Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 52

Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 52
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201652 Æðarsetur Íslands í Stykkishólmi var opnað með lítilli sýningu í Norska húsinu árið 2011 og var þar opið í tvö ár þangað til það var flutt í núverandi húsnæði, sem byggt var undir starfsemina. Setrið er hugar- fóstur Erlu Friðriksdóttur og föður hennar Friðriks Jónssonar. Skessu- horn hitti Erlu að máli og ræddi við hana um æðarfuglinn og afurðirn- ar og ýmislegt fleira. „Ástæða þess að við opnuðum Æðarsetrið er að fólk þekkir ekki mikið til æðarfugls- ins yfirleitt. Lítið er til af vörum sem tengjast fuglinum og dúninum. Eins og staðan er í dag fer meira og minna öll íslensk æðardúnsfram- leiðsla til Japan og Þýskalands. Okk- ur langar að reyna hægt og rólega að breyta þessu og fullvinna dún- inn meira hér heima, selja fullunn- ar vörur og auka þar með verðmæti dúnsins hér heima, ekki selja hann bara úr landi sem grunnhráefni,“ segir Erla í samtali við Skessuhorn. Æðarsetrið er rekið af fyrirtækinu Íslenskur æðardúnn ehf., sem stofn- að var af Erlu og Friðriki árið 1991. Eitt markmiðanna með stofnun fyr- irtækisins var einmitt að skapa meiri verðmæti úr dúninum. „Það hefur gengið hægt, það er mjög dýrt að markaðssetja sig erlendis og við höf- um ekki bolmagn í það, lítið fyrir- tæki, að ráðast í stóra herferð. Hér var til dæmis ekki 100% stöðugildi fyrr en árið 2010 þegar ég fór að einbeita mér að þessu eingöngu,“ segir hún. Stórar sængur í Japan Fjögur tonn af æðardúni eru fram- leitt í heiminum á ári hverju, þar af þrjú tonn hér á íslandi. Engu að síður er nánast allt flutt út og sáralítil verslun með dúninn inn- anlands. „Ég held að ástæðan fyr- ir því sé að þetta er dýr afurð og æðardúnn hefur aldrei verið mark- aðssettur sérstaklega sem lúxus- vara innanlands, ekki einu sinni dúnsængurnar. Aftur á móti er til dæmis rík hefð fyrir því í Jap- an að nota góðar sængur og stórar og fólk er tilbúið að borga vel fyr- ir slíkar sængur,“ segir Erla. Hún kveðst reyndar hafa fengið skýr- ingu á þeirri hefð frá japönskum viðskiptavini fyrir nokkrum árum. „Hann sagði að Japanir væru hern- aðarþjóð og sögulega miklir stríðs- menn. Þeir lægju á bakinu þegar þeir svæfu með hendurnar teygðar upp fyrir höfuð og sverð í báðum höndum. Þannig gætu þeir sprott- ið á fætur og farið að berjast og því þyrftu sængurnar að vera svona stórar og miklar. Íslendingar hins vegar, sagði hann að væru friðsam- ir og hnipruðu sig saman í fóst- urstellingu á myrkum vetrarnótt- um og þyrftu þess vegna ekki stór- ar sængur. Mér fannst þetta ágætis skýring,“ segir hún. Bæjarstjóri í fimm ár Erla er alin upp í Stykkishólmi, flutt- ist þangað sem barn ásamt foreldr- um sínum, Friðriki Jónssyni lækni og Arnþrúði Bergsdóttur hjúkrun- arkonu, en faðir hennar tók þá til starfa á sjúkrahúsinu. Í Stykkishólmi bjó hún fram til 16 ára aldurs þegar menntaskólagangan hófst og síðar háskólanám. Sumrunum varði hún þó iðulega heima í Hólminum. Eft- ir háskólanám fékkst Erla við ýmis störf, var til dæmis markaðsfulltrúi og framkvæmdastjóri Kringlunnar og markaðsstjóri Smáralindar. Árið 2005 sneri hún síðan aftur í Hólm- inn og hóf störf á nýjum vettvangi. „Ég var ráðin bæjarstjóri þegar Óli Jón Gunnarsson lét af störfum. Ég ákvað bara að prófa þetta og var bæjarstjóri til að byrja með í eitt ár og svo eitt kjörtímabil til viðbótar,“ segir hún. „Þetta var skemmtilegur tími og mjög lærdómsríkur,“ bæt- ir hún við. Aðspurð kveðst hún enn fylgjast grannt með bæjarmálunum og hafa sínar skoðanir á gangi mála þar. Þeim skoðunum segist hún hins vegar að mestu vilja halda fyrir sig og sína. Sambýlismaður Erlu er Rafn Rafnsson og kemur hann að starf- semi og rekstri Æðarsetursins ásamt henni. Saman eiga þau ungan dreng, en Erla á einnig tvö börn af fyrra hjónabandi og Rafn á þrjú af fyrra sambandi. Það er því glatt á hjalla og margt um manninn þegar allir koma saman á heimili þeirra í Stykkis- hólmi. Þegar þau eru ekki heima með börnunum eða að vinna í dún- inum eða Æðarsetrinu segir Erla að þau spili gjarnan golf á sumrin en fari á skíði á veturna. Sveiflukenndur rekstur En á veturna er svo sannarlega að mörgu fleiru að huga en skíðaferð- um, þær taka minnstan tíma. Æðar- setrið er opið eftir pöntun og tekið á móti hópum en í hreinsuninni er æð- ardúnvinnslan á lokametrunum. Þá gefst tími til að huga að öðrum þátt- um í rekstri fyrirtækisins. „Hreins- un verður að fullu lokið í janúar og þá gefst vonandi tími í vöruþróun fram á vorið. Maður getur því miður ekki leyft sér nægilega mikinn tíma í þannig pælingar því nýsköpun og markaðssetning kostar bæði tíma og peninga. Forgangsatriðið er alltaf að láta reksturinn ganga og síðan get- ur maður skoðað annað eftir því sem tími og peningar leyfa,“ segir hún en kveðst að sjálfsögðu hafa trú á því að vinna hennar muni þoka greininni áfram og skila meiri arði til framtíð- ar. „Ég væri ekki í þessu nema af því ég trúi því statt og stöðugt að þetta muni bera ávöxt,“ segir Erla en bæt- ir því við að þetta sé snúinn rekstur. Aðstæður á markaði með æðardún séu miklum sveiflum háðar og erfitt að gera langtímaáætlanir. „Um þess- ar mundir er toppverð fyrir kílóið af dúni, 215 þúsund krónur til bónd- ans en mér þykir ólíklegt að það verð geti haldist vegna styrkingar krónunnar. Hún kemur illa við lít- il útflutningsfyrirtæki og þetta fyrir- tæki er engin undantekning,“ segir hún. „Svona er nú þessi geiri, en það hefur lengi verið draumur bæði æð- arbænda og okkar að reyna að halda eðlilegu, stabílu verði fyrir kílóið. Sveiflur eru mjög vondar í öllum rekstri, það verður svo erfitt að gera einhverjar langtíma áætlanir þeg- ar maður veit ekkert hvernig land- ið mun liggja eftir ár eða tvö,“ seg- ir Erla. Ánægjulegt að fræða gesti En þrátt fyrir að reksturinn sé á köfl- um erfiður hjá litlu fyrirtæki kveðst hún hafa mikla ánægju af honum og vill jafnvel ganga svo langt að segja að hún starfi við áhugamálið. „Það má segja að frá 1991 til 2010 hafi dúnninn meira verið bara áhugamál, en að síðan þá hafi ég starfað við þetta sama áhugamál, að reka þetta litla fyrirtæki,“ segir hún og bætir því við að skemmtilegast þyki henni að kynna æðarfuglinn og afurðir hans fyrir þeim sem ekki þekkja til hans. „Hingað koma reglulega gestir, sér- staklega erlendir en líka Íslendingar, sem hafa aldrei heyrt um æðarfugl- inn áður. Það er mjög ánægjulegt að geta sagt fólki frá einhverju sem það vissi ekki að væri til. Sem og að kynna það fyrir þessari afurð, sem er hundrað prósent náttúruleg og nýt- ing hennar skaðar umhverfið ekki á neinn hátt,“ segir hún. Þá segir hún að einnig þyki henni gaman að geta sagt gestum frá íslensku hugviti. „Bæði vélarnar og aðferðirnar sem notaðar eru við verkun dúnsins eru íslenskt hugvit og smíði.“ Aðspurð um framtíðina segir hún að þau stefni á að hafa Æðarsetrið opið allt árið um kring, svo framar- lega sem áhugi verði fyrir því. „Við höfum hug á því að opna tjöldin í dúnhreinsuninni til að geta sýnt fólki hvernig dúnninn er verkað- ur. Við höfum verið með leiðsögn um hreinsunina þegar viðskipta- vinir hafa óskað eftir því, en það væri gaman að geta gert meira af því í framtíðinni. Fólk getur nánast hvergi annars staðar í heiminum séð hvernig dúnninn er verkaður,“ segir Erla Friðriksdóttir að lokum. kgk „Trúi því statt og stöðugt að þetta muni bera ávöxt“ - rætt við Erlu Friðriksdóttur í Æðarsetri Íslands í Stykkishólmi Erla Friðriksdóttir í Æðarsetri Íslands í Stykkishólmi. Æðardúnsæng til sýnis í Æðarsetrinu. Slíkar sængur hafa löngum verið munaðarvara í Japan, en þar er rík hefð fyrir því að nota stórar sængur og góðar og eru Japanir tilbúnir að borga vel fyrir æðardúnsængur. Hér er búið að endurskapa hreiður æðarfugls við móttökuna á Æðarsetri Íslands í Stykkishólmi. Æðarkollan liggur á en fyrir aftan hreiðrið stendur æðarblikinn, svartur og hvítur að lit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.