Skessuhorn - 12.10.2016, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2016 15
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Hópur íbúa á Akranesi hefur hrund-
ið af stað undirskriftasöfnun þar sem
skorað er á bæjaryfirvöld á Akranesi
að auka niðurgreiðslur vegna gæslu
barna og rýmka reglur um aldur
þeirra við innritun í leikskóla. „Við
skorum á bæjaryfirvöld á Akranesi
að endurskoða reglur varðandi nið-
urgreiðslur til foreldra með börn hjá
dagforeldrum og innritunarreglur í
leikskóla bæjarins. Ástæðan er ein-
föld; niðurgreiðslan hjá Akranes-
kaupstað er töluvert lægri en í flest-
um ef ekki öllum bæjarfélögum á
landinu,“ segir í kynningu vegna
áskorunarinnar.
Hópurinn nefnir sem dæmi að í
Kópavogi fá foreldrar greitt ríflega
17.000 krónum meira og í Garða-
bæ og Borgarnesi ríflega 23.000
krónum meira en foreldrar á Akra-
nesi fá. Mismunurinn er enn meiri
þegar einstæðir foreldrar eiga í hlut.
„Síðan eru það elsku börnin sem eru
fædd snemma á árinu og eru orðin
fullorðin þegar þau loksins kom-
ast inn í leikskólana. Þessi umræða
hefur verið töluvert í fjölmiðlum
og margir sem hafa kvartað,“ segir
Margrét Egilsdóttir sem er í forsvari
fyrir undirskriftasöfnunina. „Eft-
ir að hafa eytt töluverðum tíma við
lestur innritunarreglna flestra bæj-
arfélaga á landinu hef ég komist að
þeirri niðurstöðu að ekkert bæjar-
félag býður börnum leikskólapláss
fyrst þegar þau hafa náð 30 til 31
mánaða aldri. Þarna erum við að tala
um börn fædd í janúar og febrúar.
Öll bæjarfélög virðast gera allt sem
í þeirra valdi stendur til að bjóða
þessum börnum leikskólapláss fyrr,
eða allt frá 6 mánaða, en yfirleitt 18
mánaða aldri.“ Margrét hvetur íbúa
til að skrifa undir áskorunina til bæj-
aryfirvalda því barnafólk á Akranesi
situr eftir þegar kemur að þjónustu
bæjarfélagsins bæði hvað varðar ald-
ur við innritun á leikskóla og lágar
niðurgreiðslur.
Nánari upplýsingar og rökstuðn-
ing með áskoruninni má lesa á síð-
unni: http://www.ipetitions.com/
petition/askorun-til-baejaryfir-
valda-a-akranesi
mm
Mótmæla lágum niður-
greiðslum og háum aldri
við innritun í leikskóla
ÆTLA STJÓRNMÁLIN AÐ SITJA HJÁ?
Opinn fundur Samtaka ferðaþjónustunnar með oddvitum stjórnmálaflokkanna um
framtíð ferðaþjónustunnar í Norðvesturkjördæmi.
Eva Pandóra
Baldursdóttir
Píratar
G. Valdimar
Valdemarsson
Björt framtíð
Gunnar Bragi
Sveinsson
Framsóknarflokkur
Gylfi Ólafsson
Viðreisn
Haraldur
Benediktsson
Sjálfstæðisflokkur
Inga Björk
Bjarnadóttir
Samfylking
Lilja Rafney
Magnúsdóttir
Vinstri græn
FERÐAÞJÓNUSTAN
Í NORÐVESTURKJÖRDÆMI
Hvenær: Fimmtudaginn 13. október kl. 20.00
Hvar: Menntaskóli Borgarfjarðar
Heitt á könnunni - allir velkomnir!
Fundurinn verður í beinni útsendingu á www.saf.is og sýndur á sjónvarpsstöðinni N4
SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR – málsvari íslenskrar ferðaþjónustu