Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 46

Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201646 komust fjölmiðlar víða um Evrópu undir gögn frá fyr- irtæki í Panama sem sýndu fram á tengsl fjölmargra stjórnmálamanna, kaup- sýslumanna, íþróttamanna og ýmissa þekktra einstak- linga við fyrirtæki í skatta- skjólum. Meðal annars fundust í gögnunum nöfn forsætisráðherra Sigmund- ar Davíðs Gunnlaugsson- ar og ráðherranna Bjarna Benediktssonar og Ólafar Nordal, auk fjögurra þáverandi og fyrrverandi borgarfulltrúa. Ákváðu fjölmiðlar að vinna saman að rannsókn þessara gagna og fjalla um málið á sama tíma, sunnudaginn 3. apríl kl. 18 að ís- lenskum tíma. Þá var sýndur á RÚV Kastljóssþáttur sem verð- ur lengi í minnum hafður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra sat þá fyrir svörum og endaði með því að hann gekk út úr viðtalinu þegar hann beðinn um að útskýra tengsl sín við aflandsfélagið Wintris. Tveimur dögum eftir sýningu þáttar- ins sagði Sigmundur Davíð síðan af sér sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra tók við forsætis- ráðuneytinu af honum. Síðan hefur ýmislegt gengið á. Sigmund- ur neitaði að víkja sem formaður Framsóknarflokksins en varð að lokum að játa sig sigraðan þegar flokksmenn völdu nýjan for- mann á flokksþingi, Sigurð Inga. Sigmundur Davíð hlaut engu að síður oddvitasætið í NA-kjördæmi og tók sæti á þingi eftir ný- lega afstaðnar kosningar. Fullkomin steinefnaþvottastöð tekin í notkun Efnisvinnslan Tak-Malbik ehf. tók í notkun nýja og mjög full- komna steinefnaþvottastöð í malarnámunni að Hólabrú við ræt- ur Akrafjalls. Aðeins er ein sambærileg stöð fyrir í landinu. Stöð- in er af gerðinni CDE 2500 og er mikið mannvirki, kostaði upp- sett um 220 milljónir króna. Nýja þvottastöðin gerir Tak-Mal- biki kleift að skapa aukin verðmæti úr þeim efnum sem unnið er með fyrir sakir hreinsunar og flokkunar. Sagði Halldór Gunn- laugsson, einn þriggja eigenda fyrirtækisins, að kröfur efniskaup- enda færu vaxandi hvað varðar grófleika og hreinleika efnisins. „Til að uppfylla þær kröfur þurftum við nýjar og betri græjur,“ sagði hann í samtali við Skessuhorn. „En nú getum við einnig hreinsað fínna efni og selt sem hágæða hráefni til steypuvinnslu, efnis sem áður var umframefni hjá okkur,“ bætti hann við. Á Hólabrú kepptust menn síða við að hreinsa efni og byggja upp lager fyrir veturinn, en um þúsund tonn af efni á dag fóru í gegn- um þvottastöðina. Rekstur stöðvarinnar hefur gengið mjög vel frá opnun, samkvæmt heimildum Skessuhorns. Tvö sveitarfélög fengu úr Fjarskiptasjóði Úthlutað var úr Fjar- skiptasjóði til ljósleið- aravæðingar landsins í tengslum við verkefnið Ísland ljóstengt. Alls voru 450 milljónir til ráðstöf- unar úr sjóðnum á síð- asta ári og áætlað að verði að tengja um 1100 heim- ili fyrir þann aur. Sem kunnugt er er unnið að því víða um land þessi misserin að reyna að koma á skaplegri internettengingu fyrir íbúa til sjávar og sveita. Af sveitarfélögum vestlenskum var bæði Borgarbyggð og Eyja- og Miklaholtshreppi boðinn styrk- ur úr Fjarskiptasjóði á árinu sem leið. Tvö önnur höfðu sótt um, Snæfellsbær og Dalabyggð. Mótmæltu Dalamenn harðlega framkvæmd úthlutana og þykir óeðlilegt að sveitarfélög séu lát- in keppa sín í milli um úthlutanir ríkisfjár. Auk þess komu þeir á framfæri þeirri skoðun sinni að dreifbýl sveitarfélög sem hafi átt undir högg að sækja, ættu að njóta forgangs við slíkar úthlut- anir. Ljósleiðaravæðing sveitarfélaga á Vesturlandi er enn í full- um gangi og verður næstu árin. Þá eru enn önnur sveitarfélög að vinna að áætlunum um ljósleiðaravæðingu og bætt fjarskipti. Þjóðgarðsmiðstöð mun rísa á Hellissandi Ákveðið var á vormánuðum að hefja byggingu Þjóðgarðsmið- stöðvar á Snæfellsnesi. Það tilkynnti umhverfisráðherra á Um- hverfisþingi. Fimmtíu milljónir verða lagðar í verkið fyrst um sinn en áætlað er að miðstöðin kosti fullbúin um 300 milljónir króna. Bygging Þjóðgarðsmiðstöðvar á sér nokkurn aðdraganda, en árið 2006 ákvað Snæfellsbær og Umhverfisstofnun að efna til samkeppni um hönnun þjónustumiðstöðvar Þjóðgarðsins Snæ- fellsjökuls á Hellissandi. Um þremur árum síðan kom fram í fréttum Skessuhorns að Teiknistofan Arkís ehf. hefði orðið hlut- skörpust í þeirri keppni. Voru þá kynntar hugmyndir um bygg- ingu Jökulhöfða á Hellissandi. Gjaldþrot bankanna og þrenging- ar í ríkisfjármálum ollu því hins vegar að máli var sett á ís þar til í vor að ráðherra ákvað að hafist yrði handa. Notaðar verða teikn- ingar þær sem legið hafa fyrir og tók Sigrún Magnúsdóttir um- hverfisráðherra fyrstu skóflustunguna að Jökulhöfða 12. ágúst. Norðurál og Landsvirkjun framlengdu orkusamning Samkomulag náðist milli Landsvirkjunar og Norðuráls um end- urnýjun raforkusamnings fyrirtækjanna fyrir 161 MW á kjör- um sem endurspegla raforkuverð á mörkuðum í Norður-Evr- ópu. Eftirlitsstofnun EFTA hefur síðan tekið samninginn til formlegrar og endanlegrar umfjöllunar og lagt blessun sína yfir hann. Hinn endurnýjaði raforkusamningur nær til fjögurra ára og hljóðar upp á 161 MW, sem er nær þriðjungur af orkuþörf álvers Norðuráls á Grundartanga. Hann tekur gildi í nóvember 2019 og gildir til loka árs 2023. Núverandi samningur verður því áfram í gildi út októbermánuð árið 2019. Þrjár reiðskemmur rísa á Snæfellsnesi Límtré-Vírnet reisir reiðskemmur fyrir Hesteigendafélag Stykk- ishólms, Hesteigendafélagið Hring í Ólafsvík og ferðaþjónustu- bændurna Agnar og Jóhönnu á Lýsuhóli í Staðarsveit. Skrifað var undir samninga um byggingu þessara þriggja reiðskemma í sumar. Ekki leið á löngu þar til framkvæmdir gátu hafist og gengur bygging reiðskemmanna þriggja samkvæmt áætlun. Víðgelmir nær öllum aðgengilegur Hjónin Stefán Stefánsson og Þórhalla Laufey Guð- mundsdóttir keyptu á síð- asta ári jörðina Fljótstungu í Borgarfirði, en henni til- heyrir hellirinn Víðgelmir. Var á árinu hafist handa við að gera hellinn aðgengileg- an nánast öllum sem eiga leið hjá. Komið var fyr- ir tréstiga, göngupöllum og mikilli lýsingu í hellinum, auk þess sem byggð var móttaka fyrir hellinn í Fljótstungu. Hlutu rekstr- araðilar Víðgelmis fyrir framtak sitt nýsköpunarverðlaun SSV 2016. „Ásetningur okkar var að búa til neðanjarðarævintýri og það tókst,“ sagði Stefán þegar hann veitti verðlaununum viðtöku og kvaðst líta björtum augum til framtíðar, reiðubúinn að taka á móti enn fleiri gestum á árinu 2017. Hvalsuggi í Pampoil garðinum Grundfirðingurinn Unnsteinn Guðmundsson smíðaði í sumar listaverk, stærðarinnar hvalsugga, sem nú prýðir Paimpol garð- inn í Grundarfirði. Hugmyndina að listaverkinu fékk hann þar sem hann reri á kajak árið 2013 á spegilsléttum Grundarfirðinum þegar skyndilega kom hvalurinn Thunderstorm syndandi og reis uggi hans upp rétt fyrir framan hann. Segir hann það hafa ver- ið magnaða upplifun og orðið honum innblástur við smíði stytt- unnar af ugga Thunderstorm sem komið var á sinn stað í Paim- pol garðinum í júnímánuði. Vilja sameinast á Snæfellsnesi Sameiningarhugur er í stjórnendum sveitarfélaga á Snæfells- nesi, en mismikill þó. Í sumar lýsti bæjarstjórn Stykkishólmsbæj- ar yfir áhuga á að ræða sameiningu fjögurra sveitarfélaga; Stykk- ishólmsbæjar, Helgafellssveitar, Grundarfjarðarbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps. Í Snæfellsbæ mátu menn stöðuna svo að sameining væri ekki vænlegur kostur að svo búnu máli. Í kjölfar þess urðu stjórnendur Eyja- og Miklaholtshrepps síðar afhuga hugmyndinni. Þeim fannst ekki vænlegt að ræða sameiningu án Snæfellsbæjar og töldu eðlilegt að sveitarfélögin á sunnanverðu Nesinu væru samstíga þegar kæmi að hugsanlegri sameiningu. Forsvarsmenn Stykkishólmsbæjar, Helgafellssveitar og Grund- arfjarðarbæjar hafa hins vegar haldið óformlegum viðræðum áfram og í októberbyrjun var bæjarstjóra Stykkishólms falið að undirbúa formlegar viðræður við stjórnendur hinna sveitarfélag- anna tveggja. Guðni Th. kjörinn forseti Íslands Íslendingar gengu til kosninga laugardaginn 25. júní og völdu sér forseta. Níu frambjóðendur gáfu kost á sér til embættisins en þegar talið hafði verið upp úr kössunum fór svo að Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hlaut flest atkvæði, 71.356 talsins sem nemur 39,1% fylgi. Kjörsókn var fremur góð, eða 75,7%. Í öðru sæti hafnaði Halla Tómasdóttir með 27,9% atkvæða en í því þriðja var Andri Snær Magnason með 14,3%, þá Davíð Odds- son með 13,7% og í fimmta sæti Sturla Jónsson með 3,5%. Aðrir frambjóðendur fengu innan við eitt prósent fylgi. Guðni Th. er sjötti forseti Íslands, 48 ára sagnfræðingur og fimm barna faðir. Hann er giftur Elizu Reid og eiga þau saman fjögur börn, en fyrir átti Guðni eina dóttur. Tók Guðni við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn og flutti fjölskyldan að Bessastöðum. Álfar frá eyjunni grænu Bæjar- og héraðshátíðir eru haldnar í nær öllum sveitarfélögum á Vesturlandi og var engin undantekning á því í ár. Bæjarhátíðin Írskir dagar fór venju samkvæmt fram á Akranesi fyrstu helgina í júlí. Þótti hún takast með ágætum þó hefði mátt vera hlýrra í veðri framan af helginni. Margir Skagamenn nýta tækifærið og klæddu sig upp, en þegar kom að klæðaburði Írskra daga í ár stóðu engir þeim Halldóri Hallgrímssyni og Þórólfi Guðmunds- syni á sporði. Klæddust þeir einhverjum „írskustu“ jakkafötum sem sést hafa og engu líkara en mættir væru á Akranes álfar frá eyjunni grænu. Er þá ekki átt við eyjuna grænu sem Bubbi Mort- hens söng um með Egó, heldur hina einu sönnu Grænu eyju; Ír- land. Framhald á næstu opnu Fréttaannáll ársins 2016 í máli og myndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.