Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 44

Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201644 Níræður á nagladekkjum Hinn níræði Ríkharður Jónsson, fyrrum bóndi í Gröf í Laxárdal, lætur ekki deigan síga þrátt fyrir háan aldur og hugsar betur um heilsuna en margir sem eru áratugum yngri en hann. Ríkharður stundar hjól- reiðar og hjólar á hverj- um einasta degi, að heita hvernig sem viðrar. Síðasta vetur fékk hann sér nagla- dekk undir reiðhjólið sitt og þeystist um götur Búð- ardals um hávetur. Vel lá á Ríkharði þegar fréttaritari heim- sótti hann á Silfurtún, þar sem hann er nú búsettur og minntist hann þess að hafa byrjað ungur að hjóla og fengið síðar reið- hjól í fermingargjöf. „Það var góð gjöf,“ sagði Ríkharður með áherslu í röddinni. Sleit hásin í tvígang Einn af virkari fréttariturum Skessuhorns er Tómas Freyr Krist- jánsson í Grundarfirði. Hann varð fyrir því óláni að slíta tvisv- ar hásin með skömmu milli. Fyrst slitnaði sinin þegar hann lék fótbolta með syni sínum í svokölluðum foreldrafótbolta á haust- mánuðum 2015. Hann var fluttur undir læknishendur til að- hlynningar og síðar tók við hefðbundið ferli bata og endurhæf- ingar. Bataferlið gekk að óskum þar til það fékk snöggan endi í byrjun febrúar. Þá var Tómas á gangi úr bílskúrnum sínum og fann smell í fætinum. Var hann þess fullviss að hrunið hefði snjór ofan af þakinu og lent aftan á fótlegg hans. „Ég leit við og þar var ekki neitt. Það rann upp fyrir mér hvað hefði gerst og þá gersam- lega féllust mér hendur. Ég skildi að hásinin hefði slitnað á nýj- an leik,“ sagði Tómas í samtali við Skessuhorn. Hann stóð engu að síður vaktina, tók myndir og flutti fréttir úr Grundarfirði eft- ir fremsta megni. Meirihlutinn féll í Borgarbyggð Snörp pólitísk átök hófust bak við tjöldin í Borgarbyggð snemma í febrúarmánuði. Síðdegis fimmtudaginn 11. febrúar var meiri- hlutasamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks formlega slitið, strax að loknum sveitarstjórnarfundi. Ágreiningur um skólamál á Hvanneyri réði úrslitum að upp úr slitnaði, en það var óneitanlega þyngsta mál sveitarstjórnarinnar það sem af er kjörtímabili og hafði ollið deilum sem ristu djúpt. Meðal ann- ars höfðu íbúasamtök Hvanneyrar lagt fram þá tillögu að þau fengju að stofna og reka sinn eigin grunnskóla en þær hugmynd- ir hlutu ekki náð fyrir augum sveitarstjórnarfulltrúa. Það var síð- an eftir nokkurt japl, jaml og fuður að lögð var fram tillaga, að frumkvæði sveitarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, þess efnis að hætta við ákvarðanir um lokun Andakílsskóla og færslu þriggja bekkja grunnskólans inn í leikskólann Andabæ. Tillagan var auk þess studd með atkvæðum minnihlutafulltrúa en Framsóknar- menn sátu hjá. Þreifingar um myndun nýs meirihluta voru hafn- ar fyrir áðurnefndan fund. Þá hafði Framsókn boðið fulltrúum Samfylkingar „upp í dans“, en Samfylking var í oddastöðu með tvo fulltrúa í sveitarstjórn og gat hafið samstarf við hvorn flokk- inn sem var af fráfarandi meirihlutaflokkum. Þessu boði Fram- sóknar höfnuðu Samfylkingarfulltrúar sem þótti vænlegra í ljósi þeirra málefna sem steytti á að hefja fyrst viðræður við Sjálfstæð- isflokkinn. Hófust þær strax um kvöldið og náðu flokkarnir sam- an nokkrum dögum síðar og stýrði sínum fyrsta sveitarstjórnar- fundi föstudaginn 24. febrúar. Kolfinna hætti og Gunnlaugur tók við Í kjölfar þess að meirihluti sveitarstjórnar í Borgarbyggð féll fimmtudaginn 11. febrúar, eins og sagt er frá í síðustu frétt að ofan, dró Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri sig í hlé frá störf- um daginn eftir. Samþykkti nýr sveitarstjórnarmeiri- hluti viku síðar að segja upp ráðningasamningi henn- ar og auglýsa starf sveitar- stjóra laust til umsóknar. Á vormánuðum var síðan ráð- inn nýr sveitarstjóri Borgar- byggðar, hagfræðingurinn Gunnlaugur A. Júlíusson. 112 deginum haldinn hátíðlegur Víða á Vesturlandi var 112 dagurinn haldinn hátíðlegur fimmtu- daginn 11. febrúar. Buðu björgunarsveitir og viðbragðsaðilar í landshlutanum og um allt land gestum og gangandi að líta við á opnu húsi og kynna sér starfsemina. Víða heimsóttu viðbragðs- aðilar skóla og fræddu grunnskólabörn að morgni dags áður en almenn dagskrá tók við síðdegis. Fullorðnir og börn virtu fyrir sér tækjakost viðbragðsaðila og yngri kynslóðin fékk jafnvel að máta sig við fararskjótana, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Eitt hlaupársbarn fæddist Hlaupársdagur fór heldur rólega af stað á fæðingadeild HVE á Akranesi og fram eft- ir degi var útlit fyrir að ekk- ert barn fæddist þann daginn. Það átti þó eftir að breytast, því kl. 21:15 fæddist stúlka, 48 sentímetra löng og 3.470 grömm að þyngd. Foreldr- ar stúlkunnar eru þau Dini Damayanti og Hafþór Páls- son, búsett á Akranesi. Hausaþurrkunarmál til lykta leitt Deilur um fiskþurrkun HB Granda á Akranesi voru bæði lang- ar og harðar. Þær hófust árið 2015 og hafa því gert annálsrit- ara kleift að nota sama brandarann tvö ár í röð. Í stuttu máli var tekist á um hvort samþykkja ætti tillögu að breyttu deiliskipu- lagi Breiðarsvæðisins, sem myndi heimila HB Granda að stækka verulega fiskþurrkunarverksmiðju fyrirtækisins, áður Lauga- fisk. Náðu átökin í bænum hámarki um mánaðamótin febrú- ar-mars þegar í gangi voru tveir undirskriftalistar og bæjarbú- ar ýmist hvattir til að leggja nafn sitt við áskorun til bæjarstjórn- ar um að samþykkja deiliskipulagstillöguna óbreytta eða fella hana. Íbúar tókust á um málið, bæði í aðsendum greinum á síð- um Skessuhorns, í umræðuhópum á netinu og á fundum. Mál- inu lauk ekki að sinni fyrr en bæjarstjórn Akraness samþykkti til- lögu að breyttu deiliskipulagi á fundi sínum 24. maí með fimm greiddum atkvæðum, en fjórir sátu hjá. Málinu er þar með lok- ið að hálfu bæjaryfirvalda og boltinn er nú hjá forsvarsmönnum HB Granda sem geta, að fengnu framkvæmdaleyfi, hafið bygg- ingu nýrrar og talsvert stærri fiskþurrkunar á Breiðarsvæðinu í samræmi við deiliskipulag. Stærsta einstaka verkefni Skagans Skaginn hf. á Akranesi, ásamt samstarfsfyrirtækum sínum Frost ehf. og Rafeyri ehf. á Akureyri, samdi í marsbyrjun við Eskju hf. á Eskifirði um smíði og uppsetningu á búnaði í nýja verk- smiðju fyrir vinnslu á uppsjávarfiski til manneldis á Eskifirði. Verksmiðjan verður í nýju sjö þúsund fermetra húsnæði. Stefnt er að því að þar verði hægt að frysta um 700 til 900 tonn afurða á sólarhring með tólf plötufyrstum með stækkunarmöguleika í 1.200 tonn með 16 plötufyrstum, smíðuðum hjá Þorgeiri&Ell- ert á Akranesi. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er heildar- verðmæti samningsins á fjórða milljarð króna. Þetta er einungis hluti af verkefnum Skagans sem hefur á liðnum árum vaxið gríð- arlega og er eitt öflugasta fyrirtæki í heiminum á sínu sviði. Kæli- tækni sem þar hefur verið þróuð á ekki síst þátt í velgengninni. Umhleypingar en lítið tjón Önnur vika marsmánaðar einkenndist af umhleypingatíð um allt vestanvert landið. Sérstaklega var fimmtudagurinn slæmur, en þá gerði asahláku með tilheyrandi vatnavöxtum. Krapaflóð féllu úr Ólafsvíkurenni og flæddi inn í lifrarvinnsluna Ægi í Ólafsvík. Mjög hvasst var og fór vindur upp undir 50 m/sekúndu í hviðum undir Hafnarfjalli. Um kvöldið bætti aftur í vind með öskubyl til fjalla og urðu fjallvegir ófærir. Aðeins dró úr en á föstudags- kvöld var hávaðarok um allt Vesturland. Verst var veðrið þó á sunnudegi og þar til aðfararnótt mánudags þegar djúp lægð gekk yfir vestan- og norðvestanvert landið. Sinntu björgunarsveit- ir fjölmörgum útköllum vegna veðursins um kvöldið og fram á nótt. Þrátt fyrir veðrið var blessunarlega lítið um alvarlega fok- skemmdir og engin slys urðu á fólki. Risaþorskur dreginn úr Faxaflóa Óvenjumikið af stórþorski veiddist á innanfélagsmóti Sjóstangveiðifélagsins Skipa- skaga á Akranesi um miðjan marsmánuð, fyrir hrygning- arstopp og á meðan stór- þorskurinn er enn í Faxa- flóa. Meðalþyngd fiskanna var fyrir vikið 9,5 kíló sem er töluvert hærri en þau 1,5 til 2 kg sem er hefðbundn- ari meðalvigt í mótum sem þessum. Meðal fiska sem komu upp úr hafinu var risa- þorskur, 37,5 kg sem Gunnar Jónsson leikari dró úr sjó. Bend- ir allt til þess að þar fari stærsti þorskur sem veiðst hefur við Ís- landsstrendur. Opinbert Íslandsmet er þó ekki fallið, því fiskar veiddir á innanfélagsmótum teljast ekki með í landsmetum. Met- ið er því enn skráð 26 kg. Hótel stækkuð og gististaðir opnaðir Vaxandi fjöldi ferðamanna sem sækir landið heim hefur kom- ið vel við vestlenska ferðaþjóna. Hótel og gistipláss hafa verið þéttsetin og víða spretta upp nýir gististaðir. Til að mæta vax- andi eftirspurn réðust hótelrekendur víða á Vesturlandi í stækk- anir á árinu sem er að líða. Stækkað var á Hótel Hamri í Borgar- nesi, á Húsafelli í Borgarfirði auk þess sem enn stendur yfir viða- mikil stækkun Fosshótels Reykholti og Hótel Langaholti á Snæ- fellsnesi. Þá hafa hótelrekendur á Búðum á Snæfellsnesi hug á stækkun og einnig er hugur í forsvarsmönnum Hring Hotels að stækka Hótel Stykkishólm, svo fátt eitt sé nefnt. Einnig hafa ver- ið opnaðir nýir gististaðir á árinu sem er að líða, til dæmis Hótel Fransiskus í Stykkishólmi, Sauðafell Guesthouse í Dölum, Álfta- land á Reykhólum, Kastalinn í Búðardal og Öxl á Snæfellsnesi, svo fáein dæmi séu útlistuð. Þá er ótalinn fjöldi áningarstaða, veitingastaða, uppbygging afþreyingarmöguleika hvers kyns og annarra þjónustufyrirtækja sem ný eru á árinu 2016. Á meðfylgj- andi mynd má sjá vaskan hóp iðnaðarmanna sem vann að stækk- un Hótels Húsafells í sumar. Forsætisráðherra sagði af sér Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráð- herra Íslands í kjölfar Wintris-málsins svokallaða. Í örstuttu máli Framhald á næstu opnu Fréttaannáll ársins 2016 í máli og myndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.