Skessuhorn - 12.10.2016, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 20168
Umhverfis,- skipulags- og land-
búnaðarnefnd Borgarbyggðar sam-
þykkti á fundi sínum í síðustu viku
útgáfu byggingarleyfis fyrir 59 her-
bergja hótelbyggingu á lóðinni
Borgarbraut 59 í Borgarnesi. Byggir
sú ákvörðun á gildandi deiliskipulagi
frá 16. maí 2007, en eins og kunnugt
er felldi Úrskurðarnefnd um um-
hverfis- og auðlindamál 23. septem-
ber sl. úr gildi deiliskipulag frá því í
vor þar sem það var ekki talist sam-
ræmast aðalskipulagi.
Nefndin samþykkti jafnframt fyrir
sitt leyti að láta breyta Aðalskipulagi
Borgarbyggðar 2010-2022. „Breyt-
ingin felst í að breyta ákvæðum og
nýtingarhlutfalli á svæðinu sem er
tilgreint Miðsvæði M í Borgarnesi.
Í nýföllnum úrskurði úrskurðar-
nefndar umhverfis- og auðlindamála
er litið til þess að nýtingarhlutfall á
lóðum innan svæðisins megi ekki
fara yfir 1,0. Í áður samþykktu deil-
skipulagi leit sveitarfélagið á svæðið
M sem eina heild þannig að nýting-
arhlutfall á einstökum lóðum gætu
farið yfir 1,0 og þessi túlkun gerði
Skipulagsstofnun ekki athugsemd
við. Endanlegri afgreiðslu vísað til
sveitarstjórnar.“
Nefndin samþykkti auk þess að
láta breyta deiliskipulagi við Borg-
arbraut 55-59 á þann hátt að lóðirn-
ar 55 og 57 verði skildar að en horft
verði á skipulag lóðanna Borgar-
brautar 57 og 59 í einni heild. End-
anlegri afgreiðslu vísað til sveitar-
stjórnar.
mm
Telja óþrif af
óskráðum og
ónýtum bílum
BORGARBYGGÐ: Byggð-
arráð Borgarbyggðar metur
óviðunandi stöðu varðandi
óskráðar og ónýtar bifreiðar
sem staðsettar eru á lóðum
víða í þéttbýli Borgarbyggðar.
Segir í bókun af fundi byggð-
arráðáðs að ónýtar og óskráð-
ar bifreiðar, sem komið væri
fyrir á almannafæri, væru til
óþrifa og settu slæma ásýnd
á samfélagið. Byggðarráð fól
sveitarstjóra að hafa samband
við heilbrigðisnefnd Vestur-
lands vegna málsins. Mark-
miðið er að bílhræjum verði
komið út úr íbúðahverfum og
af opnum svæðum og þeim
komið fyrir á viðeigandi stað
eða fargað. -mm
Vilja burðar-
plastpokalaust
sveitarfélag
BORGARBYGGÐ: Að und-
anförnu hefur verið starfandi
vinnuhópur um burðarplast-
pokalausa Borgarbyggð og
hefur hann nú skilað skýrslu
sem kynnt var í byggðar-
ráði í liðinni viku. Þar seg-
ir m.a.: „Helstu kostir felast
í umhverfislegum ávinningi
og bættri umhverfisvitund
meðal íbúa. Til lengri tíma
má gera ráð fyrir að kostnað-
ur vegna úrgangsmála lækki.
Verkefni sem þetta gæti, ef
vel tekst til, stuðlað að auk-
inni samkennd og samstöðu
og jákvæðri ímynd fyrirtækja
og sveitarfélagsins alls. Gall-
ar við innleiðingu verkefnis-
ins felast einkum í kostnaði.
Gera þarf ráð fyrir góðum
undirbúningstíma og þar sem
sveitarfélagið er landstórt og
íbúar og fyrirtæki dreifð um
svæðið þarf að huga að kostn-
aði við að ná til allra. Einnig
getur verið erfitt að fá fólk til
að taka upp nýja siði.“ -mm
Spila í
Logalandi
BORGARFJ: Borgfirskir
briddsspilarar eru búnir að
dusta rykið af spilastokkun-
um og farnir að spila vikulega
í Logalandi, fyrsta spilakvöld-
ið var 27. september. Þá voru
það Sveinbjörn Eyjólfsson
og Anna Heiða Baldursdótt-
ir sem skoruðu langmest, eða
72%. Næst var spilað 3. októ-
ber og þá voru það Jón Ein-
arsson og Ingimundur Jóns-
son sem skoruðu mest, eða
70%. Mánudaginn 10. októ-
ber var enn á ný spilað og þá
voru það Logi Sigurðsson og
Heiðar Baldursson sem fóru
með sigur af hólmi með ríf-
lega 62% skor. Áfram verða
eins kvölda tvímenning-
ar næstu tvö mánudagskvöld
en 31. október hefst aðaltví-
menningur félagsins. „Það er
pláss fyrir fleiri spilara og nú
er um að gera að fara að æfa
sig fyrir aðaltvímenninginn,“
segir í tilkynningu.
-ij/mm
Hrúta-
sýningardagur
framundan
SNÆFELLSNES: Héraðs-
sýning lambhrúta á Snæfells-
nesi verður haldin laugar-
daginn 15. október nk. Fyrri
hluti sýningarinnar fer fram á
Gaul í Staðarsveit og hefst kl.
13.00. Á þeirri sýningu verða
veitingar í boði gegn vægu
gjaldi til að fá upp í kosn-
að við sýningarhald. Seinni
hluti sýningarinnar verður að
Haukatungu Syðri 2 í Kol-
beinsstaðarhreppi og hefst
kl. 20.30. Verðlaunaafhend-
ingin verður að lokinni sýn-
ingu í Haukatungu. „Við vilj-
um hvetja sauðfjárræktendur
til að mæta með gripi sína á
sýninguna og taka þátt í upp-
skeruhátíð sauðfjárræktenda á
Snæfellsnesi,“ segir í tilkynn-
ingu frá nefndinni. Í reglum
um sýningarhald segir með-
al annars að ekki megi nota
aðkeypta hrúta sem ekki eru
fæddir á Snæfellsnesi. Allir
hrútar skulu vera stigaðir og
hvert býli má mæta með þrjá
hrúta í hverjum flokki.
-mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
1. - 7. október
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 1 bátur.
Heildarlöndun: 4.047 kg.
Mestur afli: Ebbi AK: 4.047
kg í einni löndun.
Arnarstapi 1 bátur.
Heildarlöndun: 1.004 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
1.004 kg í einni löndun.
Grundarfjörður 2 bátar.
Heildarlöndun: 100.268 kg.
Mestur afli: Hringur SH:
57.254 kg í einni löndun.
Ólafsvík 6 bátar.
Heildarlöndun: 91.039 kg.
Mestur afli: Gunnar Bjarna-
son SH: 44.949 kg í fjórum
löndunum.
Rif 5 bátar.
Heildarlöndun: 84.644 kg.
Mestur afli: Saxhamar SH:
31.071 kg í einni löndun.
Stykkishólmur 3 bátar.
Heildarlöndun: 52.028 kg.
Mestur afli: Hannes Andr-
ésson SH: 35.424 kg í fimm
löndunum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Hringur SH - GRU:
57.254 kg. 5. október.
2. Helgi SH - GRU:
43.014 kg. 3. október.
3. Saxhamar SH - RIF:
31.071 kg. 6. október.
4. Gunnar Bjarnason SH -
ÓLA: 27.533 kg. 6. október.
5. Matthías SH - RIF:
24.104 kg. 4. október.
grþ
Það vakti athygli föstudaginn 7.
október sms tilkynning frá Rarik þar
sem varað var við rafmagnstruflun-
um í Grundarfirði. Ástæða tilkynn-
ingarinnar var að vinna stóð yfir við
að skipta um spenni í spennustöð
bæjarins en á meðan var sett upp
færanleg spennustöð sem keyrði raf-
magn á bæinn á meðan vinnan stóð
yfir. Ný spennustöð er í byggingu
fyrir Grundarfjarðarbæ en þónokk-
ur tími er í að hún verði vígð og tek-
in í notkun.
tfk
Rarik skiptir um spenni
Spennirinn hífður á sinn stað. Starfsmenn Rarik taka hífinguna upp á snjallsíma sína. Nema
að þeir séu að taka svokallaðar sjálfur á símana, en því verða
þeir að svara sjálfir.
Byggingarnefnd samþykkti
teikningar að hótelbyggingu
Teikning Gjafa af suðausturhlið hótelbyggingarinnar.
Skagamenn og nærsveitarfólk hafa nú
í þrjár vikur haft færi á því að taka þátt
í nýrri rannsókn sem lýtur blóðskim-
un vegna mergæxlis. Fjólubláa um-
slagið hefur verið borið í öll hús og
eru allir hvattir til að taka þátt í þess-
ari rannsókn, en Akranes og nágrenni
eru hluti af forkönnun fyrir Þjóðará-
tak gegn mergæxlum, sem hefst form-
lega um miðjan nóvember. Viðtökur á
Akranesi eiga þannig að vera hvatning
til annarra landsmanna.
„Við fórum í þessa forkönnun,
sendum upplýsingabæklinginn,
fjóubláa umslagið, í öll hús á Akra-
nes og nánasta umhverfi. Við vild-
um sjá að upplýsingaefnið kæmist
til skila og heimasíðan og upplýsta
samþykkið virkuðu,“ segir Sigurð-
ur Yngvi Kristinsson, sérfræðing-
ur í blóðsjúkdómum og prófessor
við HÍ, en hann er ábyrgðarmaður
rannsóknarinnar, en markmið henn-
ar er að meta hvort ávinningur sé af
því að skima fyrir forstigi mergæxli.
Sigurður Yngvi segir að viðtökur
Skagamanna hafi verið góðar. Akra-
nes hafi verið valið til að taka þátt í
forkönnuninni af því að íbúar þar séu
jákvæðir í garð rannsókna, bæjarfélag-
ið sé af hæfilegri stærð og sé í hæfi-
legri fjarlægð við háskólann. „Þátt-
takan hefur verið framar björtustu
vonum, nú þegar. Þó ekki séu liðnar
nema þrjár vikur eru þegar 37% af úr-
takinu búin að skrá sig, ýmist á netinu
eða með því að senda okkur pappírs-
umslagið.“
Sigurður Yngvi hefur verið dug-
legur að kynna verkefnið fyrir Skaga-
mönnum, hitt Lions-klúbba, farið á
heilsugæsluna og talað við eldri borg-
ara. Hann segir að ýmsar spurningar
hafi vaknað hjá Skagamönnum. „Við
höfum á tilfinningunni að það séu
mjög margir áhugasamir sem vilji
vera með, en eru þó ekki búnir að skrá
sig. Sumir virðast halda að þeir þurfi
að fara sérstaklega í blóðprufu fyrir
rannsóknina, en svo er ekki. Við biðj-
um fólk bara um að skrá sig og næst
þegar það fer í blóðprufu, á næstu
þremur árum, þá fáum við sýnin. Það
þarf ekki að gera annað en að skrá sig
og það er hægt að gera á netinu. Ég
skráði mig sjálfur og gat gert þetta á
27 sekúndum. Við hvetjum alla sem
vilja vera með til að skrá sig á blods-
kimun.is eða senda okkur fjólubláa
umslagið,“ segir Sigurður Yngvi að
endingu. mm
Akranes verði hvatning til annarra landsmanna
Norðurljósin, menningarhátíð í
Stykkishólmi, verður haldin há-
tíðleg dagana 20.-23. október.
Undirbúningsnefnd hátíðarinnar
vinnur nú í óða önn að dagskrár-
gerð. Meðal dagskráliða er norð-
urljósa- og stjörnuskoðunarferð
sem Facebookhópurinn Ferða-
félag barnanna í Stykkishólmi og
nágrenni stendur fyrir. Þá verður
gengið stuttan spöl frá félagsheim-
ilinu Skildi í Helgafellssveit, þar
sem þátttakendur hittast, og fund-
inn góður staður til að skoða him-
ininn. Með í för verður Snæbjörn
Guðmundsson, náttúrufræðingur
sem svarar spurningum og fræðir
þátttakendur um himingeiminn.
Farið verður frá Skildi laugardags-
kvöldið 20. október, kl. 20:00.
Ferðafélag barnanna í Stykk-
ishólmi og nágrenni er tiltölu-
lega nýstofnaður hópur á facebo-
ok. Markmið félagsins er að hvetja
fjölskyldur til útiveru og stuðla að
því að öll börn fái tækifæri til kynn-
ast nærumhverfi sínu og upplifa
náttúruna. Þetta verður fyrsta ferð
félagsins. -jse
Norðurljósin í Stykkishólmi
Þessi unga dama fann engin norðurljós um hábjartan dag í Hólminum. Þrátt fyrir
mikla leit.