Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Page 12

Skessuhorn - 12.10.2016, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 201612 Flekkóttu lömbin á þessari mynd hafa óvenjulega hornagerð. Á gimbrinni vaxa hornin fram en hrúturinn til hægri hefur útstæð og klofin horn líkt og svarti og hvíti liturinn vilji ekki eiga samleið. En vafalítið eiga systkini þessi ættir að rekja til ferhyrnds fjár. Lömbin eru í eigu hjónanna Bærings Ingv- arssonar og Mundhildar B. Guð- mundsdóttur á Þorbergsstöðum í Dölum. sm Óvenjuleg hornalögun Það sannaðist svo ekki verður um villst að féð í Hægindi í Reyk- holtsdal ber af öðru fé í Borgar- firði. Á hrútasýningu sem fram fór um helgina á Hesti voru hrút- ar frá Hægindi í efstu sætum í öll- um flokkum, þ.e. í flokki hyrndra, kollóttra og mislitra lambhrúta. Ármann bóndi á Kjalvararstöðum átti síðan besta veturgamla hrút- inn. Féð frá þremur nágrannabæj- um í sunnanverð- um Reykholts- dal er afar sigur- sælt á sýningum sem þessum, en það eru bæirnir Hægindi, Kópa- reykir og Kjal- vararstaðir. mm/ Ljósm. bmþ. Hægindishrútar efstir í öllum lambhrútaflokkum Ólafur Sigvaldason í Hægindi stoltur með Móra sinn sem hlaut 85,5 stig og var hæst dæmdi hrúturinn í flokki mislitra. Ármann Bjarnason á Kjalvararstöðum heldur hér á bikar fyrir besta veturgamla hrútinn. Honum á hægri hönd eru Jón á Kópareykjum, Baldur í Múlakoti, Árni á Skarði og Höskuldur í Stóra-Ási. Miðvikudaginn 28. september voru kýrnar á Gunnlaugsstöðum í Staf- holtstungum mjólkaðar í fyrsta skipti í nýju og glæsilegu fjósi. Á Þverár- réttardag fyrir rúmu ári var mælt fyrir sökkli og byggingingarframkvæmd- ir hófust í kjölfarið. Áætlanir gerðu ráð fyrir að fjósið yrði tilbúið síð- asta vor, en tafir af ýmsum orsökum urðu á verkinu um hálft ár. Það eru feðgarnir Þórður Einarsson og sonur hans Guðmundur Eggert sem standa að framkvæmdunum og hafa stofn- að fyrirtækið Mjólk og menn ehf. um reksturinn. Nýja fjósið er 1.360 fer- metra stálgrindarhús frá Landstólpa. Fóðurblandan og Lífland seldu tæki og innréttingar en gólfbitar koma frá G Skaptasyni. Fjósið er hannað til að rúma einn róbota, eða mjalta- þjón, og í því verða 60-70 mjólkur- kýr og ríflega annað eins af geldneyt- um. Hönnun fjósins gerir ráð fyrir að hægt sé að stækka það síðar og bæta við öðrum róbóta. Á Gunnlaugsstöð- um er gamalt básafjós sem fyrirséð var að þjónaði ekki öllu lengur þeim kröfum sem gerðar eru til aðbúnaðar nautgripa samkvæmt nýjustu reglum. Þórður bóndi hugðist um tíma hætta búskap og selja jörðina, en að áeggj- an Guðmundar Eggerts sonar síns hafi hann tekið þá ákvörðun að ráð- ast þess í stað í uppbyggingu. Kýrnar tóku flestar nýjum aðstæðum vel Guðmundur Eggert Þórðarson er nú fluttur heim til föður síns og unn- ustu hans, Jórunnar Guðsteinsdótt- ur. Hann ólst upp hjá móður sinni í Hafnarfirði, en var öll sumur hjá föð- ur sínum á Gunnlaugsstöðum og allt- af aðra hverja helgi þegar hann var að alast upp. Aðspurður segist hann afar sáttur með að hafa tekið þá ákvörðun að flytja í sveitina og að jörðin yrði byggð upp í stað þess að hún yrði seld. „Þetta hefur verið strangt og mikið verkefni að koma fjósinu upp. Engu að síður hafa þetta verið spenn- andi tímar og persónulega finnst mér þetta hafa verið með skemmtilegustu dögum í lífi mínu þessi vika frá því við byrjuðum að mjólka í fjósinu,“ segir Guðmundur Eggert. „Auðvitað tekur það sinn tíma að kenna kúnum á alla tæknina sem er í svona nýmóð- ins fjósi. Þær eru allar vanar göml- um fjósum og allt öðrum aðstæðum og hafa sem dæmi aldrei áður kom- ið nálægt mjaltaþjóni. Við bjuggumst því allt eins við því að það tæki lang- an tíma að kenna þeim á kerfið. Þeim er sem dæmi kennt að þær geti vænst fóðurbætis í sérstökum tölvustýrð- um gjafabásum og í róbótanum þeg- ar þær eru mjólkaðar. En kýrnar hafa tekið þessu vel, utan ein fyrsta kálfs kvíga. Hún bókstaflega fór á líming- unum og bíður því enn ásamt annarri kú í gamla fjósinu. Við eigum eftir að gera aðra tilraun með að kenna henni á nýjar aðstæður,“ segir Guðmund- ur Eggert. Þegar blaðamann bar að garði var Guðmundur Eggert ein- mitt að mynda júgrin á kúnum fyrir mjaltaþjóninn, en það er nauðsynlegt til að tækið læri á spenagerð hverrar og einnar kýr sem kemur til mjalta. Búið var að gera þessa myndatöku áður en þar sem sumar kýrnar voru stressaðar við nýjar aðstæður, þurfti að endurtaka myndatökuna þegar þær voru orðnar rólegar, vanar að- stæðum og stóðu kjurrar. Heyjað á þremur jörðum Þórður bóndi hefur viðað að sér kúm og kvígum undanfarin miss- eri til viðbótar við þann bústofn sem fyrir var og nú er á þriðja tug mjólkandi í nýja fjósinu og mikið af óbornum kvígum að auki. Þeir feðgar gera ráð fyrir að á næsta ári nái þeir að fylla fjósið. „Við verð- um komnir með 50-60 mjólkandi kýr á næsta ári og náum vonandi fyrir árslok að fylla fjósið,“ seg- ir Eggert. Aðspurðir um kostnað við byggingu nýs fjóss svarar Þórð- ur að bragði; „alltof mikið.“ Bætir því svo við að líklega verið endan- leg kostnaðartala á bilinu 140-160 milljónir króna. Það hafi vissulega hjálpað að skulda ekkert áður en ráðist var í framkvæmdir. Þessi tala er svo fyrir utan kostnað við kaup á kúm og kvígum og svo bíður tals- vert túnræktun síðari tíma. Í sum- ar heyjuðu þeir feðgar þrjár jarðir til að byggja upp heyforða, heima á Gunnlaugsstöðum, á Guðnabakka sem er næsta jörð við hliðina auk þess sem túnin í Nesi í Reykholts- dal voru nytjuð. Þeir feðgar segja ánægjulegt að byrja búskapinn í nýja fjósinu með miklum og góð- um heyjum. Rólegar og yfirvegaðar kýrnar í fjósinu á Gunnlaugsstöð- um eru sama sinnis. mm Nýtt fjós tekið í notkun á Gunnlaugsstöðum Guðmundur Eggert Þórðarson rekur fyrirtækið Mjólk og menn ehf. í félagi við föður sinn. Guðmundur Eggert er hér að mynda júgrað á fyrsta kálfs kvígu. Þá lærir mjaltaþjónn- inn að þekkja júgrað og spenagerðina og á að geta bjargað sér sjálfur eftir það. Nýja fjósið á Gunnlaugsstöðum er 1.360 fermetrar að stærð og rúmar 150 gripi. Kýrnar voru sáttar á legubásunum í lausagöngufjósinu. Kýr sem flytja úr gömlu básafjósi eru nokkra daga að venjast því að best er að liggja á þurrum legubásum. Gert er ráð fyrir að nýja fjósið verði fullt á næsta ári og þá kemur sér vel að hafa 5000 lítra mjólkurtank.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.