Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 62

Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 62
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201662 flaskan var tóm! Konunum þeirra var held ég alveg sama, þær treystu alveg gömlu konunni fyrir körlun- um þeirra og þótti sjálfagt ágætt að vita af þeim í öruggum höndum.“ Ella spilar í dag vikulega í félags- starfinu í Borgarnesi. „Nú svo hef ég spilafélaga „þarna í neðra“. Ég spái í þeirra persónuleika sem er býsna ólíkur. Flemming segir kannski: ,,Þér voruð að gefa frú Elí- veig,“ þegar ég gleymi að hefja sagn- ir, hann var um tíma varamaður, en Silli Ara er kannski örlítið bein- skeyttari og segir; „kerlingin á að láta út - til hvers komstu?“ En mér líkar vel við hann Silla, hann hefur ekki ennþá sagt mér að fara til and- skotans! Ég væri vís með að biðja hann að fylgja mér þangað og þá er eins víst að séra Brynjólfur færi að gera athugasemd.“ Endurheimtir og vinnur gamlar kvikmyndir En tölvutæknina hefur Ella Krist- jáns nýtt til fleiri gagnlegra hluta en afþreyingar og til að greiða reikn- inga í heimabankanum. „Við Sverr- ir áttum gríðarlega mikið mynd- efni til á spólum allt frá 1962 en ég hafði gefið honum upptökuvél þeg- ar hann varð fertugur. Kvikmyndir þessar tókum við bæði upp, en meira þó Sverrir. Þegar tölva var komin á heimilið fór ég að reyna að endur- heimta þetta gamla myndefni, lét fyrst koma því yfir á spólur og af þeim gat ég flutt efnið yfir á staf- rænt form. Þannig á ég myndefni af ýmsu sem hvergi annars staðar er til mér vitanlega.“ Þessu til staðfesting- ar sýnir Ella blaðamanni myndir frá því turninn var settur á Bæjarkirkju í Borgarfirði, myndir úr Oddsstaða- rétt og af póstlest sem farin var úr Borgarfirði norður í land á sjöunda áratugnum. „Ég fór á námskeið á Hvanneyri sem Símenntunarmið- stöðin stóð fyrir. Þar kenndi Ómar Örn. Hann lét okkur hafa klippifor- rit og síðar byrjaði ég að laga þetta gamla myndefni til, lét tónlist undir sem Óskar Þór setti í tölvuna, til að lífga við þöglar myndir og texta ef því var að skipta. Líkt og í svo mörgu fékk ég aðstoð frá Ómari Erni og Skúli Ingvarsson var líka duglegur að hjálpa mér til að ég gæti farið að endurheimta þetta gamla efni. Ég skil eiginlega ekkert í hversu margir hjálpsamir og góðir menn hafa ver- ið viljugir að leggja gamalli kerlingu lið,“ segir Ella. Upphaflega segir hún þetta kvikmyndastúss hafa verið hugsað fyrir Sverri til að dunda sér við í ellinni, eftir að hann var orð- inn sjúklingur. En síðan hef ég tekið mikið af vídeómyndum. Sverrir lést hins vegar 22. júní 2005 úr hjarta- áfalli eftir að hafa glímt við veikindi um hríð. Lífið er óvissuferð Ella Kristjáns segist ætla að búa eins lengi og hún geti í húsinu sínu við Sæunnargötu, þar líði henni best. Hún keyrir sjálf bíl og sækir það félagsstarf sem hún kýs hverju sinni. Hún kveðst þó hafa hætt að spila að staðaldri í briddsfélaginu, fannst stundum of mikil háreisti þar og kaus frek- ar að spila við hljóðlátari spilara í gegnum netið. En hún hefur tek- ið þátt í félagsstarfi eldra fólks og hefur mörg undanfarin ár farið í Brún þar sem eldri íbúar héraðs- ins koma reglulega saman. Þang- að hafi hún byrjað að koma þeg- ar spurningakeppni milli Borgar- ness og uppsveitafólks hafi staðið yfir. Þar áttust við Jón Þ. Björns- son, Magnús á Gilsbakka, Ragn- ar Olgeirsson og fleiri fróðleiks- menn. Þetta segist Ella allt eiga á vídeói. Dýrmætar heimildir eftir því sem frá líður. Ella segir gaman að fara í Brún og hitta fólk. Margir af þeim sem hún kynntist fyrst eft- ir að hún fór að venja komur sín- ar í Borgarfjörðinn eru þar. Nefnir hún Helga frá Snældubeinsstöðum og Eyjólf á Kópareykjum sem er mikill spilavinur hennar. „Gamlir vinir endurnýja þarna kynnin. Það er ómetanlegt að hafa slíkan vett- vang,“ segir hún. Því má við þetta bæta að Ella hefur um árabil haft þann sið að gefa vinum og sam- ferðarfólki gjöf sem felst í bílferð. „Ég hef gert þetta lengi bæði með vini og jafnvel afkomendur. Gjöf- in er einfaldlega bílferð með mér. Farið er á einhvern ákveðinn stað og síðan kannski þróast svona bíl- túr út í alskyns óvissuferðir. Líf- ið er jú óvissuferð, sem við erum þátttakendur í,“ segir Ella. Dularfulla frystikistumálið Hún hvíslar því jafnframt að blaða- manni að hún sé ekki í vafa um að vakað sé yfir henni, daga og næt- ur. „Þeir þarna uppi,“ segir hún og bendir; „þeir hafa plan fyrir mig og allt er það til góðs. Ég er fyr- ir löngu búin að semja við þá að þegar ég fer, þá verði það snöggt, líkt og flest mín skyldmenni hafa gert. Ég skynja ýmislegt í kringum mig og fæ til dæmis ekki að vakna fyrr en klukkan sex á morgnana. Jafnvel þótt ég reyni að reisa höf- uðið frá kodda, er það mér lífsins ómögulegt. Ég kann engar skýr- ingar á því fremur en stóra frysti- kistumálinu.“ Blaðamaður kváir, hvað á hún við? „Jú, það er þannig að hér inni í gamla búrinu mínu er frystikista sem er talsvert breiðari en dyrnar á búrinu. Sama þótt eng- inn dyrakarmur væri í gatinu. Ég veit að kistan fór þarna inn eftir að húsið var byggt og það getur eng- inn útskýrt það fyrir mér hvernig hún komst þarna inn,“ segir hún. Þrátt fyrir að gamla frystikistan sé þögnuð verður hún áfram í búrinu hennar Ellu, allavega jafn lengi og húsmóðirin getur kveikt á tölvunni og farið í hinar ýmsu óvissuferðir. mm/ Ljósm. úr safni Ellu Kristjáns. Við spilaborðið í einni af mörgum ferðum á Hótel Örk. Sverrir Vilbergsson. Sverrir Vilbergsson var hagur maður. Hér er lítill árabátur eftir hann. Ella segist í gegnum tíðina hafa eignast marga góða félaga í gegnum bridds. Hér eru þeir Maggi heitinn Vals, Tryggvi Gunn- arsson og Ómar Örn á góðri stundu. Í félagsstarfi eldri borgara í Brún unir Ella sér vel. Hér er hún lengst til vinstri, Eyjólfur á Kópareykjum, Anna á Hamri og Guð- mundur í Brekkukoti, sem nú er látinn. Framhald af síðustu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.