segir Sigurbjörg Kristmundsdóttir verslunarstjóri. „Sultum hefur fjölgað og svo erum við alltaf að fá fleiri tegundir af mat- vöru frá þeim framleiðendum sem nú þegar framleiða matvöru fyrir okkur. Það er alltaf meiri og meiri eftirspurn eftir þeim vörum sem er í boði,“ segir hún og bætir því við að stöðugt fleira handverksfólk selji hönnun sína í verslun Ljómalindar. „En heilt yfir hefur verið stígandi í sölunni í sumar. Hún hefur auk- ist jafnt og þétt mánuð frá mánuði. Bæði eru ferðamenn að kaupa mik- ið og eins Íslendingar að sækja sér kjöt á grillið,“ segir hún. „Matvara hefur bara selst mjög vel yfirhöf- uð og við erum alltaf að kalla eft- ir meiru frá framleiðendum,“ bæt- ir hún við. Sigurbjörg á von á því að sal- an verði áfram góð út sumarið og fram eftir hausti. „Ég á von á því að það gangi vel allt fram að jólum. En síðan má alveg búast við tveimur til þremur erfiðum mánuðum, þannig gengur þetta bara,“ segir verslunar- stjórinn. Hún er þó ekki í nokkrum vafa um að Ljómalind hafi skap- að sér fastan sess í hugum Vest- lendinga og gesta svæðisins. Næsta skref sé að skoða hvernig megi bæta megi við reksturinn. „Undanfar- in ár hafa sýnt að við erum komin til að vera, ekki spurning. Við erum alltaf að leita tækifæra og velta fyr- ir okkur hvernig við getum stækk- að og útvíkkað okkar rekstur. En á sama tíma alltaf að halda í kjarn- ann í okkar markaðssetningu sem er þessi „lókal“ framleiðsla,“ segir hún. kgk Gengur vel í Ljómalind Sigurbjörg Kristmundsdóttir verslunarstjóri. Úr verslun Ljómalindar að Brúartorgi 4 í Borgarnesi. Fimmtudaginn 14. júlí voru tvö skemmtiferðaskip í Grundarfjarð- arhöfn. Þetta voru skipin Le Aust- ral og Star Legend, sem láu við an- keri á ytri höfninni. Eins og venja er þá fara farþegar ýmist með rút- um í skoðunarferðir eða rölta um bæinn. Það voru því nokkrar gal- vaskar handverkskonur sem ákváðu að setja upp markað fyrir ferða- mennina í hjarta bæjarins þann- ig að þeir sem vildu spóka sig um í bænum gætu komið við hjá þeim og gert góð kaup. Ágætis sala var á markaðnum enda margt fallegt á boðstólnum. tfk Markaður og skemmtiferðaskip í Grundarfirði Elsa Árnadóttir er hér að kynna vörur sínar fyrir ferðamönnum. Skipin Le Austral sem liggur við bryggju og Star Legend á ytri höfninni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.