Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2016, Page 34

Skessuhorn - 26.10.2016, Page 34
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 201634 Í síðustu viku lögðu þrír efstu menn á lista Viðreisnar í Norðvesturkjör- dæmi land undir fót og heimsóttu fyrirtæki á Vesturlandi. Hvar sem við komum voru móttökurnar góð- ar og starfsmenn áhugasamir um málefni Viðreisnar. Það má segja að áherslur séu að- eins mismunandi eftir því hvort um dreifbýli eða þéttbýli sé að ræða. Í dreifbýlinu eru það skortur á há- hraða netsambandi og þriggjafasa rafmagni en í þéttbýli skortur á leiguhúsnæði og iðnaðarmönnum. Sameiginlegt er svo slæmir og óör- yggir vegir, skortur á hreinlætisað- stöðu fyrir ferðamenn, skortur á lögreglumönnum og ófullnægjandi heilsugæsla. Ferðamönnum er að fjölga og á næstu árum má reikna með mik- illi fjölgun og má sjá að heima- menn eru þegar farnir að búa sig undir það með fjölgun gistirýma og veitingastaða. Skortur er hins vegar á starfsfólki og húsnæði fyr- ir það og hafa sum fyrirtæki far- ið út í að byggja eigið húsnæði til að leysa þann vanda. Fjölgun út- lendra starfsmanna er talsverð sem m.a. kemur fram í fjölgun barna í grunn- og leikskólum með tilheyr- andi álagi á starfsfólk. Viðreisn leggur áherslu á upp- byggingu innviða þjóðfélagsins, s.s. stórauknar vegaframkvæmdir, styrkingu heilbrigðiskerfisins með áherslu á heilsugæslu heim í hérað og áherslu á verknám með aðkomu fyrirtækja á svæðinu. Einnig legg- ur Viðreisn áherslu á stöðugt við- skiptaumhverfi þar sem verðtrygg- ing heyrir sögunni til og vextir lækka verulega sem gerir venjulegu fólki kleift á að eignast þak yfir höf- uðið. Við gerum kröfu um jöfn laun kynjana fyrir sambærilega vinnu og viljum hækka tekjuhámark fæðing- arorlofsgreiðslna. Kjörorð okkar eru: „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum“. Aðeins um höfund Ég heiti Sturla Rafn Guðmunds- son, fæddur í Reykjavík og ólst upp í Smáíbúðahverfinu. Móðir mín, Brynhildur Bjarnarson, er fædd í Kötluholti, Fróðárhreppi, þar sem móðir hennar Ingibjörg (Inga) Bjarnadóttir ólst upp. Móðurfaðir minn, Jón Björnsson Bjarnarson, er fæddur á Sauðafelli í Dölum. Fað- ir minn, Guðmundur Bjarnason, er fæddur í Reykjavík en móðir hans, Elín Guðmundsdóttir, fædd- ist í Ívarshúsum á Hvalsnesi, Ytri Akraneshreppi. Föðurafi minn var Bjarni Bjarnason, vélstjóri, fæddur á Þingeyri. Ég lauk sveinsprófi í rafvirkj- un frá Iðnskólanum í Reykjavík 1971, BSc í rafmagnstæknifræði frá Tækniskólanum í Árósum 1978 og Diplóma í verkefnastjórnun frá Endurmenntun HÍ 2006. Tengsl mín við Norvesturkjör- dæmið eru mikil. Sem drengur var ég sendur í sveit í sex sumur að Miklaholti í Hraunhreppi, Mýra- sýslu. Á námstíma mínum í rafvirkj- un vann ég m.a. við að rafvæða bæi í Borgarfirði og vestur í Dölum. Eft- ir að ég kom heim úr námi starfaði ég um tíma við Iðnþróunarverkefni Málm- og skipasmiðja og heim- sótti þá öll málm- og vélaverkstæði á Vestfjörðum. Síðan 2006 hef ég starfað sem deildarstjóri Fram- kvæmdadeildar RARIK á Vestur- landi með aðsetur í Stykkishólmi. Á Vesturlandi stýri ég vinnuflokk- um í Borgarnesi, Ólafsvík og Búð- ardal og nær svæðið sem við þjón- um frá Kjós og vestur í Gilsfjörð. Konan mín, Eyrún Ísfold Gísla- dóttir talmeina- fræðingur, er alin upp á Ísafirði en faðir hennar, Gísli Kristjánsson, for- stjóri Sundhallarinnar á Ísafirði, var Bolvíkingur. Móðir hennar, Guð- rún J. Vigfúsdóttir, veflistakona frá Árskógsströnd, Eyjafirði, starf- aði alla tíð við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði ásamt því að stofna og reka Vefstofu Guðrúnar Vigfús- dóttur hf. Ég hef alla tíð verið mikill sveita- maður í mér og haft áhuga á skepn- um og sveitastörfum. Ég var mörg ár í hestamennsku og hafði mikla ánægju af því að fara í göngur á haustin og smala fé á Arnarvatns- heiði fyrir Miðfirðinga. Sturla Rafn Guðmundsson. Höf. skipar 3ja sæti á lista Við- reisnar í Norðvesturkjördæmi. Viðreisn á Vesturlandi Pennagrein Elsa Lára Arnardóttir skipar ann- að sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir kosn- ingarnar á laugardaginn. Elsa Lára ólst upp í Stóra–Lambhaga og á Akranesi til ellefu ára aldurs en flutti þaðan austur á Hornafjörð. Hún hafði alltaf sterkar taugar til Akraness og kom því til baka og hóf nám við Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi og hefur síð- an búið á Akranesi frá árinu 2000, þar sem hún vill búa. ,,Ég saknaði alltaf ömmu og afa en þau ólu mig upp að miklu leyti því mamma var svo ung þegar hún átti mig. Þeirra vegna ákvað ég að snúa til baka.” Elsa Lára er menntaður grunn- skólakennari en mikill áhugi á stjórnmálum leiddi hana út í bæjar- pólitík á Akranesi og þaðan lá leið- in í framboð til Alþingis. „Ég hef sterkar skoðanir, en ég hafði ekk- ert ætlað mér að fara út í pólitík,“ segir hún. Þegar Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar- flokksins, hringdi í hana einn dag- inn og bauð henni að taka þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar segir hún að það hafi komið nokkuð flatt upp á sig. „Ég hafði aldrei heyrt neitt jafn fyndið, mér fannst þetta svo fjarri lagi,“ segir hún og hlær. Gunn- ar Bragi Sveinsson og Ásmundur Daði hafi þó gengið á eftir henni og hún samþykkti að lokum að taka sætið. Flokkurinn fékk síðan mikið fylgi í kosningunum og fjóra menn á þing í kjördæminu. Sérhæfðar heilbrigðis- stofnanir á landsbyggðinni Elsa Lára segir að þingstörf séu mjög svipuð starfi grunnskóla- kennara. „Ég held að kennaranám- ið sé mjög góður undirbúningur fyrir hin ýmsu störf. Það er margt töluvert líkt með þingstörfum og kennarastarfinu. Það er svo stór hluti af starfinu sem er ekki sýni- legur eins og undirbúningur hinna ýmsu mála.“ Hún segir að reynsl- an af þingstörfum hafi styrkt hana mjög mikið. „Það að standa með sjálfum sér og vera sáttur við sín- ar ákvarðanir er ótrúlega góður skóli.“ Þá hafi hún einnig lært þol- inmæði, en hún segir að hún verði seint talin þolinmóðasti þingmað- urinn því hún vilji sjá verkin ganga hraðar. „Það þarf að auka samtal inni á þinginu, milli flokka sem og milli stjórnar og stjórnarandstöðu, til að skapa meiri skilvirkni.“ Á þessu þingi hefur Elsa Lára ver- ið varaformaður velferðarnefndar og sá málaflokkur átt hug hennar og hjarta. Hún leggur mikla áherslu á heilbrigðismálin og vill efla heil- brigðisstofnanir á landsbyggðinni. „Okkur finnst mikilvægt að skil- greina hvernig þjónustu við viljum hafa um allt landið.“ Hún bætir við að það sé ekki þar með sagt að það verði fullbúnar skurðstofur á öllum heilbrigðisstofnunum. Hún sjái þó möguleika á því að dreifa álag- inu af Landspítalanum með því að sérhæfa heilbrigðisstofnanir úti á landi. „Það þarf að meta þjónustu- þörf út frá samfélaginu, aldurssam- setningu, íbúaþróun, samgöngum, atvinnu og fleiru svo hægt verði að hrinda í framkvæmd áætlun okkar flokks; heilbrigðisáætlun fyrir Ís- land. Í framhaldi af því þarf að auka fé í málaflokkinn.“ Elsa Lára tekur dæmi um Heilbrigðisstofnun Vest- urlands á Akranesi sem hún segir að gæti vel aukið við sig í liðskipta- aðgerðum og aðgerðum á kvenna- deild. Annað dæmi sé að efla enn frekar bakdeildina í Stykkishólmi. „Ég tel að við eigum sóknarfæri í því að efla heilbrigðisstofnanir um landið í sérhæfðum verkefnum og minnka um leið álagið á Land- spítalann.“ Nú standi til dæmis ein deild tóm á sjúkrahúsinu á Akra- nesi sem auðveldlega væri hægt að nýta betur. Velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd Fjöldi fólks hefur komið ábend- ingum um staðsetningu nýs Land- spítala á framfæri til meðal ann- ars Framsóknarflokksins. Á með- al þeirra sem senda ábendingar eru heilbirgðisstarfsmenn. Eftir að hafa heyrt og lesið mikla gagnrýni á staðsetningu nýs Landspítala við Hringbraut hafa Framsóknarmenn tekið þá afstöðu að nýr Landspít- ali ætti að vera byggður á öðrum stað en við Hringbraut. Elsa Lára segir ekki of seint að huga að nýrri staðsetningu. Húsin sem nú þeg- ar er byrjað að byggja við Hring- braut sé hægt að nota til að efla nú- verandi Landspítala á meðan bygg- ing á nýjum spítala fer fram. „Okk- ur finnst það ábyrgðarverk að sjá hvort við getum gert okkar ágæta heilbrigðiskerfi betra með því að byggja hraðar upp nýjan Landspít- ala á öðrum stað og efla um leið heilbrigðisstofnanir á landsbyggð- inni.“ Elsa Lára segir að Framsókn- arflokkurinn hafi mikið horft til Norðurlandanna til að leita lausna. Til dæmis væri hægt að bæta úr skorti á læknum á landsbyggð- inni með því að koma upp hvata- kerfi sem á sér fyrirmynd í Noregi. Þannig myndu læknar og annað sérhæft starfsfólk fá afslátt af náms- lánum sínum, ef þeir fastráða sig á heilbrigðisstofnunum úti á landi til nokkurra ára. Einnig eru uppi hug- myndir um að koma á skattaafslætti vegna ferða til og frá vinnu. „Ef það yrði að veruleika myndi það nýtast vel íbúum á Akranesi, sem eru að sækja vinnu í stórum stíl til höfuðborgarinnar. Það er oft mik- ill íþyngjandi kostnaður sem fylgir akstrinum.“ Þá snýst ein hugmynd flokks hennar um að lækka trygg- ingagjald til fyrirtækja sem færa starfsemi sína út fyrir höfuðborg- arsvæðið. Vill halda áfram á þingi Til að létta álagið á millitekjufólk segir Elsa Lára að Framsóknar- flokkurinn vilji lækka skatta á þann tekjuhóp. Sá hópur myndi þá að- eins borga 25% skatt, en hátekju- fólk myndi borga 43% skatt. Sam- kvæmt þessum hugmyndum yrðu skatttekjur ríkisins óbreyttar frá því sem þær eru nú. Aðalmark- mið þeirrar aðgerðar væri að koma á vinnuhvetjandi skattkerfi og efla millistéttina. Sumar skoðanakannanir benda til þess að litlu muni að Elsa Lára nái þingsæti. “Það er rétt að litlu munar. Því vona ég að kjósend- ur meti störf mín því ég vil halda áfram að gæta hagsmuna kjördæm- isins og þjóðarinnar en til þess þarf ég vitanlega örugga kosningu,” segir hún og bætir við að endingu að hún sé mjög þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið hingað til. klj Segir eflingu heilbirgðisþjónustu á landsbyggðinni mikið forgangsmál Elsa Lára Arnardóttir hefur sterkar taugar til Akraness og brennandi áhuga á velferðarmálum. KOSNIN GAR 2016

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.