Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 20.07.2016, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2016 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: kross- gata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. At- hugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausn- um og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pét- ur Þorsteinsson. Alls bárust 67 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síð- ustu viku. Lausnin var: „Heilabrot.“ Vinningshafi er: Jón Trausti Markússon, Lækjarhvammi 9, 370 Búðardal. Ljúfur Tröf Fróður Fák Skemmt- ir Vafstur Reifi Strax Óhóf Grjót Gjaf- mildi Fleinn Grikk- ur Flan Neyta Kveikur 4 Morgun- verður Spýja Tónn Leit Kunnir Umbun Vond 13 Tölur Ást- fanginn Íþr.fél. Grípa Morkin Tölur Blíða Hófdýr Angan Þunnt efni 8 Tónn Drykkur Gjald 6 Tók Umrót Hvíldi 1 Upphr. Stafur Vermir Hug- fanginn Storm Tipl Erfiður Dvel Hljóta Temja Féll Hagur Safi Átt Rauf Dá Spilda Gró Hylur 2 Eins um L Núna Flæmdi Hár Tæki Spil Skelin Slæm Lúsa- egg Útflúr Töngl- ast Elfum Af- kvæmi Heiður Spil Net Tvíhlj. Mæliein. Ólíkir Títt Svik Ginna Hjör Tóm Afi Við- kvæm Ernir Öldu- gjálfur Leyfist Blæs Röð Fjallsás 5 Ljósker Egna þjappa Ógn Dýra- lhjóð Tölur Sléttar Ys Leik- fang 3 Glær Elskar 7 1 2 3 4 5 6 7 8 Sumarlesari vikunnar Áfram heldur sumarlesturinn á Bókasafni Akraness. Að þessu sinni er Sunneva Dís gestur okkar. Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Sunneva Dís Freysdóttir og er 9 ára. Í hvaða skóla ertu? Brekkubæj- arskóla. Hvaða bók varstu að lesa? Týndu augun eftir Sigrúnu Eldjárn. Hvernig var hún? Hún var mjög óhugnaleg og ég vildi ekki klára hana. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? Dýrabækur og ævintýrabækur eru skemmtilegar. Hvar er best að vera þegar maður er að lesa? Inni í stofu eða uppi í rúminu undir sæng með vasaljós. Áttu þér uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund? Dúkka eftir Gerði Kristnýju, og Gerður er líka uppáhalds rithöfundurinn minn. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég vil verða lækn- ir og hárgreiðslukona eða söng- kona. Margrét Eggertsdóttir rannsókn- arprófessor mun flytja fyrirlesturinn „Það mikið elskaða skáld Hallgrím- ur Pétursson“ í bókhlöðu Snorra- stofu laugardaginn 23. júlí 2016 kl. 13. Fyrirlesturinn er hluti raðarinnar, Fyrirlestrar í héraði. Titill erindisins er tilvitnun í fyrstu útgáfu Hallgríms- kvers, en þar segir: „Nokkrir lær- dómsríkir sálmar og andlegir kveð- lingar, velflestir ortir af því mikið elskaða og nafnfræga þjóðskáldi vorr- ar tungu, sáluga sr. Hallgrími Péturs- syni. Þeim til fróðleiks, huggunar og uppvakningar sem iðka vilja.“ Þessi litla bók var prentuð á Hólum árið 1755 og hefur að geyma sálma og kvæði Hallgríms Péturssonar, þ.e. annan kveðskap hans en Passíusálm- ana. Í fyrirlestrinum verður sagt frá fræðilegri heildarútgáfu á verkum Hallgríms sem unnið hefur verið að á undanförnum árum á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Einnig verður fjallað um kveðskap hans, bæði trúarlegan og veraldlegan. Rímur og Passíusálmar eru gjörólík- ar bókmenntagreinar sem eiga þó eitt og annað sameiginlegt þegar vel er að gáð. Meðal annars verður fjallað um afstöðu Hallgríms til áheyrenda eða lesenda, viðhorf hans til bókmennta- hefðarinnar og söguefnisins. Margrét Eggertsdóttir er rann- sóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræð- um. Hún lauk cand. mag. prófi í ís- lenskum bókmenntum árið 1989 og stundaði nám við háskólann í Tüb- ingen 1991–1992. Var ráðin til starfa við Árnastofnun árið 1992 og hefur unnið þar síðan ef undanskilin eru árin 1999–2002 þegar hún var lektor í íslensku við Kaupmannahafnarhá- skóla. Margrét hefur ásamt öðrum starfsmönnum stofnunarinnar unnið að fræðilegri heildarútgáfu á verkum sr. Hallgríms Péturssonar. Hún hefur skrifað fjölda greina um bókmennt- ir og handrit síðari alda. Margrét lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2005. Doktorsritgerð hennar, sem hefur titilinn Barokkmeistar- inn. List og lærdómur í verkum Hall- gríms Péturssonar, kom út árið 2014 í enskri þýðingu Andrews Wawn. -fréttatilkynning Fyrirlestur í Reykholti: „Það mikið elskaða skáld Hallgrímur Pétursson“ Félag harmonikkuunnenda í Reykjavík heldur sitt árlega harm- onikumót „Nú er lag“ um verslun- armannahelgina að Varmalandi í Borgarfirði. Er þetta í sjötta skiptið sem mótið fer þar fram. Þar munu harmonikkuunnendur víðsvegar að af landinu skemmta sér við harm- onikkuleik og söng yfir helgina. Dansleikir verða í félagsheimilinu Þinghamri á laugardag og sunnu- dag en þar leika margir af bestu dansspilurum landsins. Félagið á von á sænska harmonikkusnillingn- um Pierre Eriksson, sem ætlar að taka þátt í hátíðinni, ásamt gítar- leikarunum Rolf Jardemark. Pierre er rúmlega fertugur og hefur und- anfarin ár vakið mikla athygli fyrir glæsilegan tónlistarflutning. Tón- leikar þeirra félaga verða kl. 14:00, á laugardeginum. Þessir tónleikar verða örugglega þess virði að fylgj- ast með. Auk þess munu þeir leika fyrir dansi á laugardags og sunnu- dagskvöld. Þá verður sölusýning á harmonikkum á vegum EG tóna. -fréttatilkynning Árlegt harmonikkumót á Varmalandi um verslunarmannahelgina Sönghópurinn Olga Vocal En- semble verður með tónleika í Stykk- ishólmskirkju fimmtudaginn 28. júlí kl. 20 og í Flateyjarkirkju á Breiða- firði laugardaginn 30. júlí kl. 18. Olga Vocal Ensemble er alþjóðleg- ur sönghópur stofnaður árið 2012 í borginni Utrecht í Hollandi. Í hópnum eru tveir Íslendingar, tveir Hollendingar og Rússi sem ólst upp í Bandaríkjunum. Strákarnir eiga það sameiginlegt að hafa allir lært hjá Jóni Þorsteinssyni. Síðustu þrjú sumur hefur hópurinn haldið í tónleikaferðlag um Ísland og engin breyting verður á því í ár. Víkinga- þema verður á efnisskrá strákanna í sumar en öll lögin á efnisskránni hafa tengingu við lönd sem víking- ar heimsóttu. Á nýjum geisladiski sem kom út fyrstu vikuna í júní verða lög á borð við karlakórslög eftir Grieg, Sibelius, lög eftir fær- eysk, íslensk, sænsk, eistnesk tón- skáld og svo mætti lengi telja. Popp- lög sem munu heyrast á disknum eru til dæmis útsetningar á It’s oh so quiet sem Björk gerði frægt og Starálf eftir Sigur Rós en í septem- ber mun myndband við lagið vera frumsýnt. Fjármögnun á geisla- disknum fór í gegnum hollensku hópfjármögnunarsíðuna www.vo- ordekunst.nl. Á efnisskrá sumarsins verður út- setning á laginu Feels like sugar eftir Hjaltalín í útsetningu Vikt- ors Orra Árnasonar auk útsetning- ar Sólveigar Sigurðardóttur á syrpu (medley) eftir ABBA. Öllum Olg- um verður að sjálfsögðu boðið á tónleika Olgu í sumar en það hef- ur verið venjan síðustu ár. -fréttatilkynning Olga með tónleika í Stykkishólmi og Flatey Jónas Sig og hljómsveit hans Ritvélar framtíðarinnar verða í útlegð vikuna 22.-28. júlí þegar þau fara hringinn í kringum landið og spila á sjö stöðum á jafn mörgum dögum. Jónas og fé- lagar munu meðal annars koma við í hinu nýja og endurbætta félagsheim- ili Brúarási í Borgarnesi og halda þar tónleika mánu- dagskvöldið 25. júlí klukkan 20:00. Heimamenn eru hvattir til þess að láta þetta ekki framhjá sér fara. Jónas Sig og Ritvélar framtíð- arinnar eru annáluð fyrir lifandi flutn- ing á lögum og text- um Jónasar en hann hefur gefið út þrjár plötur og hafa fjölmörg lög af þeim hlotið verðskuldaða athygli og mörg ratað hátt á vinsældalista landsins. Á tónleikunum verður hægt að kaupa nýútkomna plötu sem inniheldur öll vinsælustu lög Jónasar ásamt lifandi upptökum og áður óútgefnu efni. -fréttatilkynning Jónas Sig og Ritvélarnar í Brúarási

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.