Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 201624 Akranes fékk löggildingu sem verslunarstaður árið 1864 og var hið opinbera heiti hans „Verslun- arstaður við Lambhúsasund.“ Það er þó ekki fyrr en 1872 sem fasta- kaupmaður tekur sér hér bólfestu, en það var Þorsteinn Guðmunds- son. Í kjölfarið koma Snæbjörn Þorvaldsson, Böðvar Þorvaldsson, Pétur Hoffmann og Þórður Guð- mundsson á Háteigi. Þeir stað- settu sig allir hér við Lambhúsa- sundið. Því má segja að við Sund- ið hafi verið fyrsti „miðbærinn“ á Akranesi. Á þessu ári löggilding- arinnar, 1864, voru íbúar á Skag- anum sjálfum 300 að tölu. Þá voru eintómir torfbæir, flestir þeirra litlir og fremur lélegir, nema hjá efnuðustu bændunum á Miðteigi, Grund, Háteigi, Lambhúsum og Bræðraparti. Framfaramenn á svæðinu Hér við Sundið bjuggu ýmsir fleiri framfaramenn um lengri eða skemmri tíma. Í Hoffmannshúsi bjó um tíma framkvæmdamaður- inn Sigurður Jónsson frá Hliðsnesi. Hann var fyrsti maður sem setti á fót bakarí á Akranesi og byggði í því skyni sérstakt hús, rétt fyr- ir vestan Hoffmannshúsið. Hann lagði talrör milli bakarís og búðar til að auðvelda samskiptin. Sigurð- ur gróf brunn í kjallara íveruhúss- ins og lagði vatnsrör úr honum upp í eldhús og dældi vatninu upp. Er það fyrsta vatnsleiðsla og dæla sem sett var upp á Akranesi. Hann lagði einnig skólprör út úr húsinu, sem var nýjung í þorpinu. Einnig var hann fenginn til að gera áætl- un um kostnað við byggingu fyrsta vitans á Akranesi og að taka verk- ið jafnframt að sér. Hér var sem sagt um að ræða fyrsta vísi að vita á Akranesi, svokölluðum vörðuvita eða fiskimannavita, sem reistur var á Teigakotslóð og kveikt var á árið 1891. Árið sem löggilding verslunar- staðsins var samþykkt á Alþingi -1863- kom hingað hinn skoski James Ritchie, en hann var eig- andi niðursuðuverksmiðju í Pet- erhead á Skotlandi. Hann byggði upp niðursuðuhús á Akranesi og sauð þar niður bolfisk, aðallega ýsu. Þessi starfsemi hans virðist af samtímaheimildum hafa ver- ið umfangsmeiri en laxaniðursuð- an sem hann hafði gert tilraun- ir með í Borgarnesi og víðar. Nið- ursuða Ritchie var brautryðjenda- starf í lagmetisiðnaði hérlendis. Ritchie reisti timburhús á Bakka við Lambhúsasund. Niðursuð- an opnaði augu manna fyrir gildi nýjunga í útgerð og tveimur árum síðar notuðu Skagamenn þorska- net í fyrsta sinn. Vinnslustöð Ritc- hie varð mönnum hvatning til þess að reisa íbúðarhús úr timbri. Þar reið Hallgrímur Jónsson í Guðrún- arkoti á vaðið og byggði hið fyrsta á Skaganum 1871, á Miðteigi. Árið 1876 fluttust til landsins tveir Eng- lendingar sem settust að í Ferjukoti við Hvítá. Þeir voru hingað komn- ir til að kaupa lax sem þeir lögðu á ís og sendu ferskan til Englands. Þeir borguðu betra verð fyrir lax- inn óverkaðan en Ritchie taldi sér mögulegt fyrir verkaðan fisk og varð hann því að leggja verksmiðj- una niður. Í kjölfarið hvarf hann af landi brott með öll sín tæki og tól og átti ekki afturhvæmt hingað. Bjarni Jónsson hreppstjóri bjó á Bakka frá 1800 til 1805. Þessa býlis virðist hvergi getið fyrr en Við Lambhúsasund á Akranesi Fyrstu kaupmennirnir – fyrsti miðbærinn Fyrsti miðbær á Akranesi byrjar að myndast hér árið 1873, en þá byggði fyrsti kaupmaðurinn, Þorsteinn Guðmundsson, stórt verslunar- og íbúðarhús á leigulóð á Bakka- landi, en Bakki gekk áður undir nafninu Fagriflötur. Hann byggði þar einnig geymsluhús, skúr, heyhús og litla bryggju (sjá á miðri mynd). Verslun þessi þjónaði Skaga- mönnum, og ekki síður íbúum hreppanna norðan og sunnan Skarðsheiðar. 1883 yfirtók Thomsensverslun í Reykjavík reksturinn. Verslun þessi var rekin til 1907. Húsin voru þá leigð til íbúðar, en 1910 seld til niðurrifs félagi því sem upp úr þeim byggði fyrsta íshús á Akranesi. Síðar voru byggð íbúðarhús -fleiri ein eitt- á svæðinu, og var oft margbýlt á Bakka, eitt húsanna sést til hægri við verslunarhúsið. Byggðin hélt síðan að teygja sig áfram í átt að Vesturgötunni, m.a. niðursuðuhús Ritchie og Böðvarshúsin, en Böðvarsbryggjan sést fremst á myndinni. Myndhöfundur: Magnús Ólafsson ljósmyndari, en hann var þá faktor fyrir Thomsensverslun. Vélstjórinn Ólafur Ólafsson í Deild með nemendum og starfsmönnum sínum. Aftari röð f.v. Ellert Jósefsson, þá Þorgeir Jósefsson, en þeir bræður voru frá Eystra-Miðfelli á Hvalfjarðarströnd. Síðan kemur Valgeir Guðmundsson á Suðurvöllum en hann var tengdasonur Ólafs. Valgeir drukknaði með Heru 11. febrúar 1922, rúmum fjórum mánuðum eftir brúðkaup sitt. Valgeir var fyrri maður Guðlaugar Ólafsdóttur í Deild, en þau Valgeir áttu saman Valgerði Margréti (f.1922). Síðari maður Guðlaugar var Sigurður Guðmundsson, trésmiður, en þau hjón bjuggu í Deildartungu ásamt sjö börnum sínum. Lengst til hægri á myndinni er Þorfinnur Hansson, vélamaður í Þórsmörk. Mynd: Árni Böðvarsson. Þessi mynd er tekin 17. júní 1950 úr húsinu Frón (Vesturgötu 35), en það hús var byggt af Jóni Hallgrímssyni og Kristrúnu Ólafsdóttur árið 1934. Það hús er nú horfið á braut. Á myndinni má sjá hænsnakofann hennar Júllu (Júlíu Sigurðardóttur frá Sýruparti); einnig dúfnahúsið. Kartöflugarðarnir eru byrjaðir að blómstra. Leikvellir krakkanna á Neðri-Skaganum voru þarna ofar, til hægri við myndina, og náðu allt frá húsunum við Bakkatún og upp að húsunum við Deildartún. Þarna má sjá Böðvarshúsin, en þar réði ríkjum um þetta leyti Valdís Böðvarsdóttir. Í Deild (Bakkatúni 14) bjuggu þau Ólafur Ólafsson vélamaður og bóndi og kona hans Gróa Ófeigsdóttir. Í Deildartungu (Bakkatúni 18) bjuggu þau Sigurður Guðmundsson trémiður og Guðlaug Ólafsdóttir ásamt fjölskyldu. Á Syðsta-Bakka (Bakkatúni 20) bjó fjölskylda Þorkels Halldórssonar, skipstjóra og Guðrúnar Einarsdóttur. Á Vestri- Bakka (Bakkatúni 22) bjó fjölskylda Júlíusar Einarssonar, vélstjóra og konu hans Ragnheiðar Björnsdóttur. Þarna bjuggu einnig Hjalti Björnsson, vélvirki ásamt konu sinni Sigríði Einarsdóttur og dóttur, áður en þau byggðu hús sitt við Grundartún 3. Gatan meðfram sjónum, Bakkatún, hafði frá því fyrir 1927 heitið Strandgata, en þegar fyrsta skipulag Akraness var staðfest 16. des. 1927, þótti þáverandi hrepps- nefnd rétt að gefa götum nöfn, og númera húsin. Var samþykkt að taka sem flest nöfn úr fornmálinu. Þannig varð Strandgata að Njarðargötu. Frá og með 1. jan. 1947 voru samþykkt ný götuheiti, og Njarðargata varð að Bakkatúni. Mynd: Bjarni Árnason á Brennistöðum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.