Skessuhorn - 12.10.2016, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 201630
Hvenær kaupirðu
fyrstu jólagjafirnar?
Spurning
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Þórarinn Ingi Tómasson:
„Yfirleitt í byrjun desember.“
Lísbet Sigurðardóttir:
„Byrja yfirleitt í nóvember en
kaupi síðustu gjafirnar á Þor-
láksmessukvöldi.“
Tinna Ósk Grímarsdóttir:
„Yfirleitt í nóvember.“
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir:
„Með haustinu, en stundum fyrr.
Er oftast búin að kaupa margar
jólagjafir um miðjan október.“
Meistaraflokkur karla í körfuknatt-
leik var endurvakinn í Grundar-
firði síðasta haust eftir rúmlega
áratugs hlé. Grundfirðingar sendu
lið til keppni í 3. deild þar sem þeir
unnu tíu af þrettán leikjum sínum,
höfnuðu í fjórða sæti og komust í
úrslitakeppnina. Eftir heimasigur
í úrslitakeppninni á móti Patreki
mættu þeir Laugdælum en urðu að
játa sig sigraða. Þjálfari liðsins í vet-
ur er Einar Þór Jóhannsson og Að-
alsteinn Jósepsson er spilandi fram-
kvæmdastjóri, ef svo má að orði
komast. „Einar sér um æfingar og
stýrir liðinu í leikjum en ég sé um
skipulag og alla framkvæmd, að-
stoða á æfingum auk þess að spila
með liðinu. Þannig að það má alveg
segja að ég sé spilandi framkvæmda-
stjóri,“ segir Aðalsteinn í samtali við
Skessuhorn í síðustu viku. Hann
kveðst ánægður með árangurinn og
ekki síst spilamennsku liðsins á síð-
asta vetri. Ekki síst í ljósi þess að lið-
ið var skipað mönnum sem ýmist
voru ungir og efnilegir en óreyndir,
að taka skóna af hillunni eða hrein-
lega höfðu aldrei æft körfubolta
áður.
„Þetta var mjög gott, sérstak-
lega þar sem við vorum með mikið
af strákum sem höfðu aldrei áður
spilað skipulagðan körfubolta,“ seg-
ir hann og bætir því við að á þess-
um eina vetri hafi liðið tekið mikl-
um framförum. „Það er stórkostleg-
ur munur á liðinu frá því í fyrra og
við erum farnir að hlaupa skipulögð
kerfi. Menn vita hvert þeir eiga að
hlaupa og hvar þeir eiga að hreyfa
sig,“ segir hann. „Þetta hefur allt
saman gengið vel og strákarnir sem
mæta á æfingar hafa áhuga á að læra,
það auðveldar rosalega mikið við að
kenna þeim nýja hluti. Allt svona
tekur auðvitað tíma en flestir eru
búnir að ná nokkuð góðum tökum á
að spila skipulagðan körfubolta. Við
töpuðum aðeins tveimur leikjum
með meira en tíu stiga mun og erum
ánægðir með það,“ segir Aðalsteinn
og vill hrósa Grundfirðingum fyr-
ir að hafa verið duglegir að mæta á
völlinn. „Það var rosa vel mætt á alla
heimaleikina og við erum ótrúlega
ánægðir með það,“ segir hann.
Úrslitakeppnin er
markmiðið
Grundfirðingar hófu leik sunnu-
daginn 2. október síðastliðinn þeg-
ar þeir heimsóttu lið Álftnesinga en
töpuðu með níu stiga mun, 87-78.
„Fyrsti heimaleikurinn var síðast-
liðinn laugardag á móti Kormáki
frá Hvammstanga sem teflir fram
skemmtilegu og litríku liði,“ sagði
Aðalsteinn. Eins og fram kemur í
annarri frétt hér í blaðinu sigruðu
heimamenn í leiknum.
Að sögn spilandi framkvæmda-
stjóra hefur liðsskipan Grundfirð-
inga breyst nokkuð frá síðasta vetri.
Framherjinn Sveinn Arnar Davíðs-
son er til að mynda genginn til liðs
við Snæfell sem og efnilegi miðherji
Rúnar Þór Ragnarsson. Þar að auki
hafa leikmenn sem á síðasta vetri
léku með Grundfirðingum á vensla-
samningi frá Snæfelli verið kallað-
ir til baka. „En það kemur maður í
manns stað. Liðið er skipað mönn-
um af Snæfellsnesi á öllum aldri, en
mest þó Grundfirðingum,“ segir
Aðalsteinn og kveðst bjartur á kom-
andi vetur. „Við ætlum okkur að
ná heimaleik í úrslitakeppninni og
reyna að gera betur þar en í fyrra,“
segir Aðalsteinn að lokum.
kgk/ Ljósm. tfk.
„Við ætlum að reyna að gera betur en í fyrra“
- Grundfirðingar spila í 3. deild karla í körfuknattleik í vetur
Aðalsteinn Jósepsson er spilandi framkvæmdastjóri Körfu-
knattleiksdeildar Grundarfjarðar.
Svipmynd úr leik Grundfirðinga og Breiðabliks í bikarnum
í fyrra.
Um helgina var haldið Litla TYR-
mót Ægis í Laugardalslaug. Mótið
var fyrir sundmenn 12 ára og yngri
og sendi Sundfélag Akraness yfir 20
keppendur á aldrinum 10-12 ára til
keppni en nokkrir þeirra yngstu voru
að keppa í fyrsta sinn á sundmóti í
Reykjavík. Keppt var í aldursflokkum
8-9 ára, 10-11 ára og 12 ára. Sund-
menn SA stóðu sig afar vel og voru
alls tæplega fjörutíu sinnum í þremur
efstu sætunum í sínum aldursflokki.
Í lok móts voru veittir verðlaunabik-
arar þeim sundmönnum sem voru
stigahæstir eftir fjórar 50m greinar. Í
flokki 10-11 ára meyja var Guðbjörg
Bjartey Guðmundsdóttir stigahæst.
Afrekskonurnar og sundsysturn-
ar Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþrótta-
maður ársins 2015 og Jóhanna Gerða
Gústafsdóttir afhentu verðlaun á
mótinu. tg
Ungt sundfólk á
Litla TYR móti Ægis
Keppendur frá Sundfélagi Akraness, 10 ára og yngri með þátttökuverðlaunin sín.
Eygló Ósk Gústafsdóttir veitti Guð-
björgu Bjartey Guðmundsdóttur
verðlaunin en hún varð stigahæsta
meyja mótsins.
Grundarfjörður tók á móti Kormáki
frá Hvammstanga í fyrsta heimaleik
í þriðju deildinni í körfunni á laugar-
daginn. Leikurinn var nokkuð jafn og
spennandi og skiptust liðin á að taka
forystu. Heimamenn áttu svo góð-
an kafla í byrjun fjórða leikhluta þar
sem þeir náðu tíu stiga forystu og
héldu frumkvæðinu eftir það. Gest-
irnir náðu aðeins að saxa á forskotið
og minnkuðu muninn niður í fjögur
stig en þá tóku Grundfirðingar við
sér aftur og náðu að sigla þessu heim.
Leikurinn endaði svo 67-61, heima-
mönnum í vil og Grundfirðingar því
komnir með fyrsta sigurinn í deild-
inni en þeir töpuðu fyrsta leiknum
gegn Álftanesi á útivelli helgina á
undan. tfk
Grundarfjörður
sigraði Kormák
P. Andri Þórðarson númer 23 fagnar hér
þriggja stiga körfu þegar skammt var til
leiksloka.
Nýliðar Skalla-
gríms hófu leik í
Domino‘s deild
karla í körfuknatt-
leik síðastliðið
föstudagskvöld
þegar liðið heim-
sótti Hauka að
Ásvöllum í Hafn-
arfirði. Heima-
menn réðu ferð-
inni stærstan hluta
leiksins og Skalla-
g r í m s m ö n n u m
tókst aldrei að
ná yfirhöndinni,
þrátt fyrir ítrekað-
ar tilraunir. Haukar unnu að lokum
tíu stiga sigur, 80-70.
Jafnt var á öllum tölum framan af
fyrsta leikhluta og liðin skiptust á for-
skotinu með hverri skoraðri körfu.
Haukar tóku þó að síga fram úr upp
úr miðjum fjórðungnum og höfðu
fimm stiga forskot fyrir annan leik-
hluta. Eftir það tóku þeir stjórn leiks-
ins í sínar hendur og héldu gestun-
um tíu til 15 stigum fram að leikhléi.
Staðan 47-34 fyrir Haukum í hálf-
leik.
Það sama var uppi á teningnum í
þriðja leikhluta. Skallagrímsmenn
eltu forskot heimamanna og náðu
að minnka muninn í níu stig fyrir
lokafjórðunginn. Eftir slæma byrjun
í fjórða leikhluta spýttu Skallagrís-
menn í og áttu góðan leikkafla. Þeir
minnkuðu muninn niður í sex stig
og spenna farin að færast í leikinn.
En nær komust þeir ekki því Haukar
stóðust áhlaupið og höfðu að lokum
sigur, 80-70.
Flenard Whitfield var atkvæða-
mestur leikmanna Skallagríms með
32 stig og 14 fráköst. Sigtryggur
Arnar Björnsson kom honum næstur
með tólf stig, átta fráköst og sjö stoð-
sendingar og Eyjólfur Ásberg Hall-
dórsson skoraði tíu stig og tók fimm
fráköst.
Fyrsti heimaleikur Skallagríms fer
fram á morgun, fimmtudaginn 13.
október, þegar Njarðvíkingar sækja
Borgarnes heim. kgk
Íslandsmeistaramótaröðin í klifri
hófst um síðust helgi þegar fyrsta
mót vetrarins var haldið í Klifur-
húsinu í Reykjavík. Skagamenn
fjölmenntu á mótið og átti ÍA 15
þátttakendur á aldrinum 6-16 ára.
Fjórir klifrarar náðu stigamarkmið-
um síns aldursflokks; Guðjón Gauti
Vignisson í 6-7 ára flokki krakka,
Sylvía Þórðardóttir í stelpuflokki
8-10 ára og Sverrir Elí Guðnason
og Stígur Bergmann Þórðarson í
strákaflokki 8-10 ára. Í unglinga-
flokki hafnaði Brimrún Eir Óðins-
dóttir í þriðja sæti.
Framundan hjá ÍA er innan-
félagsmót sem haldið verður í að-
stöðu klifurfélagsins að Vesturgötu
og annað stigamót vetrarins verður
svo haldið í nóvember í Reykjavík.
-fréttatilkynning
Tóku þátt í fyrsta klifurmóti vetrarins
Tap í fyrsta leik hjá Skallagrími
Leikstjórnandinn Sigtryggur Arnar Björnsson átti prýði-
legan leik. Ljósm. karfan.is á facebook.