Skessuhorn - 12.10.2016, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2016 11
HAUSTFAGNAÐUR FSD
21–22. OKT 2016
Föstudagur 21. október
Kl. 12 – Lambhrútasýning og opin fjárhús að Svarfhóli, Laxárdal
Kl. 19:30 Íþróttahúsið að Laugum í Sælingsdal – Sviðaveisla / Hagyrðingakvöld / Dansleikur
Í boði verða köld svið, söltuð svið, reykt svið, sviðalappir o.fl. tengt sviðaveislu.
Hagyrðingar verða: Sigurjón Jónsson, Selfossi, Þorsteinn Bergsson, Unaósi, Ósk Þorkelsdóttir,
Húsavík og Stefán Vilhjálmsson, Akureyri. Stjórnandi verður Gísli Einarsson, Borgarnesi. Að
loknu hagyrðingakvöldi taka félagar úr kirkjukór Akraness nokkur lög. Um dansleikinn sér
hljómsveitin BLAND.
Miðapantanir á sviðaveisluna fara fram hjá Valberg á Stóra-Vatnshorni, helst með
tölvupósti valbergs@mi.is eða í síma 894-0999 frá 12. október til og með 18. október
Aðgangseyrir er 7.000 kr.
Hótelið á Laugum verður opið í tengslum við sviðaveisluna. Nánari upplýsingar og bókanir eru
á laugar@umfi.is.
Laugardagur 22. október
Kl. 10 – Lambhrútasýning og opin fjárhús að Vatni, Haukadal
Kl. 13 – Reiðhöllin. Nokkur fyrirtæki kynna þjónustu og Íslandsmeistaramótið í rúning
fer fram.
Kl. 19 – Grillveisla í Dalabúð og verðlaunaveiting fyrir bestu hrúta
Kl. 00 – Dansleikur í Dalabúð með hljómsveitinni BUFF
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Nú líður senn að menningarhá-
tíðinni Vökudögum sem haldin er
á hverju hausti á Akranesi. Hátíð-
in mun að þessu sinni standa yfir í
ellefu daga, hefjast fimmtudaginn
27. október og standa til sunnu-
dagsins 6. nóvember. „Það hefur
myndast hefð fyrir því að vera með
upptaktsatriði daginn áður en há-
tíðin er formlega sett og í ár verða
íslenskir jazztónleikar haldnir á
miðvikudeginum 26. október. Þar
mun stórskotalið þriggja kennarar
úr Tónlistarskólanum á Akranesi
mynda hljómsveit og spila undir
fyrir þrjá söngnema úr skólanum,“
segir Ella María Gunnarsdótt-
ir forstöðumaður menningar- og
safnamála á Akranesi í samtali við
Skessuhorn. Að sögn Ellu Maríu er
von á fjölbreyttri dagskrá um allan
bæ á Vökudögum en viðburðirnir
verða að minnsta kosti yfir fjöru-
tíu talsins.
Þrjár sýningar á
svæði Byggðasafnsins
í Görðum
„Leik- og grunnskólarnir verða
með hefðbundin atriði og sýning-
ar líkt og undanfarin ár, svo sem
tónleikana Ungir - gamlir sem nú
verða haldnir á þriðjudegi í stað
fimmtudags. Síðan verða þrjár
sýningar á svæði Byggðasafnsins í
Görðum. Gyða L. Jónsdóttir Wells
verður með yfirlitssýningu af ævi-
starfi sínu í Guðnýjarstofu, Dýr-
finna Torfadóttir gullsmiður verð-
ur með sýningu á Garðakaffi og
svo verður boðið upp á sýninguna
Bæjarbytturnar, brennivínið og
bannárin,“ útskýrir Ella María.
Hún segir að síðastnefnda sýning-
in verði í Stúkuhúsinu og sýning-
arnar verða allar opnar á opnunar-
tíma Garðakaffis. Þá mun Stefán
Pálsson sagnfræðingur halda fyrir-
lestur um bannárin fimmtudaginn
3. nóvember í Stúkuhúsinu. „Það
verður einnig boðið upp á stutta
upptöku frá honum á meðan sýn-
ingin er opin en þetta kvöld kem-
ur hann fram í eigin persónu,“ bæt-
ir hún við.
Hrekkjavaka
við Vesturgötu
„Það er mjög gaman að sjá hvað
Skagamenn eru frjóir og við íbú-
arnir ótrúlega heppnir að eiga kost
á því að sækja margskonar listvið-
burði í heimabyggð. Ýmsar nýjung-
ar verða á dagskrá Vökudaga í ár
og má þar nefna tónleika í Bjarna-
laug en samflot verður í lauginni á
sama tíma. Þá mun listamaðurinn
Philippe Richard sýna verk úr ýsu-
beinum á bókasafninu.“ Sunnudag-
inn 30. október verður viðburður
sem kallast „King and court in ex-
ile“. Í lýsingu á viðburðinum segir
að fólk muni koma saman til fund-
ar í Stúkuhúsinu og ganga fylktu
liði niður í miðbæ Akraness í kjöl-
farið. Valgerður Jónsdóttir stendur
fyrir nokkrum viðburðum á Vöku-
dögum, svo sem hrekkjavökuuppá-
komu með eldri skólakór Grunda-
skóla í kjallaranum á íþróttahúsinu
við Vesturgötu, fjölskyldusöngs-
tund á bókasafninu og tónleika á
Garðakaffi.
Rithöfundakvöldið ein
af perlum Vökudaga
Ella María segir að auk nýjunga
megi finna fjölmörg klassísk at-
riði, svo sem tónleika, ljósmynda-
og myndlistasýningar. „Eitt af þeim
atriðum er rithöfundakvöld á Bóka-
safni Akraness, sem er alltaf vel sótt
og ein af perlum Vökudaga. Í ár
mun Sigurbjörg Þrastardóttir stýra
því og munu nokkrir landsfrægir
rithöfundar koma og lesa úr verk-
um sínum.“ Ýmsir tónleikar eru
á dagskrá Vökudaga í ár. Þar má
meðal annars nefna þrenna tónleika
sem allir verða haldnir í Vinaminni.
„Hingað kemur finnskur karlakór,
kór Akraneskirkju ætlar að vera
með tónleika og Sveinn Arnar og
Sveinn Rúnar munu halda tónleika
en þeir kalla sig Tveir Sveinar,“
segir Ella María. Þá munu Halli
Melló og Gói koma fram á Gamla
Kaupfélaginu.
Ýmsar sýningar
Auk tónleikanna verða nokkrar
myndlistarsýningar á boðstólnum
svo sem árlegt samvinnuverkefni
kennara og nemenda í Grunda-
skóla, sýningin „Ömmurnar“ þar
sem Anna Leif Elídóttir sýnir olíu-
málverk sem hún hefur málað af
ömmum sínum og langömmum og
samsýningu Bjarna Þórs og Hörpu
Hreinsdóttur þar sem Harpa mun
sýna peysur og þemað í myndum
Bjarna verða peysur. Heiti sýning-
arinnar er Geggjaðar peysur. Ljós-
myndasýning Marc Koegel verður
áfram opin í Akranesvita en þar mun
Ljósmyndaklúbburinn Höfrungur
einnig vera með sýningu. Þá verð-
ur Vitinn, félag áhugaljósmyndara
á Akranesi, einnig með sýningu á
Vökudögum. „Bókmenntagang-
an Á slóðum Skagaskálda verður á
dagskrá í ár og árleg menningar-
verðlaun Akraneskaupstaðar verða
að vanda veitt á Vökudögum. Enn
er opið fyrir tilnefningar og er hægt
að tilnefna til og með 14. október
næstkomandi. Í Tónlistarskólan-
um á Akranesi verður eitt og annað
í boði. Opið hús verður í skólanum
á kosningadaginn sem myndar eins
konar lok á þemaviku skólans. Þar
verður jafnframt sýningin Töfrar
himins sem er ljósmyndasýning og
kvikmynd.“
Enn hægt að vera með
Dagskrá Vökudaga hefur tekið á sig
góða mynd og hér á undan er stiklað
á stóru. Það er þó enn hægt að skrá
viðburði og þeir sem hafa áhuga á
að vera með viðburð á Vökudögum
geta haft samband við Ellu Maríu
í gegnum Facebook síðu Vöku-
daga eða með tölvupósti á mann-
lif@akranes.is fyrir föstudaginn 14.
október. „Dagskrá Vökudaga verð-
ur svo auglýst í Skessuhorni og í
Póstinum á næstu vikum. Viðburð-
irnir verða kynntir á viðburðadaga-
tali Akraneskaupstaðar á vefsíðunni
akranes.is og við munum vera virk
á Facebook og minna á viðburði
þar,“ segir Ella María Gunnars-
dóttir forstöðumaður menningar-
og safnamála á Akranesi.
grþ
Dagskrá Vökudaga fjölbreytt og skemmtileg
Svipmynd frá árlegu tónleikunum Ungir - Gamlir frá því í fyrra. Í ár verða tónleik-
arnir á þriðjudegi í stað fimmtudags.