Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 71

Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 71
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2016 71 Kveðjur úr héraði Tilhlökkunin sem ólgar innra með börnum fyrir jólin er áþreifan- leg og hægt er að heyra hugsanir þeirra þegar þau telja í hljóði nið- ur dagana fram að jólum. Eftir því sem við eldumst þeim mun minna hlökkum við til jólanna á þann hátt sem við gerðum þegar við vorum börn. Jólin verða að nota- legum tíma með fjölskyldunni, ef vel tekst til, þar sem allir heimil- ismeðlimir græða frídaga og smá- kökur og konfekt verða uppistæð- an í fæðunni. Ég er sjálf heilmikið jólabarn en á aðfangadag myndast einhver spenna í maganum á mér, allt þarf að vera fullkomið og er ekki nokk- ur leið að bregða af vananum, því það eru hefðirnar og vaninn sem gera jólin svona hátíðleg. Eða hvað? Þessu hef ég velt ansi mikið fyrir mér á aðventunni, því hvort ég vilji frekar leita eftir ákveðinni stemningu á aðfangadag heldur en að hafa niðurnjörvað skipulag. Frá því að frumburður okk- ar hjóna fæddist, fyrir tæpum sjö árum, höfum við haldið okkar eigin jól. Við leituðum í þær hefðir sem voru í okkar fjölskyldum, gerð- um málamiðlanir og suðum saman eitthvað sem yrði okkar jólahefð. Svona skyldu jólin vera, punktur og basta, bannað að breyta. Fyrstu jólin voru ekkert mál, litli stubbur ekki orðinn ársgamall og allt svo einfalt og auðvelt. Næstu þar á eftir var stubburinn kom- inn á skæruliða aldurinn, eins og amma mín kallar tætirófu aldur- inn, og voru ekki margar kúlur eft- ir neðst á jólatrénu á jóladag. Þar á eftir bættist lítil skotta við hóp- inn og tæplega þriggja ára stubb- urinn áttaði sig full vel á því að jól- in væru tilhlökkunarefni. Pakk- arnir urðu þá líka fleiri, meira sem þurfti að gera en enn skyldi halda jólin hátíðleg með nákvæmlega sama hætti og árin áður. Kirkju- klukkur hringja inn jólin á slaginu sex, fjórum sekúndum síðar er sest við matarborðið þar sem allir eru klæddir í sitt fínasta púss og við reynum að sulla ekki niður. Börn- in eru ekki mjög lystug, enda eft- irvæntingin yfir pakkaflóðinu orð- in slík að það er erfitt að sitja. Við höfum haft þann háttinn á að við göngum frá eftir matinn áður en við opnum pakkana, því það var lenskan á okkar heimilum, þó ég hafi aldrei almennilega vitað af hverju. Í ár erum við sex, þar sem tví- bura snáðar bættust í hópinn fyr- ir ári síðan, og líkt og flestir for- eldrar vita, þá eru eins árs pjakkar orðnir ansi iðnir við skúffuopnan- ir og kanna þyngdarlögmálið út í ystu æsar. Það er því óhætt að segja að það sé alltaf líf og fjör á heim- ilinu. Við höfum því ákveðið að þessi jól verða þau allra bestu. Stress- ið verður skilið eftir úti, og má mín vegna fjúka út í veður og vind. Okkar helsta markmið verð- ur að njóta samverunnar og halda jól sem henta öllum meðlimum fjölskyldunnar, stórum sem smá- um. Gömlum hefðum, sem gera meira ógagn en gagn, verður hent út í buskann og við höldum í þær hefðir sem gera okkar jól hátíðleg. Mamman fer þá ekki á taugum yfir því að jólamaturinn sé ekki tilbú- inn á réttum tíma og pabbinn ræð- ur því hvort og hvenær hann bað- ar börnin. Þetta verða spennandi jól og ég er ekki frá því að ég hlakki jafn mikið til og börnin. Reynum að gleðjast, gefa af okkur og hugsa um okkur sjálf um jólin. Ég vona að þið njótið öll jólanna ykkar og hafið það sem allra best! Gleðileg jól! Vigdís Sigvaldadóttir, Hlíðarkletti í Reykholtsdal. Nú þegar jólin nálgast og enn einu árinu er að ljúka eru eflaust margir sem horfa yfir farinn veg, þar á meðal ég. Alltaf þegar des- ember gengur í garð skil ég ekk- ert hvert tíminn hefur farið, mér finnst ég varla vera búin að pakka saman jólaskrautinu þegar ég er farin að taka það upp aftur. Þeg- ar ég svo horfi til baka yfir árið sé ég hversu mikið hefur gerst og minningarnar margar hverj- ar ómetanlegar. Ég er svo þakklát þegar engin slæm eða erfið minn- ing kemur upp í hugann, þá hefur árið verið mjög gott. Það eru því miður ekki allir svo heppnir. Í minningunni voru jólin allt- af yndisleg hjá okkur þegar ég var að alast upp. Foreldrar mínir sáu til þess að allt væri fullkomið á heimilinu þegar klukkan sló sex á aðfangadagskvöldi, en þá sett- umst við niður til að borða ham- borgarhrygg með öllu tilheyr- andi. Stundum fengum við systk- inin að opna einn pakka áður en við borðuðum. Maturinn var borðaður inni í stofu, við borð- stofuborðið, svo við horfðum á pakkana undir trénu allan tím- ann. Ég man oft eftir því að reyna að sjá út hvaða pakkar væru til mín, en það mátti ekki lesa á kort- in áður en pakkarnir voru opnað- ir. Eftir matinn var allt vaskað upp. Svo var borðaður eftirréttur og það var ekki fyrr en allt leir- tau var orðið hreint sem við fór- um að opna pakkana. Aðeins einn opnaði pakka í einu og allir hin- ir biðu, misjafnlega þolinmóð- ir, á meðan. Mamma skrifaði nið- ur í stílabók hver fékk hvað og frá hverjum, en það er mjög gaman að skoða þá bók í dag. Þegar ég fór að halda mín eigin jól með mínum börnum ætlaði ég mér að hafa jólin jafn fullkomin og foreldrar mínir. Ég lagði mig alla fram við að fylla sem flest box af smákökum, sem svo enduðu í ruslinu því það var ekki nokkur leið að klára þær allar. Þrifin voru tekin með trompi, enda virtist ég trúa að jólin myndu ekki koma ef ekki væri hreint í hverju horni og hverjum skáp. Eitt árið stoppaði maðurinn minn mig í þrifunum og benti mér á eldhússkáparnir gætu verið þrifnir í öðrum mán- uði og jólin myndu samt koma. Og viti menn, ég slakaði á og jólin komu samt. Og þegar ég hugsa til þess man ég ekki eftir því að hafa skoðað inn í alla skápa þegar ég var barn, til að sjá hvort mamma og pabbi hefðu ekki örugglega þurrkað innan úr þeim. Kannski voru þau bara ekkert búin að því, hvað veit ég? Fyrir mér snúast jól- in um að njóta með þeim sem ég elska mest. Ég vil að börnin mín eigi góðar minningar um jólin og ég veit að þau eru ekki að skoða inn í skápa til að meta hvenær ég þurrkaði innan úr þeim. Ég vona allavega að það sé ekki það sem standi uppúr í þeirra minningu. Ég hef haldið í margar hefð- ir frá foreldrum mínum og svo höfum við bætt við okkar eig- in. En sú hefð sem ég ákvað að halda fastast í er stílabókin henn- ar mömmu. Ég á mína eigin stíla- bók sem ég skrifa niður allar jóla- gjafir sem börnin mín fá. Það er svo skemmtilegt að skoða síðar. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið njótið hátíð- arinnar. Anna Rósa Guðmundsdóttir, Leirá. Okkar eigin jól Jólakveðja úr Borgarfirði Börn Vigdísar og Bjarna í Hlíðarkletti sækja sér jólatré í Reykholti. Slakaði á og jólin komu samt Jólakveðja úr Hvalfjarðarsveit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.