Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Side 27

Skessuhorn - 12.10.2016, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2016 27 Frambjóðendur til forseta svara spurningum Skessuhorns Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessu- horn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 67 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Dagstund.“ Vinningshafi er: Hrafnkell Alexandersson, Skólastíg 14a, 340 Stykkishólmi. Endir Áhald Ungviði Óhóf Hæðir Átt Hljóm- fall Þekking Sannur Vísar Vömb Dálítið Yndi Væta Óðfús Til sölu Meiður Ernir Tölur Efra Keltar 2 Fúsk Innan Sund Ást- ugur Glufa Gætni Ekki þessi Hress Súrefni Samþ. Hvílum Sk.st. Ánægð Bogna Fugl Samtök Valdir Reiðihlj Sleit Sérhlj. 7 Get- spakur Eldi 4 9 Land Hvorki Ugga Orsök Ágóði Hryðja Sár For- feður Rakar Óttast Ókunn Hlass Hindr- ar Tign Suddi Ótta 6 10 Til Duft Eldur Áflog Ryk- korn Sk.st. Veski Athygli Heiti Rösk Tuð Öf.tvíhlj Skrúð Steig Sekt Tölur Veisla Temja Þrep Upphr. Stía Rúlluðu Ílát Svínarí Sérhlj. Skot Rölt Kylfa 3 Púki Kvað Núna 1 Læti Svall Drykkur 8 5 Stríðni Gort Hljóp Sögn Muldr- ar Óreiða Ólæti Féll Borða Vísi- ljós 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 K A N K V Í S Á S T U N D A O F A N A S A S T Á N A R R M U N É L Ó T T A G L Ó Ð A N N A R S L Ú F F A T Ó D A L A K U Ð L A R S T Ó D I N G U L L E I R I N N A N E L A L T M N O Ó P G N Ý R F R Ó M U N B L Á A L L U R A V A R I B Ó K R Ó A S Ú Ð V O T U R H A Ð L A Á L Ú R E I R K G A U R K L T Ý N T Ó T O G A R I B P A T T A R M A R U S L F A A U R A U R B A K A R P R S Á T I L U R Ð Ó S Á T T U R R I M Ó A Á U M R A K N A Á Ð M A R R A P A P Ú A R D A G S T U N DL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Skipt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum er úrræði sem snýst um að við gerum okkur grein fyrir aðstöðumun foreldra og barna þegar foreldrar fara með sameigin- lega forsjá barna sinna en búa ekki saman. Í þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi í maí 2014 var innanríkis- ráðherra falið að skipa starfshóp til að fara yfir það hvernig jafna mætti þennan aðstöðumun foreldra sem fara með sameiginlega forsjá barna sinna. Niðurstaða hópsins kemur ekki á óvart, misbrestur er á því að íslensk löggjöf styðji jafnt við báða foreldra og því þarf að breyta. Skilyrði skiptrar búsetu barna eru, samkvæmt niðurstöðum starfs- hópsins, m.a. að víðtæk sátt ríki á milli foreldra um það sem barninu er fyrir bestu og samskiptin séu góð – úrræðið fellur annars um sjálft sig. Foreldrar þurfa að búa nálægt hvort öðru og barn sé í einum leik- skóla og sæki einn grunnskóla. Úr- ræðið er því ekki opið öllum og mætti áætla að um fjórðungur for- eldrar barna sem hafa skilið eða slitið sambúð myndu geta gengið inn í þetta fyrirkomulag. Tölvan segi já! Málið er hins vegar ekki einfalt, breyta þarf barnalögum, lögum um tekjuskatt, lögum um félagslega að- stoð, lögum um sjúkratryggingar, lögheimilislögum og fleira. Af upp- talningunni má sjá að þetta kallar á vinnu þvert á ráðuneyti og stofn- anir. Þá er grundvallarskilyrði að í tölvukerfi Þjóðskrár Íslands verði hægt að skrá upplýsingar um tengsl barna og foreldra, forsjá og skipta búsetu barns þannig að heimilis- fang beggja foreldra komi þar fram og að hægt verði að miðla þessum upplýsingum rafrænt til opinbera aðila. Jafnrétti í báðar áttir – tölvan segir nei! Sameiginleg forsjá foreldra í kjöl- far skilnaðar var lögleidd árið 1992 og í fyrstu voru í kringum 10% for- eldra sem fóru þá leið. Upp úr alda- mótum var um helmingur foreldra með sameiginlega forsjá. Í dag eru það um 90% foreldra en af þeim eru lögheimili barns í um 90% til- vika skráð hjá móður. Þegar lögheimili barns er skráð er aðeins tiltekið nafn foreldr- is sem barnið býr hjá. Þetta þýðir, í ljósi þess að barn er nánast alltaf með lögheimili skráð hjá móður, að hvergi kemur fram í skráningu að barnið eigi líka föður. Það er fráleit staða og í raun niðurlægjandi fyrir feður. Vilji faðir skrá barn sitt, sem býr til skiptis hjá foreldrum sínum, í íþróttafélag í Reykjavík í gegnum rafræna vefsíðu kemur það alls ekki fram þar að faðirinn eigi viðkom- andi barn. Þetta er lítið dæmi sem segir þó mikla sögu. Í stærra sam- hengi skiptir þetta máli varðandi barnabætur eða annan opinberan stuðning; slíkt fellur allt til þess foreldris sem hefur barnið hjá sér í lögheimili. Skipt búseta barna er þann- ig skref í að færa kerfið nær þeim veruleika sem við nú búum við. Sá veruleiki, að foreldrar deili ábyrgð barna sinna eftir skilnað eða sam- búðarslit í meira mæli en áður felur í sér mjög jákvæða þróun fyrir fjöl- skyldur og samfélagið í heild. Mörg börn búa á tveimur heimilum þar sem foreldrar ala börnin upp í sátt, sameiningu og deila allri ábyrgð. Kerfið þvælist fyrir og úr því þarf að bæta. Ég vona að við sjáum þetta úrræði verða að veruleika sem allra fyrst, til hagsbóta fyrir fjölmargar fjölskyldur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Höf. skipar 2. sætið á lista Sjálf- stæðisflokksins í NV kjördæmi. Tölvan segir nei! Pennagrein Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari í þungarokkshljómsveitinni Skálm- öld var með svokallað rafgítarspjall í Tónlistarskóla Stykkishólms síð- astliðinn laugardag. Viðburðurinn var öllum opinn og ræddi Þráinn við gesti um gítarleik, hljómsveitina Skálmöld, ferðalögin, plötuupptök- urnar og margt fleira. Opið var fyr- ir umræður og kom margt forvitni- legt uppúr krafsinu. Þráinn er gít- arkennari og mjög virtur sem slík- ur. Það var skemmtilegt að skyggn- ast inn á bakvið tjöldin hjá þessari mögnuðu hljómsveit sem nýver- ið var að gefa út sína fjórðu breið- skífu og ber hún nafnið Vögguvísur Yggdrasils. tfk Gítarleikari Skálmaldar með rafgítarspjall Þráinn Árni tók nokkur vel valin gítarsóló fyrir gestina. Fyrirtækið Orkusal- an hefur ákveðið að gefa öllum sveitarfélögum á landinu hleðslustöð fyr- ir rafbíla. „Með framtak- inu er ætlun fyrirtækisins að gera rafbílaeigendum það auðveldara að ferðast um landið en hingað til hefur það verið illmögu- legt vegna fárra hleðslustöðva á Ís- landi. Eftir að stöðvarnar sem Orku- salan ætlar að gefa verða settar upp geta eigendur rafbíla keyrt hring- inn í kringum landið, með fullan raf- geymi,“ segir í tilkynningu frá Orku- sölunni. Hafliði Ingason, sölu- stjóri Orkusölunnar, segir fyrirtækið með þessu vera að ýta mikilvægum bolta af stað, sýna samfélags- lega ábyrgð og skila þann- ig sínu í innviði landsins. „Við gerum þetta með virðingu fyrir náttúrunni að leiðarljósi en því meiri sem notkun á rafbílum er því minni er útblásturinn og er það auðvitað mjög gott mál. Þetta eru í kringum 80 stöðvar sem við gefum, verkefnið er komið í fullan gang og von er á stöðv- unum til landsins á næstunni,“ segir Hafliði. mm Orkusalan gefur öllum sveitar- félögum hleðslustöð fyrir rafbíla KOSNINGAR2016

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.