Skessuhorn - 12.10.2016, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 201622
Sigurjón Þórðarson er oddviti Dög-
unar í Norðvesturkjördæmi. Á sæt-
unum næst á eftir honum sitja Pálm-
ey Gísladóttir, Þórður A Júlíus-
son, Pétur Guðmundsson og Guð-
jón Arnar Kristjánsson. Sigurjón
er ættaður af Snæfellsnesi en býr í
dag á Sauðárkróki þar sem hann er
framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir-
lits Norðvesturlands og í hlutastarfi
sem líffræðikennari í Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra á Sauðár-
króki. Hann er menntaður líffræð-
ingur og er með framhaldsnám í
opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Ís-
lands og í Fráveitufræðum frá há-
skóla í Bretlandi. „Svo á ég líka eitt
heimsmet,“ bætir hann við. Hann
á heimsmet í besta tíma sem synt-
ur hefur verið frá Drangey í land en
hann hafi lengi verið í Garpasundi til
að „halda bumbunni innan marka,“
að eigin sögn.
Sigurjón sat á þingi fyrir Frjáls-
lynda flokkinn á árunum 2003-2007
og hefur setið í sveitarstjórn Skaga-
fjarðar. Eftir hrun gekk Frjálslyndi
flokkurinn saman með öðrum flokk-
um og myndaði stjórnmálaflokkinn
Dögun, sem öflugra mótsvar við fjór-
flokknum. „Síðan hafa kannski ýmsir
gengið út, en ég hélt áfram að starfa
með Dögun,“ segir hann. Dögun
hefur komið fram með tillögur að
breytingum á þeim séríslensku kerf-
um sem reynst hafa umdeild, á borð
við banka-, lífeyrissjóða-, kvóta- og
almannatryggingakerfið.
Verðtryggingin
eins og spilavíti
Sigurjón segir áhersluatriði flokks-
ins vera bætt kjör almennings. „Það
er ótækt að almenningur sitji uppi
með alla áhættu af lántöku. Verð-
tryggingin er hrein og klár vit-
leysa og engar þjóðir nota þetta.“
Sigurjón lagði fram þingsályktun-
artillögu árið 2006 þar sem hann
lagði til að verðtryggingin yrði
lögð niður. Hann segir að íslenskt
bankakerfi sé ekki gott fyrir við-
skiptavini þess. Þess vegna hefur
flokkurinn lagt til að komið verði
á samfélagsbanka. „Umræðan um
samfélagsbanka hefur verið á þann
veg í stóru fjölmiðlunum að þetta
sé sérvitringabanki, en þetta yrði
banki sem myndi miða að því að
þjóna viðskiptavinunum og ekki
leggja of mikla vaxtakröfu á þá,“
segir Sigurjón og bendir á að sam-
félagsbanki sé ekki undarlegri en
svo að yfir 50 milljón Þjóðverjar
notist við samfélagsbankann Spar-
kessen.
Hann vill lækka vaxtabyrði á Ís-
landi fyrir fyrirtæki og almenning.
„Það er fjöldi ungs fólks í útlönd-
um og við verðum að geta sýnt
fólki fram á það að það geti snúið
aftur heim og komið sér þaki yfir
höfuðið án þess að vera tilneytt til
að taka lán í bankakerfi sem minn-
ir um margt á spilavíti.“
Bætt umferðaröryggi
og sanngjörn laun
til sjómanna
Þá finnst Sigurjóni líka mikilvægt
að koma á sanngjarnri verðmynd-
un á afla með því að greiða sjó-
mönnum raunvirði fyrir aflann í
hlutaskiptakerfi sjómanna. Stað-
reyndin sé sú að stóru útgerðar-
fyrirtækin sem reka eigin vinnslu
komist upp með að greiða sjó-
mönnum 50% lægra verð en þeir
ættu að fá í hlutaskiptum. „Þá eru
ekki bara sjómennirnir sem missa
spón úr aski sínum, heldur ekki
síst ríkissjóður þar sem helming-
ur af tekjum sjómanna myndi ann-
ars lenda til hins opinbera í gegn-
um tekjuskatt,“ segir Sigurjón og
bendir á að sveitarfélögin séu líka
snuðuð um útsvarstekjur og hafn-
ir á Íslandi fái ekki hafnargjöld í
samræmi við raunverð aflatekna.
„Það er ekki verið að taka neitt af
neinum heldur tryggja útgerðinni
hæsta verð sem er í boði á hverjum
tíma,“ segir Sigurjón og bætir við
að með því að fara sanngjarna leið
við verðmyndun á fiski þá myndu
fást eðlilegri kraftar í sjávarútveg-
inn og tekjur hins opinbera myndu
hækka mun meira en svaraði þref-
öldun á veiðigjöldum.
Góðar samgöngur bæta
mannlífið
Sigurjón segir að þessi mál, verð-
tryggingin og laun sjómanna, séu
þjóðþrifamál sem nauðsynlegt sé
að ræða en það sé meira sem hann
telur að flokkurinn geti gert fyr-
ir kjördæmið. Til dæmis koma á
frjálsum handfæraveiðum og taka
verulega til í samgöngumálum.
„Góðar samgöngur geta bætt
mannlífið og Hvalfjarðargöngin
eru gott dæmi um það.“ Umferð-
aröryggi hafi aukist stórlega með
komu Hvalfjarðarganganna og al-
varlegum slysum hafi fækkað mik-
ið eftir að þau voru opnuð. Nú sé
þó hægt að gera betur og hann
bendir á að brýnt sé að bæta um-
ferðaröryggi í kjördæminu með
því að breikka vegi og einnig þurfi
að gera mikið átak í samgöngu-
málum, sérstaklega á sunnanverð-
um Vestfjörðum þar sem von er á
að það þurfi að flytja tugi þúsunda
tonna árlega af eldislaxi á ónýtum
vegum. klj
Oddviti Dögunar kallar eftir sanngjarnara samfélagi
Sigurjón Þórðarson skipar oddvitasætið á lista Dögunar.
Bjarthegri (Egretta garzetta) hef-
ur að undanförnu verið á ferð
við Stykkishólm. Þetta er frem-
ur sjaldgæfur flækingsfugl hér við
land. Hann er mjög ljós og með
mikinn skúf aftan á höfði. Með-
fylgjandi myndir tók Sumarliði
Ásgeirsson.
Bjarthegri við Breiðafjörð
KOSNIN
GAR
2016
Árleg hrútasýning Sauðfjárrækt-
arfélags Helgafellssveitar og ná-
grennis var haldin á sunnudaginn.
Sýndir voru veturgamlir hrútar og
lambhrútar. Miklir og flottir gripir
voru sýndir, margt var um manninn
og kaffiveitingar á eftir.
Í flokki veturgamalla hrúta varð
efstur svartur kollóttur hrútur frá
Hraunhálsi í Helgafellssveit í flokki
mislitra, af hyrndum veturgömlum
varð efstur hrútur frá Bjarnarhöfn
2 og í flokki hvítra, kollóttra hrútur
frá Hraunhálsi.
Í flokki lambhrúta varð efst-
ur svartur hrútur frá Hraunhálsi í
flokki mislitra, hrútur frá Bjarnar-
höfn efstur í flokki hyrndra og í
flokki kollóttra varð einnig efstur
hrútur frá Bjarnarhöfn.
Hægt að sjá frekari umfjöllun
um sýninguna og vinningshafa á
heimasíðu félagsins hrutur.123.is
sá
Hrútasýning í Helgafellssveit