Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 70

Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 70
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201670 Kveðjur úr héraði ,,Já, já, ég skal gera það...“ heyrði ég sjálfa mig stynja upp sem svari við spurningunni um það að skrifa ,,Kveðju úr héraði“ í jólablað Skessuhorns. Auðvitað geri ég það sem fólkið á uppáhaldsblaðinu mínu biður mig að gera. Ég má líka skrifa um hvað sem er, var mér sagt. Það gleður örugglega eiginmanninn, að ég taki til við skriftir. Ég á svo erfitt með að tala og skrifa í senn. Mig langar til þess að þetta verði góð kveðja. Hvorki kaldar kveðj- ur, né óvandaðar. Það er viðeig- andi, samkvæmt uppeldinu sem ég hlaut, að vera almennileg á þessum árstíma. Það gilti reyndar árið um kring. Gott að rifja það upp. Héðan frá Kirkjubrautinni séð, er frá ýmsu að segja. Má þar nefna þegar bærinn breyttist ítrek- að í sviðsmynd fyrir kvikmynda- og þáttagerðarfólk. Þyrla sveimaði yfir, líkbíll reykspólaði niður götu og E-deildin á Sjúkrahúsinu var aftur tekin í tímabundna notkun. Ég sat með símann við höndina og beið eftir tilboði um hlutverk. Það kom ekki. Skemmtiferðaskipin sigldu hjá í lest. Sum svo nálægt að maður beið eftir að heyra glauminn og gleðina af þilförum. Svo fréttist að far- þegarnir væru fremur að leita eft- ir þjónustu í heilbrigðiskerfinu, en að glaum og gleði. Ég frestaði því að kaupa mér far. Einn daginn var svo Davíð sjálf- ur, forsetaframbjóðandi, spígspor- andi, bara sisvona, yfir Kirkjubraut- ina. Það fór fyrir honum í framboð- inu eins og mér í bíóbransanum. Hvorugt fékk hlutverk. Ég sé að þrátt fyrir tilraunir mín- ar til að hafa þessar línur ,,úr hér- aði“ þá verða þetta frekar ,,kveðjur af Kirkjubrautinni“ – enda má ég skrifa um hvað sem er... Starfið í saumaklúbbnum mín- um hefur verið með ágætum. Verkaskiptingin til fyrirmynd- ar, þó ég sjálf segi frá. Sumar sjá um hreyfinguna, aðrar um handa- vinnuna, einhverjar um utanlands- ferðir. Ömmurnar segja frægðar- sögur af goðumlíkum barnabörn- unum. Allar njóta veitinganna á klúbbkvöldum. Það viðurkenn- ist að með auknum þroska kunn- um við að fara stuttu leiðirnar, í því að skutla einhverju á borð- ið. Ein lætur sig fljóta. Það er ég. Ég fann mig á haustdögum (vissi ekki einu sinni að ég væri týnd) í Bjarnalaug. Nú fer ég á miðviku- dagskvöldum og á fund með sjálfri mér, þar sem fólk flýtur um laug- ina í fullkominni slökun. Samflot – Akranes, takk fyrir. Ég ætti að færa þeim fundarlaun. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á vinnustaðinn. Það er alltaf jafngaman að mæta í vinnuna í Bókabúðinni. Ég ætla ekki að tala sérstaklega um vinnufélagana. Það yrði bara vandræðalegt. Reyndar er það þeirra vegna sem gaman er að mæta. Svo fáum við líka bestu við- skiptavinina – og skemmtilegustu. Þessi jólavertíð hefur verið sérlega ljúf. Bókatitlar sem tengjast Skag- anum með einhverjum hætti eru óvenju margir. Ég tel á engan hall- að þó að ég minnist sérstaklega á bókina ,,Á Akranesi“ eftir Ásmund Ólafsson, enda er hann eini af höf- undunum sem býr við Kirkjubraut. Bókin er full af sögulegum fróð- leik, bráðskemmtileg aflestrar. Nú er líklega rétt að slá botn- inn í þessa kveðju. Ég óska þess að gleðileg jól séu framundan hjá sem flestum. Vonandi tekst mér að forðast að lenda í jólakettinum. Það er nefnilega með það eins og fleira. Áherslurnar hafa breyst. Nú leggur frúin meira upp úr því að plokka búkonuhárin af hökunni en að ganga í óþægilegum spariskóm. Kannski gefur eiginmaðurinn mér flónelsnáttkjól og flókaskó í jólagjöf... eða laserháreyðingu... Lifið heil. Fjóla Ásgeirsdóttir, Akranesi. „Ein lætur sig fljóta“ Jólakveðja frá Akranesi Þegar ég settist niður til að skrifa smá jólakveðju fór ég að hugsa um jólakort. Kannski af því ég hafði ekki fundið mér tíma til að skrifa þau fyrir þessi jól. Jólakort voru órjúfanlegur hluti af mínum bernskujólum eins og flestra Ís- lendinga á síðustu öld. Ég man eft- ir mömmu fyrir hver einustu jól að skrifa jólakort til vina og ætt- ingja um allt land og alla aðvent- una bárust jólakort inn á heimil- ið. Það kom jafnvel fyrir að pabbi gaf sér smá stund frá gegningunum og skrifaði eins og eitt eða tvö kort en annars var þetta verkefni alger- lega á höndum mömmu. Það var föst hefð á aðfangadagskvöld þeg- ar við höfðum lokið við að borða jólamatinn að fullorðna fólkið sett- ist niður og opnaði jólakortin og las þau gaumgæfilega. Ég var svo lánsöm að á heimilinu bjuggu líka afi minn og amma og þau tóku sér sinn tíma í að fara yfir jólakortin. Á meðan biðum við krakkarnir og biðum og biðum og fannst að þessi athöfn tæki heila eilífð. Loks eftir að búið var að fara í gegnum allan þennan jólakortabunka mátti loks- ins fara að opna pakkana. Ég tók þessa jólakortahefð upp þegar ég fór sjálf að búa en hún breyttist að- eins þannig að jólakortin voru opn- uð síðast, þegar búið var að borða og opna pakkana. Ég ákvað að láta mín börn ekki bíða á meðan jóla- kortin voru lesin. Kannski var þetta röng ákvörðun og bara linkind í uppeldinu og ef til vill hafa börn gott af því að bíða stundum eftir hlutunum. Við undirbúning jólanna skul- um við samt vera minnug þess að það eru ekki allir sem hlakka til jólanna. Jólin minna á ættingja og ástvini sem hafa kvatt og söknuð- urinn verður meiri á þessari hátíð þar sem endurminningarnar eru svo sterkar því jólin eru tími hefð- anna og viljum gjarnan að allt sé eins ár eftir ár og engu má breyta. Jólahaldið er kannski í hættu ef ekki fást nógu margar rjúpur í mat- inn eða jólatréð er ekki fullkom- ið. Jólin koma samt alltaf og þegar klukkan slær sex á aðfangadag og í útvarpinu hljómar „Í dag er glatt í döprum hjörtum“. Biðin eftir jólunum hefur ekki breyst frá því í minni bernsku. Kannski hefst þessi bið fyrr en áður enda fjölmiðar og kaupmenn dug- legir að minna okkur á nauðsynleg- an undirbúning jólanna strax í októ- ber. Það er samt ánægjulegt að hafa öll jólaljósin sem skreyta hús og garða og það lífgar upp á skamm- degið. Það er sérstaklega gaman þegar sólargangurinn er sem styst- ur og myrkrið sem svartast en við skulum muna að brátt fer daginn að lengja. Í mínum huga er jólahátíðin líka hátíð ljóssins. 21. desember eru vetrarsólstöður, og þann dag er sól- argangurinn stystur. Upp frá því fer daginn að lengja aftur og við förum að bíða eftir og hlakka til vorsins og sumarsins. Það er alltaf sérstök gleði fólgin í því að sjá fyrstu geisla nýárssólarinnar því að þó þeir skíni stutt fyrstu dagana sem þeir sjást þá eru þeir boðberi um bjartari tíð. Mig langar að lokum að vitna í Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrver- andi forseta Íslands en hún sagði eitt sinn í viðtali: „Ég er bjartsýn. Af því að ég ákveð að vera bjartsýn. Maður getur virkjað sig til að vera bjartsýnn með því að horfa á það jákvæða. Ef maður er svartsýnn þá gerir maður ekkert í málunum. Við verðum að virkja bjartsýnina innan í okkur sjálfum til þess að vinna að einhverju sem við getum byggt upp og ég er í því alla tíð“. Ég vil skora á alla Íslendinga að horfa til jólanna og nýja ársins 2017 með bjartsýni. Við höfum það svo ósköp gott á litla landinu okkar og við skulum reyna að horfa á það já- kvæða. Að lokum vil ég senda hugheilar jólakveðjur til ættingja og vina nær og fjær og læt þessa jólakveðju duga og sendi jólakort bara næstu jól. Kæru Vestlendingar! Ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Stykkishólmi. Horfum til jólanna og nýja ársins með bjartsýni Jólakveðja úr Stykkishólmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.