Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Page 6

Skessuhorn - 21.12.2016, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 20166 Heimilis- ofbeldi tilkynnt yfirvöldum VESTURLAND: Tvö heimilisofbeldismál komu upp í umdæmi Lögregl- unnar á Vesturlandi í lið- inni viku. Annað var á Akranesi en hitt í Borgar- nesi. Að sögn lögreglu voru börn á báðum heimilunum og var viðkomandi barna- verndaryfirvöldum tilkynnt um málin. -mm Óhöpp án slysa VESTURLAND: Einn ökumaður var tekinn grun- aður um akstur undir áhrif- um fíkniefna í vikunni sem leið. Að sögn lögreglu voru fimm umferðaróhöpp í umdæmi LVL í vikunni, en öll voru þau án teljandi meiðsla að því best er vitað og allir með öryggisbelt- in spennt. Talið er að öku- maðurinn hafi sofnað und- ir stýri er bíll fór útaf Akra- fjallsvegi sunnan Akrafjalls í vikunni. Bíllinn valt ekki en fór nokkurn spöl með- fram veginum og hafn- aði að endingu ofan í veg- skurði. Ökumann og far- þega sakaði ekki en þeir voru báðir í öryggisbeltum. Stóðu þeir á þaki bílsins er lögreglan kom á staðinn en töluvert vatn var í skurð- inum. Kranabíll var feng- inn til að ná bílnum upp úr skurðinum. Þá missti öku- maður fólksbíl sinn útaf í hálku á Snæfellsnesvegi við Brúarland á Mýrum sl. fimmtudag og valt bíllinn heilan hring og staðnæmd- ist hálfur ofan í vegskurði. Ökumann og farþega sak- aði ekki en þeir voru báð- ir í öryggisbeltum. Ætluðu þeir þó til öryggis að fara í læknisskoðun. -mm Brotist inn í hótelafgreiðslu BORGARFJ: Aðfararnótt sunnudagsins var farið inn í af- greiðslu Hótel Bifrastar og stol- ið þar nokkrum munum og lítil- ræði af peningum. Að sögn lög- reglu hafðist upp á þjófunum sem reyndust tveir saman. Við yfirheyrslur játuðu þeir verkn- aðinn. Þýfinu höfðu þeir skipt á milli sín en það fannst á heim- ilum þeirra og var því komið til skila. -mm Sjómenn felldu kjarasamninga LANDIÐ: Í síðustu viku kom í ljós að sjómenn höfðu með mikl- um mun fellt kjarasamningana sem skrifað var undir 11.-15. nóvember síðastliðinn við SFS. Ótímabundið verkfall stéttar- félaganna hófst strax um kvöld- ið. Síðar í vikunni felldu vélstjór- ar einnig sinn samning og er því allsherjar verkfall í gangi á öllum stærri skipum flotans. -mm Háskólar í fordæmalausri stöðu LANDIÐ: „Ljóst er að þær fjárhæðir sem háskólum lands- ins eru ætlaðar samkvæmt fyr- irliggjandi fjárlagafrumvarpi standa ekki undir því mikilvæga starfi sem skólarnir sinna,“ seg- ir í yfirlýsingu frá rektorum allra íslensku háskólanna. „Háskólar í nágrannaríkjum okkar fá tvö- falt hærri framlög á hvern nem- anda og endurspeglar það raun- verulegan kostnað háskólastarfs. Til þess að ná meðaltali framlaga í OECD-ríkjunum þarf 8 millj- arða kr. til viðbótar við þá fjár- hæð sem gert er ráð fyrir í fjár- lagafrumvarpinu og 16 milljarða kr. þarf til að ná meðaltali Norð- urlandanna. Háskólar á Íslandi eru því í fordæmalausri stöðu,“ segja rektorarnir og bæta því við að niðurskurður síðustu ára og viðvarandi undirfjármögn- un ógni öllu starfi háskólanna og komi í veg fyrir nauðsynlega þróun. -mm Varamaður á þing NV-KJÖRD: Hafdís Gunn- arsdóttir, sem skipar fjórða sæt- ið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, tók í síð- ustu viku sæti á þingi. Leysir hún Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur af, en hún er í fæð- ingarorlofi. Hafdís býr á Ísafirði og starfar sem forstöðumaður liðveislu hjá Ísafjarðarbæ. -mm Falleg ljós sem lýsa upp tré í Garða- lundi hafa nú verið kveikt og fá að loga á aðventunni. Ljósin eru köll- uð „Ljósin hans Gutta“ og er um að ræða samfélagsverkefni sem Hollvinir Grundaskóla, skólafólk á Akranesi og fleiri standa að í minn- ingu um Guðbjart Hannesson, fyrrverandi skólastjóra Grunda- skóla, bæjarfulltrúa, alþingismann og ráðherra. Guðbjartur, eða Gutti eins og hann var ávallt kallaður, lést 23. október á síðasta ári. Í fréttatil- kynningu frá Grundaskóla segir að ljósunum sé ætlað að gleðja bæjar- búa en í störfum sínum lagði Gutti mikla áherslu á að menn hefðu bjartsýni og framfarir að leiðarljósi í öllum verkum. „Sem skólastjóri studdi hann dyggilega við verk- og listgreina- starf og munu ljósin hans Gutta lýsa okkur áfram veginn á því sviði.“ Þá segir einnig að ljósin vísi til skólaverkefnis þar sem grunn- skólarnir á Akranesi og tónlistar- skólinn munu í sameiningu standa að leiklistarverkefni í Garðalundi, þar sem ungt og hæfileikaríkt fólk mun leika og spila á hljóðfæri fyr- ir bæjarbúa. Er markmiðið að gera árlegan listgjörning þar sem fjöl- skyldur koma saman og skemmta sér saman í Garðalundi. Leitin að jólasveininum sem haldin var síð- astliðið föstudagskvöld er fyrsta skrefið í því verkefni. „Ljósin hans Gutta er verkefni sem er ætlað að auka samstarf skólastofnana á Akra- nesi, verkefni sem er ætlað að auka samkennd og gleði í samfélaginu á Akranesi, verkefni sem er ætlað að hafa börn og barnamenningu í for- grunni.“ grþ „Ljósin hans Gutta“ lýsa í Garðalundi Ljósin hans Gutta lýsa fallega í skammdeginu í Garðalundi. Ljósm. jho. Peningastefnunefnd Seðlabanka Ís- lands lækkaði í morgun vexti bank- ans um 0,25 prósentustig. Megin- vextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,0%. Í yfirlýsingu nefndarinnar nefndinni segir að ákvörðunin um að lækka vexti sé tekin með hliðsjón af síðustu spá auk nýrra upplýsinga. „Gengi krónunnar hefur hækkað um 1,5% frá síðasta fundi nefndarinnar og er nú þegar orðið nokkru hærra en spáð var að það yrði að meðaltali á næsta ári. Þá er samsetning hagvaxtar hag- stæðari en spáð var í nóvember að því leyti að útflutningur og atvinnu- vegafjárfesting vega þyngra. Hvort tveggja hefur áhrif á áhættumat nefndarinnar. Sem fyrr er töluverð óvissa um stefnuna í ríkisfjármál- um, en aðhald hennar hefur slaknað nokkuð undanfarin tvö ár og enn er óljóst hver efnahagsstefna næstu rík- isstjórnar verður. Þá gætir áfram óróa á vinnumarkaði og óvissa er um áhrif næstu skrefa við losun fjármagns- hafta,“ segir í yfirlýsingunni. Þjóðhagsreikningar fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2016 sýna meiri hag- vöxt en Seðlabankinn spáði í nóvem- bermánuði. Vöxtur þjóðarútgjalda var svipaður og spáð var en samsetn- ing hans önnur. Atvinnuvegafjárfest- ing jókst meira en einkaneysla minna og þá var vöxtur útflutnings einnig meiri en spáð hafði verið. Munar þar fyrst og fremst um þjónustuútflutn- ing. Metafgangur var á viðskipta- jöfnuði á þriðja ársfjórðungi. Verðbólga mældist 2,1% í nóvem- ber og hefur hún haldist undir mark- miði í tæp þrjú ár, þrátt fyrir mikl- ar launahækkanir og öran vöxt eft- irspurnar. „Þar vega þungt hagfelld ytri skilyrði og hækkun á gengi krón- unnar en ekki síður aðhaldssöm pen- ingastefna sem hefur skapað verð- bólguvæntingum kjölfestu,“ seg- ir í yfirlýsingunni. „Kjölfesta verð- bólguvæntinga við verðbólgumark- miðið virðist hafa styrkst og að- hald peningastefnunnar að einhverju leyti aukist í gegnum hækkun gengis krónunnar. Það gefur nefndinni svig- rúm til að lækka nafnvexti nú,“ seg- ir í yfirlýsingu nefndarinnar sem þó mælir með því að stigið verði varlega til jarðar við ákvörðun vaxta. „Eigi að síður kalla kröftugur vöxtur eftir- spurnar og ofangreindir óvissuþætt- ir á varkárni við ákvörðun vaxta. Að- haldsstig peningastefnunnar á kom- andi misserum mun ráðast af fram- vindu efnahagsmála og annarri hag- stjórn.“ kgk Stýrivextir lækkaðir í fimm prósent
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.