Skessuhorn - 26.10.2016, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016 25
Auglýsing um kjörfund
vegna alþingiskosninga
Kjörfundur vegna alþingiskosninga í Grundarfirði verður í
Samkomuhúsi Grundarfjarðar laugardaginn 29. október 2016.
Kjörfundur stendur yfir frá kl. 09:00 til kl. 22:00.
Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum.
Kjörstjórn Grundarfjarðar S
K
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit vegna Alþingiskosninga
laugardaginn 29. október 2016 verður frá kl. 9:00 til kl. 22:00
Kjörstaður er í stjórnsýsluhúsinu við Innrimel í Melahverfi.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanni fram
að kjördegi.
Kjósendum ber að hafa persónuskilríki meðferðis.
Kjörstjórn í Hvalfjarðarsveit,
Jón Haukur Hauksson, formaður
Helga Stefanía Magnúsdóttir
Jóna Björg Kristinsdóttir
Hrútasýning fjárræktarfélaganna á
Mýrum var haldin að Lækjarbugi
sunnudaginn 23. október. Sýnd-
ir voru 36 lambhrútar sem er sami
fjöldi og árið áður. Veittar voru
viðurkenningar fyrir þrjá bestu
hrútana í þremur flokkum. Dóm-
arar voru Jón Viðar Jómundsson
og Kristbjörn Haukur Steinars-
son.
Í flokki kollótra var talinn bestur
hrútur nr. 58 frá Lækjarbug, fað-
ir Serkur 13-941. Í öðru sæti nr. 6
frá Háhóli undan Baug 10-889. Í
þriðja sæti varð hrútur nr. 314 frá
Leirulæk undan Helmingi.
Tíu mislitir hrútar mættu þetta
árið. Bestur var svartflekkóttur
hrútur frá Mel nr. 29 undan Sala-
mon 10-906. Annar varð golsótt-
ur frá Rauðanesi III nr. 334 undan
Kalda 12-950 og þriðja sætið kom
í hlut grás hrúts frá Leirulæk nr. 33
undan Kornelíusi 10-945.
Bestur í flokki hvítra hyrndra var
hrútur frá Skiphyl nr. 6023 undan
Garra 11-453. Í öðru sæti hrútur
frá Háhóli nr. 453 undan Hamri
14-088 sem er ættaður frá Hesti og
þriðja sætið hlaut lamb nr. 6156,
faðir Klemmi 15-350 á Skiphyl.
Besti hrútur sýningarinnar var
svo valinn nr. 6023 frá Skiphyl og
varðveita því hjónin Kristjana og
Sigfús skjöldinn góða næsta árið
en þau áttu líka hrútinn í þriðja
sætinu.
Fegurðarsamkeppni gimbra var
mjög hörð, mikið aginterað og
plottað. Þar var unga fólkið í mik-
illi kosningabaráttu og miklu meiri
en frambjóðendur til Alþingis
þessa dagana, en engin þeirra lét
sjá sig á sýningunni. Þrjár gimbr-
ar stóðu efstar og jafnar með ellefu
atkvæði hver. Lífland styrkti sýn-
inguna og gaf vörur sem fyrirtækið
er með til sölu.
Mýramenn fjölmenntu eins og
jafnan áður og fóru glaðir heim
með góða ræktunargripi sem von-
andi stuðla að betra verði á sauð-
fjárafurðum á næstu árum.
Bestur kveðjur,
Guðbrandur Guðbrandsson á
Staðarhrauni.
Hrútasýning á Mýrunum
Stoltir eigendur með efstu hrútana í hverjum flokki. Ljósm. Guðrún Sigurðardóttir.
Grillveisla var haldin í Dalabúð á laugardagskvöldinu þar sem verðlaun voru svo afhent.
Kátir piltar á sviðaveislu.
Mikil keppni í gangi.
www.smaprent.is - s: 823-5827
LITIR:
www.smaprent.is | smaprent@smaprent.is
2.900
ISK
LITIR:
1.480
ISK
2.900
ISK
LITIR:
www.smaprent.is | smaprent@smaprent.is
2.900
ISK
LITIR:
1.480
ISK
2.900
ISK