Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 96

Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 96
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201696 Samúel Þór Guðjónsson kallar sjálfan sig radíóamatör, en hann hefur frá unga aldri haft brennandi áhuga á fjarskiptum og raftækjum. Hann segir að flestir innan radíó- amatörabransans hafi bent á hann árið 2012 þegar tveir Bandaríkja- menn voru að leita sér að sam- starfsmanni til að senda upp loft- belg á Íslandi. Þeir komust í sam- band við Samúel í gegnum Há- skólann í Reykjavík. Samúel hafði þá nýlokið samstarfi við háskólann þar sem gerðar voru tilraunir með að senda loftbelgi upp í himin- hvolfin. Í þannig verkefnum skipt- ir miklu að geta fundið loftbelg- inn aftur og þar koma fjarskiptin til sögunnar. Undarleg hugmynd um norðurljósin Bandaríkjamennirnir voru Eric Adamsons og Heins Kim, sem báðir eru á listrænum brautum í lífinu. Eric hefur meðal annars búið til heimildamyndir. Ætlunin var að taka myndir af norðurljós- unum, en þá langaði að gera það á allt annan hátt en áður hefur ver- ið gert. Hugmyndin var að senda myndavél upp í norðurljósin með loftbelg og ná þannig að sjá inn í norðurljósin sjálf. Fljótlega kom þó í ljós að norðurljósin eru mun hærra uppi en loftbelgur getur náð. Til að ná upp í norðurljósin þarf að nota eldflaugar. Þá kemur Samúel til sögunnar. Eric, Heins og Samúel stofnuðu saman fyrir- tæki í kringum hugmyndina, sem heitir Birfröst Aurora og er með höfuðstöðvar á Púertó Ríkó, þar sem Eric býr. Heimildarmynd um norðurljósin Samúel er alinn upp á Akranesi og hefur sterka tenginu við bæinn enn í dag, þrátt fyrir að búa í Reykja- vík. „Ég er alltaf með annan fót- inn á Akranesi. Ég er með verk- stæðið mitt þarna og allt frænd- fólkið mitt býr þar,“ segir Samú- el en það er sjaldan dauð stund í kringum hann. Hann grúskar mik- ið við jeppa og fjarskiptabúnað og er alltaf með eitthvað verkefni fyr- ir framan sig. Hvort sem það teng- ist áhugamálum, vinnu eða Bifröst Aurora. Tilgangurinn með verkefninu, sem er að mestu gert í sjálfboða- starfi eins og er, er að búa til heim- ildarmynd um norðurljósin, menn- ingarleg áhrif þeirra og leiðina inn í norðurljósin. Verkefnið hefur undið upp á sig svo um munar síð- an 2012 og á síðustu fjórum árum hefur Bifröst Aurora komist í sam- starf við fjölda háskóla í Evrópu og Bandaríkjunum, bandarísku geim- vísindastofnunina NASA og þýska myndavélaframleiðandann Leica. Árið 2014 byrjaði Bifröst Aurora samstarf við Háskólann í Reykja- vík og skaut upp tveimur eldflaug- um hér á landi. Í ágúst á þessu ári komst Bif- röst Aurora í samstarf við NASA í gegnum háskólann á Púertó Ríkó, Universidad de Puerto Rico de Rio Piedras. Leica gaf þeim linsur og myndavélar sem sem var skot- ið upp með eldflaug frá Wallops á Flórída í Bandaríkjunum. Skotið sjálft heppnaðist stórvel, en bilun varð á búnaðinum þegar upp var komið og fallhlífin opnaðist ekki eins og hún átti að gera. Mynda- vélin og linsan fóru í hafið og hafa ekki fundist síðan. „Þetta var nokkurra milljóna króna mynda- vél,“ segir Samúel og hlær lítillega. „Algengasta vandamálið við eld- flaugaskot er að eldflaugin springi við flugtak eða hún sleppi ekki fall- hlífinni út á réttum tíma.“ Áhugamaður verður ráðgjafi Hlutverk Samúels í þessu öllu saman er að vera ráðgjafi við raf- magnshluta og fjarskiptahluta eld- flauganna. Þegar eldflaug hefur verið skotið upp og fallhlífin virk- ar rétt þarf að finna hylkið með myndavélinni eða gögnunum. Til að geta það þarf að hafa fjarskipta- hlutann í lagi. Samúel vinnur hjá Hringdu í dag og hefur tekjur af þeirri vinnu. Þar áður hefur hann unnið við fjarskiptakerfi Strætó og við að setja upp talstöðvakerfi viðbragðsaðila á Íslandi sem heit- ir Tetra. „Svo sem áhugamál hef ég verið að setja upp fjarskipta- kerfi líka, þetta er mjög mikið mitt áhugasvið.“ Fjöldinn allur af sérfræðing- um, áhugamönnum, nemendum og öðrum eru viðriðnir verkefnið í dag. Samúel áætlar að verkefnið snerti um hundrað manns þeg- ar allir eru taldir. „Líklega hefur á fimmta hundrað manns komið ná- lægt verkefninu síðan þetta byrj- aði,“ segir Samúel og hlær. Það má því segja að verkefnið hafi undið upp á sig svo um munar. Fleiri skot á áætlun Á næstu tveimur árum eru tvö eld- flaugaskot komin á áætlun. Annað verður í Svíþjóð á næsta ári og svo er byrjaður undirbúningur fyrir annað eldflaugaskot frá Íslandi árið 2018. „Við erum að skoða leyfi og svona hér á Íslandi. Íslenska flug- umferðarstjórnin þarf svolítið að „díla“ við svona hluti svo þetta tekur smá tíma.“ Hann gerir þó ráð fyrir að auðveldara verði að fá öll leyfi nú en það var árið 2014. Það sem hafi verið flóknast þegar skotið var upp árið 2014 á Íslandi hafi verið að koma eldflaugaelds- neytinu inn í landið. „Við ætlum að nota súrefni og sérstaka steinol- íu. Súrefni er hægt að kaupa hérna og hugsanlega þessa steinolíu,“ segir Samúel og bætir við að síðast hafi skotið næstum dottið upp fyr- ir af því það var svo erfitt að fá eld- flaugaeldsneytið inn í landið. Vinnur á nóttunni Bifröst Aurora er með höfuðstöðv- ar á Púertó Ríkó sem gerir tímamis- muninn erfiðan. Um fjögurra tíma mismunur er á milli Íslands og Pú- ertó Ríkó og enn meiri ef farið er lengra vestur, þar sem fjöldinn all- ur af samstarfsmönnum í verkefninu eru. „Mikið af vinnunni minni fyrir Bifröst Aurora fer fram á nóttunni,“ segir Samúel sem vinnur hjá Hringdu á daginn. „Það verður ennþá erfiðara að koma á símafundum við alla núna þegar Svíþjóð er komin inn í þetta líka. Þá er enn meiri tímamismun- ur,“ segir Samúel og hlær. Eins og áður sagði er verkefnið byggt á frjálsum fjárframlögum og styrkjum. Samúel fær ekkert borg- að fyrir vinnu sína í þágu verkefnis- ins. „Þegar heimildarmyndin kemur út fær maður kannski tekjur,“ segir Samúel vongóður að lokum. klj/ Ljósm. Bifröst Aurora. Vilja taka myndir innan úr norðurljósunum -Rætt við Samúel Þór Guðjónsson meðstofnanda Bifröst Aurora Samúel Þór að leita að eldflaug eftir skotið 2014. Norðurljósadýrð á Íslandi. Hluti af hópnum sem tók þátt í eldflaugaskotunum 2014 á leiðinni að leita að eldflaug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.