Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 20168 Nýlegar iðrasýkingar af völdum salmonellu LANDIÐ: Frá því í ágúst síðatliðnum hafa 12 ein- staklingar greinst með iðrasýkingu af völdum Salmonella Typhimurium hér á landi. Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að þessi fjöldi er tals- vert umfram það sem bú- ast má við af þessari tegund salmonellu. Flestir ein- staklinganna hafa greinst á suðvesturhorni landsins en einn á Austurlandi. Þess- ar bakteríur virðast vera af sama stofni. „Enn er með öllu óljóst um uppruna þessa smits en sóttvarna- læknir rannsakar þetta mál í samvinnu við sýklafræði- deild Landspítala, Mat- vælastofnun og heilbrigðis- eftirlit viðkomandi svæða,“ segir í frétt Mast. Árlega greinist salmonellusýking hjá um 40 einstaklingum hér landi en það sem af er þessu ári hafa rúmlega 20 einstaklingar greinst. „Á þessu stigi er ekki tilefni til að vara við neyslu til- tekinna matvæla en rétt er hins vegar að benda fólki á skynsamlega meðferð mat- væla og vanda matargerð svo forðast megi sýkingu af iðrabakteríum.“ -mm FIMA fundaði um húsnæðismál AKRANES: Á fundi bæj- arráðs Akraneskaupstaðar í síðustu viku mættu fulltrú- ar frá Fimleikafélagi Akra- ness til viðræðna um hús- næðismál félagsins. Í dag er staðan sú að félagið er með aðstöðu í íþróttahúsinu við Vesturgötu og á Dalbraut 6 en um 400 iðkendur eru hjá félaginu. Í erindi sem sent var bæjaryfirvöldum 1. sept- ember sl. segir orðrétt: „Að- staðan við Dalbraut gerði okkur kleift að útrýma bið- listum og auka getu iðk- enda til mikilla muna. Hins vegar er staðreyndin sú að þetta er einungis bráða- birgðalausn og gengur ekki til lengdar. Biðlistar eru aft- ur farnir að myndast ásamt því að Dalbraut 6 er því miður ekki boðlegt æfinga- húsnæði og er á undanþágu frá Heilbrigðiseftirliti Vest- urlands (HEV). Einnig er áhyggjuefni að okkar elstu og færustu iðkendur þurfa að sækja æfingar til ann- arra félaga eða hætta æfing- um vegna aðstöðuleysis.“ Þá segir í bréfinu að Fimleika- félagið sé tilbúið með fram- tíðarlausn á húsnæðismálum og var óskað eftir viðræð- um við bæjarráð til að kynna ákveðna lausn og þá mögu- leika sem henni tengjast. Það gerðu stjórnarmenn í síðustu viku. Samkvæmt heimildum Skessuhorns var rætt um allt frá leigu á húsnæði sem þeg- ar er til í bæjarfélaginu til byggingar nýs íþróttahúss. Ekkert hefur hins vegar ver- ið ákveðið í þeim efnum. -mm Snæfellsbær kaupir fasteign SNÆFELLSBÆR: Snæ- fellsbær hefur fest kaup á helmingi efri hæðarinnar að Kirkjutúni 2 í Ólafsvík. Á neðri hæð hússins er Átt- hagastofa Snæfellsbæjar og var hæðin áður í eigu Lands- bankans og þar á undan í eigu Tölvuverks. Snæfells- bær á nú allt húsið. Í frétt á Facebook síðu sveitarfélags- ins kemur fram að hugsun- in á bak við þessi kaup sé að í framtíðinni muni gefast ýmsir möguleikar fyrir fram- tíðaruppbyggingu í miðbæ Ólafsvíkur. Einnig kem- ur fram að engar ákvarðan- ir liggi fyrir um nýtingu hús- næðisins. „En því verður ef- laust fundið hlutverk áður en varir,“ segir í frétt Snæfells- bæjar. -grþ Eins og víða á norðan- verðu Snæfellsnesi og Vesturlandi öllu var úr- hellisrigning og rok í Ólafsvík á miðvikudag í síðustu viku. Vindhraði var milli 20 og 25 m/s frá morgni og fram yfir hádegi. Við höfnina fór vindur upp í allt að 36 m/s þegar verst lét. Upp- söfnuð úrkoma á hvern klukkutíma var allt að 15 millimetrar. Mikið vatn safnaðist því saman og olli því meðal annars að ár flæddu yfir bakka sína. Meðfylgjandi mynd- ir tók Alfons Finnsson fréttaritari Skessuhorns skömmu fyrir kl. 16 síð- asta miðvikudag og sýna þær glögglega hvernig ástandið var í Ólafsvík fyrir viku síðan. kgk/ Ljósm. af. Miklir vatnavextir í Ólafsvík Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra og Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra stað- festu í liðinni viku rammasamning um rekstur og þjónustu hjúkrun- arheimila í landinu. Samningsaðil- ar eru Samtök fyrirtækja í velferðar- þjónustu og Samband íslenskra sveit- arfélaga. Þetta er stærsti samningur um heilbrigðisþjónustu sem Sjúkra- tryggingar Íslands hafa gert, en þess er vænst að alls 46 hjúkrunarheim- ili gerist aðilar að samningnum með samtals 2.516 hjúkrunar- og dvalar- rými. Markmið samningsins er að tryggja góða þjónustu á heimilinum, auka gegnsæi greiðslna fyrir veitta þjónustu og bæta eftirlit. Framlög ríkisins til rekstrar hjúkrunarheimila verða aukin um 1,5 milljarð króna. Hingað til hafa flest hjúkrunar- heimili landsins verið rekin fyrir dag- gjöld sem ríkið hefur greitt án samn- ings við heimilin. Ríkisendurskoð- un hefur ítrekað hvatt stjórnvöld til að gera samninga við öll hjúkrun- arheimili þar sem fram komi skil- greining á verði þjónustunnar ásamt kröfum um magn hennar og gæði. Samningurinn sem nú liggur fyrir er heildstæður rammasamningur sem Sjúkratryggingar Íslands standa að í samræmi við lög um sjúkratrygging- ar. mm Rammasamningur undirritaður um þjónustu hjúkrunarheimila

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.