Skessuhorn - 12.10.2016, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 201610
Á haustþingi SSV í fyrra var þeirri
hugmynd skotið á loft að sveitar-
félögin á Vesturlandi skyldu setja
sér sameiginleg markmið í sam-
göngumálum, til að geta betur
þrýst á framkvæmdavaldið. Settur
var á fót vinnuhópur sem fékk það
hlutverk að gera heildstæða úttekt
í samgöngumálum landshlutans.
„Skipaðir í þennan starfshóp voru
sjö vörpulegir miðaldra karlar sem
unnið hafa að verkefninu síðustu
mánuði,“ sagði Gísli Gíslason, for-
maður vinnuhópsins, léttur í bragði
áður en hann kynnti tillögur hóps-
ins að Samgönguáætlun Vesturlands
2017-2029 á haustþingi SSV síðasta
miðvikudag. „Mikilvægt er til fram-
tíðar að sveitarfélögin hafi heildar-
sýn á fyrirliggjandi verkefni á svæð-
inu,“ sagði Gísli. Hann tók fram
strax í upphafi að skýrslan væri alls
ekki tæmandi talning þeirra verk-
efna sem blöstu við. „Í raun, þeg-
ar við höfum verið að fara yfir þetta
þá verður sífellt betur ljóst hvað eru
mörg verkefni sem blasa við hér á
Vesturlandi sem þarfnast úrbóta og
fjármuna. Af nógu er að taka í þess-
um málaflokki,“ sagði Gísli og bætti
við að mat kostnaðar og verktíma í
áætlunum vinnuhópsins væri fyrir-
vörum háð, ekki síst peningalega séð
vegna þess að öll verkin yrðu unn-
in fyrir fé frá ríkinu eða Fjarskipta-
sjóði. „En það er gríðarlega mikil-
vægt og mun betur til árangurs fallið
að sveitarfélög á Vesturlandi og full-
trúar þeirra komi samstíga til leiks
þegar koma á verkefnum á dagskrá,“
sagði hann.
Úrbætur aðkallandi
Gísli byrjaði yfirferð sína á að ræða
stuttlega um stöðuna almennt. Hann
sagði að þrátt fyrir að góðir áfangar
hefðu náðst á síðustu árum og ára-
tugum væri víða sem nútíminn og
ekki síður framtíðin kölluðu á úr-
bætur. Kaflinn um Vesturland væri
ekki langur í þeirri áætlun sem nú er
unnið eftir né í langtímaáætlunum.
Verja ætti fé til viðgerða á Borgar-
fjarðarbrú og síðan 1300 milljónum
í veginn um eða framhjá Borgar-
nesi, sem kæmi reyndar ekki til fyrr
en á þriðja tímabili áætlunarinnar,
árin 2019-2022. Þá væri nú unnið
að vegabótum á Uxahryggjum og
yrði áframhald á því á þriðja tíma-
bili, sem og úrbótum á svokölluðum
Heiðarsporði og á Fróðárheiði. „Ég
tel að við höfum ansi góðar tillög-
ur að verulegum úrbótum á þessum
áætlunum.“
Tillögur hópsins:
Með hliðsjón af stöðumati, tölum
um umferðaraukningu og fyrirhug-
uðum framkvæmdum Vegagerðar-
innar vann hópurinn að tillögum
um helstu verkefni í vegamálum og
forgangsraðaði sem útlistaðar eru
hér að neðan:
Fróðárheiði; bundið slitlag og
lagfæring núverandi vegar á fjögurra
kílómetra kafla. Áætlaður kostn-
aður við verkefnið er 400 milljónir
króna.
Kjalarnes; tvöföldun vegarins. Ef
hægt væri að styðjast við 2+1 veg
hluta leiðarinnar er mikilvægt að
Vegagerðin hafi samráð við sveit-
arfélög um slíka útfærslu. Krafa að
endurbótum á Kjalarnesi verði lokið
í síðasta lagi árið 2021.
Hvalfjarðargöng; tvöföldun Hval-
fjarðarganga vegna aukins umferð-
arþunga. Útlit er fyrir að hámars
umferð skv. reglugerð verði náð á
árunum 2020-2022.
Sundabraut; sá vegur myndi
tryggja greiðar og öruggar sam-
göngur frá höfuðborgarsvæðinu
betur en nú.
Þjóðvegur 1 um Borgarnes. Í að-
alskipulagi Borgarbyggðar er gert
ráð fyrir að færa hringveginn út fyr-
ir Borgarnes. „Mikilvægast er þó að
bæta umferðar-, gönguleiðir og ör-
yggi í gegnum bæinn miðað við nú-
verandi legu þjóðvegarins.“ Slíkt
yrði mun ódýrari en tilfærsla veg-
arins. Í skýrslunni er lögð áhersla á
að fyrirhuguðu fjárveiting í tilfærslu
nýtist í önnur verkefni í héraði.
Uxahryggir; úthlutað var til vega-
bóta á hluta Uxahryggjavegar síð-
astliðið vor og ráðgert að leggja 370
milljónir til verkefnisins á árunum
2018-2022 skv. Samgönguáætlun.
Endanlegur framkvæmdatími ligg-
ur ekki fyrir en áhugi er fyrir því hjá
Vegagerðinni að ljúka framkvæmd-
um í samfelldu verkefni sem nær til
ársins 2020.
Tengivegur frá Grundartanga
að Hvalfjarðarvegi 47 við Mið-
fell; sá vegur myndi stytta leiðina
frá Grundartanga inn í Hvalfjörð
en einnig gera nýja vegtengingu að
Katanesi mögulega.
Skógarstrandarvegur; endurbæt-
ur vegarins eru hvorki á skamm-
tíma- né langtímaáætlunum. Vegur-
inn er illa farinn og þar fjöldi ein-
breiðra brúa, slys tíð og nauðsynlegt
að grípa til viðeigandi endurnýj-
unar, ekki síst í ljósi aukinnar um-
ferðar. Skógarstrandarvegur er upp-
byggður en án slitlags. „Hópurinn
telur vænlegt að fyrsti áfangi verði
Búðardalur - Heydalur. Síðan verði
farið frá Heydalsafleggjara og áfram
vestur. Huga þarf að þverun Álfta-
fjarðar sem fyrst.“
Laxárdalsheiði; slitlag á Laxár-
dalsheiði er mikilvægt öryggisatriði
og byggðamál.
Þjóðvegur 1 um Hvalfjarðarsveit;
rætt hefur verið rætt um færslu veg-
ar austur fyrir núverandi vegstæði
við Laxá. Einnig hefur verið rætt um
að færa veginn vestur fyrir Akrafjall
og yfir Grunnafjörð. Í máli Gísla
kom fram að hann teldi ljóst að þessi
verkefni yrðu ekki fyrr en seint á
framkvæmdatímanum en mikilvægt
að undirbúa þau vel. Kæmi til veg-
ar yfir Grunnafjörð yrði slíkt alltaf
umdeilt og mikilvægt að taka um-
ræðuna í tíma.
Kaldármelar - Hafursfell; stytting
þjóðvegar 54 um sjö kílómetra.
Breyting á innkomu þjóðvegar í
Grundarfirði; í samræmi við tillögu
að breytingu á aðalskipulagi.
Heiðarsporður (Biskupsbeygja) á
Holtavörðuheiði; framkvæmdir við
beygjuna eru á áætlun Vegagerðar-
innar. Mikilvæg framkvæmd til að
tryggja öryggi og greiðfæri að vetri.
Gjaldtaka ákveðnum
forsendum háð
Þá fylgir skýrslunni almenn álykt-
un um viðhald vega, vetrarþjónustu
og rekstur, sem og öryggismál. „All-
ir þekkja að vegamálastjóri hefur lýst
því yfir að talsvert meira fé þurfi inn
í viðhald og rekstur ef hann á að vera
til sóma,“ sagði Gísli og bætti því
við að öryggismálum þyrfti að gefa
meiri gaum til framtíðar, útrýma
einbreiðum brúm og huga að öryggi
við hönnun gatnamóta.
Fjármögnun vegaframkvæmda
er sér kafli í skýrslunni. Peningar
til vegamála hafa alla tíð komið úr
ríkissjóði. Gerð Hvalfjarðarganga er
enn sem komið er eina framkvæmd-
in sem fjármögnuð hefur verið með
veggjaldi enn sem komið er, en gert
er ráð fyrir að sá háttur verði einnig
hafður á við gerð Vaðlaheiðaganga.
Forsendur framkvæmda með gjald-
töku eru tímasparnaður og stytting
akstursleiða sem skilar sér í lægri
kostnaði við akstur. „Skoðun starfs-
hópsins er sú að álagning veggjalds
komi aðeins til greina ef verkefni er
ekki á langtímaáætlun ríkissjóðs og
íbúar hafa verulegan hag af flýtingu
og gjaldtöku verði stillt í hóf,“ sagði
Gísli.
Hafnamál og flugvellir
Fjórir hafnarsjóðir eru á Vestur-
landi; Faxaflóahafnir sf., Stykkis-
hólmshöfn, Hafnir Snæfellsbæjar
og Grundarfjörður. Landaður afli á
Vesturlandi var á rúmlega 78 þúsund
tonn á síðasta ári og 1,7 milljón tonn
af vörum fór um Grundartangahöfn.
Hafnarverkefni á Grundartanga og
Akranesi eru viðvarandi en fá ekki
framlag úr ríkissjóði til framkvæmda
þar sem Faxaflóahafnir eru sjálfbær-
ar. Verkefni við hafnir á Snæfells-
nesi og Skarðsstöð í Dalabyggð eru
inni á Samgönguáætlun. Gísli sagði
einkennandi að í hafnamálum væri
stuðst við áætlanir sem ná aðeins
fimm til sex ár fram í tímann. Hann
sagði Snæfellsbæ, Grundarfjörð og
Stykkishólm hafa náð sínum verk-
efnum inn á áætlanir fyrir þakk-
ir góðs undirbúnings og framtíðar-
sýnar. „Við nefnum líka til umhugs-
unar fyrir sveitarfélög á Snæfells-
nesi hvort efni sé til að sameina eða
auka samstarf hafnanna. Þá er horft
til þess fyrst og fremst að menn
geti komist inn í leiðarkerfi skipa-
félaganna. Vísir að strandsiglingum
komst af stað aftur með flutningum
og við teljum verðugt verkefni að
Snæfellsnes verði útflutningspunkt-
ur á fiski,“ sagði Gísli og bætti við að
auka mætti samvinnu, markaðssetn-
ingu og stefnumótun vegna ferða-
þjónustu.
Flugvellir á Vesturlandi eru sjö
talsins og allir utan grunnets. Flug-
völlurinn á Stóra-Kroppi í Borgar-
firði er inni á Samgönguáætlun,
einn þeirra. Rifsflugvöllur gegnir
lykilhlutverki fyrir þyrlusveit Land-
helgisgæslunnar sem olíubirgðastöð
fyrir flug út á sjó. „En hvað ætla
menn að gera varðandi hina flug-
vellina? Á að halda þeim lending-
arhæfum? Ef svarið er já þá er aug-
ljóst að það þarf að skoða betur þá
áætlun,“ sagði Gísli. „Þá er ekki til
kort yfir þyrlulendingarstaði á Vest-
urlandi þó þyrlur séu að verða lykil-
atriði í öryggisþjónustu. Landhelg-
isgæslan bendir á að skynsamlegt sé
að byggja upp viðurkennda þyrlu-
lendingarstaði á ákveðnum stöðum,
m.a. í tengslum við heilsugæslu og
sjúkrahús.“
Vesturland einn pakki í
fjarskiptamálum?
Vinnuhópurinn fjallar um almenn-
ingssamgöngur í skýrslunni og tók
Gísli undir það sem fram kom í máli
Páls Brynjarssonar framkvæmda-
stjóra SSV um þau mál í upphafi
þingsins.
Hvað varðar fjarskipti kemur fram
í skýrslunni að staðan í ljósleiðara-
málum sé sínu verst á sunnanverðu
Snæfellsnesi og í Dalabyggð. „En nú
er reyndar vel róið í að koma þess-
um málum áfram með tilkomu Fjar-
skiptasjóðs og áætlun ríkisins um
ljósleiðaravæðingu landsins,“ sagði
Gísli. Hann varpaði fram þeirri
hugmynd að leitast yrði eftir því að
Vesturland yrði gert að einum pakka
sem lokið yrði á ákveðnum árafjölda
þannig að menn myndu vinna að
ljósleiðaravæðingu í samfellu. Fjar-
skiptasjóður deilir nú út fjármunum
til einstakra verkefna til einstakra
sveitarfélaga en ef landshlutinn væri
undir einum hatti væri hægt að móta
skynsamlega framkvæmdastefnu
þannig að verkefninu mætti ljúka
sem fyrst.
Þá vekur vinnuhópurinn samhliða
þessu athygli á þriggja fasa rafmagni
þar sem víða er pottur brotinn í
dreifbýli. Það mál er sameiginlegt
hagsmunamál ferðaþjóna og bænda.
Þá er einnig nefnt farsímakerfið,
en víða á Vesturlandi sem og land-
inu öllu eru dauðir punktar, og
TETRA kerfið. Það er öryggistæki
á landinu öllu en ljóst að fjölga þurfi
sendistöðum.
kgk
Samgönguáætlun Vesturlands 2017-2029
Gísli Gíslason kynnir tillögur vinnuhóps að Samgönguáætlun Vesturlands
2017-2029.
Skógarstrandarvegur hefur verið mikið í umræðunni vegna fjölda slysa undanfarið. Úrbætur á honum eru hluti af tillögum
vinnuhópsins, sem og útrýming einbreiðra brúa á hringveginum og síðan á tengivegum.
Þeirri hugmynd var varpað fram hvort það væri skynsamlegt að gera Vesturland
undir einn hatt í ljósleiðaramálum og gerð samfelld áætlun fyrir landshlutann, í
stað þess að úthlutað yrði til einstakra verkefna í einstökum sveitarfélögum.