Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 74

Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 74
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201674 Birna G. Hjaltadóttir fæddist í heimahúsi á Bakkatúni 22 á Akra- nesi árið 1948. Mamma hennar var Sigríður Einarsdóttir á Bakka. Birna hefur alla tíð haft sterk tengsl við Akranes og þegar hún gengur um götur æskuslóðanna flæða frá henni sögurnar af gömlum tímum um sögur húsanna og fyrri íbúa þeirra. Hún fór í framhaldsnám í Menntaskólanum á Akureyri og útskrifaðist árið 1968. Þar kynntist hún líka eiginmanni sínum. Heim- ili Birnu ber keim af ferðalögum, enda hafa þau hjónin búið stór- an hluta hjónabandsins í útlönd- um. Málverk og framandi listaverk eru uppi um alla veggi og risastórt persneskt teppi þekur stofugólfið. Eiginmaður Birnu, Gísli Heimir Sigurðsson, er læknir á Landspít- alanum. Þau bjuggu um tíma sam- an í Kúveit ásamt börnunum sín- um þremur. Sjálf hefur Birna mik- inn áhuga á þjóðfræði og byrjaði að læra hana árið 1980, en stefn- ir á að ljúka námi næsta vor. Árið 1980 var hún gift þriggja barna móðir með eiginmann í doktors- námi í læknisfræði í Lundi í Sví- þjóð. Fjölskyldan ákvað að flytja til Kúveit árið 1985. Gísla, mannin- um hennar, bauðst vinna við upp- byggingu nýs háskólasjúkrahúss í landinu. Ætlunin var að búa í Kú- veit í tvö ár, borga niður námslán og upplifa ævintýri. Dvölin lengd- ist þó og fjölskyldan bjó enn í Kú- veit þegar Írakar gerðu innrás í landið haustið 1990. Það endaði með því að fjölskyldufaðirinn var tekinn sem gísl en Birna náði að flýja landið og í leiðinni smyglaði hún þremur ungum drengjum frá Írak. Vildi hlusta á bedúína Birna leit á flutningana sem gullið tækifæri fyrir upprennandi þjóð- fræðing. „Ég hafði alltaf bak við eyrað að þegar fjölskyldan væri búin að aðlagast, krakkarnir byrj- aðir í skóla og svona, þá gæti ég farið með bandspilara og tekið upp bedúínasöngva,“ segir Birna sem hafði í námi sínu í Lundi í Svíþjóð fengið mikinn áhuga á arabískum þjóðsöngvum. Háskólinn í Lundi gaf henni tveggja ára frest til að klára lokaverkefnið. Lífið í Kúveit var erfiðara fyr- ir konu en hún bjóst við og áætl- anir hennar með bedúínasöngvana urðu að engu. „Þarna sá ég rosa- lega flott tækifæri en rakst bara á vegg. Ég var bara kona mannsins míns,“ segir Birna. Ekki var ætl- ast til að konur væru mikið ein- ar á ferð, hún hafði ekki atvinnu- leyfi og aðlögun að svo framandi landi var erfið fyrir hana og fjöl- skylduna alla. Svört vinna í framandi landi Dvölin í Kúveit lengdist. Gísli var í góðri stöðu á sjúkrahúsinu og börnin þrjú höfðu eignast góða vini og voru í góðum skólum. „Það var sameiginleg ákvörðun okkar allra að vera lengur,“ segir Birna með vissu. „Hugsunin var að láta krakkana klára það skólastig sem þau voru á.“ Gísli framlengdi því samninginn við háskólasjúkrahús- ið og Birna fékk vinnu stuttu síð- ar. Atvinnuleyfi var vandfengið í Kúveit. Birna lét það ekki stöðva sig og fékk svarta vinnu hjá sænsku tryggingafyrirtæki. „Sænsk fjöl- skylda var á leiðinni tilbaka til Sví- þjóðar. Konan hafði verið að vinna hjá þessu fyrirtæki og hún benti á mig sem arftaka.“ Birna fékk vinnu sem ritari, þá orðin langþreytt á aðgerðaleysi. „Eftir þrjú ár var ég orðin hundleið á að vera alltaf í einhverju „Ladies Coffee Morn- ing“, „International Womens Club“ eða „Afternoon Tea“. Þetta var orðið svona nýlendulíf, eins og maður ímyndar sér bresku kon- urnar á Indlandi,“ segir Birna og skellihlær. Yfirmaður hennar hjá trygginga- fyrirtækinu varaði hana við því að af og til kæmu eftirlitsmenn á skrif- stofuna. Ef þeir kæmu á skrifstof- una þegar hún væri ein ætti hún að tilkynna þeim að hún væri aðeins að passa skrifstofuna. „Einu sinni sit ég þarna og er að skrá í bók- haldið. Yfirmaðurinn minn hafði brugðið sér frá og ég er greinilega að vinna. Það koma tveir eftirlits- menn og horfa á mig. Ég sagði að ég væri bara að passa skrifstofuna. Við sluppum bæði með skrekkinn þarna. Hann var vanur þessu. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef hann hefði verið tekinn. Settur í fangelsi líklega,“ segir Birna. Hún segir að lífið í Kúveit hafi verið þægilegt. Þau hafi þurft að borga sárafáa reikninga og börnunum leið vel. Írakar gera alvöru úr hótununum Fjölskyldan ferðaðist til Íslands á hverju sumri þegar hitinn í Kú- veit nálgaðist 50 gráður. Sum- arið 1990 var engin undantekn- ing. „Á meðan við erum á Íslandi heyrum við að Írakar eru farnir að safnast saman við landamærin að Kúveit,“ rifjar Birna upp. Enginn trúði því að Írakar myndu gera al- vöru úr þessum hótunum. Birna og Gísli fóru aftur til Kúveit í lok júlí. Börnin voru eftir hjá ömmum sínum og öfum, enda flestir vin- ir þeirra í sumarfríi í sínum eig- in heimalöndum og mánuður í að skólinn byrjaði. „Þegar við erum búin að vera í Kúveit í tíu daga hringir Krist- ín klukkan sex að morgni annars ágústs.“ Kristín er íslensk kona sem er gift Palestínuaraba og bjó í Kúveit á sama tíma og Birna og Gísli. „Hún segir okkur að Írak- arnir séu búnir að ráðast inn í Kú- veit. Við rukum upp úr rúminu og að glugganum og horfðum á eld- flaugaskeyti svífa framhjá blokk- inni okkar. Við vorum búin að heyra drunur og héldum að það væri bara þrumuveður,“ segir Birna og hlær að minningunni. Hröð innrás Háskólasvæðið sem þau bjuggu á var mjög stórt. Þarna var allt til alls og þau þurftu lítið að fara út fyrir svæðið. Hinum megin við há- skólasvæðið voru aðalstöðvar kú- veiska hersins. „Allan daginn eru sprengingar og skothríð. Við stóð- um við eldhúsgluggann og horf- um yfir að Kristínar blokk. Þar voru tveir menn frá okkar blokk að reyna að komast yfir og þá spring- ur sprengja. Þá hafði komið loft- skeyti inn á háskólasvæðið. Þeir gripu utan um hvorn annan og svo ruku þeir auðvitað til baka. Það skemmdist ekkert í kringum okk- ur en það var bara svo óhuggulegt að horfa upp á þetta. Hvað gerist næst? Kemur eitthvað á húsið okk- ar eða hvað?“ Þau náðu að láta vita af sér fyrsta daginn símleiðis til Íslands. Eft- ir það var sambandslaust við út- lönd. Innrásin tók bara einn dag. Útgöngubann var í gildi eftir það, nema Gísli fékk leyfi til að keyra til og frá vinnu. Birna var því mik- ið ein í íbúðinni en var í stöðugu símasambandi við Kristínu í næstu blokk. Ein ferðataska Svíar komu sínu fólki fljótt af svæðinu. Fjölskyldan hafði ver- ið í miklu samneyti við Svíana en þau fóru ekki burt með þeim. „Við vorum allaf að bíða eftir einhverju góðu, ég og Kristín. Við ætluð- um bara að fara saman með börn- in hennar, keyra yfir til Sýrlands í gegnum Sádi Arabíu. En það var ekkert hægt.“ Eftir fimm vikur heyrðu þau til- kynnt í útvarpinu að Bretar og Bandaríkjamenn fengju að flytja konur og börn á brott. „Gísli hefði getað farið með Svíunum til Bag- dad en þar þurftu þeir að bíða á hóteli. Hann vildi það ekki,“ seg- ir Birna. Hún mátti taka með sér eina tösku í rútuna. „Hvað setur mað- ur í ferðatösku þegar maður er að yfirgefa heimili sitt? Hvað tek- ur maður með sér,“ spyr Birna. Hún tók verðmæti, háskólapappíra Gísla, fjölskyldumyndir, skartgripi og silkiteppi. Allt annað varð eftir. Þrír drengir á leið til Ameríku Ferðin frá Kúveit hófst í rútu. „Það kemur maður inn í rútuna og kallar yfir hópinn á ensku hvort einhver sé einn á ferð. Hann var með þrjá litla drengi, þriggja, sex og níu ára, sem hann vildi senda til mömmu þeirra í Ameríku. Hann var einn með börnin, kúveiskur og hún am- erísk. Mér fannst það skylda mín að hjálpa og rétti upp höndina. Hann var svo þakklátur. Svo ég tók þessa þrjá drengi að mér og gerðist mamma þeirra. Þeir voru allir með bandarískt vegabréf, sem ég held að hafi bjargað lífi okkar allra af því þau voru svo lík því íslenska.“ Rútan flutti þau á flugvöllinn í Kúveit. Eftir þriggja tíma bið flugu þau til Bagdad og biðu þar í fimm tíma. „Við spurðum af hverju við vorum að bíða svona og okkur var sagt að við þyrftum að fá stimp- il í passana okkar, exit-visa,“ seg- ir Birna. „Ég var vel útbúin af nesti, var búin að smyrja brauðsneiðar og var með appelsínudjús. Strákarn- ir voru ekki með neitt. Þannig að þeir borðuðu nestið mitt og það var allt í lagi með það. Það var ekki hægt að kaupa sér neitt því kúveisk- Smyglaði þremur bandarískum drengjum frá Írak -Rætt við Birnu G. Hjaltadóttur sem flúði með hraði frá Kúveit eftir að Írakar gerðu innrás í landið 1990 Birna ásamt barnabörnunum sínum fjórum og Gísla í bakgrunni. Ljósm. klj. Háskólasvæðið í Kúveit borg þar sem fjölskyldan bjó í fimm ár, frá 1985-1990. Kúveit er þekkt fyrir vatnsturnana sem eru í borginni og standa enn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.