Skessuhorn - 12.10.2016, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2016 17
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
Atvinnuráðgjafi
Starfssvið:
• Ráðgjöf við fyrirtæki, einstaklinga og sveitarfélög
• Aðstoð við gerð viðskipta- og rekstraráætlana
• Aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna í sjóði
og til lánastofnana
• Vinna við ýmis verkefni er snúa að byggðaþróun
á Vesturlandi
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi
• Þekking á atvinnulífi og sveitarfélögum á Vesturlandi
er kostur
• Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
• Frumkvæði, fagmennska og geta til að vinna sjálfstætt
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
• Góð tölvukunnátta
Upplýsingar veita:
Geirlaug Jóhannsdóttir
geirlaug@hagvangur.is
Sveina Berglind Jónsdóttir
sveina@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 24. okt. nk.
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) óska eftir að ráða atvinnuráðgjafa.
Viðkomandi starfar að verkefnum á öllu Vesturlandi.
Alþjóðlegur dagur barnmissis
Minningarathöfn verður í Akraneskirkju
laugardaginn 15. október klukkan 11. Öllum er
frjálst að koma, hvort sem þeir hafa misst barn
eða ekki.
Bleika og Bláa slaufan verða til sölu og kosta
1000 kr, (aðeins hægt að taka við peningum).
Minningarstundir verða einnig í Lindakirkju
Kópavogi og Akureyrarkirkju á sama tíma.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Englaforeldrar á Akranesi SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Freisting vikunnar
Einn af vinsælli hversdagsréttum
Íslendinga undanfarin ár er hakk
og spaghetti, eða Spaghetti Bo-
lognese eins og það útfærist víst
á upprunamálinu. Flestir þekkja
réttinn vel og margir af yngri
kynslóðinni hafa alist upp við að
borða silkimjúkar hveitilengjurn-
ar með nautahakki í bragðmikilli
tómatsósu. Hakk og spaghetti er
bæði fljótlegur og einfaldur rétt-
ur en til eru fleiri ljúffengir spag-
hetti réttir. Einn þeirra er Spag-
hetti Carbonara, sem er allt öðru-
vísi útfærsla á pastanu og tóm-
atar koma hvergi við sögu. Car-
bonara er ítalskur réttur eins og
þeir gerast bestir og á uppruna
sinn að rekja til Rómar. Uppistað-
an er pasta, beikon, egg, parmes-
an eða pecorino ostur og svartur
pipar. Rétturinn er bragðgóður og
ekki spillir að það er bæði einfalt og
fljótlegt að útbúa hann, sérstaklega
ef viðkomandi er búinn að undir-
búa sig aðeins.
Spaghetti Carbonara
með parmesan
1 laukur
1 hvítlauksrif
250 gr. beikon
100 gr. parmesan ostur (má
einnig nota pecorino ost í staðinn
eða til helminga)
2 msk. ólífuolía
2 egg við stofuhita
2 eggjarauður
svartur pipar
400 gr. spaghetti eða fettuccine
pasta
Aðferð:
Best er að byrja á undirbúningnum.
Takið eggin úr ísskáp, því betra er ef
þau eru ekki ísköld þegar rétturinn er
útbúinn. Skerið laukinn og hvítlauk
smátt. Skerið beikon í bita og fín-
rífið ostinn. Hitið olíu á pönnu og
steikið hvítlaukinn í henni við miðl-
ungshita þar til hann verður gylltur.
Takið þá hvítlaukinn af pönnunni
og setjið til hliðar. Steikið því næst
laukinn og beikonið á pönnunni
í sömu olíu og hvítlaukurinn var
steiktur í. Steikið þar til laukurinn
mýkist og beikonið verður tilbúið,
það tekur nokkrar mínútur. Sjóð-
ið spaghetti eftir leiðbeiningum
„al dente“ eða þar til það er nán-
ast alveg tilbúið. Geymið um 1 dl
af pastavatninu. Hrærið saman egg,
eggjarauður og ostinn og piprið.
Þegar allt er tilbúið, hrærið þá
saman spaghettíinu við hvítlauk-
inn, laukinn og beikonið. Því næst
er eggja- og ostablöndunni blandað
vel við og pastavatninu hrært smátt
og smátt við, þar til réttri áferð er
náð. Rífið smá parmesan ost yfir
áður en rétturinn er borinn fram,
piprið og stráið smá steinselju út á.
Rétturinn bragðast vel með hvít-
lauksbrauði, salati og kældu hvít-
víni.
Ítalskt Spaghetti Carbonara
Vinkonurnar Gróa Margrét Viðarsdóttur og Dagbjört María Karlsdóttur brugðu á leik um helgina þegar fréttaritari Skessuhorns
mundaði vélina í haustblíðunni í Búðardal. Gul laufblöð aspanna við Vesturbrautina tóna vel við klæðnað stúlknanna. sm
Brugðið á leik
Þekking
Gæði
Þjónusta
Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - sími 5113388
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is