Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 84

Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 84
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201684 „Aðkoma fjölskyldunnar að þessu fyrirtæki nær lengra aftur en ald- ur minn segir til um,“ segir Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands, þeg- ar rætt er við hann um fyrirtækið sem nú má segja að sé dæmigert fjölskyldufyrirtæki. „Þannig var að pabbi, Rögnvaldur Ólafsson, var fæddur á Brimilsvöllum hér rétt innan við og hafði um árabil komið að rekstri frystihúss í Ytri- Njarðvík. Árið 1950 var haft sam- band við hann og hann beðinn um að koma á heimaslóðir og reyna að koma lagi á rekstur Hraðfrystihúss Hellissands sem þá hafði gengið afar illa og var raunar í kalda koli. Hér var frekar mikil einangrun þá og byggðarlagið mjög einangrað. Enginn vegur var á sunnanverðu Snæfellsnesinu og síðan varð að sæta sjávarföllum til að komast yfir Ólafsvíkurennið inn til Ólafs- víkur. Þannig voru nú samgöng- urnar hér þá. Hraðfrystihúsið var stofnað 1942. Þegar Pabbi kom að þessu 1950 höfðu verið tíð skipti á framkvæmdastjórum og rekstur- inn erfiður. Sigurður Ágústsson úr Stykkishólmi var þá alþingismaður fyrir Snæfellinga en þá voru ein- menningskjördæmi í landinu. Það var hann sem hafði samband við pabba en Sigurður þekkti til hans frá Brimilsvöllum og starfa hans á Suðurnesjum. Sigurður spurði hvort hann gæti ekki gert sér þann greiða að koma hingað og snúa við rektrinum. Hann féllst á að koma hingað gegn því að vera hér í eitt ár en það teygðist nú á því og hann var hér til dauðadags. Ég fæddist svo fjórum árum eftir þetta og ólst því nánast upp í þessu frystihúsi,“ segir Ólafur. Leiði á Kók og Prins leiddi til hlutafjáreignar Eftir barnaskólanám á Hellissandi fór Ólafur í Verzlunarskóla Íslands sem þá var á Grundarstíg í Reykja- vík. „Hér heima gátum við tekið sem svaraði fyrsta og öðrum bekk í gagnfræðaskóla og útskrifuðumst þá með unglingapróf. Þá var hægt að fara beint inn í Verzlunarskól- ann með því að taka inntökupróf og vera fjögur ár í skólanum og útskrifast með verslunarpróf. Ég man að þegar ég var í Verzlunar- skólanum varð ég fljótt kostgang- ari hjá Einari Bergmann Arasyni sem hafði verið framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands í nokk- ur ár á árunum milli 1942 og 1950. Þetta var þannig að einn daginn þegar ég var orðinn leiður á að fá mér alltaf Kók og Prins í löngu frí- mínútunum í skólanum þá rölti ég upp á Þórsgötu en þar var verslun- in Kjöt og fiskur. Einar Bergmann réði þar ríkjum og hjá honum fékk ég mér oft flatbrauð með smjöri og hangikjöti og mjólk með. Fyrst fór ég alltaf einn og spjallaði oft við Einar en síðan var þetta orð- ið þannig að við voru svona sex til átta strákarnir úr Verzlunarskól- anum sem áttum þessi nærandi viðskipti við karlinn. Ég hafði nú alltaf unnið á sumrin í frystihús- inu og gengið þar í öll störf bara eftir aldri áður en ég fór í Verzl- unarskólann. Svo eftir að ég lauk verslunarskólaprófi og var kominn hingað vestur að vinna þá hringir Einar Bergmann í pabba og segir við hann að hann eigi 21% hlut í Hraðfrystihúsi Hellissands og spyr hvort hann haldi að ég vilji kaupa þann hlut. Ef ég vilji kaupa sé hann tilbúinn að selja en ef ekki þá ætli hann bara að eiga hlutinn áfram. Pabbi fer að ræða þetta við mig og ég sagðist alveg vera til í það. Þetta var 1976 og ég fór þá tuttugu og tveggja ár gamall til Sólons Sig- urðssonar sem var þá útibússtjóri í Landsbankanum hér og bað um lán,“ segir Ólafur. „Komdu seinni partinn, lánið verður tilbúið þá“ Sólon, sem eflaust hefur haldið að strákurinn ætlaði að kaupa sér bíl eða eitthvað þaðan af verra, spurði eins og til siðs var þá hjá banka- stjórum: „Hvað ætlarðu að gera við peningana“?“ Og Ólafur svaraði því til að hann ætlaði kaupa 21% hlut í frystihúsinu. „Þá kom Sól- on mér verulega á óvart. „Komdu aftur seinni partinn, lánið verð- ur tilbúið þá.“ Hann var ekkert að tvínóna við hlutina og var viss um að þetta væri góð fjárfesting hjá mér. Tók bara þessa ákvörð- un einn, tveir og þrír. Ég sem hafði allt eins búist við neitun eða þá mikilli þrautagöngu til að út- vega þessa peninga.“ Þar með var Ólafur Rögnvaldsson orðinn hlut- hafi í Hraðfrystihúsi Hellissands og framtíðin hafði verið mörkuð. Hann starfaði svo við hlið föður síns við stjórn fyrirtækisins upp frá því og allt þar til Rögnvaldur faðir hans lést árið 1994 en móðir hans Jóna Ágústsdóttir lést 2002. Fékk ekki að fara í frekara nám „Ég ætlaði að halda áfram námi og ég man að einu sinni sat ég í eldhúsinu hjá mömmu og pabba á föstudegi og sagðist fara suð- ur um helgina því skólinn byrjaði á mánudaginn. Pabbi tók alltaf í nefið og karlinn tók góðan slurk af neftóbaki á handarbakið, skutl- aði því upp í nasirnar á sér og sagði svo „Ætlarðu þá að skilja mig eft- ir einan með þetta. Þú getur gert þetta seinna.“ Það gat ég auðvitað ekki og fyrst þarna varð hlé á námi varð aldrei framhald á þessu. Þetta var svipað og með sjómennsk- una. Ég fór lítið á sjó, bara ein- staka róður en náði þó að kynnast sjómennskunni svolítið. Karlinn mátti aldrei við því að missa mig frá þessu.“ Ólafur ætlaði að fara í framhald í Verzlunarskólanum, taka þaðan stúdentspróf og fara síðan í viðskiptafræði í Háskólan- um. „Tíminn í Verzlunarskólan- um var mjög skemmtilegur og gef- andi. Þarna eignaðist maður marga vini og þótt tengslin hafi ekki verið mikil við samnemendur á þessum árum í gegnum tíðina þekkir mað- ur marga þeirra ennþá.“ Erum tveir eftir í forystu Tveimur árum eftir að Ólafur klár- aði Verzlunarskólann fór hann að búa með konu sinni Hildi Gunn- arsdóttur á Hellissandi. Þau eiga þrjá sinni. Sá elsti Rögnvaldur er rúmlega fertugur, Örvar er 35 ára og sá yngsti Jón Steinar er í Há- skólanum í viðskiptafræði, sama námi og Ólafur ætlaði sér í. Barna- börnin eru sex talsins. „Ég öðlaðist alveg rosalega reynslu á að vinna með pabba. Hann var rólegur, yf- irvegaður og íhaldssamur en mjög framsýnn. Mín gæfa í rekstri þessa frystihúss er að hafa kynnst öllum þessum mönnum sem höfðu geng- ið í gegnum súrt og sætt í rekstri frystihúsa. Ég kynntist þessum mönnum hringinn í kringum land- ið þótt allir væru talsvert eldri en ég. Nú þegar ég er ríflega sextug- ur er ég orðinn með þeim reynslu- mestu í þessum bransa. Ég held að það sé alveg öruggt að við séum bara eftir tveir af þeim sem voru í rekstri fiskvinnslu hér á landi í byrjun áttunda áratugarins, ég og vinur minn Eiríkur Tómasson í Grindavík. Við erum búnir að vera í þessu í rúm fjörutíu ár og ganga í gegnum allar þær sveiflur sem sjávarútvegurinn hefur gengið í gegnum á þessum tíma. Allt frá því áður en kvótakerfið kom á. Lengst af átti Hraðfrystihús Hellissands engan bát en byggði hráefnisöfl- unina á samningum við útgerðar- menn og síðar á kaupum fisks á markaði. Um 1980 áttum við hlut í báti ásamt Baldri Kristinssyni sem gerir út Rifsara í dag. Þessi bátur „Við Snæfellingar áttum að spila með í kvótakerfinu en ekki hlusta á Vestfirðinga“ -segir Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands Ólafur Rögnvaldsson. Ólafur ásamt sonum sínum Rögnvaldi og Örvari sem starfa með honum hjá Hrað- frystihúsi Hellissands. Örvar SH 44. Rifsnes SH 777.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.