Skessuhorn - 26.10.2016, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 201618
Síðan sjálfstjórnarríkið Bíl-
dalía hvarf inn í annan heim fyr-
ir skömmu hefur konungur þess og
hirð hans verið á vergangi. Aðal-
bornir Bíldælir hafa þó ekki setið
auðum höndum í útlegðinni, held-
ur hafa nótt sem nýtan daga leit-
að að ákjósanlegum stað til að end-
urreisa ríkið á nýjum stað. Nú er
sá staður fundinn. „Stefnan er að
stofna útlagastjórn Bíldalíu hér á
Akranesi á sunnudaginn,“ segir
Ingimar Oddsson, konungur Bíl-
dalíu og skipuleggjandi viðburðar-
ins King and Court in Exile, sem
er á dagskrá menningarhátíðarinn-
ar Vökudaga á Akranesi sunnudag-
inn 30. október næstkomandi og
fer fram á Safnasvæðinu í Görð-
um.
Bíldalía er vitanlega ekki til í
raunheimum, heldur er hún hug-
arsmíði Ingimars. Bíldalía og allt
innan landamæra hennar er svo-
kallað „Steampunk“ eða gufupönk,
undirgrein vísindaskáldskapar sem
sækir innblástur sinn í tækni og
hönnun 19. aldar og iðnbyltingar-
innar. „Steampunk á við 19. öldina
og alveg fram að fyrri heimsstyrj-
öld, eða svona um það bil. Tíma-
mörkin eru ekki skýr og þurfa ekki
að vera skýr. Þetta er vísindaskáld-
skapur þess tíma, sagður í nútím-
anum, því nú gefur tæknin okkur
kost á því. Steampunk er veröld
sem aldrei varð,“ útskýrir Ingimar.
„Fyrst núna er tæknin orðin nógu
góð til að hægt sé að vekja vísinda-
skáldskap 19. aldar til lífsins. Til
dæmis interkom-inn í kafbátnum í
Ferðinni að miðju jarðar eftir Ju-
les Verne. Það er bara talstöð. En
ef við myndum smíða eða breyta
talstöð þannig að hún liti út fyrir
að hafa verið smíðuð á 19. öld, þá
væri það steampunk,“ segir hann,
en bætir því við að þau tæki og tól
sem gufupönkararnir brúka virki
sannarlega ekki í raunveruleik-
anum. „Ég geng til dæmis oft um
með svokallaðan Parfenómen, sem
greinir návist skrímsla og annarra
yfirnáttúrlegra vera. Það er bara
gömul taska sem ég setti skjá á og
ljósabúnað. Þannig að hún býr til
einhver ljós og svo ef maður horf-
ir inn í skjáinn sér maður einhverja
mynd sem er nógu óskýr til að
maður geti lesið nánast hvað sem
er úr henni,“ segir Ingimar.
Bæði leikur og alvara
„Þetta er bæði leikur og alvara. Á
viðburðum og hátíðum þá hverf-
um við aftur til fortíðar en tökum
með okkur tækni og þekkingu sem
var ekki möguleg á þeim tíma, sem
og alls konar bull tækni eins og til
dæmis þennan Parfenómen minn.
En á sama tíma fylgir sú alvara
þessu að við sem stundum steamp-
unk viljum aðeins reyna að vinna
á móti þessu sterilíseraða plastum-
hverfi sem við lifum í núna í dag.
Okkur finnst fagurfræðin hafa
gleymst,“ segir Ingimar. „Þetta er
þver-menningarlegt, byggt á iðn-
byltingunni og þeirri bjartsýni sem
ríkti á þeim tíma. Gufupönk er
oftast tengt menningu hvers lands
fyrir sig. En á Íslandi misstum við
aðeins af þessu tímabili, iðnbylt-
ingin kom seinna og það var öðru-
vísi stemning en í Evrópu. En því
fer fjarri að við höfum alveg misst
af henni, hér voru margir framúr-
stefnulegir menn sem voru að velta
fyrir sér og framkvæma hluti langt
á undan sinni samtíð,“ segir Ingi-
mar og tekur Pétur Thorsteinsson
á Bíldudal sem dæmi. Hann var
meðal annars útgerðar- og versl-
unarmaður og notaði Péturskrón-
ur í viðskiptum sínum við heima-
menn. Þá hannaði hann veitu-
kerfi fyrir bæinn á ofanverðri 19.
öld, sem reyndar var ekki hægt að
tengja fyrr en 1908. „Við gerðum
Pétur að fyrsta kóngi Bíldalíu og
þykir það eiga vel við,“ segir Ingi-
mar.
Gaman að taka
þátt í leiknum
Ingimar segir gufupönk vaxandi
um heim allan. Árlega séu haldnar
um 40 gufupönkhátíðir í víðri ver-
öld, auk óteljandi minni viðburða
og uppákoma. Bandaríkin skeri sig
úr í fjölda gufupönkara en þeim
fari ört fjölgandi í Evrópu. Sjálf-
ur hefur hann verið gufupönk-
ari síðan 2009. „Ég vissi ekki hvað
þetta var þegar ég byrjaði, bara að
þetta væri eitthvað sem væri hálf-
vegis satt og hálfvegis bull,“ seg-
ir Ingimar. Síðan kynnti hann sér
málið betur og hóf að skrifa sögu á
bloggsíðu sinni, sem hann gaf síð-
ar út á bók. Það varð upphafið að
Bíldalíu. „Ég skrifaði í rauninni
bara frá ferðum mínum á Bíldudal,
sumt var satt og svo bætti ég inn í
þær alls kyns skáldskap. Til dæm-
is slasaði ég mig illa í einni ferð-
inni, var illa marinn í andliti og leit
mjög illa út. Það útskýrði ég með
þeim hætti að mér, konungi Bíldal-
íu, hefði verið rænt og ég pyntaður
svo illa að ég hefði verið nær dauða
en lífi. Sem er auðvitað bara bull,“
segir hann.
En smám saman vatt hugarfóstr-
ið Bíldalía upp á sig og stofnuð
voru samtökin Steampunk Iceland.
Hafa þau staðið fyrir hátíð á Bíldu-
dal síðan 2013 þar sem bænum er
breytt í Bíldalíu. „Það er rosalega
gaman. Þá erum við með landa-
mæraverði og gestir þurfa að fram-
vísa vegabréfi Bíldalíu til að kom-
ast inn á hátíðina, í raun bara að-
göngumiði,“ segir Ingimar. Síðan
tekur við einhver smá saga sem
gestir eru þátttakendur í. „Á síðasta
ári var kóngurinn til dæmis myrtur.
Þá hefur gestum hátíðarinnar ver-
ið rænt af svokölluðum Grottum,“
segir hann og bætir því við að allt-
af sé einhverjum söguþræði fylgt.
„Þetta er svolítið eins og einhvers
konar götuleikhús þar sem fólk
verður að samþykkja að það sem
gerist er ekki raunverulegt. Þá er
gaman að taka þátt, annars er þetta
bara asnalegt, sem þetta auðvitað
er. Þegar okkur var rænt á einni
hátíðinni var til dæmis hrópað: „Ó,
nei! Grottarnir eru komnir til að
ræna okkur,“ sem er mjög fyndið
og kjánalegt. En ef fólk er tilbúið
að taka þátt í leiknum þá er þetta
mjög gaman,“ segir Ingimar.
Allir þeir sjálfir í
gufupönkinu
Sköpun er stór hluti gufupönks-
ins. Þannig eru flest föt sem fólk
klæðist heimagerð eða munir sem
það ber. „Það er mikill skapn-
aður í steampunk og stór hluti af
þessu er að skapa. Fólk velur til að
mynda sjálft sitt hlutverk og leik-
ur það,“ segir hann. „Þannig brýt-
ur þetta niður múra. Í stað þess að
leika eitthvað sem þér er sett fyrir
þá leikur þú persónu sem þú skap-
ar sjálfur. Þar að leiðandi ertu ef
til vill meira þú sjálfur í gufupönk-
inu en í raunheimum, þar sem þér
eru settar skorður af samfélaginu,“
segir Ingimar. „Þar liggur kannski
fegurðin í þessu. Þetta er algerlega
opið samskiptaform. Gufupönkið
er það sem þú vilt að það sé.“
En hverju geta gestir viðburðarins
King and Court in Exile búist við
næstkomandi sunnudag? „Það verð-
ur kynning á gufupönki í Stúkuhús-
inu og Steampunk Iceland hátíð-
inni, en stefnan er að halda hana á
Akranesi í júní næsta sumar,“ seg-
ir Ingimar. „Síðan þá verður sett í
embætti útlagastjórn Bíldalíu og við
það tilefni verður eflaust sunginn
þjóðsöngur Bíldalíu. Að því loknu
munum við fylkja liði undir fullum
herklæðum niður í bæ, vera sýnileg
og hafa gaman,“ segir Ingimar að
lokum. kgk
Útlagastjórn Bíldalíu verður stofnuð á sunnudaginn
Ingimar Oddsson, konungur Bíldalíu og skipuleggjandi viðburðarins King
and Court in Exile sem haldinn verður á Vökudögum á Akranesi næstkomandi
sunnudag.
Svipmynd frá gufupönkhátíðinni á Bíldudal.
Konungurinn á ferð um himinskautin í loftfari, ef til vill í leit að ríki sínu Bíldalíu
sem horfið er inn í annan heim. Síðan þá hafa hátign og hirð verði á vergangi.
Til stendur að ráða bót í því máli næstkomandi sunnudag með stofnun útlaga-
stjórnar á Akranesi.
Konungur Bíldalíu fyrir framan bifreið hins fræga gufupönkara Jake Von Slatt á
einni af þeim fjölmörgu gufupönkhátíðum sem haldnar eru í heiminum ár hvert.