Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201642 Hjónin á Húsafelli voru Vestlendingar ársins 2015 Um síðustu áramót veitti Skessuhorn samkvæmt venju verð- laun Vestlendingum ársins, en þau falla í hlut þess eða þeirra sem þykja hafa skarað fram úr á árinu. Fyrir árið 2015 kom út- nefningin í hlut hjónanna Bergþórs Kristleifssonar og Hrefnu Sigmarsdóttur hjá Ferðaþjónustunni á Húsafelli. Vöktu þau verðskuldaða athygli fyrir þá uppbyggingu sem átti hefur sér stað á Húsafelli, en þar hafa þau um langar um árabil rekið eitt vinsælasta tjaldsvæði landsins, sundlaug og þjónustumiðstöð. Þau eru auk þess með hitaveitu og þrjár rennslisvirkjanir þar sem vatnið í Kiðá er virkjað og framleiða þau allt rafmagn fyrir svæðið og bæina alveg niður að Deildartungu í Reykholtsdal. Á árinu gerðu hjónin gott betur og opnuðu glæsilegt fjögurra stjörnu hótel í hjarta Húsafells með glæsilegum veitingastað. Framkvæmdin þykir hafa heppnast einstaklega vel enda unnin af miklum metnaði og forsjálni. Amman tók á móti fyrsta Vestlendingnum Fyrsta barnið sem fæddist á Heilbrigðisstofnun Vestur- lands á Akranesi á árinu var sveinbarn sem kom í heiminn á nýársdag, laust fyrir klukkan 18:00. Vó drengurinn 3.325 grömm og mældist 51 sentí- metri að lengd. Foreldrar drengsins eru Anna Caroline Wagner og Arnar Þór Har- aldsson. Fjölskyldan er búsett í Reykjavík en amma barns- ins, Ásthildur Gestsdóttir er búsett á Akranesi. Þar starfar hún einmitt sem ljósmóðir á kvennadeild HVE og tók hún á móti barnabarninu. „Á gamlárs- dag vorum við stödd í matarboði á Akranesi, heima hjá ljósmóð- urinn, þegar Anna Caroline missti vatnið. Rúmum sólarhring síðar var drengurinn fæddur og allt gekk ljómandi vel,“ sagði faðir barnsins í samtali við Skessuhorn. KG Fiskverkun í Rifi keypti nýjan bát Faxaborg SH-207 kom fyrsta sinni til heimahafnar í Rifi að morgni gamlársdags. Hét hann áður Sólborg RE og var í eigu Brims. Báturinn var smíðaður árið 2001 en eftir að KG Fisk- verkun keypti bátinn var hann lengdur úr 19 metrum í 24 og yfirbyggður, auk þess sem millidekkið var yfirfarið og sett upp nýtt glussakerfi og sitthvað fleira. Eftir breytingar hefur Faxa- borgin 24 rekka fyrir línuna eða samtals 30 þúsund króka. Við breytingarnar stækkaði báturinn sömuleiðis um 79 tonn, úr 115 tonnum í 194. Íslandspóstur skerti þjónustu í dreifbýli Póst- og fjarskiptastofnun heimilaði með ákvörðun sinni 8. janúar að Íslandspósti yrði heimilt að fækka dreifingardögum sínum í dreifbýli niður í annan hvern virkan dag, í stað allra virkra daga eins og verið hafði um árabil. Breytingarnar hafa náð til um sjö þúsund íslenskra heimila, ríflega 5% heim- ila landsins. Um er að ræða allar sveitir landsins, auk margra smærri þéttbýlisstaða á við Hvanneyri, Bifröst og Kleppjárns- reyki í Borgarfirði, Melahverfi í Hvalfjarðarsveit og Reykhóla. Frá því breytingarnar tóku gildi hefur póstur borist til þess- ara staða mánudaga, miðvikudaga og föstudaga aðra vikuna og þriðjudaga og fimmtudaga hina vikuna. Fast 8 skotin á Akranesi Tilkynnt var um það í janú- arlok að kvikmyndin Fast 8, áttunda mynd The Fast & The Furious kvikmynda- syrpunnar, yrði meðal ann- ars tekin upp á Akranesi, en kvikmyndasyrpan hefur not- ið mikilla vinsælda í gegn- um tíðina. Með aðalhlut- verk myndarinnar fóru am- eríska vöðvatröllið Dwayne „The Rock“ Johnson, stór- leikkonan Charlize The- ron og breski töffarinn Jason Statham. Tökur á kvikmynd- inni hófust síðan á Akranesi í aprílmánuði og fylltust stræti og torg Akranesbæjar af alls kyns fararskjótum, allt frá sportbíl- um til skriðdreka. Tökur fóru einnig upp í Mývatnssveit. Særðri össu komið til hjálpar Á meðfylgjandi mynd má sjá Róbert Arnar Stefánsson hjá Nátt- úrustofu Vesturlands í Stykkishólmi halda á særðri össu. Hafði stofunni verið tilkynnt um örn sem í erfiðleikum í Berserkja- hrauni og fóru starfsmenn stofunnar á stúfana. Fundu þeir inn- an við ársgamlan kvenfugl með laskaðan væng. Var hún hand- sömuð og komið undir læknishendur í Reykjavík og aðhlynn- ingar í Húsdýragarðinum. Reyndist assan ekki vera vængbrot- in og náði hún sér að fullu og fékk frelsið á ný í byrjun apríl- mánaðar. Var þá farið með hana vestur á Snæfellsnes og henni sleppt á sama stað og þar sem hún hafði fundist í Berserkja- hrauni. Eitthvað var hún ryðguð í flugtækninni eftir veruna í Húsdýragarðinum því henni fataðist flugið í fyrsta flugtaki og hlunkaðist í sjóinn og lá þar eins og slytti án þess að reyna að synda. Bar þá að tvær álftir og tóku össuna í sundkennslu. Við það var eins og lifnaði yfir henni og gat hún synt í land og kom- ið sér á þurrt. Þrír ernir úr nágrenninu voru þá komnir á stað- inn og sveimuðu yfir í dágóða stund meðan fólk var á staðn- um. Mokuðu saur fyrir aur Krakkar í unglingadeild Auðarskóla í Búðardal voru að safna sér fyrir utanlandsferð síðasta vetur. Brugðu á það ráð í fjáröfl- unarskyni að bjóða fram starfskrafta sína gegn styrkveitingu í ferðasjóðinn. Meðal fyrstu verkefna sem hópnum barst var skít- mokstur í fjárhúsunum á Hrappsstöðum. Var verkefninu einkar vel tekið og fóru nemendahópar þrjá daga í röð til moksturs- ins. Hvort þeir fengu skítnóg af peningum fyrir vikið skal ósagt látið en sjóðurinn varð lítið eitt digurri fyrir vikið og höfðu krakkarnir gaman af, því samkvæmt heimildum Skessuhorns voru nemendur á einu máli að þar færi ein skemmtilegasta fjár- öflunarleið sem þeir hefðu farið. Framhald á næstu opnu Fréttaannáll ársins 2016 í máli og myndum Tímastjórnun verður seint talin til helstu mannkosta undirritaðs, sem situr við skrifborð sitt og fer yfir það sem sætti tíðindum á árinu sem er að líða aðfararnótt mánudagsins fyrir jólablað Skessuhorns, stærsta blaðs ársins. Hvað veldur veit enginn, en undirrituðum þykir tímastjórnun hans hafa farið aftur með árunum, rétt eins og stundvísinni. Þegar kemur að kosningum er undirritaður hins vegar nokkuð stundvís. Þegar kosið var til forseta í sumar greiddi hann til að mynda at- kvæði með stimpli á skrifstofu sýslumanns, mörgum vikum fyrir kosningar. Það kallast að vera tímanlega í því, en hann myndi þó ekki voga sér að mæta svo tímanlega í matarboð hjá tengdó. Þegar kom að næstu kosningum, þegar kosið var til Alþingis, mætti undirritaður einnig tímanlega. Í það minnsta nógu tím- anlega svo að það var enn opið á kjörstað og einnig nógu tímanlega til að lenda akkúrat í mestu traffíkinni og þurfa að standa í biðröð. Á meðan sátu morgun- hanar eflaust hlæjandi heima hjá sér að seinagangi undirritaðs, löngu búnir að kjósa og fara í sund (heita pottinn). Á móti kemur að undirritaður gat fylgst með fram eftir nóttu og fljótlega var ljóst að stefndi í ánægjuleg tíðindi í kosningunum. Þessi ánægjulegu tíðindi vísa ekki til skiptingar þingsæta á nokkurn hátt, heldur til þeirrar staðreyndar að þeim flokki sem iðkaði hreinan og beinan rasisma og popúlisma í að- draganda kosninga var gersamlega hafnað og hent öfugum út. Þjóðfylkingin fékk aðeins 303 atkvæði á landsvísu og það þótti undirrituðum ánægjulegt. Yljaði það honum um hjartarætur að Íslendingar skyldu svo afgerandi taka afstöðu gegn popúlisma, rasisma og mannhatri. Slíkt er nefnilega ekki sjálfgefið, því víða í löndunum í kringum okkur hafa popúlistaflokkar sem ala á mannhatri og fordómum náð brautargengi og kjörnum fulltrúum. Sé litið vestur til Ameríkuhrepps má sjá hvar popúlisminn holdi klæddur bíður þess að verða settur í embætti Bandaríkjaforseta. Vera kann að víðsjárverðir tímar séu í uppsiglingu og verðum við, hinir almennu borgarar, að vera vakandi og upp- lýstir því þegar allt kemur til alls þá er ábyrgðin okkar kjósenda. Lýðræðisríki fær þá stjórn sem íbúar þess kjósa og í ljósi sögunnar hefur það aldrei reynst mann- skepnunni neitt auðnuspor að hleypa til valda popúl- istum sem ala á mannhatri og fordómum. Höfum augu og eyru hjá okkur, verum gagnrýnin á umræðuna því stjórnmálamenn annarra og mun hófsamari og hefð- bundnari stjórnmálaflokka eru þegar farnir að máta sig við slíka orðræðu popúlismans. Það er ekkert að óttast, nema óttann sjálfan og vinna má bug á þeim ótta með gagnrýninni hugsun. Að öðrum kosti svarar undirritaður því til að það sé „allt gott að frétta“ og viðburðaríkt ár að renna sitt skeið á enda. Vestlendingar hafa verið atorkusamir á árinu, sem endranær. Þeir hafa staðið í ströngu og það sem mér þykir mest um vert; látið sig varða málefni líðandi stundar, staðið saman, verið sammála, verið ósammála, rökrætt, vegið og metið, þorað að skipta um skoðun, þorað að standa á sínu og gefið náung- anum gaum og komið fram við hann af virðingu. Allt samfélaginu til heilla. Hér að neðan er stiklað á stóru í tíðindum ársins 2016. Þar er af nógu að taka og upptalningin er ekki tæm- andi. Það er nefnilega nóg að frétta. Ást og friður, Kristján Gauti Karlsson, blaðamaður. „Það sætir tíðindum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.