Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 103

Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 103
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2016 103 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Skallagrímur mætti Grindavík í síð- ustu umferð Domino‘s deildar karla í körfuknattleik fyrir hátíðirnar. Leikið var í Borgarnesi á fimmtu- dag. Grindvíkingar náðu forystunni snemma leiks og leiddu nánast allan tímann og þó Skallagrímsmenn hafi sjaldnast verið langt undan þá náðu þeir sér einhvern veginn aldrei al- mennilega á strik. Að lokum fór svo að gestirnir höfðu sigur, 80-95 og Skallagrímur verður því um miðja deild yfir jólin. Jafnræði var með liðunum í upp- hafi leiks en Grindvíkingar höfðu þó heldur yfirhöndina og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 23-26. Skallagríms- menn svöruðu fyrir sig í öðrum fjórðungi og jöfnuðu þegar hann var hálfnaður. Grindvíkingar tóku aftur forystuna en Skallagrímsmenn luku fyrri hálfleik af krafti og komust yfir. Þeir leiddu með einu stigi í hléinu, 43-42. Grindvíkingar komust yfir á nýj- an leik strax eftir hléið og leikurinn var mjög jafn og spennandi þar sem gestirnir leiddu með örfáum stig- um þar til seint í þriðja leikhluta. Þá tóku þeir góðan sprett og náðu tíu stiga forskoti fyrir lokafjórðunginn, 60-70. Skallagrímsmenn náðu ekki að svara fyrir sig í fjórða leikhluta og gestirnir höfðu nokkuð þægilega forystu allt til loka. Þegar leiktíminn var liðinn munaði 15 stigum á liðun- um, Grindvíkingar sigruðu 80-95. Flenard Whitfield fór fyrir liði Skallagríms með 28 stig og 15 frá- köst. Næstur honum kom Darrell Flake með 19 stig og sex fráköst og Sigtryggur Arnar Björnsson lauk leik með 16 stig og sex stoðsend- ingar en aðrir höfðu minna. Úrslit leiksins þýða að Skallagrím- ur mun sitja í sjötta sæti deildarinn- ar á meðan deildin er í jólafríi. Liðið hefur tíu stig, jafn mörg og Þór Þor- lákshöfn og Keflavík í sætunum fyr- ir neðan en tvö stig eru í Þór Akur- eyri í sætinu fyrir ofan. Skallagrímur leikur næst á nýju ári, fimmtudaginn 5. janúar, þegar liði tekur á móti Haukum í Borgar- nesi. kgk Náðu sér aldrei almennilega á strik Reynsluboltinn Darrell Flake átti prýðilegan leik. Ljósm. Skallagrímur/ Gunnlaugur Auðunn Júlíusson. Í síðustu umferð Domino‘s deild- ar kvenna í körfuknattleik fyr- ir jólafrí mættust nýliðar Skalla- gríms og Njarðvíkur. Leikið var suður með sjó og hafði Skallagrím- ur betur, 72-78 en lokatölur leiks- ins gefa þó ekki rétta mynd af yfir- burðum Skallagrímskvenna í leikn- um. Snemma lögðu þær grunn að sigrinum og það var ekki fyrr en í lokin að Njarðvík tók að minnka muninn. Jafnt var á með liðinum í blábyrj- un leiksins en síðan ekki söguna meir. Skallagrímskonur settu í flug- gírinn í stöðunni 6-6, hertu varn- arleik sinn til muna og sýndu hví- lík gæða búa í liðinu á góðum degi. Þær kafsigldu Njarðvík það sem eft- ir lifði fyrsta leikhluta og að honum loknum höfðu þær tíu stiga forskot, 11-21. Þær héldu síðan uppteknum hætti í öðrum fjórðungi. Heima- konur áttu engin svör við varnar- leik Skallagríms og köstuðu boltan- um ítrekað frá sér. Skallagrímskon- ur fengu því auðveld stig úr hraða- upphlaupum en auk þess nýttu þær skotin sín vel. Þær voru einfaldlega miklu betri í fyrri hálfleik, mun ákveðnari og leiddu mjög afgerandi í hálfleik, 26-47. Leikmenn Njarðvíkur mættu mun ákveðnari til síðari hálfleiks, tóku á sig rögg í vörninni og náðu aðeins að minnka muninn. Skalla- grímskonur voru ef til vill orðnar örlítið værukærar en engu að síð- ur höfðu þær 19 stiga forystu fyrir lokafjórðunginn og voru með unn- inn leik í höndunum. Njarðvíking- ar héldu áfram að kroppa aðeins af forskotinu í lokafjórðungnum. Skallagrímur svaraði þó fyrir sig og náði 20 stiga forskoti á tímabili en heimaliðið var mun sterkara á loka- mínútum leiksins þar sem þær skor- uðu 19 stig gegn aðeins fimm stig- um Skallagríms. Það dugði þó ekki til neins nema minnka muninn því Skallagrímur sigraði með sex stig- um, 72-78. Tavelyn Tillman var atkvæða- mest í liði Skallagríms með 31 stig en Cameron Tyson-Thomas gerði 36 stig fyrir gestina. Sökum bilunar í tölfræðiskráningu KKÍ er ítarlegri tölfræði ekki aðgengileg og er beð- ist velvirðingar á því. Sigur Skallagríms gerir það að verkum að liðið heldur þriðja sæti deildarinnar yfir hátíðirnar. Lið- ið hefur 18 stig eftir 13 leiki, jafn mörg og Snæfell í sætinu fyrir ofan en fjórum stigum á undan Stjörn- unni sem situr í fjórða sæti. Næst leikur Skallagrímur laugar- daginn 7. janúar næstkomandi þeg- ar liðið tekur á móti Val í Borgar- nesi. kgk Tavelyn Tillman dró vagninn í liðið Skallagríms sem kafsigldi Njarðvík í fyrri hálfleik og gerði þar með út um úrslit leiksins. Ljósm. Skallagrímur/ Ómar Örn Ragnarsson. Skallagrímur gerði út um leikinn í fyrri hálfleik Skagamenn fóru vestur til Ísafjarðar síðastliðinn föstudag og mættu liði Vestra í 1. deild karla í körfuknatt- leik. Eftir að nokkuð jafnræði hafði verið með liðunum framan af leik stungu heimamenn af um miðjan annan fjórðung og unnu að lokum stórsigur, 103-63. Vestramenn byrjuðu betur en ÍA minnkaði muninn í eitt stig um miðjan upphafsleikhlutann. Leik- urinn var nokkuð jafn eftir það, en heimamenn höfðu þó heldur yfir- höndina og leiddu með þremur stig- um eftir fyrstu tíu mínúturnar. Þeir juku síðan forskot sitt í sex stig í upp- hafi annars fjórðungs en Skagamenn spyrntu við fótum, reyndu að halda í við heimamenn og minnkuðu mun- inn í fjögur stig. Það var síðan um miðjan annan leikhluta að heima- menn gáfu allt í botn og stungu af. Þeir skoruðu hverja körfuna á fæt- ur annarri og Skagamenn áttu eng- in svör. Í hléinu munaði 18 stigum á liðunum, Vestri leiddi 48-30 og heimamenn komnir í ansi hreint vænlega stöðu. Leikmenn ÍA náðu ekki að svara fyrir sig og koma til baka í síð- ari hálfleik. Vestramenn juku for- skot sitt lítillega í þriðja leikhluta og bættu enn við í lokafjórðungnum. Þegar leiktíminn hafði runnið sitt skeið á enda var forskot þeirra orðið 40 stig. Þeir sigruðu með 103 stig- um gegn 63. Derek Shosue skoraði 23 stig fyr- ir ÍA og tók níu fráköst. Sindri Leví Ingason skoraði 11 stig og Sigurður Rúnar Sigurðsson var með tíu stig og sjö fráköst en aðrir höfðu minna. Skagamenn sitja í áttunda og næstneðsta sætinu með sex stig þeg- ar deildin fer í jólafrí, fjórum stig- um frá næstu liðum fyrir ofan en vel á undan stigalausu botnliði Ár- manns. Fyrsti leikur ÍA á nýja árinu verður einmitt gegn botnliðinu, en hann verður leikinn fimmtudaginn 5. janúar í íþróttahúsinu við Vestur- götu á Akranesi. kgk Skagamenn fengu skell fyrir vestan Derek Shosue og félagar hans í ÍA höfðu ekki erindi sem erfiði vestur á Ísafirði. Ljósm. úr safni/ jho. Sefton Barrett hefur leikið sinn síð- asta leik með Snæfelli í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Hann fer af landi brott í jólafrí, eins og svo margir erlendir leikmenn, en mun ekki snúa aftur eftir áramót. Má því ætla að Snæfell tefli fram nýjum er- lendum leikmanni þegar keppni hefst í deildinni á nýjan eftir hátíðirnar. Sefton skoraði 21 stig að meðaltali í leik með Snæfelli, tók 11,3 fráköst og gaf 3,1 stoðsendingu. Ingi Þór Steinþórsson hefur hins vegar gagn- rýnt hugarfar leikmannsins nokkuð í viðtölum undanfarin misseri og nú er ljóst að hann mun ekki leika meira með liðinu. Snæfell hefur átt afar erfitt upp- dráttar það sem af er vetri. Liðið vermir botnsæti deildarinnar og er án sigurs eftir fyrri umferð deildar- keppninnar, en átta stig eru í næstu lið fyrir ofan. kgk Snæfell sendir Sefton heim Sefton Barrett treður í leik með Snæfelli. Ljósm. úr safni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.