Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 102

Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 102
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2016102 Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, lék fjórða hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina, sterk- ustu mótaröð Evrópu, á 65 höggum eða samtals sjö höggum undir pari vallarins. Samanlagt er hún því á ell- efu höggum undir pari á mótinu. Er Valdís í 4.-6. sæti fyrir síðasta keppn- isdaginn og örugg áfram á sem ein þeirra 60 kylfinga sem fá að leika lokahringinn í dag, miðvikudaginn 21. desember. Það er mikið í húfi fyrir Valdísi Þóru því 30 efstu eftir lokahringinn í dag fá fullan keppnisrétt á Evrópu- mótaröðinni. Þeir sem hafna í sætum 31.-60. fá takmarkaðan þátttökurétt. Hún er hins vegar í góðum málum eftir að hafa spilað frábært golf í gær. kgk Valdís Þóra í 4.-6. sæti fyrir lokahringinn Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni. Ljósm. kylfingur.is. Nýverið kom í ljós að sigurvegari draumaliðsdeildar Azazo 2016 er Óliver Kristján Fjeldsted, ungur Borgnesingur. Fékk hann að laun- um glæsilegan síma. Önnur verð- laun, sex mánaða áskrift af Sport- pakka 365, fóru til Vöndu Sigur- geirsdóttur, fyrrverandi landsliðs- konu og fjölskyldu hennar en þau mynduðu saman eitt lið. Bjarki Hvannberg hlaut svo gjafabréf í þriðju verðlaun en aðeins örfá stig skildu að efstu sætin. Það var Brynja Guðmunds- dóttir, forstjóri Azazo, sem í sum- ar tók ákalli Freys Alexanders- sonar, landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu og Hallberu Gísla- dóttur, landsliðskonu frá Akra- nesi, um að styrkja aukna umfjöll- un um kvennaknattspyrnu. Styrkti fyrirtækið umfjöllun um knatt- spyrnu kvenna á Fótbolta.net og setti á laggirnar Draumaliðsdeild kvenna. Í draumaliðsdeild Azazo stilla þátttakendur upp liði og fá stig eftir raunverulegum árangri leikmanna. Draumaliðsdeildin er fyrsta „Fantasy-deild“ um kvenna- íþrótt á Íslandi og líklega í Evrópu. „Árangurinn fór fram úr björtustu vonum en um 2.500 manns skráðu sig til leiks. Það er rúmlega 50% af fjölda þátttakenda í karladeildinni sem hefur verið starfrækt í tíu ár. mm Borgnesingur sigraði í Draumaliðsdeild Azazo Á myndinni eru f.v. Brynja Guðmundsdóttir forstjóri Azazo, María Sól Fjeldsted, Óliver Fjeldsted og Bárður Örn Gunnarsson hjá Azazo. Ljósm. Ómar Vilhelmsson. Briddsfélag Akraness hefur spilað á hverju fimmtudagskvöldi frá 29. september í haust og þar til síðast- liðinn fimmtudag, eða samtals 12 kvöld. Gekk á ýmsu eins og gengur en alltaf var spilaður eins kvölds tví- menningur. Hlutskarpastir í móta- röðinni urðu Karl Alfreðsson og Bjarni Guðmundsson sem spiluðu á tíu kvöldum og sóttu fjóra sigra, fengu þeir fyrir vikið 79 bronsstig. Næstir komu Ingi Steinar Gunn- laugsson og Óli Grétar Ólafsson með þrjá sigra á öllum tólf kvöldun- um. Fengu þeir fyrir það 80 brons- stig. Í þriðja sæti urðu Árni Braga- son og Guðmundur Sigurjónsson með tvo sigra frá sjö kvöldum og samtals 61 bronsstig. Þá Tryggvi og Þorgeir með jafn marga sigra af jafn mörgum kvöldum en 44 brons- stig og í fimmta sæti enduðu Ein- ar Guðmunds og Maggi Magg með einn sigur af þessu eina kvöldi sem þeir spiluðu saman. Hlutu þeir fyrir það 37 bronsstig. Framundan hjá Briddsfélaginu er Jólasveina-Tvímenningur 29. des- ember næstkomandi. Hefst hann kl. 19:30 í sal Félags eldri borg- ara á Akranesi að Kirkjubraut 40 og hvetja forsvarsmenn félagsins áhugasama spilara til að fjölmenna og eiga saman ánægjulega kvöld- stund. kgk Kalli og Bjarni spiluðu til sigurs Auður Íris Ólafsdóttir, sem leik- ið hefur með Skallagrími í Dom- ino‘s deild kvenna það sem af er vetri, er hætt körfuknattleiksiðkun um sinni. Mun hún því ekki leika meira með Borgarnesliðinu á yfir- standandi keppnistímabili. Í frétt á karfan.is er haft eftir Auði Írisi að ákvörðun hennar sé ekki tilkomin vegna óánægju með spilatíma eða neins í þá veru. Hún segir mikið og gott starf vera unnið í Borgar- nesi en sjálf ætli hún sér að horfa til annarra hluta út þessa leiktíð og mæta síðan í slaginn aftur á næsta tímabili. kgk Auður Íris hætt í bili Auður Íris Ólafsdóttir í leik með Skalla- grími fyrr í vetur. Ljósm. Skallagrímur/ Ómar Örn Ragnarsson. Einn vestlenskur knattspyrnumað- ur var nýverið valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum U17 ára landsliðs karla. Það er Brynjar Snær Pálsson í Borgarnesi og félagmaður í Skalla- grími. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar dagana milli jóla og nýárs. mm Valinn í úrtaksæfingar U17 Brynjar Snær ásamt afa sínum og nafna. Síðasta umferð Dom- ino‘s deildar karla í körfuknattleik fyr- ir jólafrí var leikin á f immtudagskvöld. Botnlið Snæfells tók á móti nýliðum Þórs frá Akureyri. Gestirnir höfðu yfirhöndina all- an leikinn og ekki fyrr en í lokafjórðungn- um að Snæfellingar komust á almennilegt skrið og í námunda við gestina. En það var heldur seint í rass- inn gripið og voru það því Þórsarar sem fóru með sigur af hólmi, 92-102. Gestirnir byrjuðu af krafti og náðu yf- irhöndinni snemma leiks, höfðu sjö stiga forystu eftir aðeins þrjár mínútur og leiddu með tíu stig- um eftir upphafs- fjórðunginn, 23-33. Áfram voru gestirn- ir sterkari og leiddu með allt að tíu stigum framan af öðrum leikhluta. Þeir stigu síðan örlítið á bensínið allt til loka hálfleiksins og leiddu með 14 stigum í hléinu, 40-54. Gestirnir voru sömuleiðis heldur ákveðnari í upphafi síðari hálfleiks og um miðjan þriðja fjórðung varð mestur munur á liðunum, en Þór leiddi þá með 28 stigum. Snæfelling- ar tóku aðeins við sér og minnkuðu muninn í 20 stig fyrir lokafjórðung- inn. Það var síðan í upphafi hans að var sem þrýst hefði verið á einhvern rofa hjá heimamönnum. Þeir áttu mjög góðan leikkafla og náðu snar- lega að minnka muninn niður í tólf stig og síðan hægt og rólega í sjö stig þegar fjórar mínútur lifðu leiks. Nær komust þeir hins vegar ekki og gest- irnir höfðu að lokum tíu stiga sigur, 92-102. Sefton Barrett var atkvæðamestur Snæfells með 29 stig og 16 fráköst. Næstur honum kom Andreé Fares Michelsson með 19 stig og þeir Þor- bergur Helgi Sæþórsson, Árni Elmar Hrafnsson og Sveinn Arnar Davíðs- son skoruðu níu stig hver. Úrslit leiksins þýða að Snæfell er enn án sigurs á botni deildarinn- ar, átta stigum á eftir næstu liðum. Jólafrí er skollið á í Domino‘s deild karla og Snæfell leikur því næst á nýja árinu þegar liðið tekur á móti ÍR fimmtudaginn 5. janúar. kgk Snæfell fer stigalaust í jólafrí Sefton Barrett treður í leiknum gegn Þór. Reyndist þetta verða síðasti leikur hans fyrir Snæfell, því hann mun ekki snúa aftur í Hólminn eftir jólafríið. Nánar um það í annarri frétt í blaðinu. Ljósm. sá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.